Morgunblaðið - 05.01.2008, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 19
KARLAKÓRINN Heimir í Skaga-
firði, einn elsti karlakór landsins,
fagnaði 80 ára afmæli sínu þann
28. desember sl. og er auk þess til-
nefndur til Eyrarrósarinnar í ár,
sérstakrar viðurkenningar fyrir
framúrskarandi menningarverk-
efni á landsbyggðinni. Eyrarrósin
verður afhent á Bessastöðum 10.
janúar nk. fjórða sinni en auk
kórsins eru tónlistarhátíðin Aldrei
fór ég suður og Safnasafnið til-
nefnd.
Karlakórinn verður með söng-
sýningu í Íþróttamiðstöðinni í
Varmahlíð í kvöld, laugardag, til
heiðurs Stefáni Íslandi og verður
sýningin einnig sett upp á Ak-
ureyri 19. janúar og þann 26. í
Reykjavík. Auk karlakórsins koma
fram söngvararnir Þorgeir Andr-
ésson, Óskar Pétursson, Sigfús
Pétursson og Pétur Pétursson en
hljóðfæraleikur verður í höndum
Málmblásarakvintetts Norðurlands
og Thomas R. Higgerson píanó-
leikara. Stjórnandi er Stefán R.
Gíslason. Þá flytja texta þeir Agn-
ar H. Gunnarsson og sr. Hannes
Örn Blandon. Handrit að sýning-
unni vann Gunnar Rögnvaldsson,
myndsýningu þau Sigríður Sigurð-
ardóttir og Unnar Ingvarsson en
sýningarstjórn er í höndum Guð-
brands Ægis Ásbjörnssonar.
Þann 6. október í fyrra var þess
minnst að 100 ár voru liðin frá
fæðingu Stefáns Guðmundssonar
Íslandi frá Krossanesi í Skagafirði.
Þann 28. desember 1927 var karla-
kórinn stofnaður. „Söngvarar
þroskast, ná hátindi og eldast, en
kórar geta endurnýjast og enn er
Heimir síungur þótt áttræður sé,“
segir á vefsíðu kórsins, sem er þó
ekki sá elsti á landinu.
Til heiðurs
Stefáni
Íslandi
Karlakórinn Heimir
með söngsýningu
í Skagafirði í kvöld
Afmæli Söngvarinn ástsæli Stefán
Íslandi í hlutverki Rigoletto.
HAFÞÓR Ingvarsson, for-
stöðumaður Listasafns Reykjavíkur,
og Margrét Bóasdóttir, formaður
Félags íslenskra tónlistarmanna,
undirrituðu í gær samning um sam-
starf að nýrri kammertónleikaröð á
Kjarvalsstöðum.
„Við fögnum því að það sé áhugi á
því að endurvekja tónleikahald á
Kjarvalsstöðum. Okkar metnaður
stendur til þess að gera þessa tón-
leikaröð ómissandi fyrir landsmenn
og leyfa þeim að njóta þeirra hæfi-
leika sem félagsmenn FÍT búa yfir,“
segir Margrét um samninginn.
Tónleikaröðin, sem ber heitið
Klassík á Kjarvalsstöðum, hefst í lok
febrúar og munu fara fram fernir til
sex tónleikar á ári.
„Ég get ekki upplýst hverjir opna
tónleikaröðina í febrúar en ætlunin
er að hafa fyrsta atvinnutónskáld Ís-
lendinga, Sveinbjörn Sveinbjörns-
son, í forgrunni á þessum fyrstu tón-
leikum. Við stefnum líka að því að
hafa árlega eina samstarfstónleika
með öðrum einleikarafélögum á
Norðurlöndunum og það verða
væntanlega tónleikar númer tvö í
ár,“ segir Margrét en tónleikarnir
munu alltaf fara fram á mið-
vikudagskvöldum. „Kammertónlist
verður alltaf í forgrunni en við mið-
um við að það geti verið allt frá ein-
um flytjanda og upp í jafnvel sex á
hverjum tónleikum.“
Spurð hvernig Kjarvalsstaðir
henti til slíks tónlistarflutnings segir
Margrét safnið vera ljómandi tón-
leikasal sem bjóði upp á áhugaverða
möguleika.
Samningur FÍT og LR er til að
byrja með aðeins til eins árs en Mar-
grét segir einhug um að samstarfið
haldi áfram eftir þetta eina ár.
Klassík á Kjarvalsstöðum
Ljósmynd/Kjartan
Undirritun Margrét Bóasdóttir og Hafþór Ingvarsson undirrituðu samning
um nýja tónleikaröð á Kjarvalsstöðum í gær.
Ný kammertónleikaröð hefur göngu sína í lok febrúar