Morgunblaðið - 05.01.2008, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
HINN árlegi
þrett-
ándafagnaður
á vegum for-
eldrafélags
Grunnskóla
Seltjarn-
arness og Sel-
tjarnarnes-
bæjar verður
haldinn með
hefðbundnum hætti á morgun
kl. 17.00. Safnast verður saman
við aðalanddyri Mýrarhúsa-
skóla. Þar mun skólalúðrasveit
Seltjarnarness leika nokkur lög
undir stjórn Kára H. Ein-
arssonar. Álfakóngur og álfa-
drottning munu leiða gönguna
að brennunni á Valhúsahæð.
Forsöngvari við brennuna verð-
ur Valgeir Guðjónsson „stuð-
maður“. Bjarki Harðarson leik-
ur undir á harmonikku. Að
venju verða sungnir áramóta-
og álfasöngvar og mun björg-
unarsveitin Ársæll sjá um flug-
eldasýningu. Fólk er hvatt til að
mæta með grímur eða hatta í
tilefni dagsins. Vonast er til að
sem flestir mæti til að kveðja
jólin og fagna nýju ári.
Þrettándahátíð
VERÐSKRÁ dýralyfja á vef Lands-
sambands kúabænda hefur verið
uppfærð og þar kemur í ljós að síð-
an í maí á sl. ári hefur hámarkssmá-
söluverð flestra lyfjanna hækkað
um 3-4%. Nokkur lyf hafa þó hækk-
að mun meira. Dæmi um það er
streptocillin-stungulyf, sem hefur
hækkað um 13%, og streptocillin-
spenalyf sem hefur hækkað um
18%. Mest hefur benestermycin
hækkað, um heil 19% á 8 mánuðum.
Innflutningsaðili þessara lyfja er
Vistor hf., segir á naut.is.
Talsverð hækk-
un dýralyfja
Morgunblaðið/Þorkell
FORELDRAFÉLÖG grunnskólana
í Vesturbæ bjóða öllum Vest-
urbæingum og velunnurum til
þrettándagleði á morgun.
Hátíðin hefst kl. 16.00 á lóð Mela-
skóla. Sungnir verða skólasöngvar
ásamt því að Páll Óskar mætir og
kemur öllum í gott skap. Gengið
verður frá Melaskólalóðinni um kl.
16.45 í blysför niður á Ægisíðu þar
sem kveikt verður í bálkesti í tilefni
dagsins. Kynnir verður Benedikt
Erlingsson.
Þrettándagleði
STARFSMENN Framkvæmdasviðs
verða á ferðinni um hverfi borg-
arinnar dagana 7.-11. janúar til að
sækja jólatrén.
Íbúar eru beðnir
um að setja trén
á áberandi stað
við lóðamörk og
ganga þannig frá
þeim að sem
minnstar líkur
séu á að þau
fjúki. Eftir þenn-
an tíma sjá íbú-
arnir sjálfir um
að koma jóla-
trénu í Sorpu.
Jólatrén eru síð-
an kurluð niður og nýtt til moltu-
gerðar. Fólk er einnig hvatt til að
hreinsa upp flugeldarusl í nágrenni
sínu og hjálpast þannig að við að
halda borginni hreinni.
Jólatrén
sótt heim
STUTT
ÚTFÖR Árna Friðriks Scheving tónlistarmanns var
gerð frá Hallgrímskirkju í gær að viðstöddu fjölmenni.
Kistuna báru úr kirkju (frá vinstri) Árni Egilsson,
Alfreð Alfreðsson, Gunnar Hrafnsson, Björn Th. Árna-
son, Ragnar Bjarnason, Örn Egilsson, Jón Páll Bjarna-
son og Sigurgeir Sigmundsson.
Séra Örn Bárður Jónsson jarðsöng og má nálgast
minningarorð hans um Árna á vefnum: ornbardur-
.annall.is bæði í texta- og hljóðformi.
Tónlistarflutningur var áberandi við útförina, en á
undan athöfn léku Alfreð Alfreðsson, Carl Möller,
Gunnar Hrafnsson, Jón Páll Bjarnason, Reynir Sig-
urðsson og Þórir Baldursson tónlist í um klukkustund.
Þeir sem léku og sungu við athöfnina voru Ragnar
Bjarnason, félagar úr Schola cantorum, Stórsveit
Reykjavíkur, Reykjavik Sessions Ensemble, Gunnar
Gunnarsson, Eyþór Gunnarsson, Auður Hafsteins-
dóttir, Sigurður Flosason, Matthías Birgir Nardeau,
Pétur Grétarsson, Matthías Hemstock og Roland Hart-
well.
24Stundir/Frikki
Útför Árna Friðriks Scheving
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
REYNSLAN bendir ekki til þess að
landsmenn dragi úr kaupum á bens-
íni þó að verðið sé í sögulegu há-
marki. Hátt verð gæti hins vegar
haft þær jákvæðu afleiðingar að
áhugi á tvinnbílum ykist og fólk
sneri sér frekar að sparneytnari bíl-
um. Þetta segir Runólfur Ólafsson,
framkvæmdastjóri Félags íslenskra
bifreiðaeigenda.
Sumarið 2006 hækkaði verð á
bensíni mjög mikið og náði í ágúst-
mánuði sögulegu hámarki. Runólfur
segir að ekki hafi verið hægt að
merkja að sala á eldsneyti minnkaði
eitthvað við þetta. Nú séu aðstæður
í samfélaginu ekki þær sömu og fyr-
ir einu og hálfu ári. Óvissa sé í efna-
hagsmálum og ekki sama bjartsýni
ríkjandi.
„Það er spurning hvort þetta hafi
áhrif á kauphegðun og fólk beini
sjónum sínum frekar að sparneyt-
nari bílum,“ sagði Runólfur.
Svokallaðir tvinnbílar hafa verið
að koma á markað hér á landi, en
þeir ganga bæði fyrir bensíni og raf-
magni. Runólfur segir að nýjar teg-
undir rafmagnsbíla séu að koma á
markaðinn sem geti ekið 250 km í
innanbæjarakstri á einni rafhleðslu.
Hækkun á olíuverði kunni að auka
áhuga fólks á slíkum bílum.
Forgangsatriðin hér ekki alltaf
þau sömu og erlendis
Runólfur segir að kannanir sýni
að áherslur Íslendinga í bílamálum
séu ekki alltaf þær sömu og annarra
íbúa í Evrópu. Fyrir nokkrum árum
hafi mikil umræða átt sér stað er-
lendis um öryggi bifreiða og kann-
anir sýndu að það var í fyrsta sæti
þegar íbúar Evrópusambandsins
voru að velja sér bíla. Á sama tíma
var lítil umræða um þessi mál hér á
landi. Það voru ýmis útlitsleg mál
sem bifreiðakaupendur settu í for-
gang, eins og t.d. hvort álfelgur
fylgdu bílnum. Runólfur segir að á
síðustu árum hafi öryggi bílanna
farið ofar á forgangslista ökumanna
hér á landi.
Hefur ekki haft áhrif á sölu
Hækkun á olíuverði gæti haft þau jákvæðu áhrif að auka sölu á tvinnbílum
og sparneytnari bílum Ekki dró úr bensínsölu við verðhækkun sumarið 2006
FARÞEGUM til Hornafjarðar og
Sauðárkróks hefur fjölgað mikið milli
ára, og má jafnvel sjá aukningu mun
lengra aftur í tímann, segir í frétta-
tilkynningu frá flugfélaginu Erni.
Mest aukning hefur orðið í flugi til
Hornafjarðar og Sauðárkróks. Til að
mynda hefur farþegum á Hornafjörð
fjölgað frá árinu 2006 um allt að 8%
og ef tekið er mið af aukningu milli
áranna 2005 og 2007 er aukningin um
12%. Fjölgun farþega til Sauðárkróks
hefur verið mjög góð eða um 11%.
Einnig má sjá fjölgun farþega til
Sauðárkróks lengra aftur í tímann.
Farþegafjöldi í Gjögur stendur
nánast í stað milli ára en farþega-
streymi til Bíldudals hefur aðeins
minnkað. Forsvarsmenn Ernis eru
mjög bjartsýnir á framhaldið og telja
að farþegum eigi eftir að fjölga áfram
á alla staði. Eins og kunnugt er tók
Flugfélagið Ernir við áætlunarflugi á
Hornafjörð, Sauðárkrók, Bíldudal og
Gjögur um áramótin 2006/2007.
Ernir eykur
umsvifin