Morgunblaðið - 20.01.2008, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 20.01.2008, Blaðsíða 54
54 SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ástkær sambýliskona, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN INGA HREIÐARSDÓTTIR frá Raufarhöfn, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 11. janúar. Útförin fór fram 18. janúar í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þakkir til alls starfsfólks deildar 2c í Sóltúni fyrir alla þá hlýju og umhyggju sem hún naut. Sérstakar þakkir fyrir hlýhug og stuðning við fjölskylduna í veikindum hennar. Guð blessi ykkur öll. Davíð Zophaníasson, Sigurbjörg Björnsdóttir, Soffía Björnsdóttir, Guðjón S. Snæbjörnsson, Hreiðar Björnsson, Bozena Björnsson, Guðmundur Björnsson, Arnhildur H. Arnbjörnsdóttir, Ingi Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, amma og langamma, HELGA GUNNARSDÓTTIR, lést á líknardeild Landakotsspítala þriðjudaginn 15. janúar. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 22. janúar kl. 15.00. Gunnar Finnsson, Björg Elín Finnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ágústa Jóns-dóttir fæddist að Efri-Holtum undir Eyjafjöllum í Rangárvallasýslu 6. apríl 1923. Hún lést á Vífilsstöðum að- fararnótt 1. janúar síðastliðins. Hún var dóttir hjónanna Jóns Jónassonar, f. 13.8. 1893, d. 17.1. 1984 og Guð- bjargar Jónsdóttur, f. 8.6. 1885, d. 26.5. 1954. Systkini hennar eru Jóel, f. 31.10. 1916, d. 1974 og Þuríður, f. 12.3. 1920. Ágústa var gift Kjartani Ólafssyni frá Bolungarvík og eignuðust þau fimm börn, þau eru: Jón Björgvin, f. 10.7. 1945, Jó- hann Ólafur, f. 2.1. 1951, Erla Sól- björg, f. 29.12. 1954, Brynja, f. 26.11. 1956 og Odd- ur, f. 20.9. 1958. Ágústa bjó lengst af á Langholtsvegi 18 í Reykjavík. Ágústa var jarðsungin í kyrr- þey 9. janúar. Gústa móðursystir mín á Lang- holtsvegi 18 lést sl. nýársnótt að Víf- ilsstöðum tæpra 85 ára að aldri. Gústa tók að sér uppeldi mitt skömmu eftir miðja síðustu öld þeg- ar móðir hennar og amma mín, Guð- björg, féll frá. Ég var 10 ára og var undir verndarhendi Gústu fram á efri unglingsár er ég tók að bolloka einn míns liðs. Strax 16 ára hafði Gústa flutt úr foreldrahúsum undir Eyjafjöllum, fór út á Eyrarbakka og gerðist símamær á símstöðinni þar. Ári síðar fór hún til Reykjavíkur og starfaði sem þjónustustúlka á hótel- um og veitingahúsum bæjarins. Sér- staklega eru mér minnisstæðar skemmtisögur hennar frá því hún vann á ,,Höllinni“ við Austurstræti. Á þessum árum kynntist Gústa manni sínum, Kjartani Ólafssyni matsveini frá Bolungarvík. Stofnuðu þau heimili ásamt foreldrum Gústu, Jóni og Guðbjörgu frá Efri-Holtum er flutt höfðu á mölina vorið 1946. Börn þeirra Gústu og Kjartans voru fimm sem upp komust. Stóran hluta ævinnar var Gústa útivinnandi jafnframt hinu mikla starfi á heimilinu en þar vorum við tíu þegar mest var. Ósérhlífni, glað- lyndi, gjafmildi og sérdeilis gott hjartalag voru aðalsmerki Gústu. Hún leitaði ekki síns eigin en gaf því meir öðrum. Oft var þröngt í búi hjá Gústu. Hún sá aldrei háar fjárhæðir en hún átti auðvelt með að gera mikið úr litlu og ævinlega stóð veisluborð tilbúið, hvenær sem gesti bar að garði. Ég man það sem drengur er gestakomur voru tíðastar; vinir og ættingjar undan Fjöllunum og frá Vestmannaeyjum, sem skruppu í bæinn sér til heilsubótar eða komu við á leið til og frá vetrarvertíð í Eyj- um, að íbúðin á Langholtsveginum líktist mest gistiheimili. Ekki aðeins síðdegis- eða kvöldgestir heldur gestir sem oftar en ekki stóðu við allt að viku og þar um lengur. Flest bráðskemmtilegt alþýðufólk sem ýmist söng og grét eða sagði skemmtilegar sögur. Þá var gaman. Sjaldan naut Gústa sín betur en þeg- ar gestakomur voru flestar og hún þurfti mest fyrir hlutunum að hafa. Aldrei lét hún frá sér fara óvandað orð um nokkra manneskju. Ég man fyrst og síðast brosið og gleðina á andlitinu er óvæntir gestir birtust, og gestrisnina. Allir skyldu þiggja te og kaffi og með því og enginn fara fyrr en hann hafði einnig þegið kvöldverð – og hann vel úti látinn. Gústa fór ekki varhluta af and- streymi lífsins frekar en við flest. En með einstakri geðprýði og æðruleysi vann hún sig eins og á sjálfsagðan hátt út úr öllum erfiðleikum. Hún var trúuð kona, án þess þó að sækja kirkjur, lét útvarpið nægja. Svokall- að opinbert menningarlíf stundaði Gústa ekki og hégómi vissi hún ekki hvað var. Hennar menningarmiðstöð var alla tíð Ríkisútvarpið. Það full- nægði hennar kröfum í tónlist, leik- list, frásagnarlist og alheimstíðind- um. Þó með þeirri undantekningu að í stopulum frístundum á efri árum varð hún mikill bóklesari og hafði mest yndi af íslenskum skáldsögum eldri höfunda. Ég sakna Gústu frænku minnar, þeirrar ljúfu öðlingskonu, og mikið sé ég eftir að hafa ekki heimsótt hana oftar en raun varð á í veikind- um hennar hin síðustu ár. Ég votta frændsystkinum mínum og ættingj- um öllum samúð mína. Blessuð sé minning Ágústu Jónsdóttur. Jón E. Júlíusson. Ágústa Jónsdóttir ✝ Sigurgeir Pét-ursson fæddist á Gautlöndum í Mývatnssveit, 9. september 1926. Hann lést á Landa- kotsspítala 4. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sólveig Pét- ursdóttir, f. á Gaut- löndum 4. maí 1885, d. 27. feb 1959 og Pétur Jónsson, f. í Reykjahlíð 27. apr- íl 1885, d. 9. janúar 1957. Systk- ini hans eru Þóra, f. 9. febrúar 1910, d. 27. júlí 1930, Þuríður, f. 4. janúar 1912, d. 2. júní 1983, Pétur Gauti, f. 6. september 1914, d. 9. júní 1989, Þorgerður, 1917, d. 6. janúar 1993. For- eldrar hennar voru Veturliði Guðnason og Andrea Gunn- arsdóttir. Sigurgeir ólst upp á Gaut- löndum og var skólaganga hefð- bundinn farskóli þess tíma. Hann stóð að búi á Gautlöndum allt til 1982 með bræðrum sín- um, en stundaði auk þess vinnu töluvert utan heimilis, aðallega í byggingarvinnu en fór auk þess á vertíðir. Hann var eft- irsóttur í múrverk og var marga vetur í Reykjavík og víð- ar við þá iðn með systursonum sínum. Hann fluttist til Reykja- víkur eftir lát Sivu og vann þá ýmis störf sem til féllu, t.d. í Öl- gerð Egils Skallagrímssonar og á bensínstöðvum. Hann keypti ásamt Helgu íbúð á Kársness- braut í Kópavogi og bjó þar nánast til dánardags. Útför Sigurgeirs fór fram í kyrrþey f. 5. október 1916, Jón, f. 16. ágúst 1919, d. 21. október 1997, og Ásta, f. 23. desember 1923. Þorgerður og Ásta lifa bróður sinn. Sigurgeir kvænt- ist 9. september 1966 Sigurveigu Ásvaldsdóttur, f. á Einarsstöðum í Reykjadal 4. ágúst 1925, d. 23. júlí 1982. Foreldrar hennar voru Ás- valdur Þorbergsson og Sigríður Jónsdóttir er bjuggu á Ökrum í Reykjadal. Seinni kona Sig- urgeirs var Helga Guðríður Veturliðadóttir, f. á Suðureyri við Súgandafjörð 13. ágúst Geiri frændi hefur kvatt. Geiri frændi var besti vinur pabba. Í uppvexti mínum kom hann oft í viku í Holtsbúðina í heimsókn, horfði á sjónvarpið með okkur, var í mat, aðstoðaði pabba við að járna hestana, fagnaði með okkur stórhátíðum o.s.frv. Geiri gerði oft vel við okkur systur. Veturinn 1982-’83 ákvað Geiri að smíða handa okkur Hildi sleða. Hann fékk aðstöðu í bíl- skúrnum í Holtsbúðinni og bar- dúsaði þar með hefil og sporjárn og önnur áhöld og vildi ekkert láta uppi hvað hann væri að smíða. Ég man að ég var mjög forvitin. Þegar hann tók gömul skíði, sagaði þau og stytti og fór að pússa bogann á skíðunum fór- um við systur að giska á að hann væri að smíða sleða. Naut Geiri þess að stríða okkur með því að láta ekkert í ljós og gefa enga vís- bendingu. Rétt fyrir jól færði Geiri okkur Hildi sleðann í jóla- gjöf. Að mati okkar systra og ann- arra barna í götunni var þarna á ferðinni allra flottasti sleðinn sem við höfðum séð. Bæði var hann stór og rúmaði okkar báðar sam- an, auk þess sem smíðin sjálf var svo falleg og vel gerð. Geiri var vandvirkur í öllum sínum störfum og vildi hafa hluti fallega og að þeir samsvöruðu sér. Sá ég þetta handbragð Geira og vandvirkni einnig í laufabrauðsgerðinni. Geira fannst ekkert varið í að nota járn við að skera brauðið. Hann handskar út allt munstrið og samt var eins og stuðst hafi verið við skapalón. Hlutföll hár- rétt og línur beinar. Geiri var alla tíð mjög pólitísk- ur og minnist ég pabba og Geira vera að rökræða um pólitík og oft voru þeir sammála. Eitthvað fór nú að bera í milli þegar pabbi var farinn að kjósa Framsókn en Geiri hélt sig alltaf eins langt til vinstri og unnt var. Það var bara synd- samlegt að kjósa íhaldið. Það fyllti mig stolti þegar ég var eitt sinn að læra heima fyrir refsiréttartíma í lagadeildinni að lesa í hæstarréttardómi að Geiri hafði verið einn sakborninga í máli þar sem ákært var fyrir eyðilegg- ingu stíflugerðar í Laxá í Mý- vatnssveit. Allir sakborningarnir sluppu, þar sem ekki var hægt að sanna að verknaðurinn hefði verið skipulagður. Sannur baráttumaður fyrir málstaðnum, verndun lands- ins. Hugsjónamaður. Síðasta bar- áttumál Geira var verndun Kárs- nesins í Kópavogi og keypti hann borða til að mótmæla. Mótmæl- endur unnu í því máli sem í því fyrra. Þegar samferðafólk kveður þá rennur upp tími þakklætis fyrir samfylgdina. Tvær góðar jólagjaf- ir frá Geira munu alltaf minna mig á hann. Annars vegar Jólasveinas- telpan sem ég tek alltaf upp á fyrsta í aðventu og hins vegar Ást- arsaga úr fjöllunum. Ég votta systrum hans, Þorgerði og Ástu, samúð mína. Hvíl í friði kæri frændi. Erla Þuríður Pétursdóttir Meira: mbl.is/minningar Þá hefur hann Sigurgeir móð- urbróðir minn kvatt, saddur líf- daga. Það er ekki í hans anda að birta hér lofrullur um hans lífshlaup en þó byltast fram ýmis atvik úr sam- leið okkar frænda. Það átti að fara byggja skóla í Mývatnssveit upp úr ’60. Þeir Geiri og Böðvar kepptust við að moka steypumöl á bíla sína og strákar uppi á palli hentu niður stærstu steinunum. Síðan var morrað upp Ásana. Þegar upp var komið byrja embættisverkin, þá var ekki ónýtt að fá að vera stýri- maður. Fyrst var troðið í pípuna og púað um stund. Út undir Oln- bogahálsi var dreginn nettur 4 tommu neftóbakstaumur upp eftir handarbakinu og stefnan tekin á Álftagerði. Það var unnið fram á kvöld – „það liggur á, það á að fara að byggja skóla!“ Þjóstur var í Þorgerði frænku er heim var komið „á að drepa strákana!“ Morguninn eftir reis strákur ekk- ert úr rekkju og þegar leið á dag- inn var hálsinn að verða jafn sver hausnum. Þóroddur læknir kvað skjótt upp úrskurð: „Það verður að skera strákinn!“ – en tafsamt að bíða sjúkrabíls. Þorgerður hafði haldið til hlés hvítum vasa- klút, sem festur var á loftnets- stöng á Volkswagen, er nú var tekinn til kostanna, strákur aftur í, Geiri við stýrið og frænka hélt sér fast farþegamegin. Á ógnar- hraða var geyst til Akureyrar, þar var Guðmundur Karl tilbúinn með eterklútinn í annarri hendi og hnífinn í hinni. Árum seinna, 1. apríl á Gaut- löndum, var búið að hringja á milli bæja og plata marga. Enginn tók lengur mark á þessari vitleysu. En um kaffileytið hentist Geiri með ósköpum niður með læk og hróp- aði „minkur! minkur!“, skaut í all- ar áttir og allir sem vettlingi gátu valdið tóku þátt í eltingaleiknum. Það kom algjörlega flatt upp á alla þegar það gloprast upp úr Geira „að líklega væri 1. apríl“. Er lokið var æviskeiði hans sem daglaunamanns í Reykjavík var stefnan tekin norður, er líða fór að slætti. Lengst af var dvalið hjá systur í Kinninni. Nú endurnýj- uðust kynnin við strákinn og ekki veitti af að vera honum til ráðu- neytis. Ótrúlegt hvað hann hafði eignast góða konu og dætur þrjár. En nú var gamla Bleik brugðið; hann sem var svo fjölbrögðóttur í glímu og lipur í leikfimi að hann stóð eitt sinn á haus á reiðhjóli niður bratta brekkuna frá Hall- fríðarstaðarkoti, systkinabörnum sínum til mikillar skelfingar, var orðinn stirður í öllum hreyfingum. En túnin sló hann þótt vélarnar léku ekki í höndum hans á sama hátt og áður fyrr. Eins og um árið þegar hann á sinni rússnesku dráttarvél tók þátt í að liðka för Laxár til sjávar. En hæfileikinn til að greina gæðing frá öðrum hross- um var enn til staðar og ekki þurfti lengi að kynda til að fá prakkaraeðlið á flot. Engum manni var eins gaman að gefa góðan mat, hann ljómaði allur og lystin ótrúleg, eins og rétt væri búið að kasta uppá barna- skólavegg austur í Biskupstung- um. Það er rétt vonandi að viður- gjörningur sé góður þarna í efra. Hlöðver Pétur. Sigurgeir Pétursson Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, Halldóra Kristín Björnsdóttir ✝ Halldóra KristínBjörnsdóttir fæddist í Hvítarhlíð í Bitrufirði 9. nóv- ember 1920. Hún lést á Garðvangi í Garði 30. desember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Keflavík- urkirkju 8. janúar. þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Takk elsku amma fyrir allar góðu stund- irnar. Það var alltaf svo gott að koma á Nónvörðuna. Þú varst svo dugleg að segja okkur sögur frá því í gamla daga. Þú varst svo ánægð með þá ákvörðun mína að fara í viðskipafræði því þann stutta tíma sem þú fékkst að fara í skóla voru viðskipta- og hag- fræðifögin þitt uppáhald og sagðir þú stolt frá því að þú slóst öllum strákunum við og varst efst í bekkn- um. Erfitt er að kveðja þig elsku amma en tími þinn var kominn og afi að bíða eftir þér. Þú valdir daginn því þú og afi áttuð trúlofunarafmæli daginn sem þú fórst. Þegar við hitt- umst næst bíður þú eflaust með kleinur og jólaköku. Við kveðjum þig með söknuði, elsku amma. Eyrún Jana og Elfa Sif.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.