Morgunblaðið - 05.01.2008, Blaðsíða 56
LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 5. DAGUR ÁRSINS 2008
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Flutningur gagnrýndur
Margrét Sverrisdóttir, varaborg-
arfulltrúi F-lista, og Svandís Svav-
arsdóttir, borgarfulltrúi VG, eru
ekki fullkomlega sáttar við að húsin
við Laugaveg 4-6 verði flutt á nýjan
stað, en segja flutning húsanna þó
illskárri kost en ef þau yrðu rifin.
Hjörleifur Stefánsson arkitekt og
Snorri Freyr Hilmarsson, formaður
Torfusamtakanna, gagnrýna flutn-
inginn harðlega. » Forsíða
Versta byrjunin
Úrvalsvísitala kauphallar OMX á
Íslandi lækkaði um 5,9% fyrstu tvo
viðskiptadaga ársins og er þetta
versta ársbyrjun íslenskrar hluta-
bréfavísitölu. » 14
Obama og Huckabee unnu
Demókratinn Barack Obama sigr-
aði í forvali flokks síns í Iowa í
Bandaríkjunum og Mike Huckabee
vann forval repúblikana. Forkosn-
ingar verða í New Hampshire á
þriðjudag. » 16
SKOÐANIR»
Staksteinar: Er það nokkuð, Össur?
Forystugreinar: Bretar bregðast
við | „Vesturheimsk viðmið“
UMRÆÐAN»
Á skal að ósi stemma
List án aðgangseyris
Sá kann ei gott að þiggja
sem ei þakkar
Skrímslið undir rúminu
Lexíur við áramót
Helvíti í Paradís
Hvað varð um Vínarmenninguna?
LESBÓK»
4
4
4 4
4
4
5",6&' / &+ ,
7&&%& & 4 4 4 4 4
& 4
. 8 $2 '
4 4 4 4 4
4
9:;;<=>
'?@=;>A7'BCA9
8<A<9<9:;;<=>
9DA'8&8=EA<
A:='8&8=EA<
'FA'8&8=EA<
'3>''A%&G=<A8>
H<B<A'8?&H@A
'9=
@3=<
7@A7>'3+'>?<;<
Heitast 6 °C | Kaldast 0 °C
Norðaustan 8-15 m/s
og slydda eða rigning
um landið austanvert.
Hægari og hálfskýjað
suðvestanlands. » 10
Stórsveit Nix Noltes
hefur tekist í annað
sinn að senda frá sér
gæðaskífu að mati
gagnrýnanda sem er
hæstánægður. » 47
TÓNLIST»
Gæðaskífa í
annað sinn
KVIKMYNDIR»
National Treasure fær
tvær stjörnur. » 53
Arnar Eggert Thor-
oddsen segir sjón-
varpsþættina Mæðst
í mörgu vera eitur-
snjalla pólitíska
háðsádeilu. » 52
AF LISTUM »
Mæðst í
mörgu
FÓLK»
Lífið leikur ekki við
Britney Spears. » 49
FÓLK»
Jónsi er gleðigjafi hjá
Glitni. » 50
reykjavíkreykjavík
VEÐUR»
1. Héldu að þetta væru endalokin
2. Farþegum boðin áfallahjálp
3. Britney flutt á sjúkrahús
4. Ekki ástasenu með Vince Vaughn
LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð-
inu naut aðstoðar sérsveitar ríkis-
lögreglustjóra við handtöku tveggja
einstaklinga í gærkvöldi eftir að
annar þeirra hafði ógnað dyraverði
með eggvopni, en sérsveitin er
ávallt kölluð út til aðstoðar þegar
vitað er um vopnaburð.
Tildrög málsins voru, samkvæmt
upplýsingum frá lögreglunni, þau að
karlmanni á þrítugsaldri var vísað
út af tónleikum í Laugardalshöllinni
í gærkvöldi sökum þess að hann var
í annarlegu ástandi og lét illa. Þessu
brást maðurinn ókvæða við, dró upp
hníf og lagði til dyravarðar að störf-
um, sem slapp án meiðsla.
Skarst á fæti við spark
Í framhaldinu gekk maðurinn
berserksgang fyrir utan höllina,
sparkaði í og braut rúðu með þeim
afleiðingum að hann skarst á fæti.
Að því búnu ók maðurinn á brott
ásamt 17 ára stúlku, sem einnig var
í annarlegu ástandi. Á leið sinni frá
Laugardalshöllinni ók maðurinn ut-
an í bíl.
Alls tóku fjórir lögreglubílar þátt
í eftirförinni á bílnum. Maðurinn og
stúlkan voru loks handtekin í
Meðalholti þar sem hann var búinn
að aka utan í annan bíl.
Gistu fangaklefa í nótt
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni var maðurinn færður á
slysavarðstofu þar sem gert var að
sárum á fæti hans. Að því búnu var
hann fluttur á lögreglustöð og gistir,
ásamt stúlkunni, í fangaklefa í nótt.
Þau verða væntanlega bæði yfir-
heyrð í dag þegar víman hefur runn-
ið af þeim. Málið er nú hjá rann-
sóknardeild lögreglunnar sem tekur
ákvörðun um framhaldið.
Eftir því sem blaðamaður kemst
næst urðu tónleikagestir uppákom-
unnar ekki varir enda tónleikarnir
enn í fullum gangi og aðeins rétt
hálfnaðir þegar atvikið átti sér stað.
Lagði til dyravarð-
ar með eggvopni
Brást ókvæða við þegar honum var vísað út af tónleikum
Í HNOTSKURN
»Karlmaður á þrítugsaldri íannarlegu ástandi gekk ber-
serksgang þegar honum var vís-
að út af tónleikum í Laugardals-
höll í gærkvöldi.
»Sérsveitin er ávallt kölluð úttil aðstoðar þegar vitað er
um vopnaburð.
ELI Roth er
spenntur fyrir því
að kvikmyndaver
verði reist í
Reykjavík og tel-
ur að það gæti
opnað fyrir flóð-
gáttir erlendra
kvikmyndagerð-
armanna sem
myndu hafa
áhuga á að taka
upp í borginni. Hann segir höfuð-
borgina mun betri kost en Keflavík,
því lifandi borgarlíf sé mikill kostur
fyrir leikara og tökulið sem eyða
stórum hluta starfsævinnar á fjar-
lægum slóðum.
Gagnrýninn á heimalandið og
segir framtíðina vera Íslands
Roth er hins vegar afar gagnrýn-
inn á heimaland sitt, Bandaríkin, og
telur að kapítalisminn sé á góðri leið
með að steypa stórveldinu í glötun
stríðsátaka, tómhyggju og meng-
unar. Framtíðin sé hins vegar Ís-
lands. | 46
Bíóborgin
Reykjavík
Eli Roth
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
steinunn@mbl.is
ÁSTANDIÐ um borð var hræði-
legt, allir öskrandi og litla stúlkan
mín, tveggja ára, ældi yfir sig
alla,“ segir Lilja Björk Eysteins-
dóttir, sem var ásamt fjölskyldu
sinni um borð í Icelandair-þotunni
sem tvívegis reyndi að lenda í
Keflavík í fyrrakvöld án árangurs
vegna mikilla sviptivinda. Farþeg-
ar urðu flestir mjög hræddir enda
lætin í veðrinu mikil og tala um að
flugmenn hefðu mátt verja örfáum
sekúndum í að segja þeim að vélin
væri ekki að nauðlenda, heldur
væri í lagi með hana. Þær upplýs-
ingar hafi ekki komið fyrr en vél-
inni var snúið til Egilsstaða.
Guðjón Arngrímsson, upplýs-
ingafulltrúi Icelandair, segir að
farþegar hafi aldrei verið í hættu
en þegar ekki hafi verið hægt að
lenda hafi verið ákveðið að snúa
vélinni til Egilsstaða og biðja þar
um læknisaðstoð og áfallahjálpar-
teymi.
Þorkell Ágústsson, for-
stöðumaður rannsóknarnefndar
flugslysa, segir að fyrirliggjandi
upplýsingar gefi ekki tilefni til
rannsóknar. | 4
„Ástandið
um borð
hræðilegt“
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Skekin Lilja Björk Eysteinsdóttir hjálpar Kristjönu dóttur sinni í lánsflíkur á Hótel Héraði í gær, enda hafði sú
stutta gubbað yfir sig alla við lætin í flugvélinni yfir Keflavíkurflugvelli og farangur fjölskyldunnar víðs fjarri.