Morgunblaðið - 20.01.2008, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
A
lþingisreiturinn er í
hjarta Reykjavíkur. Um
áratugi hafa sérfræð-
ingar og sauðsvartur al-
múginn velt því fyrir sér,
hvað skuli vera á reitnum. Milli 1920
og 1930 sóttu góðtemplarar á að fá
að reisa sér bindindishöll, þar sem nú
er bílastæði sunnan við Alþing-
ishúsið, en forsetar sáu lengra fram
og stöðvuðu framkvæmdir, guði sé
lof. Ég hef heyrt ótal hugmyndir um
skipulag reitsins. Ein er sú, að á
jarðhæð yrði fjöldi verslana og veit-
ingahús, en efri hæðirnar nýttust Al-
þingi. Þá færðist líf í tuskurnar og
miðbæinn.
Alþingi hefur eignast allan reitinn
nema Oddfellowhúsið. Fyrir 1990
hafði borgin gefið Oddfellowreglunni
kost á að byggja á svokölluðum Sig-
túnsreit og var þá hreyft þeirri hug-
mynd, að Alþingi keypti húsið. Því
var aldrei fylgt eftir og niðurstaðan
varð sú, að Oddfellóar féllu frá ný-
byggingaráformum sínum en end-
urbættu hús sitt og stækkuðu. Þá
höfðu þeir makaskipti við Alþingi um
breytt lóðamörk, sem nýttist þeim og
Alþingi við byggingu Skálans. Þannig
hafa málin staðið síðan, að Odd-
fellowhúsið hefur ekki verið til sölu.
Þorvaldur Garðar Kristjánsson var
forseti Sameinaðs þings fyrir tveim
áratugum. Hann var atkvæðamikill í
störfum sínum og lét sig veg Alþingis
mjög varða. Hann efndi til verðlauna-
samkeppni meðal arkitekta um skipu-
lag reitsins, en áður hafði hann látið
skilgreina í einstökum atriðum,
hverjar þarfirnar væru fyrir húsa-
kynni og starfsemi í þeim. Sigurður
Einarsson arkitekt átti þá tillögu,
sem verðlaunuð var.
Gert var ráð fyrir miklum bygg-
ingum á alþingisreitnum, en fram-
kvæmdinni fylgdu skipulagsleg álita-
mál, sem örðugt reyndist að greiða
úr. Skriður komst þó á málið fyrir
áratug, þegar Ólafur G. Einarsson
forseti Alþingis ákvað að taka Skál-
ann út úr, sem allir eru samdóma um
að sómi sér vel þar sem hann stendur
við hlið Alþingishússins. Ég átti síðan
fundi með borgarstjórum R-listans
meðan ég var forseti Alþingis, en
hvorki gekk né rak. En sem betur
fer er málið aftur komið á skrið. Ég
sé ástæðu til að óska forseta Alþing-
is, þingmönnum og starfsmönnum Al-
þingis til hamingju með það.
Og nú gerist það að aftur er komin
upp sú staða, að Oddfellóar hyggja á
nýbyggingu, og nú á landi sínu við
Urriðavatn. Og því vaknar spurn-
ingin hvort þeir vilji selja Alþingi
Oddfellowhúsið. Á það verður að
reyna. Það yrði vissulega góður kost-
ur, því að eignarhlutur Alþingis á
PISTILL » Þá höfðu þeir maka-
skipti við Alþingi um
breytt lóðamörk, sem
nýttist þeim og Alþingi við
byggingu Skálans.
Halldór
Blöndal
Alþingi og Oddfellowhúsið
reitnum er ólánlegur í laginu og gef-
ur lítið svigrúm. Endurskoðun á
byggingaráformum Alþingis með
þetta í huga ætti ekki að taka mikinn
tíma. Og þá yrði vel fyrir húsnæð-
isþörf þess séð til langrar framtíðar
litið.
Hljóðpistlar Morgunblaðsins,
Halldór Blöndal les pistilinn
HLJÓÐVARP mbl.is
Í HNOTSKURN
»Fyrrum þingmaður Fram-sóknarflokksins hefur vakið
athygli á orðrómi um fatakaup
flokksforystunnar í Reykjavík á
kostnað flokksins.
» Framkvæmdastjóri flokksinskannast ekki við neitt slíkt.
Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur
jmv@mbl.is
„ÉG tók við starfi framkvæmdastjóra
um áramótin 2006-2007 og ég kannast
ekki við þetta frá þeim tíma og ekki
heldur frá tíð forvera míns, “ segir
Sigfús Ingi Sigfússon, framkvæmda-
stjóri Framsóknarflokksins, um orð-
róm um að forystumenn flokksins í
Reykjavík hafi keypt sér föt á kostnað
flokksins fyrir borgarstjórnarkosn-
ingar, líkt og Guðjón Ólafur Jónsson,
fyrrum þingmaður Framsóknar-
flokksins, segir að hafi gengið innan
flokksins.
Í bréfi, merkt trúnaðarmál, sem
Guðjón Ólafur sendi til flokksfélaga
sinna í Reykjavík, dagsett 15. janúar
síðastliðinn, talar hann um versnandi
stöðu flokksins, sérstaklega í Reykja-
vík, og að nú þurfi „menn að taka
höndum saman eigi að takast að rífa
hann upp úr þeim djúpa öldudal sem
hann er nú í.“ Þar segir jafnframt að
misklíð meðal framsóknarmanna hafi
leitt til áhugaleysis flokksmanna.
Guðjón víkur einnig að orðrómi
sem hafi gengið innan Framsóknar-
flokksins um „að forystumenn okkar í
borgarstjórn hafi fyrir borgarstjórn-
arkosningarnar 2006 keypt sér föt
fyrir hundruð þúsunda á kostnað
flokksins“.
„Mér finnst þetta sorglegt og ekki
til að auka traust fólks á pólitísku
starfi eða laða fólk til fylgis við stjórn-
málaflokka þegar málflutningur og
skeytasendingar eru með þessum
hætti,“ segir Björn Ingi Hrafnsson,
oddviti Framsóknar-
flokksins í Reykjavík,
í samtali við Morgun-
blaðið. „Ég ætla ekki
að svara þessu á op-
inberum vettvangi
því mér finnst það
segja sína sögu að
bréfritari kjósi ekki
að afla sér upplýs-
inga, heldur setji mál-
ið fram með þessum
hætti í bréfum í þúsunda tali,“ segir
Björn Ingi.
Guðjón Ólafur Jónsson segist hafa
sent bréfið út til að þakka fyrir þann
stuðning sem hann hafi fengið á með-
an hann var þingmaður flokksins og
til að setja fram hugleiðingar um
stöðu Framsóknarflokksins í Reykja-
vík „og ég held að það sé full ástæða
til að ræða hana, það hafa margir haft
samband og fagnað því að ég hafi sett
þá umræðu í gang,“ segir Guðjón.
Hann segist hafa sent bréfið út sem
trúnaðarmál og treyst flokksmönnum
til að fara með það sem slíkt. Varð-
andi hlutann um orðróm vegna fata-
kaupa „vildi ég vekja athygli á því að
þetta væru hvimleiðar sögur, en það
hafa einnig gengið sögur um mig og
aðra,“ segir Guðjón.
Hafnar orðrómi um fata-
kaup Framsóknarflokksins
Sigfús Ingi
Sigfússon
Guðjón Ólafur
Jónsson
Björn Ingi
Hrafnsson
JÓHANNES Einarsson, skólameistari Iðnskólans í
Hafnarfirði, gangsetti Reykdalsvirkjun með form-
legum hætti á föstudag. Jóhannes er barnabarn Jó-
hannesar J. Reykdals sem reisti fyrstu vatnsaflsvirkj-
unina er dreifði rafmagni til almennings á Íslandi og
var hún gangsett árið 1904. Reykdalsvirkjun, sem er
smá í sniðum, verður nýtt til upplýsingar og fróðleiks
fyrir almenning og til kennslu um vistvæna orku.
Árvakur/Frikki
Vatnsaflsvirkjun nýtt til fróðleiks
AÐ mati nefndar sem menntamála-
ráðherra skipaði vegna menntunar-
mála fanga er það sláandi hve margir
fangar hafa ekki lokið neinu formlegu
námi. Leggur nefndin til ýmiss konar
úrbætur til að bæta menntun fanga,
m.a. aukinn aðgang fanga að netinu
og starfsnámi utan fangelsanna.
Nefndin var skipuð af menntamála-
ráðherra vorið 2006 til að vinna að
stefnumótun í menntunarmálum
fanga. Í skýrslu nefndarinnar er vísað
til rannsóknar á menntun fanga sem
sýnir að rúmlega þriðjungur fanga
hefur ekki lokið neinu formlegu námi.
Þar af séu 16 fangar sem ekki hafi
lokið grunnskólanámi. „Sláandi er
hve margir fangar hafa ekki lokið
neinu formlegu námi og vekur það
áleitnar spurningar um hvort skóla-
kerfið hafi brugðist þessum hópi,“
segir m.a. í skýrslunni. Bendir nefnd-
in á að skv. rannsóknum vilji mikill
meirihluti fanga sem ekki séu í námi
hefja nám. Flestir vilji þeir í nám við
framhaldsskóla og komast á iðnnáms-
samning.
Hefur fyrirbyggjandi áhrif
Það grundvallarsjónarmið sem
nefndin leggur til grundvallar niður-
stöðum sínum er að nám í fangelsi,
ásamt öðrum meðferðarúrræðum
sem í boði eru, gegni lykilhlutverki í
endurhæfingu fanga. Menntun hafi
fyrirbyggjandi áhrif og því þurfi að
hvetja fanga til að nýta tímann í fang-
elsi til náms og þeim standi til boða
kynning á námsmöguleikum, mat á
fyrra námi, mat á raunfærni, áhuga-
sviðsrannsókn o.fl. Stuðla þurfi að
auknu námsframboði innan fangels-
anna.
Að mati nefndarinnar er erfitt að
stunda nám nema nemendur hafi að-
gang að netinu. Er því lagt til að tak-
mörkuð nettenging verði í öllum fang-
elsum, sem eftirlit verði haft með, en
frjálsari aðgangur í opnari fangelsum
eins og Kvíabryggju. Mikilvægt sé að
bæta aðstöðu til verknáms og starfs-
þjálfunar og föngum sem kjósi að
stunda verknám verði gefið tækifæri,
að undangengnu áhættumati, til
starfsþjálfunar utan fangelsis uppfylli
þeir tilteknar kröfur.
Bæta þarf mennt-
un í fangelsum
Nefndin telur að spyrja þurfi hvort
skólakerfið hafi brugðist föngunum
Árvakur/Brynjar Gauti
Menntunarskortur Fangar vilja
menntast en bæta þarf aðstæður.
FASTEIGNAMAT húsa og lóða er
nú í fyrsta sinn hærra en bruna-
bótamat frá því Fasteignamat rík-
isins hóf að gera brunabótamat
fasteigna.
Samkvæmt nýrri fasteignaskrá
frá 31. desember 2007 var heild-
arfasteignamat á landinu öllu 4.065
milljarðar kr. Þar af var húsmat
3.345 milljarðar og lóðarmat 720
milljarðar. Fasteignamat hækkaði
samtals um 18,5% frá fyrra ári.
Brunabótamat fasteigna var 3.876
milljarðar og hafði hækkað um
9,5% frá fyrra ári.
Haukur Ingibergsson, forstjóri
Fasteignamats ríkisins, sagði þess-
ar tölur endurspegla öra verðþróun
fasteigna og lands hér á landi und-
anfarin ár. Dregið hefði saman með
fasteignamati og brunabótamati
undanfarin ár. Ástæðan væri sú að
verð fasteigna hefði hækkað hraðar
en byggingarkostnaður um nokk-
urra ára skeið. Þá hefði verð á
landi og lóðum einnig hækkað mik-
ið.
Fasteignamat eignar endurspegl-
ar gangverð hennar en brunabóta-
matið á að endurspegla endurbygg-
ingarkostnað eignar eftir bruna, að
teknu tilliti til ákveðinna afskrifta.
Fasteignamat í fyrsta sinn
hærra en brunabótamat
!"
# $ "%
& %" (%) ")!
%" # " )! *+
,
+
+ *
+*
,
-!
*.,