Morgunblaðið - 05.01.2008, Síða 1
STOFNAÐ 1913 4. TBL. 96. ÁRG. LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is
LÆRDÓMUR
SKÓLI OG NÁMSKEIÐ Á 40 SÍÐUM
FYLGJA BLAÐINU Í DAG
Í HNOTSKURN
»Samkomulag náðist í gærmilli borgarinnar og eiganda
Laugavegar 4-6, um að fresta
niðurrifi húsanna í 14 daga.
»Þann tíma hyggst borginnota til að flyta húsin af lóð-
inni og gera upp á öðrum stað.
Eftir Rúnar Pálmason og
Silju Björk Huldudóttur
„ÉG er ekki sátt við þessa niður-
stöðu, enda er þetta neyðarúrræði,“
segir Margét Sverrisdóttir, vara-
borgarfulltrúi F-lista, um þá
ákvörðun Reykjavíkurbogar að láta
flytja húsin við Laugaveg 4-6 á nýja
lóð. „Mér finnst þessi hús ákaflega
lítils virði ef þau eru ekki hluti af
götumyndinni. Skipulagsslysið er að
setja þarna hótelkassa í staðinn,
enda get ég ekki séð að sá rekstur
henti þessari staðsetningu,“ segir
Margrét og tekur fram að full
ástæða virðist vera til þess að koma
á fót rannsóknarnefnd skipulags-
slysa í borginni. „Ég vil vernda
götumyndina, því þessi hús hafa
langmesta þýðingu í því samhengi
sem þau eru núna. Næstbesti kost-
urinn er að bjarga þeim og flytja
þau á annan stað. Versti kosturinn
er að farga þeim,“ segir Svandís
Svavarsdóttir, borgarfulltrúi VG og
formaður skipulagsráðs.
Að sögn Svandísar felast verð-
mæti húsanna við Laugaveg 4-6 í
því að þau eru perlur í því perlu-
bandi sem liggi frá Lækjartorgi upp
á Veghúsastíg og sé með örfáum
undantekningum aðeins varðað
gömlum húsum. „Svona heila götu-
mynd höfum við ekki víða í Reykja-
vík. Með því að taka Laugaveg 4-6
og byggja hótel í staðinn þá erum
við rjúfa skarð í þetta perluband,“
segir Svandís og bendir á að lánist
borgaryfirvöldum að halda í götu-
mynd af þessu tagi þá séu þau fyrst
og fremst að vinna framtíðinni og
sögunni gagn en ekki sjálfum sér.
Aðspurð segist Svandís hafa beitt
sér í þágu húsverndar í meirihlut-
anum og tekur fram að hún muni
gera það áfram.
Í samtali við Morgunblaðið gagn-
rýna Hjörleifur Stefánsson arkitekt
og Snorri Freyr Hilmarsson, for-
maður Torfusamtakanna, harðlega
að fjarlægja eigi húsin við Laugaveg
4-6 og reisa annars staðar, þar sem
verðmæti húsanna felist í staðsetn-
ingu þeirra. Bendir Snorri á að deil-
an hafi aldrei snúist um að húsin
yrðu flutt, heldur um að einni elstu
göturöð bæjarins yrði ekki skipt í
tvennt með nýju og stóru hóteli.
Fengu 14 daga | 6
Margrét og Svandís ósátt-
ar við flutning húsanna
Formaður Torfusamtakanna segir verðmæti Laugavegar 4-6 felast í staðsetningunni
FRÉTTASKÝRING
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
FJÓRÐUNGUR af öllum útgjöldum
heimilanna í landinu er kostnaður
vegna fasteignar og vegna elds-
neytis. Þessir tveir liðir hafa hækkað
mjög mikið á undanförnum miss-
erum. Verð á bensíni og olíu er enn á
uppleið en meiri óvissa ríkir um hver
verður þróun fasteignaverðs á nýju
ári.
Á síðustu fjórum árum hefur verð-
lag í landinu hækkað um 22,5%. Á
sama tímabili hefur verð á bensíni og
olíu hækkað um 42,8%. Liðurinn
reiknuð húsaleiga í vísitölu neyslu-
verðs hefur hækkað um 83,6% á
þessum fjórum árum, en hann end-
urspeglar hækkun fasteignaverðs og
breytingar á vöxtum. Á síðasta ári
hækkaði þessi liður um 19,4% og
eldsneytisverð hækkaði um 17,3%.
En það er ekki bara að verðið hafi
hækkað á þessum fjórum árum. Bíl-
um hefur fjölgað og heimili sem áður
ráku tvo bíla reka kannski þrjá í dag.
Hagstofa Íslands hefur tekið tillit til
þessa og gerir nú ráð fyrir að tæp-
lega 5% af útgjöldum heimilanna
fari í eldsneytiskaup. Sama þróun er
varðandi kostnað við húsnæði. Hann
er sífellt stærri hluti útgjaldanna og
er núna kominn í tæplega 20%.
Heimilin verja því í dag 24,25% í
fasteignir og eldsneytiskaup, en
þetta hlutfall var 15,7% fyrir fjórum
árum. Til samanburðar má geta þess
að heimilin verja í dag 12,2% út-
gjaldanna til kaupa á mat og
drykkjarvörum, en þessi liður hefur
lækkað hlutfallslega ár frá ári.
10% hækkun á flugmiðum
Þessi mikla hækkun á stórum út-
gjaldaliðum eins og húsnæði og elds-
neyti leiðir síðan til þess að húsnæð-
islán heimilanna hækka því að um
75% af lánum sem heimilin taka eru
verðtryggð.
Hækkun á eldsneytisverði hefur
ekki bara áhrif á reksturskostnað
bíla sem heimilið rekur. Verð á flug-
miðum hækkaði t.d. um tæplega
10% á árinu.
Morgunblaðið/Jim Smart
Eldsneyti Verð á bensíni og olíu
hækkaði um 17,3% á síðasta ári.
Stöðug
hækkun
á verði
Fjórðungur útgjalda
er olía og fasteignir
ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar OMX á Íslandi hefur lækkað um 5,9% á
fyrstu tveimur viðskiptadögum ársins og er um að ræða verstu ársbyrjun ís-
lenskrar hlutabréfavísitölu frá upphafi, eða frá árinu 1993, en næst versta
frammistaða vísitölunnar var árið 2001, þegar hún lækkaði um tæp 3% á
fyrstu tveimur viðskiptadögum ársins.
Í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans segir að ekki sé óalgengt að
vísitalan lækki í ársbyrjun. Ef skoðaðir séu fyrstu tveir viðskiptadagar hvers
árs undanfarin sextán ár þá hafi vísitalan lækkað í 9 tilfellum, staðið í stað í 2
tilfellum og hækkað í 5 tilfellum. Í gær lækkaði vísitalan um 3,27% og var sú
lækkun í takt við lækkun í öðrum norrænum kauphöllum. Lækkaði sam-
norræna vísitalan um 3,33%, sænska vísitalan um 3,43% og sú danska um
2,49%. Almennt lækkuðu vísitölur heimsins í gær og voru lækkanirnar raktar
til nýrra talna um ástand á bandarískum atvinnumarkaði, en fjöldi nýrra
starfa í desember var töluvert undir væntingum greiningaraðila. | 14
Versta ársbyrjun
viðskipta frá upphafi
Lík í óskilum >> 48
Skelltu þér í leikhús
Leikhúsin í landinu
20%
í næstu verslun
afsláttur
GRÍÐARLEGA góð stemning var
á nýárstónleikum Bubba Morthens
og Stórsveitar Reykjavíkur sem
fóru fram í Laugadalshöll í gær-
kvöldi. Bubbi lýsti því yfir að á
sínum 27 ára tónlistarferli hefði
hann aldrei staðið á sviði með jafn
góðri hljómsveit og Stórsveit
Reykjavíkur. Gestir Bubba á tón-
leikunum voru þeir Ragnar
Bjarnason og Garðar Thór Cortes
og eins og sjá má ná þeir félagar
vel saman á sviðinu.
Þetta voru fyrri tónleikarnir af
tvennum með Bubba og Stórsveit-
inni en þeir seinni fara fram í
kvöld. Morgunblaðið/Eggert
Raggi,
Bubbi
og Garðar
í stuði
Gríðarleg stemning á tónleikum Bubba og Stórsveitar Reykjavíkur