Morgunblaðið - 20.01.2008, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2008 61
Félagsstarf
Bólstaðarhlíð 43 | Stofuspjall
Gunnlaugs A. Jónssonar guðfræði-
prófessors verður 21. janúar kl. 14
og fjallar um boðskap myndarinnar
Babettes gæstebud. Föstudagur 25
janúar er þorrahlaðborð kl. 17.
Skemmtiatriði, happdrætti og ball.
Verð 3.700 kr. Skráning í s. 535-
2760.
Félag eldri borgara í Kópavogi,
ferðanefnd | Revíusöngvar – söng-
perlur úr íslenskum revíum. Sýning í
Iðnó 5. febrúar kl. 14. Soffía Karls-
dóttir og Örn Árnason rifja upp rev-
íulög frá árunum 1902-1950. Skrán-
ing og upplýsingar í
félagsmiðstöðvunum til 25. jan.
Greiða þarf fyrir þann tíma á skrif-
stofu FEBK eða ferðanefnd.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Dansleikur kl. 20. Klassík leikur fyrir
dansi.
Félagsstarf Gerðubergs | Dagana
6.-10. febrúar er menningar- og
listahátíð eldri borgara í Breiðholti
sem tengist Vetrarhátíð í Reykjavík.
M.a.: íþróttahátíð á öskudaginn í
samvinnu við FÁÍA, kynning á fé-
lagsstarfi, þjónustu og samstarfs-
aðilum með viðburðum, m.a. í Ráð-
húsinu laugard. 9. febrúar.
Hraunbær 105 | Þorrablót eldri
borgara í Árbæ og Grafarholti verð-
ur haldið í félagsmiðstöðinni föstu-
daginn 1. febrúar. Skráning og upp-
lýsingar í félagsmiðstöðinni eða í
síma 411-2730. Síðasti dagur skrán-
ingar er 8. janúar. Verð 3.500 kr.
Ókeypis 10 tíma námskeið í staf-
göngu frá Félagsmiðstöðinni tvisvar
í viku og hefst 22. janúar. Fé-
lagsmiðstöðin í samvinnu við Ár-
bæjarþrek býður eldri borgurum í
Árbæ og Grafarholti upp á ókeypis
10 tíma námskeið í líkamsrækt í Ár-
bæjarþreki sem hefst 22. jan. Í Ár-
bæjarlaug er boðið upp á kennslu í
sundleikfimi á þriðjudögum og
fimmtudögum kl. 12.05. Skráning á
námskeiðin og nánari uppl. í síma
411-5200.
Hæðargarður 31 | Leikhúsferð á
Revíuna í Iðnó. Rúta. Félagsvist kl.
13.30 og skapandi skrif kl. 16. Bör
Börson í Baðstofunni þriðjudag kl.
11, bókmenntahópur kl. 20, í Betri
stofunni. Ókeypis tölvuleiðbeining-
arnar á miðvikud. og fimmtud. kl.
13.15 og hláturjóga á föstud. kl. 13.
Íþróttafélagið Glóð | Pútt í Sport-
húsinu á mánu- og miðvikudögum
kl. 9.30. Hringdansar í Kópavogs-
skóla á þriðjudögum kl. 14.20. Ringó
í Smáranum á miðvikud. kl. 12 og í
Snælandsskóla á laugardögum kl.
9.30. Línudans í Húnabúð, Skeifunni
11, Rv. kl. 17. Uppl. í símum 564-1490
og 554-2780.
Korpúlfar, Grafarvogi | Á morgun er
ganga frá Egilshöll kl. 10.
Kvenfélag Kópavogs | Kvöldverð-
arfundur verður 13. febrúar í sal fé-
lagsins, Hamraborg 10, 2. hæð kl.
20. Þátttaka tilkynnist eigi síðar en
4. febrúar til eftirtalinna: Elísabet, s.
553-5858, Ingibjörg, s. 564-3210
eða Sigríður, s. 554-1516.
Vesturgata 7 | Þorrablót verður 14.
febrúar. Nánar auglýst síðar.
Kirkjustarf
Bústaðarkirkja | Starf eldri borgara
á miðvikudögum kl. 13-16. Spilað,
föndrað og handavinna.
Fríkirkjan Kefas | Sunnudagaskóli
kl. 11. Kennsla, söngur o.fl. Almenn
samkoma kl. 14. Margrét S. Björns-
dóttir prédikar, lofgjörð, barnastarf
og fyrirbænir. Á eftir verður kaffi og
samfélag og verslun kirkjunnar opin.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía |
Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður
Helgi Guðnason. Bible studies at
12:30 in the main hall. Everyone is
welcome. Almenn samkoma. kl.
16.30. Ræðumaður Vörður Leví
Traustason, Gospelkór Fíladelfíu
leiðir söng. Aldursskipt barnakirkja,
börn 1-13 ára. Bein útsending á Lind-
inni eða á www.filadelfia.is
Lindasókn | Guðsþjónusta og
sunnudagaskóli kl. 11 í Salaskóla.
Þorvaldur Halldórsson tónlist-
armaður leiðir safnaðarsöng og sr.
Bryndís Malla Elídóttir þjónar.
Laugarneskirkja | Harðjaxlar halda
fund kl. 13, undir handleiðslu sr. Hild-
ar Eirar Bolladóttur og Stellu Rúnar
Steinþórsdóttur (7. bekkur).
dagbók
Í dag er sunnudagur 20. janúar, 20. dagur ársins 2008
Orð dagsins: Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upplokið verða. (Matt. 7, 7.)
Læknadagar 2008, árlegtþing íslenskra lækna,verða haldnir í þessariviku á Hótel Sögu. Þátt-
takendur í þinginu eru um 900, og
verða flutt nærri 150 erindi um
helstu nýjungar og þróun á ýmsum
sviðum læknisfræði.
Ólafur Már Björnsson situr í
stjórn Fræðslustofnunar Lækna-
félags Íslands sem sér um skipu-
lagningu þingsins: „Bæði innlendir
og erlendir sérfræðingar halda fyr-
irlestra á ráðstefnunni, en auk þess
að fjalla um framþróun innan lækna-
vísinda fjöllum við einnig um málefni
líðandi stundar, s.s. kosti og galla
einkareksturs í heilbrigðiskerfi,“
segir Ólafur.
Af fyrirlesurum nefnir Ólafur
Birgi Jakobsson, forstjóra Karol-
inska Universitetssjukhuset í Stokk-
hólmi: „Hann ætlar að segja frá
reynslu sinni sem læknir í stjórn-
unarstöðu, og hvernig hlutverk hans
í starfi hefur þróast,“ segir Ólafur.
„Einnig eru á dagskránni umræður
um hlutverk heilbrigðiskerfisins í al-
mannavörnum. Höfum við fengið til
okkar Ann C. Anderson, prófessor
við Tulane-háskóla í New Orleans,
og ætlar hún að segja okkur frá
reynslu Bandaríkjamanna af al-
mannavarnaviðbrögðum þegar felli-
bylurinn Katrína reið yfir. Verða á
málstofunni skoðuð ýmis lækn-
isfræðileg sjónarmið í almanna-
varnastarfi, s.s. sóttvarnir og bráða-
flokkun. Þá má geta málstofu um
bólusetningar við HPV-veirunni, en
rannsóknir sýna að veiran veldur
auknum líkum á leghálskrabba-
meini, og getur bólusetning því
markað tímamót í baráttunni gegn
þeim sjúkdómi.“
Háfjallalæknisfræði verða gerð
sérstök skil á Læknadögum: „Við
fáum til okkar Harald Örn Ólafsson
og aðra Everest-fara. Engilbert Sig-
urðsson og Andrés Magnússon
læknar deila persónulegri reynslu
sinni af háfjallaveiki á Kilimanjaro,
og Everest-fararnir dr. Oswald Oetz
og dr. Michael Grocot deila reynslu
sinni.“
Á málstofu um einkarekstur í heil-
brigðiskerfinu er Guðlaugur Þór
Þórðarson heilbrigðis- og trygginga-
málaráðherra meðal frummælenda,
og fram fara pallborðsumræður með
þátttöku lækna og stjórnmála-
manna.
Nálgast má dagskrá Læknadaga
2008 á www.lis.is. Bakhjarlar dag-
skrárinnar eru GlaxoSmithKline,
Novartis og AstraZeneca.
Heilsa | Ráðstefnan Læknadagar 2008 haldin á Hótel Sögu í vikunni
Framfarir í lækningum
Ólafur Már
Björnsson fædd-
ist í Reykjavík
1969. Hann lauk
stúdentsprófi
frá MH 1989,
læknaprófi frá
HÍ 1996 og
augnlæknanámi
frá Ríkisspít-
alanum í Ósló 2002. Ólafur starf-
rækir stofu á sviði sjónhimnu-
sjúkdóma í Ósló jafnframt því að
starfa á Augnlæknastöðinni Sjón-
lagi. Eiginkona Ólafs er Þóra Þór-
isdóttir kennari og eiga þau fjögur
börn.
Tónlist
Hafnarborg | Aukatónleikar með Tríó
Reykjavíkur ásamt Diddú og Bergþóri
verða mánudaginn 21. janúar kl. 20. Vín-
artónlist tónskáldanna Wolfgang Ama-
deus Mozart, Lehár, Strauss, Kálmán og
Kreisler mun koma við sögu ásamt ýms-
um öðrum.
Langholtskirkja | Kammerkór Langholts-
kirkju kl. 20. Stjórnandi Jón Stefánsson.
Hljóðfæraleikarar: Davíð Þór Jónsson pí-
anó, Einar Valur Scheving trommur, Sig-
urður Flosason saxófónn og Valdimar Ko-
leinn Sigurjónsson bassi.
Kvikmyndir
MÍR | Rússneska kvikmyndin Gaukurinn
verður sýnd í MÍR-salnum Hverfisgötu
105, kl. 15. Myndin gerist í veiðilöndum
Sama í nyrstu héruðum Rússlands og
Finnlands haustið 1944, þegar ósigur
Þjóðverja í styrjöldinni blasir við. Enskur
texti. Aðgangur ókeypis.
Fyrirlestrar og fundir
Grand Hótel Reykjavík | Talþjálfun heldur
námskeið þar sem fræðileg umfjöllun og
hagnýt ráð er varða málþroska, framburð,
tvítyngi, hljóðkerfisvitund o.fl. verður til
umfjöllunar. Námskeiðið er ætlað leik- og
grunnskólakennurum, sérkennurum, heil-
brigðisstarfsfólki, foreldrum og áhuga-
sömum. Málörvunarefni verður til sýnis
og sölu.
Ráðhús Reykjavíkur | Kvenréttindafélag
Íslands efnir til málþingsins: Jafnrétti – til
hvers? Áhrif löggjafar á framvindu jafn-
réttis, í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur,
mánudaginn 28. janúar kl. 14. Flutt verða
5 erindi, m.a. af Jóhönnu Sigurðardóttur.
Umræður og veitingar. Málþingið er öllum
opið.
Frístundir og námskeið
www.ljosmyndari.is | 2ja daga ljósmynd-
anámskeið helgina 16. og 17. feb. kl. 13-17.
Myndavélin, myndatökur, myndbygging,
ásamt tölvumálum. Námskeiðsgjald kr.
13.900. Leiðbeinandi Pálmi Guðmundsson
s: 898-3911. Skráning á www.ljosmynd-
ari.is
FINNSKI skíðastökkvarinn
Janne Ryynaenen stekkur á
heimsbikarmótinu í skíða-
stökki í Klingenthal í austur-
hluta Þýskalands í gær. Síð-
ar um daginn þurfti að fresta
keppni vegna snjóleysis.
Engin
loft-
hræðsla
Reuters
É
g eignaðist nýverið
afar góða bók. Hún
nefnist Rúmhelgir
dagar og er eins og
segir í undirtitli
„um hversdaginn og trúna“. Höf-
undur er Karl Sigurbjörnsson
biskup.
Hún kom út í fyrra, lætur ekki
mikið yfir sér, en er þó í einfald-
leik sínum eins og lítil perla í
skel, hinn mesti dýrgripur. Fyrir
sálina.
Í formála segir: „Rúmhelgir
dagar, það eru dagarnir milli
helgi og vikuloka, það eru svörtu
dagarnir í dagatalinu, gráu dag-
arnir í vitundinni, dagar hver
öðrum líkir, þar sem ekkert ger-
ist nema þetta hversdagslega,
verkefnin, skyldurnar, það sem
ljúka þarf af. Virkir dagar, rúm-
helgir dagar, dagar vinnu, kvaða,
starfa, skylduverka. Dagar til að
komast yfir til að geta slappað af
og notið lífsins. Dagar til að
gleyma. Eða er ekki svo?
Merkilegt orð „rúmhelgur“.
Hvað merkir það eiginlega? Er
það rýmið milli helganna? Eða er
það dagurinn sem gefur helginni,
þ.e. hinu heilaga, rúm? Ég vil
gjarnan leggja þá merkingu í
orðið. Hið heilaga, helga á sér
rúm í hinu hversdagslega, venju-
lega. Hið heilaga dylst í hvers-
dagsleikanum.
Kristin trú er hversdagstrú,
rúmhelg trú, trú hinna virku
daga. Eins og Jesúbarnið var ný-
fætt vafið reifum, venjulegum
tuskum, og lagt í jötu, í hey og
hálm í fóðurtrogi, þannig dylst
hið heilaga í hinu hversdagslega.
Þessi bók er um hversdagstrú.
Hún setur fram vísanir til hins
heilaga í atvikum hversdagsins.
Þær vísbendingar eru í sögum og
smælki, hnyttiyrðum og helgi-
sögnum sem flögra hjá, en hver
og ein ber eins og blæ eða keim
af því sem heilagt er. Kímnin er
þarna líka, þessi dýrmætu blik af
brosi englanna í hversdeginum.
Kristin trú er hversdagstrú.
Rúmhelg trú, lífsmáti hinna
virku daga.“
Umrædd bók herra Karls er í
sama anda og Orð í gleði, sem
hann ritaði og út kom fyrst árið
2003 og geymdi „örsögur, íhug-
anir, ljóð og spekiorð, bænir og
andvörp í gleði og gæfu, yndi og
önn dagsins.“
Báðar eru þær orðnar ómiss-
andi verkfæri í daglegu stússi
mínu, algjör vítamínsprauta, en
eru þó upphaflega, held ég, ekk-
ert endilega ætlaðar prestum,
heldur miklu fremur og kannski
einkum og sér í lagi hugsaðar
sem nesti fyrir alla Jóna og
Gunnur landsins, hina kristnu
einstaklinga úti í samfélaginu,
óvirka og virka, fólkið sem er of
upptekið í brauðstritinu til að
muna eftir hinum eilífu verðmæt-
um, og hitt, sem reglulega sækir
kirkju.
En til að fá úr því kraft verður
auðvitað að opna boxið og neyta
innihaldsins.
Efni hinnar nýju bókar er
fengið héðan og þaðan, úr ís-
lenskum ritum og erlendum, auk
þess sem er frumsamið. Það
snertir alla kviku mannlífsins:
áhyggjurnar, vinnuna, efann,
leitina, ástina, börnin, kyrrðina,
fyrirgefninguna, dauðann, sorg-
ina, trúna og margt annað. Eig-
inlega flest milli himins og jarð-
ar.
Hér kemur örlítið sýnishorn,
einkum úr röðum hinna knappari
texta, plássins vegna:
Hörð orð brjóta ekki bein, en
þau brjóta hjörtu.
Ávextirnir segja til um hvers
kyns tréð er.
Við sjáum annað hvort rykið á
rúðunni eða útsýnið utan hennar,
en aldrei rúðuna sjálfa.
Við höfum lært hvernig fugl-
arnir fljúga og hvernig fiskarnir
synda. En við höfum ekki lært
þá einföldu list að lifa sem systk-
in.
Til Guðs komumst við ekki
með því að sigla. Heldur með því
að elska.
Ég sá Kristsmynd í kirkju er-
lendis, forna róðu. Hendurnar
vantaði. En á krossinn voru letr-
uð þessi orð: „Ég hef ekki aðrar
hendur en þínar.“
Kristur þinn er Gyðingur,
bíllinn japanskur, pítsan ítölsk,
vínið frá Chile, lýðræðið grískt,
kaffið frá Brasilíu, úrið sviss-
neskt, skyrtan indversk, útvarps-
tækið kóreskt, sumafríið í Tyrk-
landi, Frakklandi og á Spáni,
tölustafirnir arabískir, letrið lat-
neskt og svo ertu óhress yfir að
nágranni þinn skuli vera útlend-
ingur!
Lífið er brú, gakktu yfir hana,
reistu þér ekki hús á henni.
Skömm er stund okkar hér á
jörð, lífið er lán frá Guði. Lífið er
lán, okkur léð til skamms tíma.
Til að lifa með Guði og láta gott
af okkur leiða. Ef við aðeins
myndum það.
Í gær sá ég ókunnugan mann.
Ég lagði mat á borð, hellti vatni í
glas, lék ljúfa tónlist honum til
ánægju. Í nafni heilagrar þrenn-
ingar blessaði hann mig og húsið
mitt, bú og ástvini alla, og læ-
virkinn söng í hreiðri sínu: „Oft,
oft, oft kemur Kristur dulbúinn
sem ókunnur maður.“
Fólk sem lifir í von, sér
lengra. Fólk, sem lifir í kærleika,
sér dýpra. Fólk sem lifir í trú sér
allt í öðru ljósi.
Snúðu andlitinu að sólinni og
þú sérð ekki skuggann.
Gerðu þitt besta og sofðu svo
vært. Guð vakir.
Þetta verk ætti hreinlega að
vera skyldulesning.
Veganesti
sigurdur.aegisson@kirkjan.is
Það eru gömul sann-
indi og ný að maðurinn
lifir ekki á brauði einu
saman, af því að hann
er ekki bara gerður úr
holdi og blóði. Sig-
urður Ægisson fjallar
að þessu sinni um hið
andlega fóður sem
okkur er ekki síður
nauðsynlegt að hafa á
göngunni miklu.
HUGVEKJA