Morgunblaðið - 05.01.2008, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 05.01.2008, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING SÝNING Guðnýjar Rósu Ingi- marsdóttur, sem opnuð var í Suðsuðvestur í lok nóvember, hefur verið framlengd til 13. janúar. Sýningin sam- anstendur af hljóðverki og teikningum. Teikningarnar eru unnar með ólíkum efnum og aðferðum, ýmist á pappír eða þær eru skornar út beint á vegg. Líta má á teikningarnar sem endurvinnslu á þeim sjálf- um þar sem grunnur þeirra er oft verk frá náms- árum Guðnýjar Rósu. Suðsuðvestur er lokað á virkum dögum en opið um helgar laugardaga og sunnudaga frá kl. 13-17.30 Myndlist Endurunnar teikningar Verk eftir Guðný Rósu. FYRSTU tónleikar Ghostigital og Finnboga Péturssonar síð- an geisladiskurinn Radium kom út í haust fara fram á skemmtistaðnum Sirkus við Klapparstíg í kvöld. Radium er útvarpstónleikaverk sem var flutt á Listahátíð síðasta vor í Listasafni Íslands og síðar endurflutt á Vatnsenda af Rondo og Rás 1. Upptaka af tónleikunum var síðan klippt til og búin til útgáfu. Nú munu þeir Finnbogi og Gho- stigital loksins halda tónleika á Sirkus en senn líð- ur að því að staðurinn víki eða í byrjun febrúar. Tónleikarnir hefjast kl. 22. Tónlist Finnbogi Pétursson og Ghostigital Birgir Örn Thoroddsen ÁRLEGUR jólagerningur myndlistarmannanna Ragnars Kjartanssonar og Ásmundar Ásmundssonar verður í Ný- listasafninu á morgun, sunnu- daginn 6. janúar. Ragnar og Ásmundur hafa það fyrir sið að koma fram á þrettándanum með jólagerning þar sem þeir bregða sér í hlut- verk Kertasníkis og Bjúgnak- rækis á listrænan hátt við mis- munandi aðstæður. Listunnendur eru hvattir til að mæta og taka börnin sín með. Húsið opnað kl. 21 og gjörningurinn hefst stuttu síðar. Ný- listasafnið er á Laugavegi 26. Myndlist Jólagerningur í Nýlistasafninu Ónefndur jólasveinn. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is RÚSSNESKA mezzósópransöng- konan Irina Romyschevskaya, sem gladdi gesti Salarins með söng sín- um í haust, er komin aftur til lands- ins og syngur á tónleikum í Salnum í dag kl. 17 ásamt Sigrúnu Hjálm- týsdóttur og Jónasi Ingimund- arsyni. Romyschevskaya þykir feiknagóð og hefur komist í fremstu röð í heimalandi sínu. Sjálf gerir hún lítið úr hrósi og lofi, og segir röddina sína ekki enn nógu þrosk- aða og mikla fyrir rússnesku mezzósópranhlutverkin. Rossini og Mozart henti henni betur sem stendur. „Í september söng ég ein- söngstónleika hér, en nú langar mig að syngja óperutónlist með ykkar frægu og yndislegu Diddú – ég held að allir hljóti að elska hana. Við ætl- um að syngja nokkra dúetta saman með vini okkar Jónasi, en líka aríur hvor um sig. Því miður syngjum við enga rússneska dúetta – það hefði verið of erfitt fyrir Diddú að und- irbúa það. En kannski við gerum það bara næst, því við eigum svo marga fallega dúetta; eftir Tsjaí- kovskí, Rakhmaninov, Mússorgskí og fleiri. Annars er efnisskráin fjöl- breytt hjá okkur, og frekar létt – hentar vel um áramót,“ segir Irina Romyschevskaya, með sínum þykka og fallega rússneska hreim. Ég spyr hana um málið, hvort rússneska sé gott söngmál, og hvað það sé, sem geri hana svona sérstaka. Ég spyr hana hvernig söngvari eins og landi hennar Dimitri Hvorostovsky, sem söng á Listahátíð í vor, fari að því að leggja álög á fólk, töfra það stjarft af hrifningu, þótt hann syngi á rússnesku og maður skilji ekki stakt orð. Kalda veðrið og tungumálið „Hmmm … þetta er merkilegt. Reyndar er Dimitri Hvorostovsky okkar mesti ljóðasöngvari og ljóða- túlkandi. Þá skiptir kannski ekki máli hvort fólk skilur ljóðin frá orði til orðs, hann miðlar tilfinningunni og kenndunum. En svo er það málið. Við Rússar búum á köldum slóðum miðað við til dæmis Ítala. Það er heitt á Ítalíu, og þar talar fólk skærum rómi, og með hreinum sérhljóðum,“ segir Irina, reigir sig fram og leikur Ítala með tilþrifum, og handapati. „En við í kuldanum tölum meira ofan í okkur, raddhljómurinn er nær okkur í andlitinu og miklu raddaðri,“ segir Irina og leikur nú Rússa, hjúfrar hendur upp í hálsa- kot, og krossleggur handleggina og hryllir sig: Mismunurinn á tungu- málunum – og skýringin á heitu og köldu veðri verður augljós. „Þessi tungumál eru ólík í fram- burði, en það er samt gott að syngja á þeim báðum. Tungumálið und- irbýr röddina og setur hana í rétta stöðu fyrir sönginn.“ Irina kveðst hafa mörgum verk- um að sinna heima í Moskvu. Hún syngur í óperunni og syngur auk þess á fjölda tónleika, og svo kennir hún í konservatoríinu. Fimm stúlk- ur – það er nóg, segir Irina. „Ég er fyrst og fremst söngkona, og kennslan er í öðru sæti,“ segir hún. „Ég syng mikið í óratoríum, ekki bara vegna þess að mér finnist það gaman, heldur vegna þess að gamla tónlistin hentar röddinni minni. Vegna kennslunnar í kons- ervatoríinu verð ég að halda þar tónleika sjálf einu sinni á ári, og ég verð að sjálfsögðu að vera með nýja efnisskrá hverju sinni. Ég verð að sýna hvað í mér býr.“ Betra að syngja með öðrum „Annars finnst mér mun skemmtilegra að syngja með öðrum heldur en ein. Röddin mín nýtur sín vel í samsöng og ég nýt þess að heyra aðrar raddir, máta þær sam- an, syngja inn í hljóminn, það er frábært. Ég er líka fljót að átta mig á öðrum röddum.“ Irina Romyschevskaya segir það fátítt í Rússlandi að finna mezzó- sópran með kóloratúr í röddinni, eins og hún er með; þar séu lang- flestir mezzósópranar með breiðar, þykkar og djúpar raddir. „Óperur Rossinis eru því eitthvað fyrir mig, því hann notaði raddir eins og mína í mörg aðalhlutverk, en ég hef líka yndi af því að syngja í óperum Moz- arts. Það kemur að því að röddin mín njóti sín betur í rússnesku óp- erunum,“ segir Romyschevskaya og hlær feimnislega. Ég þakka henni spjallið, en bregður þegar hún stendur upp með hvelli: „No, no, no, no, no, það er mitt að þakka.“ Það er sennilega ekki mikið eftir af miðum á tónleikana, en vonandi kemur þessi geðþekka söngkona hingað aftur síðar. Irina Romyschevskaya syngur með Diddú og Jónasi Ingimundarsyni í Salnum Af ítölskum róm og rússneskum Morgunblaðið/Frikki Rússnesk Irina og Jónas í Salnum, Diddú var ekki á þessari æfingu. METROPOLITAN-safnið í New York fagnar 150 ára afmæli hönn- unar Central Park-garðsins í New York, sem safnið stendur í, með sýningu á ljósmyndum eftir Lee Friedlander sem opnar 22. janúar. Garðurinn er að mestu hönnun Fredericks Law Olmsted sem hann- aði marga kunnustu garða Banda- ríkjanna og Kanada. Central Park er þó langþekktastur, enda er þessi risavaxna vin á miðri Manhattan- eyju, meistaraleg og úthugsuð sam- þætting náttúru og mannlegra þarfa. Olmsted prédikaði nátt- úrlegan einfaldleika og barðist gegn görðum sem honum þóttu of- urfegraðir og tilgerðarlegir. Lee Friedlander, sem er einn áhrifamesti ljósmyndari samtím- ans, hóf að mynda garða Olmsteds upp úr 1980. Nokkrum árum síðar birtist úrval myndanna í bókinni Viewing Olmsted. Flest verkanna í Metropolitan hafa þó ekki sést áður og mörg eru frá síðustu árum. „Það skiptir engu máli hve vel þér tekst til sem ljósmyndari, þú getur í besta falli vísað til þess hve góður raunveruleikinn er,“ segir Friedlander. Friedlander hyllir garða Olmsteds Haust Central Park á björtum degi. VERKIÐ Étroits Sont les Vaisseaux (eða Mjó eru förin) eftir þýska lista- manninn Anselm Kiefer lítur út eins og steypu- og vírarusl eða dýr- mætt og þýðingarmikið listaverk. Hvorum megin línunnar það fellur veltur á hvort það er staðsett í lista- safni eða úti í garði og ekki síður hver horfir á það. Eigendur þess eru hjónin And- rew og Christine Hall, íbúar Fair- field í Connecticut-fylki í Banda- ríkjunum. Þau komu verkinu fyrir í garðinum hjá sér í ágúst 2003 og þar stóð það þangað til nefnd um verndun byggingararfleifðar í bæn- um fór fram á það yrði fjarlægt og nutu til þess fulltingis dómstóla. Það hefur nú fengið nýtt heimili um óákveðinn tíma á Mass MoCa- listasafninu í Massachusetts. Gagnrýnandi New York Times bendir á hversu mikið staðsetn- ingin breyti verkinu, því þegar búið er að koma því fyrir á pússuðu parketi í sýningarsal nálgast áhorf- endur það með lotningu, ólíkt því þegar það var utandyra. Þessa tvö- földu sýn segir hann vera kjarnann í list Kiefers, hvernig virkt ímynd- unarafl og opinn hugur geta fundið fegurð og merkingu í steypubraki. Þá sem eru ófærir um þennan gald- ur kallar hann mugga líkt og höf- undur Harry Potter-bókanna og segir að þeir eigi greinilega full- trúa í nefndinni sem úthýsti verk- inu úr garði Hill-hjónanna. Fegurðin í steypubrakinu Pússuð gólf Verkið skiptir um merkingu eftir staðsetningu. „ÞETTA kemur sér vel til þess að brúa bilið á milli þess að vera nem- andi og atvinnumanneskja. Það þarf virkjunarorku fyrir þetta erfiða tímabil þegar maður er ekki byrj- aður að þéna og er að reyna að koma sér á framfæri,“ sagði Melkorka Ólafsdóttir flautuleikari, sem ásamt Elvu Rún Kristinsdóttur fiðluleikara hlaut árvissa viðurkenningu Rótarý- hreyfingarinnar til efnilegs ungs tónlistarfólks. Þær Elva Rún og Melkorka hlutu hvor um sig hálfa milljón króna úr sjóði sem safnast hefur með tón- leikum sem Jónas Ingimundarson hefur staðið fyrir. „Ég hef skipulagt tónleika fyrir Rótarý í allmörg ár og það hefur alltaf orðið afgangur. Þannig varð til sjóður sem fyrst var veitt úr árið 2005,“ sagði Jónas. Viðurkenningarnar voru veittar í gærkvöldi á lokuðum tónleikum þar sem Irina Romyschevskaya og Sig- rún Hjálmtýsdóttir sungu fyrir Rót- arý-félaga í Salnum, en þær halda aðra tónleika í dag sem opnir eru öll- um. Ari Þór Vilhjálmsson fiðluleikari, Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleik- ari og Bragi Bergþórsson söngvari hafa áður fengið viðurkenningu Rót- arý, en í ár var í fyrsta skipti út- hlutað tveimur styrkjum. Virkjunarorka frá Rótarý Viðurkenning Elva Rún Kristinsdóttir og systir Melkorku, Védís Ólafs- dóttir, taka við verðlunum Rótarý hreyfingarinnar í Salnum í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.