Morgunblaðið - 05.01.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.01.2008, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HINN árlegi þrett- ándafagnaður á vegum for- eldrafélags Grunnskóla Seltjarn- arness og Sel- tjarnarnes- bæjar verður haldinn með hefðbundnum hætti á morgun kl. 17.00. Safnast verður saman við aðalanddyri Mýrarhúsa- skóla. Þar mun skólalúðrasveit Seltjarnarness leika nokkur lög undir stjórn Kára H. Ein- arssonar. Álfakóngur og álfa- drottning munu leiða gönguna að brennunni á Valhúsahæð. Forsöngvari við brennuna verð- ur Valgeir Guðjónsson „stuð- maður“. Bjarki Harðarson leik- ur undir á harmonikku. Að venju verða sungnir áramóta- og álfasöngvar og mun björg- unarsveitin Ársæll sjá um flug- eldasýningu. Fólk er hvatt til að mæta með grímur eða hatta í tilefni dagsins. Vonast er til að sem flestir mæti til að kveðja jólin og fagna nýju ári. Þrettándahátíð VERÐSKRÁ dýralyfja á vef Lands- sambands kúabænda hefur verið uppfærð og þar kemur í ljós að síð- an í maí á sl. ári hefur hámarkssmá- söluverð flestra lyfjanna hækkað um 3-4%. Nokkur lyf hafa þó hækk- að mun meira. Dæmi um það er streptocillin-stungulyf, sem hefur hækkað um 13%, og streptocillin- spenalyf sem hefur hækkað um 18%. Mest hefur benestermycin hækkað, um heil 19% á 8 mánuðum. Innflutningsaðili þessara lyfja er Vistor hf., segir á naut.is. Talsverð hækk- un dýralyfja Morgunblaðið/Þorkell FORELDRAFÉLÖG grunnskólana í Vesturbæ bjóða öllum Vest- urbæingum og velunnurum til þrettándagleði á morgun. Hátíðin hefst kl. 16.00 á lóð Mela- skóla. Sungnir verða skólasöngvar ásamt því að Páll Óskar mætir og kemur öllum í gott skap. Gengið verður frá Melaskólalóðinni um kl. 16.45 í blysför niður á Ægisíðu þar sem kveikt verður í bálkesti í tilefni dagsins. Kynnir verður Benedikt Erlingsson. Þrettándagleði STARFSMENN Framkvæmdasviðs verða á ferðinni um hverfi borg- arinnar dagana 7.-11. janúar til að sækja jólatrén. Íbúar eru beðnir um að setja trén á áberandi stað við lóðamörk og ganga þannig frá þeim að sem minnstar líkur séu á að þau fjúki. Eftir þenn- an tíma sjá íbú- arnir sjálfir um að koma jóla- trénu í Sorpu. Jólatrén eru síð- an kurluð niður og nýtt til moltu- gerðar. Fólk er einnig hvatt til að hreinsa upp flugeldarusl í nágrenni sínu og hjálpast þannig að við að halda borginni hreinni. Jólatrén sótt heim STUTT ÚTFÖR Árna Friðriks Scheving tónlistarmanns var gerð frá Hallgrímskirkju í gær að viðstöddu fjölmenni. Kistuna báru úr kirkju (frá vinstri) Árni Egilsson, Alfreð Alfreðsson, Gunnar Hrafnsson, Björn Th. Árna- son, Ragnar Bjarnason, Örn Egilsson, Jón Páll Bjarna- son og Sigurgeir Sigmundsson. Séra Örn Bárður Jónsson jarðsöng og má nálgast minningarorð hans um Árna á vefnum: ornbardur- .annall.is bæði í texta- og hljóðformi. Tónlistarflutningur var áberandi við útförina, en á undan athöfn léku Alfreð Alfreðsson, Carl Möller, Gunnar Hrafnsson, Jón Páll Bjarnason, Reynir Sig- urðsson og Þórir Baldursson tónlist í um klukkustund. Þeir sem léku og sungu við athöfnina voru Ragnar Bjarnason, félagar úr Schola cantorum, Stórsveit Reykjavíkur, Reykjavik Sessions Ensemble, Gunnar Gunnarsson, Eyþór Gunnarsson, Auður Hafsteins- dóttir, Sigurður Flosason, Matthías Birgir Nardeau, Pétur Grétarsson, Matthías Hemstock og Roland Hart- well. 24Stundir/Frikki Útför Árna Friðriks Scheving Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is REYNSLAN bendir ekki til þess að landsmenn dragi úr kaupum á bens- íni þó að verðið sé í sögulegu há- marki. Hátt verð gæti hins vegar haft þær jákvæðu afleiðingar að áhugi á tvinnbílum ykist og fólk sneri sér frekar að sparneytnari bíl- um. Þetta segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Sumarið 2006 hækkaði verð á bensíni mjög mikið og náði í ágúst- mánuði sögulegu hámarki. Runólfur segir að ekki hafi verið hægt að merkja að sala á eldsneyti minnkaði eitthvað við þetta. Nú séu aðstæður í samfélaginu ekki þær sömu og fyr- ir einu og hálfu ári. Óvissa sé í efna- hagsmálum og ekki sama bjartsýni ríkjandi. „Það er spurning hvort þetta hafi áhrif á kauphegðun og fólk beini sjónum sínum frekar að sparneyt- nari bílum,“ sagði Runólfur. Svokallaðir tvinnbílar hafa verið að koma á markað hér á landi, en þeir ganga bæði fyrir bensíni og raf- magni. Runólfur segir að nýjar teg- undir rafmagnsbíla séu að koma á markaðinn sem geti ekið 250 km í innanbæjarakstri á einni rafhleðslu. Hækkun á olíuverði kunni að auka áhuga fólks á slíkum bílum. Forgangsatriðin hér ekki alltaf þau sömu og erlendis Runólfur segir að kannanir sýni að áherslur Íslendinga í bílamálum séu ekki alltaf þær sömu og annarra íbúa í Evrópu. Fyrir nokkrum árum hafi mikil umræða átt sér stað er- lendis um öryggi bifreiða og kann- anir sýndu að það var í fyrsta sæti þegar íbúar Evrópusambandsins voru að velja sér bíla. Á sama tíma var lítil umræða um þessi mál hér á landi. Það voru ýmis útlitsleg mál sem bifreiðakaupendur settu í for- gang, eins og t.d. hvort álfelgur fylgdu bílnum. Runólfur segir að á síðustu árum hafi öryggi bílanna farið ofar á forgangslista ökumanna hér á landi. Hefur ekki haft áhrif á sölu  Hækkun á olíuverði gæti haft þau jákvæðu áhrif að auka sölu á tvinnbílum og sparneytnari bílum  Ekki dró úr bensínsölu við verðhækkun sumarið 2006 FARÞEGUM til Hornafjarðar og Sauðárkróks hefur fjölgað mikið milli ára, og má jafnvel sjá aukningu mun lengra aftur í tímann, segir í frétta- tilkynningu frá flugfélaginu Erni. Mest aukning hefur orðið í flugi til Hornafjarðar og Sauðárkróks. Til að mynda hefur farþegum á Hornafjörð fjölgað frá árinu 2006 um allt að 8% og ef tekið er mið af aukningu milli áranna 2005 og 2007 er aukningin um 12%. Fjölgun farþega til Sauðárkróks hefur verið mjög góð eða um 11%. Einnig má sjá fjölgun farþega til Sauðárkróks lengra aftur í tímann. Farþegafjöldi í Gjögur stendur nánast í stað milli ára en farþega- streymi til Bíldudals hefur aðeins minnkað. Forsvarsmenn Ernis eru mjög bjartsýnir á framhaldið og telja að farþegum eigi eftir að fjölga áfram á alla staði. Eins og kunnugt er tók Flugfélagið Ernir við áætlunarflugi á Hornafjörð, Sauðárkrók, Bíldudal og Gjögur um áramótin 2006/2007. Ernir eykur umsvifin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.