Morgunblaðið - 20.01.2008, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
» Það er enginn pólitíkusmerkilegri en Laugavegur
4-6 í mínum huga.
Svandís Svavarsdóttir , formaður skipu-
lagsráðs Reykjavíkurborgar, á fundi um
skipulag miðbæjar Reykjavíkur.
» Það er meira vit í því aðhjálpa fólki eitthvað heldur
en einhverjum fúaspýtum.
Þorgrímur Þórðarson , vélstjóri og
hjartasjúklingur, um þá ákvörðun að láta
lækni hætta að fylgja neyðarbílnum.
» Það kemur nú ekkert að sökþví ég birgði mig upp af
suðusúkkulaði og mjólk í gær
þannig að hér er boðið uppá
kakó með rjóma.
Sigríður María Eyþórsdóttir , íbúi í
Grindavík, sem hélt sig innandyra eins og
flestir bæjarbúar vegna mikils fannfergis
og ófærðar í bænum.
» Tilgangurinn með breyting-unum er að gera umræð-
urnar líflegri, málefnalegri og
árangursríkari.
Sturla Böðvarsson , forseti Alþingis, um
takmarkaðan ræðutíma þingmanna sam-
kvæmt nýjum þingskaparlögum.
» Ríkisstjórnin og þjóðin hafaekki efni á því að vera án að-
stoðar Bandaríkjamanna.
Sheikh Ahmed , leiðtogi samtaka súnníta-
hópa í Anbar-héraði, sem berjast gegn al-
Qaeda, en héraðið var áður helsta vígi
uppreisnarmanna sem börðust gegn
Bandaríkjamönnum og stjórninni í Bag-
dad.
» Þegar ég stalst í nef-tóbaksdósina hjá manninum
mínum og fékk mér hressilega í
nefið þá hvarf suðið.
Úr lesendabréfi til Morgunblaðsins frá
konu, sem þjáðst hafði af eyrnasuði (tinni-
tus).
» Segjum að Akureyrarbærætli að halda menningarlega
verslunarmannahelgi.
Sigurður Jónsson á opnum borgarafundi á
Akureyri um hvernig standa eigi að há-
tíðahöldum í bænum, m.a. um versl-
unarmannahelgi.
» Borið hefur á því, eins oglandlæknir segir, að léttustu
gamalmennin eru vinsælust en
þau erfiðari skilin eftir á Land-
spítalanum.
Gunnar Skúli Ármannsson , svæfinga- og
gjörgæslulæknir, í aðsendri grein í Morg-
unblaðinu um rekstur spítala, en þar
bendir hann á að verið sé að gera gangskör
að dreifingu hjúkrunarsjúklinga milli
hjúkrunarheimila landsins.
» …hef ég í gamni sagt viðstarfsfólk að í hvert skipti
sem það ýti á „esc“ takkann á
lyklaborði sínu eigi það að hugsa
„Egils stærra en Coke“.
Andri Þór Guðmundsson , forstjóri Öl-
gerðarinnar, sem varð til um áramótin
þegar Ölgerðin Egill Skallagrímsson og
Danól runnu saman.
» Á heildina litið var þessileikur hreinn skandall af
okkar hálfu.
Alfreð Gíslason , landsliðsþjálfari í hand-
knattleik, eftir að liðið tapaði 24:19 fyrir
Svíum í upphafsleik sínum í Evrópumeist-
aramótinu í handknattleik í Þrándheimi.
Ummæli vikunnar
Kvikmyndahátíð í Utah Leikstjórinn Martin McDonagh og leikararnir Colin
Farrel og Brendan Gleeson á frumsýningu kvikmyndarinnar In Bruges, sem
sýnd var á fyrsta degi Sundance kvikmyndahátíðarinnar í Park City í Utah.
Reuters
Eftir Orra Pál Ormarsson
orri@mbl.is
H
ann hefur verið kall-
aður „valdamesti
maður sem þú hefur
aldrei heyrt getið“.
David S. Addington,
starfsmannastjóri embættis varafor-
seta í Bandaríkjunum, er hlédrægur
maður sem aldrei kemur fram í fjöl-
miðlum. Jafnvel
gamalgrónir
áhugamenn um
bandarísk stjórn-
mál hafa ekki
heyrt á þennan
ágæta lögfræðing
minnst. Hann er
eigi að síður sagð-
ur helsti hönn-
uður stefnu
stjórnvalda vestra
í stríðinu gegn hryðjuverkum og
maðurinn á bak við umdeildar aðferð-
ir sem beitt hefur verið við að taka
meinta hryðjuverkamenn úr umferð
án dóms og laga.
„Hann kærir sig kollóttan um
stjórnarskrána,“ mun Colin Powell,
fyrrverandi utanríkisráðherra, einu
sinni hafa sagt í sinn hóp um Add-
ington, samkvæmt heimildum viku-
blaðsins The New Yorker. Enda þótt
Powell hafi aldrei gengist við þessum
ummælum opinberlega staðfestir
fyrrverandi aðstoðarmaður hans,
Lawrence Wilkerson, að Addington
hafi ekki verið gamla hershöfðingj-
anum að skapi.
Hvort er æðra,
lögin eða forsetinn?
Þarna hreyfir Powell við máli sem
vakið hefur deilur utan jafnt sem inn-
an stjórnsýslunnar í Washington á
liðnum misserum. Hversu langt á að
ganga til að koma böndum á meinta
óvini ríkisins? „Ný viðmið“, stefnan
sem fullyrt er að runnin sé undan rifj-
um Addingtons og varð til í eftirmála
„11. september“ byggist á mjög um-
deildri túlkun á stjórnarskrá Banda-
ríkjanna sem fáir lögspekingar
styðja. Helsta stoð þessarar stefnu er
heimild forsetans, sem yfirmanns
heraflans, til að víkja öllum laga-
römmum til hliðar í þágu þjóðarör-
yggis. Þessu valdi hefur George W.
Bush beitt á undanförnum árum. Um
það er ekki deilt. Á hinn bóginn ber
mönnum ekki saman um í hversu
miklum mæli það hefur verið gert og
til hvaða aðferða heimildin tekur.
Sýnt hefur verið fram á að fólki hefur
verið haldið á laun án þess að því hafi
verið birt ákæra, hvað þá dæmt, og
einnig hefur verið fylgst með fólki í
lengri eða skemmri tíma án tilskil-
inna lagaheimilda. Þá leikur grunur á
því að Bandaríkjastjórn leggi píslir á
fólk við yfirheyrslur eða öllu heldur
láti aðrar þjóðir gera það fyrir sig.
Því skal þó haldið til haga að þeim
ásökunum hefur Bush-stjórnin stað-
fastlega neitað.
Stefna stjórnvalda hefur verið
ákaflega umdeild, bæði innanlands og
utan, og helstu gagnrýnendur hennar
gengið svo langt að tala um vald-
níðslu. Málið er sérstaklega við-
kvæmt í ljósi þess að eftir Watergate-
hneykslið á áttunda áratugnum var
skerpt á reglum sem krefjast þess að
framkvæmdavaldið leiti lagalegra
heimilda áður en fylgst er með fólki
eða það svipt frelsi.
„Þetta er allt frá Addington kom-
ið,“ segir Richard L. Shiffrin, fyrr-
verandi lögfræðingur innan stjórn-
sýslunnar í Washington, um þessa
umdeildu stefnu. „Það brotna allar
athugasemdir á honum.“
Aðstoðarmaður Reagans
Addington verður 51 árs á þriðju-
daginn. Hann er borinn og barnfædd-
ur í Washington en faðir hans var
hershöfðingi í bandaríska hernum.
Addington er tvígiftur og á þrjú börn
með síðari konu sinni, Cynthiu Mary.
Hann lauk lagaprófi frá Duke-
háskóla árið 1981 og starfaði fyrstu
árin á eftir sem ráðgjafi hjá banda-
rísku leyniþjónustunni, CIA. Add-
ington var lögfræðilegur álitsgjafi
þingnefndar sem skipuð var til að
rannsaka Íran-Contra-hneykslið á ní-
unda áratugnum og var einn helsti
höfundur umdeildrar skýrslu sem
minnihluti nefndarinnar sendi frá
sér.
Vegur Addingtons fór hratt vax-
andi í Washington og hann var einn
helsti aðstoðarmaður Ronalds Reag-
ans undir lok forsetatíðar hans. Þá
var hann aðstoðarmaður Dicks Chen-
eys frá 1989-92 meðan hann var varn-
armálaráðherra. Á árunum 1993 til
2001 iðkaði Addington lög á stofu í
Washington, auk þess að vera Banda-
ríska trukkafélaginu innan handar í
lagalegum efnum.
Þá fór hann fyrir nefnd sem skoð-
aði möguleikana á forsetaframboði
Cheneys árið 2000 og eftir að sá síð-
arnefndi settist á varaforsetastól tók
Addington við starfi lagaráðgjafa. Því
gegndi hann fram á haust 2005 að
hann var ráðinn starfsmannastjóri
embættis varaforseta. Leysti þar af
hólmi I. Lewis „Scooter“ Libby, sem
hrökklaðist frá og hlaut síðar dóm
vegna þáttar síns í einu frægasta
njósnamáli síðari tíma í Bandaríkj-
unum, Valerie Plame-málinu.
Gefur lítið fyrir
Genfarsáttmálann
Vegna hlédrægni og þagmælsku
Addingtons hafa menn þurft að styðj-
ast við frásagnir embættismanna
sem unnið hafa í návígi við hann til að
púsla saman heildstæðri mynd af
manninum og áhrifum hans. Það bar
því vel í veiði nýverið þegar Jack
Goldsmith, sem var um skeið deild-
arstjóri í dómsmálaráðuneytinu,
sendi frá sér bók um tíma sinn í emb-
ætti, The Terror Presidency: Law
and Judgement Inside the Bush Ad-
ministration. Hann er nú lagapró-
fessor við Harvard-háskóla.
Snemma skarst í odda með Add-
ington og Goldsmith og er ágrein-
ingur þeirra rauði þráðurinn í bók-
inni. Þegar Goldsmith hafði verið
fáeinar vikur í starfi upplýsti hann
Addington um þann lagaskilning sinn
að Genfarsáttmálinn héldi hlífiskildi
yfir öllum Írökum í Írak enda þótt
þeir væru grunaðir um hryðjuverk.
„Forsetinn,“ byrjaði þá Addington,
samkvæmt bókinni, „hefur tekið
ákvörðun um að hryðjuverkamenn
njóti ekki verndar Genfarsáttmálans.
Þú véfengir ekki ákvarðanir hans.“
Í öðru samtali lýsti Goldsmith því
áliti sínu við Addington að hann teldi
að eftirlitskerfi Bandarísku öryggis-
stofnunarinnar (NSA) stæðist ekki
lög. Addington svaraði um hæl: „Ef
það er þinn úrskurður, verður blóð
hundrað þúsund manns sem falla
munu í næstu árás á þínum höndum.“
Þegar Goldsmith og fleiri hátt-
settir embættismenn mæltust til þess
að leitað yrði til þingsins um löggjöf
til að réttlæta herfangelsið í Guant-
ánamo-flóa á Kúbu, þar sem meintum
hryðjuverkamönnum er haldið án
dóms og laga, spurði Addington:
„Hvers vegna viljið þið draga úr völd-
um forsetans?“ Síðan ítrekaði hann
höfuðstefnu stjórnvalda: „Við mun-
um þrýsta og þrýsta uns eitthvað
æðra afl neyðir okkur til að hætta.“
„Þeir hafa ekki atkvæðisrétt“
Goldsmith fullyrðir í bókinni að
stjórnunarstíll Addingtons og Dicks
Cheneys varaforseta einkennist af
þvermóðsku. Engu tauti sé við þá
komið. Í þeirra höndum er fram-
kvæmdavaldið „ótakmarkað“ og hug-
tök á borð við „ráðgjöf“ og „mála-
miðlun“ til marks um „veikleika“.
Þeir eru, að sögn Goldsmiths, þekktir
fyrir að yggla sig yfir öllum lögum
sem binda hendur framkvæmda-
valdsins og Addington er víst í lófa
lagið að afgreiða álit ráðgjafa og
stofnana út af borðinu með orðunum:
„Þeir hafa ekki atkvæðisrétt“.
Eftir níu mánuði hafði Goldsmith
fengið sig fullsaddan, tók hatt sinn og
staf og yfirgaf Washington. Taldi sig
ekki eiga samleið með ráðandi öflum.
Einhver gæti spurt hvers vegna við
ættum að taka mark á frásögn hans.
Er hann ekki bara bitur fyrrverandi
embættismaður sem grætur örlög
sín?
David Cole, lagaprófessor við
Georgetown-háskóla í Washington,
er ósammála því. Hann skrifar um-
sögn um bók Goldsmiths í The New
York Review of Books í desember
undir yfirskriftinni „Maðurinn á bak
við pyntingarnar“. Er þar vísað til
Addingtons. Þar kemst Cole að þeirri
niðurstöðu að frásögn Goldsmiths sé
trúverðug fyrir þær sakir að hann
deili skoðunum Addingtons í meg-
inatriðum. Ágreiningur þeirra hafi
einkum snúist um útfærslur.
Cole segir að greinaskrif Gold-
smiths gegnum tíðina bendi til þess
að hann hafi sjálfur miklar efasemdir
um ágæti alþjóðalaga, alþjóðastofn-
ana og mannréttinda yfir höfuð. Með-
an hann starfaði sem ráðgjafi í varn-
armálaráðuneytinu skrifaði hann, að
sögn Coles, Donald Rumsfeld, þáver-
andi varnarmálaráðherra, minnisblað
þar sem hann afgreiðir alþjóðalög út
af borðinu sem „tæki hins veiklynda“.
Ennfremur sakaði hann erlend ríki
og stofnanir um að setja á laggirnar
„vef alþjóðlegra laga- og dómsstofn-
ana sem ógna hagsmunum banda-
rískra stjórnvalda“ og mælti með því
að brugðist yrði við þessari „ógn“.
Helgar tilgangurinn meðalið?
Þetta er eins og talað út úr hjarta
Addingtons. Hvað bar þá eiginlega í
milli? Cole hefur svarið við því:
Goldsmith ber meiri virðingu fyrir
lögunum en forsetanum.
„Þegar öllu er á botninn hvolft
snýst ágreiningur Goldsmiths og
Addingtons meira um stíl og forsjálni
en hugmyndafræði,“ skrifar hann.
„Goldsmith gagnrýnir yfirleitt ekki
stefnu ríkisstjórnarinnar, hann hefur
ekkert við yfirheyrsluaðferðirnar að
athuga, ekki heldur leynifangelsi á
borð við Guantánamo og herrétt.
Hann er ekki á því að þessar aðferðir
séu rangar en það hefði á hinn bóginn
verið meiri stjórnkænska að fá þing-
heimild til að beita þeim.“
Fyrir vikið er það niðurstaða Coles
að frásögn Goldsmiths sé marktæk
heimild um huldumanninn í Hvíta
húsinu, David S. Addington.
Reuters
Umdeild túlkun Mótmælendur hvetja til lögsóknar gegn forseta og vara-
forseta Bandaríkjanna vegna meintra stjónarskrárbrota stjórnvalda.
» „Ef það er þinn úr-skurður, verður blóð
hundrað þúsund manns
sem falla munu í næstu
árás á þínum höndum.“
SVIPMYND»
Huldumaðurinn
í Hvíta húsinu
David S. Addington sagður fara sínu
fram bak við tjöldin í Washington
David S. Addington
Svipmynd | David S. Addington er ekki áberandi í stjórn George W. Bush Bandaríkjaforseta, en hann hef-
ur haft lykiláhrif á stefnu hennar í meðferð fanga. Uppljóstranir | Olof Palme veitti CIA upplýsingar og
ljóstraði meira að segja upp um tiltekna einstaklinga, en hafnaði njósnarastöðu. Föst í fréttaneti | Eru umhverfisvæn föt næst á dagskrá?
VIKUSPEGILL »