Morgunblaðið - 05.01.2008, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
GUNNAR Jóhannsson lögreglu-
fulltrúi segir mikið af fíkniefnum í
umferð á Akureyri um þessar mund-
ir; ástandið sé hvorki skárra en áður
né áberandi verra.
Eiturlyfjamál koma reglulega upp
í bænum og segir Gunnar það hafa
aukist mjög mikið að menn séu
gripnir við akstur undir áhrifum
fíkniefna. Hluti af þeirri skýringu sé
örugglega, að komin eru mun betri
tæki til þess að ganga úr skugga um
slíkt en áður. Í vikunni stöðvaði lög-
reglan ræktun á kannabisefnum í
heimahúsi. Grunur vaknaði um að
ræktun færi fram í íbúð í bænum og
við leit fundust fimm kannabis-
plöntur og fimm hitalampar auk ann-
ars búnaðar sem notaður var.
Á sama stað fannst þýfi úr inn-
broti í veitingahúsið Strikið á Akur-
eyri. Tveir menn á þrítugsaldri voru
handteknir í íbúðinni og viður-
kenndu að hafa staðið fyrir ræktun
plantnanna og annar þeirra viður-
kenndi að hafa brotist inn á Strikið.
Lögregla gómaði
„kannabisbændur“
SÖLU mjólkur í tveggja lítra fernum var hætt um ára-
mót. Síðustu ár hefur einungis verið pakkað í slíkar
umbúðir á Akureyri en Sigurður R. Friðjónsson mjólk-
urbússtjóri MS í bænum segir mjög hafa dregið úr sölu
tveggja lítra ferna. Hann kveðst ekki hafa orðið var við
mikla óánægju vegna þessa. Stóru fernurnar hafi mest
verið keyptar í skóla, leikskóla, mötuneyti og skip, en
viðkomandi kaupi í síauknum mæli 10 lítra kassa. Sig-
urður er vinstra megin á myndinn og við hlið hans Jón
Ingi Guðmundsson verkstjóri.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
2 lítra fernur heyra sögunni til
SLIPPURINN Akureyri ehf. átti
lægsta tilboð í lokaendurbætur á
Grímseyjarferjunni, en þau voru
opnuð í gær og langlíklegast er að
samið verði um verkið við Slippinn
fljótlega eftir helgi. Um var að ræða
óformlegt lokað útboð eða verðkönn-
un og var tilboð Slippsins nærri tvö-
falt lægra en það hæsta.
Fjórar stöðvar hér á landi, sem
geta tekið ferjuna í slipp, áttu kost á
að gera tilboð og barst tilboð frá
þeim öllum. Slippurinn bauð tæpar
13 milljónir króna í verkið en hæsta
tilboð átti Stálsmiðjan í Reykjavík,
það hljóðaði upp á tæpar 27.
Nokkrir verkþættir
Í tilkynningu frá Vegagerðinni
kemur fram að gengið verður til við-
ræðna við Slippinn Akureyri um
framkvæmd verksins en í því felast
nokkrir verkþættir svo sem að smíða
dyr á stjórnborðssíðu sem verður að-
alinngangur í ferjuna sem gerir
hreyfihömluðu auðveldara um vik.
Sams konar dyr verða settar á bak-
borðshliðina og þær dyr verða neyð-
arútgangur. Þá verður skipt út um
22 fermetrum af stáli á byrðingi
skipsins sem auðveldar og bætir
klössun skipsins. Komið verður fyrir
kælingu í efri flutningalestinni vegna
fiskflutninga, og salernum verður
breytt þannig að þau nýtist hreyfi-
hömluðum á betri hátt en ella, auk
nokkurra fleiri smærri verka.
Anton Benjamínsson, fram-
kvæmdastjóri Slippsins Akureyri,
segir að í tilboði fyrirtækisins hafi
verið nokkrir fyrirvarar og skil-
greiningar, auk þess sem talsverð
vinna sé eftir við skipið, sem ekki
væri gert ráð fyrir í þessu útboði.
Anton sagðist telja tilboð Slippsins
mjög raunhæft „en mér finnst tilboð
annarra bjóðenda hins vegar vera
gríðarlega há,“ sagði Anton við
Morgunblaðið í gær, og leyndi því
ekki að hann geri sér miklar vonir
um að verkið yrði unnið á Akureyri.
Gert er ráð fyrir að vinna við skip-
ið geti hafist á Akureyri 15. janúar
og áætlaður verktími er þrjár vikur.
Að sögn Antons hefur verið nóg að
gera í Slippnum undanfarið og bjart
sé framundan. Fari lokaendurbætur
á Grímseyjarferjunni fram hjá fyr-
irtækinu verði nóg að gera næstu tvo
mánuði.
Reikna má með að ferjan verði
loksins tilbúin til siglinga til og frá
Grímsey fljótlega, en verkið hefur
tafist mjög mikið, sem kunnugt er.
Rifja má upp að ferjunni var valið
nafnið Sæfari, en síðasta ferja bar
sama nafn. Grímseyingar völdu
nafnið með skemmtilegum hætti;
hreppstjórinn og sveitarstjórnar-
maður gengu um með kosningakassa
milli húsa og mjótt var á munum
milli nafnanna tveggja sem kosið var
um. Drangur fékk 16 atkvæði en Sæ-
fari 19. Skip sem gekk til Grímseyjar
til margra ára hét einmitt Drangur.
Líklega samið
við Slippinn
Tilboð opnuð í gær í lokaendurbætur
á Grímseyjarferjunni Sæfara
SLIPPURINN Akureyri ehf. bauð
tæpar 13 milljónir króna í verkið,
12.966.300. Skipasmíðastöð Njarð-
víkur bauð 22.404.000, Vélsmiðja
Orms og Víglundar í Hafnarfirði
bauð 22.881.610 og Stálsmiðjan í
Reykjavík átti hæsta tilboðið:
26.995.100 kr.
Morgunblaðið/ÞÖK
Hæsta tilboðið
tvöfalt hærra en
það lægsta
TÓNLISTARFÉLAG Akureyrar og
Karólína Restaurant standa fyrir
árlegum Vínardansleik í Ketilhús-
inu í dag, laugardaginn 5. janúar.
Fram kemur að venju salon-
hljómsveit Tónlistarfélagsins undir
stjórn Jakobs Kolosowskis. Sveitina
skipar atvinnutónlistarfólk frá Ak-
ureyri og nágrenni. Jafnframt kem-
ur fram á hátíðinni ungt tónlist-
arfólk sem stundað hefur nám við
Tónlistarskólann á Akureyri. Einar
Geirsson, matreiðslumeistari á
Karólínu Restaurant, sér um veislu-
föngin sem fyrr. Borðhald hefst
klukkan 20 en húsið opnar kl. 18.
Árlegur Vín-
ardansleikur
LANDIÐ
mundsson, formaður klúbbsins, seg-
ir að hafi þótt nokkuð langur tími á
sínum tíma. Í honum voru þó upp-
sagnarákvæði sem núverandi land-
eigandi, byggingarfélagið Ferjuholt,
hefur nýtt sér. Uppsagnarfrestur er
tvö ár og missir klúbburinn því land-
ið að óbreyttu eftir tæp tvö ár. Land-
eigandinn tók þó fram í uppsagnar-
bréfi að hugsanlegt væri að fram-
lengja samninginn, en þá aðeins til
árs í senn. Hann fyrirhugar að
byggja þarna sex þúsund manna
íbúðarhverfi.
Landið liggur að mestu leyti í
Flóahreppi og er skipulagt sem íbúð-
ar- og golfvallarsvæði. Lítill hluti er í
Sveitarfélaginu Árborg, einnig í
einkaeigu, og hefur sá hluti sömu-
leiðis verið skipulagður sem íbúðar-
byggð.
Hugmyndir um ströndina
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæj-
arstjóri Sveitarfélagsins Árborgar,
segir að erindi golfklúbbsins verði
kynnt á fundi bæjarráðs í næstu
viku. „Við höfum góðan golfvöll og
viljum helst eignast átján holu völl
innan sveitarfélagsins,“ segir bæjar-
stjóri og vonast til að hentugt svæði
finnist til þess.
Bárður segir að ýmsum hugmynd-
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Selfoss | Landeigendur hafa sagt
upp leigusamningi við Golfklúbb Sel-
foss. Að óbreyttu fer Svarfhólsvöllur
undir íbúðarbyggð. Stjórn Golf-
klúbbsins hefur sett bæjarstjóra inn
í málið og verður það rætt á fundi
bæjarráðs í vikunni. Áhugi er hjá
báðum aðilum að finna nýtt golfvall-
arstæði innan sveitarfélagsins og þá
fyrir átján holu völl. Hafa meðal ann-
ars komið upp hugmyndir um að
gera hann við ströndina milli Eyrar-
bakka og Stokkseyrar.
Golfklúbbur Selfoss hefur gert
þrjá velli í liðlega 35 ára sögu sinni.
Sá fyrsti var við Engjaveg í þéttbýl-
inu á Selfossi. Þá var gerður völlur í
Alviðru í Grímsnesi en eftir að
klúbbnum var vísað þaðan var hann
landlaus um tíma en fékk síðan land í
Laugardælum með samningum við
Kaupfélag Árnesinga og hefur unnið
að uppbyggingu níu holu golfvallar
þar, Svarfhólsvallar, síðustu tuttugu
árin.
Golfvöllurinn er á fallegum og
góðum stað, á bakka Ölfusár rétt
austan við Selfoss. Samningurinn við
KÁ var gerður fyrir 22 árum og gilti
til þrjátíu ára sem Bárður Guð-
um hafi verið varpað fram um nýtt
golfvallarsvæði. Meðal annars hefur
þeim kosti verið velt upp að byggja
völl á ströndinni á milli Eyrarbakka
og Stokkseyrar. Ragnheiður segir að
það gæti verið áhugaverður kostur.
Hluti landsins er í eigu sveitarfé-
lagsins og unnið að því að stækka
það með makaskiptum við ríkið.
Hluti svæðisins er í einkaeigu.
Bárður segir að búið sé að leggja
mikla fjármuni í Svarfhólsvöll, bæði í
beinhörðum peningum og ómældri
sjálfboðaliðsvinnu. Áætlar hann að
þeir geti samsvarað 50 milljónum kr.
Ekki komi til greina annað en að
byggja átján holu völl, verði ráðist í
nýbyggingu, og megi áætla að það
kosti tvöfalt meira en núverandi völl-
ur.
Svarfhólsvöllur verður
tekinn undir íbúðarbyggð
Golf Leitað er að nýju svæði fyrir
golfvöll Selfyssinga.
Eftir Karl Ásgeir Sigurgeirsson
Hvammstangi | Átta aðilar hlutu
styrki úr menningarsjóði Spari-
sjóðs Húnaþings og Stranda en alls
veitti Sparisjóðurinn átján aðilum
styrk á árinu, alls 23 milljónir
króna. Í hópi styrkþega eru meðal
annars kirkjur héraðsins, Heil-
brigðisstofnunin, félagasamtök og
einstaklingar.
Sparisjóður Húnaþings og
Stranda, SpHún, hefur um árabil
veitt fjárstyrki úr menningarsjóði
sínum til líknar- og menningarmála
á starfssvæðinu. Nýlega var boðið
til kaffisamsætis á Sveitasetrinu á
Gauksmýri þar sem kynntir voru
styrkir sem úthlutað var á árinu
2007.
Í máli Páls Sigurðssonar spari-
sjóðsstjóra við athöfnina kom fram
að stærsti styrkur ársins hefði verið
veittur Björgunarsveitinni. Hún
fékk 2,7 milljónir króna til kaupa á
öflugum klippum til notkunar við
umferðarslys, en þau færast mjög í
aukana.
Menningarsjóður efldur
Páll sagði frá breytingum á hög-
um SpHún nú um áramótin, þar
sem sjóðurinn sameinaðist nú
Sparisjóðnum í Keflavík. Við und-
irbúning sameiningarinnar hefði
verið ákveðið að efla Menning-
arsjóð SpHún og vonaðist Páll til að
stutt yrði með öflugum hætti við
bakið á menningar- og líkn-
armálum í héraðinu. Sagði Páll að
SpHún styrkti einnig ýmsa aðila
með framlögum frá rekstri sjóðsins
og vænti þess að svo yrði áfram.
Styrktu kaup á
björgunarbúnaði
Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson
Björgun Nýjar klippur Björg-
unarsveitarinnar voru kynntar.