Morgunblaðið - 20.01.2008, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
HÚS LISTAMANNSINS
Svöluhöfði 12 - Mosfellsbæ
Opið hús í dag á mill 14 og 15.
*NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá glæsilegt einbýlishús á einni
hæð á flottum stað við Svöluhöfða í Mosfellsbæ. Húsið er
hannað af Agli Guðmundssyni, arkitekt og byggt árið
2002. Húsið skiptist í tvær álmur sem tengjast með tengibyggingu. Stofa, borðstofa, útsýnispallur, eldhús 3 svefnher-
bergi, bað og þvottahús í annari álmunni og sérhönnuð vinnustofa með stórum sal, forstofu, baðherbergi, geymslu og
bílskúr. Þetta er eign sem tekið er eftir. Verð kr. 99,2 m.
Inga Elín og Þórarinn, s. 566 8577, taka á móti gestum í dag á milli kl. 14 og 15.
Húsið er í raun eitt stórt listaverk, unnið í samvinni arkitekts og myndlistarmanns.
Einar Páll Kjærnested
löggiltur fasteignasali.
Sími 586 8080 • Fax 586 8081
www.fastmos.is
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is
BRUNNSTÍGUR 4 – HF.
OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-15
Sérlega sjarmerandi einbýli á þessum friðsæla stað í vesturbæ Hfj, rétt við mið-
bæinn. Húsið er 207,4 fm og hefur verið mikið endurnýjað og er allt hið glæsileg-
asta. Húsið er vel staðsett í litlum lokuðum botnlanga. Sérlega gott skipulag á
eigninni og meðal annars stórglæsilegt eldhús og 5 fín svefnh., 2 stofur og 2 baðh.
Sérlega glæsilegur garður. Þetta er frábær eign sem hægt er að mæla með.
Hlynur sölumaður Hraunhamars sýnir, sími 698-2603.
Sími 575 8500 - Fax 575 8505
Síðumúla 11 • 2. hæð • 108 Reykjavík
Pálmi Almarsson og Sverrir Kristjánsson, lögg. fasteignasalar
LAUGATEIGUR 42 Í REYKJAVÍK
OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. KL. 13:30-14:00
Í einkasölu mikið endurnýjuð 2ja herbergja 84 fm kjallaraíbúð í tvíbýlishúsi með
sérinngangi á þessum vinsæla stað í nágrenni Laugardalsins. Íbúðin skiptist
m.a. í anddyri, hol, stofu með útgangi út á hellulagða vesturverönd, svefn-
herb., eldhús með nýrri viðarinnréttingu, endurnýjað baðherbergi o.fl. Parket
og flísar á gólfum. Þetta er mjög góð staðsetning í barnvænu hverfi, stutt í alla
þjónustu, skóla og útivistarsvæði. Verð 22,9 millj. Íbúðin er laus.
Sölumaður Fasteignamiðlunar tekur á móti gestum frá kl. kl. 13:30-14:00.
m
bl
.9
61
05
4
ÁGÆTI félagsmálaráðherra.
Hinn 29. desember síðastliðinn
eignuðumst við okkar fyrsta barn,
sem var fallegur og hraustur dreng-
ur. Við erum afar lukkuleg með
þetta og viljum eyða sem mestum
tíma með barninu okkar þar sem
fyrstu mánuðirnir og fyrstu árin eru
þau mikilvægustu hvað varðar
tengslamyndun barns og foreldris.
Áætlaður fæðingardagur litla
drengsins var 5. janúar 2008. Hinn
4. desember síðastliðin fengum við
bréf frá Fæðingarorlofssjóði þar
sem okkur var tjáð hverjar
greiðslur úr sjóðnum yrðu þessa
mánuði sem við ætluðum að vera í
fæðingarorlofi. Útreikningarnir
miðuðust við að barnið fæddist árið
2008 og því var tekið mið af með-
altekjum á skattaárunum 2006 og
2007. Átti Sigurgeir að fá 165.499
kr. á mánuði fyrir skatt og Þóra
204.058 kr. Þetta eru ekki háar fjár-
hæðir og hvergi nærri því að vera
80% af þeim tekjum sem við höfum
haft síðastliðna níu mánuði en með
því að herða sultarólina í nokkra
mánuði þá hefðum við svo sem get-
að lifað af þessu.
Náttúran tekur lítið mið af alman-
aksárinu og fæddist
drengurinn okkar
tveim dögum fyrir
áramót. Þar sem
hann fæddist árið
2007 miðast nú
greiðslur úr Fæðing-
arorlofssjóði við með-
altekjur okkar
skattaárin 2005 og
2006. Viðmið-
unartímabilið hefst
sem sagt fyrir þrem-
ur árum og því lýkur
löngu áður en barnið
er getið. Þetta er afar óheppilegt því
á þessum árum vorum við bæði að
klára nám og höfðum litlar tekjur.
En á árinu 2007 vorum við bæði í
fullri vinnu og tekjur okkar hafa því
hækkað umtalsvert á síðasta ári.
Enda töldum við okkur nú loksins
vera nógu vel sett fjárhagslega til
að eignast barn.
Í bréfi frá Fæðingarorlofssjóði
dagsettu 7. janúar er okkur svo til-
kynnt endanleg greiðsluáætlun.
Upphæðin sem Sigurgeir á að fá
hefur minnkað niður í 113.135 kr. á
mánuði fyrir skatt og Þóra fær
166.947 kr. Við fáum því samanlagt
Opið bréf til Jóhönnu
Sigurðardóttur
Sigurgeir Finnsson og Þóra
Þorsteinsdóttir skrifa um
greiðslur úr Fæðingarorlofs-
sjóði
» Þessar reglur mis-muna stórlega for-
eldrum sem eignast
barn í lok árs miðað við
þá sem eignast barn í
upphafi árs …
Þóra ÞorsteinsdóttirSigurgeir Finnsson
Í MBL. 30. des. sl. sér Svanur
Sigurbjörnsson læknir og sið-
menntarmaður ástæðu
til að bregðast við grein
sem ég skrifaði 21. okt.
síðastliðinn sem svar
við grein Svans um guð-
leysi og húmanisma sem
birtist í Mbl. 30. sept.
Í grein minni stað-
hæfði ég að það væri
sögufölsun að halda því
fram að guðlaus lífs-
viðhorf hefðu fætt af sér
manngildishugsjónina. Í
síðari grein sinni segir
Svanur: „Þessu er ég al-
gerlega ósammála.“
Þessi ágreiningur var mergurinn
málsins í fyrri grein minni og verð-
ur einnig nú.
Staðhæfingar Svans um yfirburði
guðlauss húmanisma ræddi ég ekki
þá og hyggst ekki ræða nú.
Svanur byrjar grein sína á dálítið
yfirlætisfullan hátt og segir: „Hon-
um (þ.e. Sigurði) sárnar greinilega
að ég nefni ekki einhverja trúmenn
sem jafnframt hafi verið málsvarar
húmanískra lífs-
gilda.“ Rétt eins og
ágreiningurinn hafi
snúist um einhverja
nafnalista. Svanur
setti í fyrri grein
sinni upp nafnalista
með guðlausum af-
reksmönnum á sviði
húmanískra baráttu-
mála, til að sýna
fram á tengsl húm-
anisma og guðleysis.
Ég leyfði mér að
nefna nokkur nöfn
túaðra húmanista til
að sýna fram á að nafnalistar sönn-
uðu ekkert og bætti við að slíkur
metingur væri tilgangslaus.
Ekkert í síðari grein Svans hrek-
ur þá staðhæfingu mína að guðlaus
lífsviðhorf fæddu ekki af sér mann-
gildishugsjónina. Ég stend því við
hana. Rætur manngildishugsjón-
arinnar eru marggreindar og djúp-
stæðar og áttu sér formælendur
meðal Forngrikkja, í kenningu
Jesú Krists, meðal kristinna húm-
anista á endurreisnartímanum,
meðal svonefndra deista á upplýs-
ingartímanum og þannig mætti
lengi telja. Þetta viðurkennir Svan-
ur reyndar að nokkru í svargrein
sinni, en situr þó við sinn keip. Ef
til vill liggur ágreiningur okkar í
því að við skiljum ekki hugtakið
húmanismi sama skilningi. Ég skil
húmanisma sem lífsviðhorf sem ber
virðingu fyrir manngildinu og
Að sitja við sinn keip
Sigurður Pálsson skrifar um
húmanisma og trúmál almennt »Ekkert í síðari greinSvans hrekur þá
staðhæfingu mína að
guðlaus lífsviðhorf
fæddu ekki af sér mann-
gildishugsjónina
Sigurður Pálsson
Móttökukerfi
aðsendra
greina
MORGUNBLAÐIÐ er með
í notkun móttökukerfi fyrir
aðsendar greinar. Formið er
að finna ofarlega á forsíðu
fréttavefjarins mbl.is undir
liðnum „Senda inn efni“. Ekki
er lengur tekið við greinum
sem sendar eru í tölvupósti.
Í fyrsta skipti sem formið
er notað þarf notandinn að
skrá sig inn í kerfið með
kennitölu, nafni og netfangi,
sem fyllt er út í þar til gerða
reiti. Næst þegar kerfið er
notað er nóg að slá inn net-
fang og lykilorð og er þá not-
andasvæðið virkt.
Ekki er hægt að senda inn
lengri grein en sem nemur
þeirri hámarkslengd sem gefin
er upp fyrir hvern efnisþátt.
Þeir, sem hafa hug á að
senda blaðinu greinar í um-
ræðuna eða minningargreinar
eru vinsamlegast beðnir að
nota þetta kerfi. Nánari upp-
lýsingar gefur starfsfólk
greinadeildar.
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn