Morgunblaðið - 20.01.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.01.2008, Blaðsíða 28
uppeldi 28 SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Soffía Guðrún Kr. Jóhannsdóttir soffiajo@gmail.com S érstakt orlof feðra var lengt í skrefum frá 2001 til 2003, úr einum mánuði í tvo og svo í þrjá. Síðan þá hafa feður tekið lengri tíma í fæðing- arorlof. Haft er eftir Leó Erni Þorleifssyni forstöðu- manni Fæðingarorlofssjóðs að 90% feðra nýttu sér or- lofsréttinn og tækju meira en 90 daga í orlof að meðaltali. Samkvæmt könnun sem gerð var árið 2005 af Jafnréttisstofu fyrir Fæðingarorlofssjóð eru karl- menn almennt jákvæðir gagnvart feðraorlofi. Í könnuninni var rætt við karlmenn frá Möltu, Dan- mörku, Litháen og Íslandi. Það tekur tíma að að- lagast og venjast nýjum gildum. Hugmyndir manna um hlutverk kynjanna eru oft og tíðum afturhaldssamar. En breytingar hafa orðið á hinu „kvenlega“ og hinni eiginlegu „karl- mennsku“. Föðurhlutverkið hefur breyst – karl- menn eru í auknum mæli þátttakendur í heim- ilishaldi og umönnun – ábyrgð þeirra og staða á heimili er önnur en áður. Má segja að karlmenn séu á góðri siglingu að hrifsa völdin af konunni inni á heimilinu. Heimilið er ekki lengur griðastaður konunnar – eldhúsið er orðið partur af alrými í ný- tísku byggingum. Í könnuninni kom ítrekað í ljós að orlofið hefði veitt körlum nýja sýn á lífið og að þeim fannst ekki vegið að karlmennskunni. Báðir foreldrar höguðu orlofinu þannig að þeir gátu verið heima sem lengst með barninu. Feðurnir tala um að það hafi skipt þá máli að fá þessa ábyrgð – skv. könnuninni tala feðurnir um mikla samvinnu milli foreldra – en nefna að oftast var það móðirin sem tók loka- ákvörðun um skiptingu orlofs. Það kom einnig fram í viðtölum að feðurnir fundu ekki fyrir því að fólk í kringum þá teldi það ókarlmannlegt að fara í orlof. „Sumir karlmenn taka sér ekki orlof – og nýta ekki rétt sinn. En undanfarin ár hafa um 90% feðra nýtt réttinn, karlmenn í stjórnendastöðum vilja líka taka sér orlof og þeir sem eru á háum launum hafa meiri sveigjanleika og fjárráð til að vera heima,“ segir Leó Örn Þorleifsson for- stöðumaður Fæðingarorlofssjóðs. Samfélagslegur þrýstingur „Við á Íslandi erum með álíka marga feður í or- lofi og Norðmenn og Svíar. Þeirra orlof er líkt og okkar bundið við feðurna. Feðurnir taka orlofið á lengri tíma – dreifa orlofinu. Móðirin gæti tekið alla níu mánuðina ef ekki væri fyrir þessa skipt- ingu sem sett var í lög. Í niðurstöðum nýlegrar könnunnar kemur fram að atvinnurekendur eru jákvæðir fyrir orlofi – en sú jákvæðni minnkar ef þeir taka lengra orlof en lög gera ráð fyrir,“ segir Ingólfur Gíslason, sviðsstjóri rannsóknarsviðs jafnréttisráðs. „Það er mikill samfélagslegur þrýstingur á mæður að taka eins mikinn tíma og þær geta og að þær séu fyrst og fremst mæður,“ segir Ingólfur og vitnar í norrænt verkefni þar sem rætt var við pör í fæðingarorlofi. En þar töluðu pör um að þau væru litin hornauga ef móðirin nýtti ekki mæðra- orlofið eins og lög gerðu ráð fyrir. Það virðist lítið vera rætt um völd konunnar inni á heimilinu en það er „ákveðið tabú að ræða að konan vilji ekki gefa frá sér völdin inni á heimilinu,“ segir Ingólfur að lokum. Feðra- orlof Sjö ár liðin frá því feðraorlof var lögbundið Harðvítugustu atvinnubílstjórar snarhemla þegar þeir sjá mig… Árvakur/RAX Hans Júlíus Þórðarson er í feðraorlofi – hann dreifði orlofinu á fjóra mánuði. Dóttir hans er Þóra Andrea níu mánaða. Fyrir á Hans Júlíus fóstursoninn Snæ tíu ára og Salóme sex ára. Hans Júl- íus starfar við Háskóla Íslands. Tekur allan tímann að hugsa um lítið barn og reka heimili Árvakur/Kristinn Emil Árni Vilbergsson er nýkominn úr feðraorlofi, hann gætti dóttur sinnar Eikar í þrjá mánuði. Emil er kominn aftur til vinnu en hann er starfandi unglæknir. Eik er fyrsta barn Emils og Berglindar Jónsdóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.