Morgunblaðið - 05.01.2008, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.01.2008, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 39 Atvinnuauglýsingar Hársnyrtifólk óskast á Hársögu, Austurstræti 8-10,101 Reykjavík. Sími 552 1790 eða 896 8562, Sigrún. 1. VÉLSTJÓRI óskast á ísfisktogara Stærð aðalvélar er 1691 kw. Upplýsingar í síma 862 0069. Málarar Óska eftir að ráða vana málara til framtíðar- starfa. Upplýsingar gefur Alfons í síma 663 5003, eða senda umsókn á netfang alfons@simnet.is ALHLIÐAMÁLUN EHF . Hjartkær amma mín hefur lokið lífs- göngu sinni hér á jörð, barátta hennar við sjúkdóm sinn er loks á enda. Upp í hugann koma margar ljúfar minningar bæði fyrir og eftir að hún veiktist. Fyrstu tvö ár ævi minnar dvaldist ég hjá ömmu og afa í Landakoti. Allt frá þeim tíma leitaði ég allra ráða til þess að fá að vera hjá þeim. Ég minnist þess frá barnæsku hvað ég var alltaf full eftirvæntingar í hvert skipti sem ég vissi að ég fengi að fara til ömmu og afa. Mér fannst svo gott að vera ná- lægt ömmu, hún var alltaf svo yf- irveguð og hjá henni fann ég frið og öryggi. Þegar ég var lítil vildi ég helst sofa á milli ömmu og afa og ég kúrði mig oft alveg upp að ömmu. Það hefur örugglega ekki verið mik- ill svefnfriður hjá þeim vegna þrengsla og ég man að ég átti að vera á dýnu á gólfinu við hliðina á ömmu þó að Landakotið væri stórt og næg herbergin. Oftar en ekki vaknaði ég uppí hjá ömmu og afi lá á dýnunni. Amma elskaði tónlist og söng mik- ið við heimilisstörfin og mér fannst hún syngja svo fallega. Í æsku sátum við oft tvær saman á kvöldin og hlustuðum á tónlist af kassettum, stundum sat ég í fanginu á henni og hún ruggaði mér og söng. Ég man ennþá hvað þetta var yndisleg til- finning og mér fannst hún besta amma í heimi. Í minningum mínum um ömmu var hún alltaf í góðu skapi og kvart- aði aldrei þó á móti blés, ég man ekki eftir að hún hafi skipt skapi við mig þó að stundum hefði örugglega verið tilefni til. Amma mín var afar stolt af fólkinu sínu, hún sagði oft við mig hvað hún væri heppin að eiga svona stóran hóp og að allir væru svo yndislegir og stæðu sig vel í lífinu. Hún vissi að það væri ekki sjálfgefið. Elsku amma mín var nett og falleg kona og mikil ,,pjattrófa“. Þegar við vorum að fara saman eitthvert út sagði hún alltaf: ,,bíddu, ég þarf að- eins að púðra á mér nefið“. Síðan hefur þessi setning fest sig í sessi á mínu heimili þegar verið er að hafa sig til. Þó að amma væri að hverfa inn í heim Alzheimer var henni alltaf mikið í mun að vera vel til höfð og ný- klippt. Elsku amma mín, ég sakna þín mikið en ég veit að þér líður betur núna og ert búin að hitta hann afa sem þú elskaðir svo mikið. Takk fyrir allt, þín ömmustelpa, Hafdís Helga Þorvaldsdóttir. Hún langaamma var besta ki- suamma í heimi. Hún var alltaf með okkur um jólin. Þegar við fórum í heimsókn til hennar gaf hún okkur stundum peninga til að kaupa okkur Halldóra F. Þorvaldsdóttir ✝ Halldóra Finn-laug Þorvalds- dóttir fæddist í Reykjavík 15. maí 1929. Hún lést á dvalarheimilinu Hlévangi í Keflavík sunnudaginn 30. desember síðastlið- inn og var jarð- sungin frá Hvals- neskirkju 4. janúar. eitthvað sniðugt. Þeg- ar hún kom í heimsókn þá var hún oftast með kisuna mína Appaló í fanginu. Hún átti einu sinni tvo ketti og það var eins og allar kisur væru góðar við hana. Þess vegna var hún kölluð kisuamma. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. (Pétur Þórarinsson.) Bless, elsku amma mín, Rósmarý Kristín. Hadda syngur ekki lengur né dansar við eldhúsbekkinn í Landa- koti. Í eldhúsinu hennar urðu ævin- týri sem lifa í minningunni. Hadda hafði svo sterka útgeislun og um- vafði alla með lífsgleði sinni. Við börnin blómstruðum í allri gleðinni. Ég minnist margra ljúfra stunda við eldhúsborðið hjá henni, góðra veit- inga og skemmtunar í nálægð henn- ar og veit hve djúp virðing fyrir Höddu spratt fram í barnssálinni. Ég naut þeirrar gæfu að verða vinkona Katrínar, yngstu dóttur Höddu, frá sjö ára aldri. Frá þeim tíma var ég tekin inn í stórfjölskyld- una í Landakoti og þar hefur mér ævinlega liðið vel. Við Katrín lékum okkur gjarnan í stofunum í Landakoti. Milli leikja fórum við í opna fallega eldhúsið hennar Höddu. Þar var hennar stjórnstöð og hún gat svo sannarlega unnið á mörgum plönum í einu. Í minningunni stendur hún hlæjandi við eldhúsvaskinn með borðtuskuna í annarri hendi og með símann í hinni, með augu á sjónum, að meta veður og sjávarstrauma og í stöðugu sam- bandi við háseta eða veiðarfærasala. Svo var auðvitað eldhúsið fullt af fólki. Hadda og Árni stunduðu útgerð á þessum árum. Hann sótti sjóinn og hún var útgerðarstjórinn í landi. Henni fórst allt vel úr hendi og allt lék í höndum hennar, hvort sem það var útgerðin eða fiskvinnslan. Hadda var einhver mesti dugnaðarforkur sem ég hef þekkt og því ekki ein- kennilegt að hún var afar eftirsótt til fiskvinnslu. Hún var sú allra dugleg- asta í akkorðsvinnu þess tíma. Svo vildu auðvitað allar konurnar vera með Höddu á borði því þar var alltaf svo mikið fjör. Ég minnist samheldni hjónanna, Höddu og Árna, bæði við útgerðina en einnig við ræktun fjölskyldunnar. Þeirra ræktun var mannrækt. Þeirra höfuðstóll og stóra ávöxtun í lífinu var fjölskyldan, sem Hadda naut ríkulega samvista við allt til hinstu stundar. Ég þekki enga eins samheldna og ástríka fjölskyldu. Sá kærleikur, sem þar ríkir, er ekki sjálfsprottinn, heldur ávöxtur iðkun- ar. Það var þeirra lífsverk, Höddu og Árna, að koma upp stórum og öfl- ugum barnahópi og hópi barnabarna sem bera starfi þeirra fagurt vitni. Nú syngur hún Hadda á himnum og dansar við hann Árna sinn í ljúf- um takti. Fjölskyldunni allri votta ég samúð mína og bið góðan Guð að styðja þau öll á vegi sorgarinnar. Elín Sigrún Jónsdóttir. ast Árna Scheving með söknuði og hlýju og þakka samfylgdina. Við vottum fjölskyldu hans dýpstu sam- úð. Minningin um merkan listamann og góðan dreng lifir. F.h. FÍO/organistadeildar FÍH, Guðmundur Sigurðsson, formaður. Það verður hverjum list sem hann leikur. Árni Scheving, einn af burðarás- um í íslensku tónlistarlífi, er fallinn frá. Árni var músíkant af Guðs náð, óhemju fjölhæfur og flinkur lista- maður. Árni kom víða við á sínum ferli, ekki bara sem yfirburða mús- íkant heldur og einnig sem gefandi leiðbeinandi margra tónlistar- manna. Það var eins og öll hljóðfæri lékju í höndunum á þessum góða dreng, tónlistargyðjan var honum örlát, en ekki ofmetnaðist þessi ljúf- lingur. Allt sem hann kom nærri í nafni tónlistar var gert af virðingu og smekkvísi. Árni lagði gjörva hönd á svo margt og kom svo ótrú- lega víða við. En flinkastur var hann á víbra- fóninn, hljóðfæri sem varla heyrist í nú á dögum. Nú er skarð fyrir skildi, djassgeggjarar missa góðan dreng. Hversu oft hefur ekki Ziegler/ Scheving Quintett-diskurinn fengið spilun á mínum bæ, þar sem hinn melódíski spuni og tæra leikgleði Árna skín í gegn. Spuninn er eins og sjálfstæðar laglínur sem unun er á að hlýða. Hin seinni ár kynntist ég enn betur þessu gamla átrúnaðar- goði mínu í félagsskap sem við átt- um ánægjulega samfylgd í, þar lagði Árni til sína góðu hæfileika ótak- markað. Hafðu þökk fyrir það. Í erf- iðum veikindum síðustu ára sýndi sig hvaða mann Árni hafði að geyma, allt var gert hávaðalaust og af fullkomnu æðruleysi. Árni var ekta Reykvíkingur, vinmargur, vel liðinn og eftirsóttur til margra starfa. Íslensk tónlistarsaga hefði sann- arlega orðið mun fátæklegri án Árna Schevings. Megi höfuðsmiðurinn gæta þín og varðveita á nýjum vegum og veita eiginkonu, börnum og fjölskyldu styrk á þessum erfiðu tímum. Vala og Jón Þór. Árni Sheving tónlistarmaður er látinn. Hann fæddist í Reykjavík ár- ið 1938 og ólst þar upp. Árni hóf ungur feril sinn sem tónlistarmaður og starfaði með öllum helstu tónlist- armönnum landsins. Hann var einkar fjölhæfur og lék á ýmis hljóð- færi svo sem víbrafón, saxófón, harmoniku, óbó og píanó. Árni lést í Reykjavík hinn 22. desember síðast- liðinn. Hann lætur eftir sig eigin- konu og fimm uppkomin börn. Nú þegar Árni Scheving er allur sækja á mig minningabrot um góð- an dreng sem ég var svo lánsamur að eiga að vini í lífsins ólgusjó. Leiðir okkar Árna lágu fyrst sam- an í hljómsveit sem nefndist Aría og var hann þar bassaleikari. Við æfð- um saman í húsnæði Zippo-umboðs- ins á Vesturgötunni og entist sam- band okkar í nokkur ár en síðan skildi leiðir um nokkurt skeið. Síðar lágu leiðir okkar aftur saman þar sem við skemmtum um allt land og á Hótel Sögu í Reykjavík. Má þar nefna hljómsveit André Bachmann og hljómsveitina Gleðigjafa. Við stóðum einnig að útgáfu hljómdiska til styrktar þeim sem minna máttu sín, ásamt Þorgeiri Ástvaldssyni dagskrárgerðarmanni. Við styrktum í fyrstu Styrktarfélag vangefinna og síðar Barnaspítala Hringsins, Sjálfsbjörg og Lands- samband fatlaðra með hjálp Jó- hannesar í Bónus og Einars Bene- diktssonar í Olís. Við skiptum með okkur verkum. Árni sá um fjármál- in, Þorgeir valdi tónlistina og ég um að útvega styrkina og reka verkið áfram. Mér er minnisstætt að mikið var að gera hjá okkur Árna hverja ein- ustu helgi í rúm sex ár en þá söng hin stórkostlega söngkona Ellý Vil- hjálms með okkur. Fréttin um fráfall Árna kom mér sem högg í hjartastað, því fyrir lá að við ætluðum að hittast og ræða sam- an nýútkominn hjómdisk minn „Með kærri kveðju“ og höfðum ákveðið stund og stað, en vegna veikinda hans varð ekkert af þess- um fundi. Ég hafði þó hitt hann áð- ur, hinn 4. desember, og afhent hon- um eintak af diskinum. Við ræddum svo saman í síma og lýsti Árni hrifn- ingu sinni á diskinum. Þetta var það síðasta sem okkur fór á milli. Að kvöldi andlátsdags Árna þurfti ég að syngja og þrunginn trega til- einkaði ég honum fyrsta lagið á dag- skrá, „Friðarjól“, og fann fyrir níst- andi söknuði þegar um huga minn liðu minningabrot frá liðinni tíð. Það er svo ótal margt sem kemur upp í hugann en fyrst og fremst þakklæti fyrir að hafa fengið að vera um hríð samferða góðum dreng, sem Árni svo sannarlega var. André Bachmann. Þeir heilsuðust með lágværu flauti; fyrstu tónarnir úr „Manstu gamla daga“ voru kveðjan. Þetta var nokkurs konar leynikveðja hinna innvígðu og útvöldu; strák- anna í bransanum. Og eiginlega var enginn innvígðari en Árni Scheving; holdgervingur íslenska tónlistar- bransans. Hann spilaði á hvert hljóðfærið öðru betur, lék ólíka stíla, inn á ótal plötur og kom að öll- um geirum tónlistarlífsins – hann var bransadýr. Ekki nóg með það, hann var líka listamaður, en þetta tvennt fer ekki alltaf saman. Árni var frábær djassvíbrafónleikari en af þeim á heimurinn ekki of mikið. Og þótt hann væri ekki alltaf að spila djass, þá hljómaði hann alltaf eins og hann hefði aldrei gert ann- að. Lék af fullkomnu öryggi, la- grænt og rytmískt eins og sá sem valdið hefur. Ég kynntist Árna u.þ.b. sextán ára gamall. Við spiluðum saman í stórsveitum þess tíma og síðan í fyrstu söngvakeppni sjónvarpsins. Andstætt við flesta íslenska tónlist- armenn sem ég kynntist tók hann hlutverk sitt sem eldri og reyndari maður alvarlega. Ótilkvaddur fann hann að og hældi, eftir því sem hon- um þótti ástæða til. Það var ekki frítt við að aðfinnslurnar stuðuðu ögn viðkvæmt ungviðið, en eftir á að hyggja finnst mér þetta til mikillar fyrirmyndar. Hann hafði sjálfur lært af eldri mönnum sem gerðu kröfur og sennilega var þetta partur af hans fínstilltu stéttarvitund; að miðla reynslunni til nýrra kynslóða, ekki í skóla heldur í starfinu sjálfu – skóla lífsins. Og Árni miðlaði fleiru. Mér er ógleymanlegt að hafa ferðast með honum, þá skrjáfþurrum bindindis- manni, um landið og á meðan við hinir yngri drukkum fékk hann sína vímu út úr því að segja okkur gaml- ar sögur. Þar voru magnaðar drykkjusögur – margt fullkomlega óprenthæft um óvænta einstaklinga, leiðir til að lina þjáningar veislu- móðra tónlistarmanna á barnaböll- um og hagnýtar upplýsingar um leynistaði á Hótel Sögu. Hápunktur ferðarinnar var svo þegar úrræða- laus ungmennin vantaði meira vín og maður reynslunnar lét opna fyrir okkur áfengisverslun bæjarins á sunnudegi. Slík afrek eru ekki á allra færi og í þessu eina atviki kristallast ýmsir frábærir eiginleik- ar Árna; áræði, greiðasemi, góð sambönd og frábær samningatækni, en þetta nýtti hann allt svo um mun- aði okkur öllum til framdráttar í stjórn Jazzhátíðar og stjórn FÍH áratugum saman. Síðasta samtal mitt við Árna Scheving var dæmigert. Það var tveimur dögum áður en hann dó og ég hringdi til að fá ráðleggingar varðandi verðlagningu og samninga. Hann sat við jólahlaðborð, en gaf sér samt góðan tíma til að spjalla, enda alltaf boðinn og búinn að lið- sinna öðrum tónlistarmönnum. Þannig var Árni; frábær félagi og tónlistarmaður af Guðs náð. Ég veit að ég mæli fyrir munn okkar allra þegar ég segi: Árni – TAKK! Sigurður Flosason.  Fleiri minningargreinar um Árna Scheving bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dögum. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Undirskrift | Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á mynda- móttöku: pix@mbl.is og láta um- sjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.