Morgunblaðið - 05.01.2008, Síða 28
Þröngt Á göngum þarf að geyma tæki og sjúkrarúm þar sem ge
FRÉTTASKÝRING
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
Þegar talað er um nýtt há-tæknisjúkrahús vill oftgleymast í umræðunni aðtæknin er þar ekki aðal-
atriðið, heldur bætt aðstaða sem
nýjum spítala mun fylgja. Gjör-
gæsludeild Landspítala við Hring-
braut, sem er til húsa í gamla Land-
spítalanum, er gott dæmi um þau
þrengsli sem starfsfólk, sjúklingar
og aðstandendur þeirra þurfa að
búa við víða á Landspítalanum í
dag. Á deildinni eru legupláss fyrir
níu sjúklinga sem oft eru fullnýtt og
gott betur en það. Þá þarf að flytja
sjúklinga á gjörgæsluna í Fossvogi
með tilheyrandi áhættu eða leggja
þá, sem það þola, á ganga deild-
arinnar. Lítil sem engin geymslu-
aðstaða er á deildinni fyrir tæki og
lyfjaherbergið er rétt um tveir fer-
metrar. Þar þarf starfsfólk að at-
hafna sig við að taka til lyf. Aðeins
eitt einbýli er á deildinni, annars
liggja sjúklingar á fjölbýlum, fjórir
saman. Næði er því lítið og erfitt að
virða friðhelgi sjúklinga og að-
standenda. Hjúkrunarþyngd þess
sjúklingahóps sem liggur á gjör-
gæslu er einnig að þyngjast með
hækkandi meðalaldri þjóðarinnar.
Sjúklingarnir eru veikari og þurfa
þar af leiðandi meiri hjúkrun og oft
lengri legutíma en áður. Sem dæmi
má nefna að 10% aukning var í
hjartaskurðlækningum á síðasta
ári en sá sjúklingahópur þarf mikla
aðhlynningu á gjörgæslu. Aðstaða
fyrir aðstandendur á deildinni var
bætt á síðasta ári en er þó aðeins
rétt viðunandi.
„Það sér hver maður að þessi að-
staða gengur ekki upp,“ sagði Guð-
laugur Þór Þórðarson heilbrigð-
isráðherra, sem heimsótti
gjörgæsludeildina í gær.
Þrátt fyrir þessi þrengsli, sem
mörgum þykir vart bjóðandi, nær
starfsfólkið að sinna sínu starfi með
prýði. En álagið er mikið. Nú eru
ómönnuð um sex stöðugildi hjúkr-
unarfræðinga og því er unnin mikil
yfirvinna. Gjörgæsluhjúkrun er
sérhæfð og aðstöðuleysið fælir
hjúkrunarfræðinga frá.
Aðstaðan batnar næsta haust
En nú horfir til betri vegar. Í bili að
minnsta kosti. Byggt verður við
deildina, leguplássum fjölgað um
tvö, geymsluaðstaða bætt og lyfja-
herbergið stækkað. Vonast er til að
hægt verði að byrja að byggja í
byrjun næsta sumars og að hús-
næðið verði tekið í notkun með
haustinu.
„Ástæðan fyrir því að við þurfum
á viðbyggingu að halda er m.a. sú
að sjúklingarnir sem liggja á gjör-
gæslu er veikari en áður og þarfn-
ast meira rýmis í kringum sig og
alltaf fjölgar tækjunum sem við
þurfum geymslu fyrir,“ segir Alma
Möller, yfirlæknir gjörgæsludeild-
ar, sem kynnti heilbrigðisráðherra
aðstöðuna á deildinni í gær. Þessi
þróun er rétt að byrja en hefur
skollið á með töluvert meiri þunga
en starfsfólk spítalans átti von á.
„Viðbyggingin mun aðeins leysa
brýnasta vandann í nokkur ár,“
segir Alma.
Heilbrigðisráðherra fagnaði
frumkvæði starfsfólks gjörgæslu-
deildar og sagði viðbygginguna vel
útfærða. Hann sagði að aðstaða
spítalans yrði að vera í stöðugri
endurskoðun þótt nýr spítali væri
„handan við hornið“. Minnti hann á
að í ár væri áætlað að setja 800
milljónir kr. skv. fjárlögum í und-
irbúning nýs sjúkrahúss.
En viðbyggingin bjargar ekki
„Það sér hver m
aðstaða gengur e
Heilbrigðisráðherra heimsótti gjörgæsludeild Landsp
leysa brýnasta vandann til skamms tíma Mikil þreng
Í heimsókn Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra ræði
Búrið
stærð
Allir frá! Gangar eru þröngir í gamla Landspítalanum.
Framtíðin Viðbygging við gjörgæsludeild verður ofan á
segulómtæki og þarf því að grípa til ráðstafanna.
28 LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
BRETAR BREGÐAST VIÐ
Það er athyglisvert að sjá hversusnögglega Bretar bregðast viðþeim vandamálum sem hafa
komið upp og þeir telja sig sjá að komi
upp í nálægri framtíð vegna fjármála-
kreppunnar, sem upp er komin á Vest-
urlöndum.
Í jólahefti brezka tímaritsins Econ-
omist er því haldið fram, að það geti
gerzt að kreppan á fjármálamörkuð-
um, sem nú er skollin á, geti breiðst út
og orðið að bankakreppu.
Í viðtali við brezka fjármáladag-
blaðið The Financial Times, sem birt-
ist á forsíðu þess í gær, segir Alistair
Darling, fjármálaráðherra Breta, að
hann muni beita sér fyrir róttækum
breytingum á þeim aðgerðum, sem
hægt sé að grípa til vegna banka, sem
lendi í erfiðleikum. Ljóst er af viðtal-
inu, að ráðherrann tekur mið af vanda-
málum brezka húsnæðislánabankans
Northern Rock, sem Englandsbanki
kom til hjálpar á tólftu stundu.
Alistair Darling segir í viðtalinu við
Financial Times, að hann vilji tryggja
að brezk löggjöf standi undir þeim við-
fangsefnum, sem upp kunna að koma á
þessu sviði í náinni framtíð.
Þetta heitir fyrirhyggja.
Umræður af þessu tagi fara ekki
fram hér og kannski er það vegna
þess, að staða fjármálafyrirtækja okk-
ar er almennt talin sterk og traust og
að þess vegna sé engin nauðsyn á sam-
bærilegum umræðum og jafnvel að-
gerðum og nú er rætt um að grípa til í
Bretlandi.
Í þessu sambandi er þó sanngjarnt
að benda á, að Björgvin Sigurðsson
viðskiptaráðherra hefur tekið eina
ákvörðun sem haft getur mikla þýð-
ingu í þessu sambandi, en hún er sú að
skipa Jón Sigurðsson, fyrrverandi
ráðherra, seðlabankastjóra og for-
stjóra Norræna fjárfestingarbankans
formann stjórnar Fjármálaeftirlits-
ins.
Þetta er skynsamleg ráðstöfun. Jón
Sigurðsson hefur yfirburðaþekkingu á
fjármálamörkuðum og bankakerfi og
hefur m.a. skrifað athyglisverða grein
um hvernig eftirliti með fjármála-
stofnunum og fjármálamörkuðum
skuli háttað við nýjar aðstæður, m.a.
þegar sami banki er með starfsemi í
mörgum löndum.
Það skiptir miklu máli fyrir íslenzka
bankakerfið, að Fjármálaeftirlitið sé
öflugt og njóti trausts, t.d. matsfyr-
irtækja í öðrum löndum. Það getur
einfaldlega tryggt íslenzkum fjár-
málafyrirtækjum betri kjör á alþjóð-
legum fjármálamörkuðum.
Skipan Jóns Sigurðssonar eykur
tiltrú til íslenzka Fjármálaeftirlitsins,
þótt sú skoðun Morgunblaðsins sé eft-
ir sem áður óbreytt, að æskilegt sé að
sameina Fjármálaeftirlitið Seðla-
banka Íslands á nýjan leik.
Engin ástæða er til að ætla annað en
fjármálakerfi okkar standi á traustum
grunni og sé vel undir það búið að taka
á sig áföll á þessu ári.
En sú fyrirhyggja, sem Bretar sýna,
getur verið til eftirbreytni.
„VESTURHEIMSK“ VIÐMIÐ?
Núverandi vesturheimskt neyslu-stig gengur svo í skrokk á óend-
urnýjanlegum auðlindum jarðar á
borð við vatn og loft, að ekki sé
minnst á olíu og ræktanlegt yfirborð
jarðar – svo úrgangsyfirfljótandi að
menn þora ekki að hugsa þá hugsun
til enda ef ósköpin ætti að margfalda
með fimm eða jafnvel tuttugu á
heimsskala. Af hverju fimm? Af því að
það er sú margföldun sem gera þyrfti
ráð fyrir ef mannkyn allt ætti að búa
við svipað neyslustig og vestrænt
meðalríki. Tuttugu ef það væri banda-
ríska neyslumódelið sem yfirfæra
ætti á allan heiminn.“ Þannig farast
Pétri Gunnarssyni rithöfundi orð í
pistli í Morgunblaðinu í gær. Pistill-
inn hefst á ýkjukenndri lýsingu á
ímynduðu þjóðfélagi þar sem „íbú-
arnir streymdu út í bíla sína í morg-
unsárið til þess að halda síðan út í hið
víðáttumikla umferðarnet – þar sem
þeir létu fyrirberast í átta stundir.
Þetta væri þeirra vinnudagur, þeirra
vinna. Það væri þetta sem héldi sam-
félaginu gangandi, væri hagvaxtar-
aukandi og atvinnuskapandi“. Það ýt-
ir óþægilega við lesendum þessarar
ýkjusögu Péturs hversu nærri sanni
hún er – hversu auðvelt er að heim-
færa hana upp á það líf sem við lifum
nú þegar.
Eins og Pétur bendir á eru áramót
tímamót er hvetja fólk til umhugsun-
ar; til þess að líta yfir farinn veg og
horfa jafnframt til framtíðar. Stað-
reyndin er sú að þegar vandi heims-
byggðarinnar er settur í það sam-
hengi sem Pétur afhjúpar hlýtur
öllum að hrjósa hugur við framtíðinni.
Þær kröfur sem við teljum til lífsgæða
annars vegar og framtíðarástand um-
hverfismála hins vegar virðist ekki
hægt að samræma. Við hljótum að
þurfa að breyta hugsunarhætti okkar
og viðmiðum til að dæmið gangi upp.
Ef til vill er sú staðreynd að gríð-
arleg hækkun olíuverðs undanfarið
virðist ekki hafa teljandi áhrif á
neysluvenjur Íslendinga sönnun þess
hversu auðvelt fólk á með að leiða
vanda heimsbyggðarinnar hjá sér.
Því þrátt fyrir að bensínkostnaður
hljóti að vera orðinn umtalsverður
fyrir flest heimili – ekki síst þau sem
reka jeppa og hugsanlega annan bíl
eins og margar fjölskyldur á Íslandi –
virðist það ekki breyta hegðunar-
mynstrinu. Bensínhákar seljast sem
aldrei fyrr og almenningssamgöngur
þykja vondur kostur. Út frá umhverf-
issjónarmiðum má alveg velta því fyr-
ir sér hvort ástæða sé til að láta undan
þrýstingi um að létta álögur á elds-
neyti á sama tíma og fólk sér ekki
ástæðu til að spara það við sig.
Nægjusemi telst ekki lengur til
dyggða þar sem menn óttast að hún
minnki hagvöxt. Er ekki sá tími kom-
inn að almenningur þurfi að taka til
sinna ráða og endurhugsa verðmæta-
mat sitt? Horfast í augu við það að til
að tryggja framtíð afkomenda okkar
– svo ekki sé minnst á framtíð þess
stóra meirihluta jarðarbúa sem svelt-
ur eða er bláfátækur – þurfum við að
breyta háttum okkar og gildismati?
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/