Morgunblaðið - 20.01.2008, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2008 53
MINNINGAR
✝ Bergþóra fædd-ist á Hrafnhóli í
Hjaltadal hinn 10.
nóvember 1920.
Hún lést á Dalbæ
hinn 19. desember
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Sigurlína Þórð-
ardóttir, f. 18. maí
1893, d. 25. ágúst
1950, og Stefán
Guðmundsson, f. 29.
sept. 1892, d. 9. apr-
íl 1976. Bergþóra
var næstelst fjög-
urra systkina, sem öll eru nú lát-
in, hin voru Guðmundur, Áslaug
og Þórður.
Eiginmaður Bergþóru var Árni
Jónsson frá Hæringsstöðum í
Svarfaðardal, f. 29. maí 1920, d.
26. janúar 1969. Börn þeirra eru:
1) Sigurlína, f. 1944, gift Páli
Sveinssyni. Þau búa í Reykjavík
og eiga tvo syni. 2) Lilja, f. 1945,
d. 2000. 3) Áslaug Eva, f. 1948,
sambýlismaður Hafsteinn Vil-
hjálmsson, þau búa á Akureyri. 4)
Stefán, f. 1951, hann býr í Aust-
urkoti á Vatnsleysuströnd og á
tvær dætur og einn son. 5) Sig-
urbjörg, f. 1954, hún býr á Ak-
ureyri og á eina dóttur og einn
son. 6) Jón, f. 1956, kvæntur Þór-
dísi Elvu Guðmundsdóttur, þau
búa í Kópavogi og eiga tvo syni
og eina dóttur, en fyrir átti Jón
eina dóttur. 7) Óskar, f. 1957,
kvæntur Ásdísi Svanborgu Jón-
asdóttur, búa þau á Dalvík og
eiga þrjá syni, en eina dóttur átti
Óskar áður. 8) Kristján Bergur, f.
1960, kvæntur Margréti Stef-
ánsdóttur, eru þau búsett á Ak-
ureyri og eiga eina
dóttur og tvo syni,
auk þess ólst dóttir
Margrétar upp hjá
þeim. 9) Ósk Jór-
unn, f. 1963, gift
Guðmundi Heiðari
Jónssyni. Þau eru
búsett á Akureyri
og eiga tvær dætur
og einn son. 10)
Sveinn, f. 1966,
kvæntur Margréti
Guðmundsdóttur og
eru þau búsett á
Akureyri. Einnig
eignuðust Bergþóra og Árni
dreng í maí árið 1952 sem lést í
desember sama ár.
Eftir venjubundið barna-
skólanám fór Bergþóra í Hús-
mæðraskólann að Laugalandi í
Eyjafirði. Hún vann um tíma við
verslunina Eyjafjörð á Akureyri
áður en hún fór að Hólum í
Hjaltadal þar sem hún sinnti ýms-
um störfum. Á Hólum kynntist
hún Árna og felldu þau hugi sam-
an. Vorið 1944 fóru þau yfir Helj-
ardalsheiði með sitt fyrsta barn
og hófu búskap á Hæringsstöðum
og voru með blandaðan búskap.
Eftir andlát Árna bjó Bergþóra á
Hæringsstöðum og gekk í öll þau
störf sem þurfti að sinna á búinu.
Árið 1974 flutti hún til Akureyr-
ar, en þar vann hún hin ýmsu
verkakvennastörf. Hún fluttist
síðan í Skjaldarvík í stuttan tíma
áður en hún fór á Dalbæ í byrjun
ársins 2005.
Útför Bergþóru var gerð frá
Dalvíkurkirkju 7. janúar, í kyrr-
þey. Jarðsett var í Urðarkirkju-
garði.
Elsku mamma ég kveð þig hér með
þessu fallega ljóði, en ljóð og lausa-
vísur skipuðu alltaf stóran sess hjá
þér.
Ég hugsa um mynd þína, hjartkæra móðir,
og höndina mildu, sem tár strauk af kinn.
Það yljar á göngu um ófarnar slóðir
þó yfir sé harmþrungið rökkur um sinn.
Ljósið er slokknað á lífskerti þínu,
þú leiddir mig örugg á framtíðar braut.
Hlýja þín vakir í hjartanu mínu
frá hamingjudögum, er fyrrum ég naut.
Minningarljósið á lífsvegi mínum
lýsir upp sorghúmið, kyrrlátt og hljótt.
Höfði nú drúpi’ ég hjá dánarbeð þínum
þú Drottni sért falin, ég býð góða nótt.
(Hörður Björgvinsson.)
Mér finnst ég ekki geta kvatt þig
öðruvísi en með því að setja hér með
eina af þínum uppáhaldsvísum:
Söngur þú sigrar allt
sofandi dautt og kalt,
lífgar þú vermir og vekur.
Ó, hvað ég elska þig,
en hvað þú gleður mig,
sorgina úr sál minni hrekur.
(Guðrún Sveinsdóttir.)
Hafðu þökk fyrir alla þína ást og
umhyggju sem þú sýndir mér og fjöl-
skyldu minni. Þín þolinmæði og
þrautseigja var engu öðru lík.
Guð blessi minningu þína.
Þín dóttir,
Ósk Jórunn.
Elsku amma, þó að ég viti að nú
sértu á betri stað þar sem þér líður
vel þá á ég erfitt með að trúa því að
þú sért farin frá mér og ég muni ekki
sjá þig aftur fyrr en ég kveð þennan
heim. Ég mun aldrei gleyma öllum
þeim góðu minningum sem ég á um
þig. Hvernig þú gættir mín þegar ég
var lítil, ef ég hræddist eitthvað var
ég alltaf velkomin upp í holu til þín.
Þú söngst fyrir mig eða fórst með
vísu og mér fannst ég aftur vera
örugg.
Alltaf þegar ég hugsa til þín man
ég eftir vísunum og þulunum þínum.
Þú gast þulið þær endalaust upp og
virtist aldrei fara með sömu vísuna
tvisvar. Það var alltaf gott að koma til
þín, þú varst tilbúin til að gera allt
fyrir litlu nöfnuna þína og áttir alltaf
eitthvað gott handa mér í nammi-
skálinni á sófaborðinu.
Þegar ellin fór að taka sinn toll og
líkaminn þinn fór að gefa eftir varstu
samt alltaf tilbúin til að raula vísurn-
ar og grínast með mér. Þó að minnið
væri ekki jafn gott og það var,
gleymdir þú ekki að það er hægt að
brosa yfir litlum hlutum og oft þurfti
ég ekki að segja neitt til að fá þig til
að brosa til mín. Ég held að ég gæti
skrifað endalaust um allar okkar
góðu stundir saman, en einhvern
tíma verð ég að stoppa og kveðja þig.
Elsku amma, ég sakna þín, ég elska
þig og ég veit að þú munt bíða eftir
mér þarna uppi. Takk fyrir allt sem
þú gerðir fyrir mig, þú varst hin full-
komna amma, amman sem öll börn
dreymir um að eiga. Ég er ekki viss
um að ég hafi verið tilbúin til að
kveðja þegar þú fórst og ég er enn
ekki viss. Þó verð ég að reyna.
Elsku amma, hvíl í friði.
Þín nafna,
Bergþóra Björk.
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá
í hljóðri sorg og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Við kveðjum þig elsku amma og
geymum allar góðu minningarnar um
þig.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Þín ömmubörn,
Arnrún Eik og Brimar Jörvi.
Heiðurskonan Bergþóra Stefáns-
dóttir frá Hrafnhóli í Hjaltadal er öll.
Ég kynntist Bergþóru er ég hóf störf
á Dalbæ, dvalarheimili aldraðra á
Dalvík. Bergþóra var lagleg kona og
tíguleg í fasi. Ekki var hún allra en
þeir sem hún tók ástfóstri við voru
vinir hennar. Hún var hreinskiptin og
sagði ávallt sína meiningu. Sumum
fannst hún frekar hvöss í orðum en ef
maður komst inn fyrir skrápinn sem
hún brynjaði sig með, þá sló heitt og
gott hjarta. Ef til vill hefur hún þurft
að brynja sig fyrir þeim áföllum í líf-
inu sem hún varð fyrir. Bergþóra
missti mann sinn á besta aldri frá tíu
börnum. Hún lét ekki deigan síga því
með dugnaði og elju tókst henni að
koma öllum sínum börnum til manns
og eru þau öll í dag hinar mætustu
manneskjur. Bergþóra hefur eflaust
haft áhyggjur af framtíð barna sinna
eftir að Árni, eiginmaður hennar, lést
en mín kona stóð allt af sér.
Bergþóra var alla ævi mikill Skag-
firðingur í sér og dáði Hjaltadalinn
sinn, eins og hún sagði ávallt. Hún
hafði unun af að hlusta á talað mál og
söngurinn heillaði hana. Hún kunni
ógrynni af ljóðum og vísum og var vel
lesin. Hún var næm á fegurð lands og
hafði unun af hestum og hestaferðum
sem hún tók þátt í. Bergþóra hafði
líka gaman af því að dansa, vildi vera
fín í tauinu og átti smekkleg og falleg
föt.
Ég, sem þetta rita, komst vel að
Bergþóru og urðum við hinir mestu
mátar. Ekki festist nafn mitt vel í
minni hennar og kallaði hún mig ann-
aðhvort Gilla eða strákinn sinn. Ég
lét mér í léttu rúmi liggja hvoru nafn-
inu ég var kallaður, ég ansaði þeim
báðum.
Þegar það kom fyrir að tekin var
upp bók til að lesa upp úr þá varð að
vera algjör þögn í kringum Berg-
þóru, hún vildi fylgjast vel með og
eins var er hún hlustaði á söng, ann-
ars lét hún í sér heyra.
Já, góð og mæt kona er kvödd til
æðri staða. Kona sem þurfti svo sann-
arlega að hafa fyrir lífinu. Eflaust
hefur hún gengið örþreytt til náða
hvert kvöld og þá sótt á hana hugs-
anir um það hvernig næsti dagur
yrði, hvernig hún kæmist í gegnum
hann og hvernig færi fyrir blessuðum
börnunum hennar. Ég er ekki viss
um að Bergþóra hefði viljað láta
skrifa um sig. Hún var ekki að hafa
mörg orð um líðan sína eða segja frá
sínum áhyggjum.
Bergþóra, far þú í friði og friður
Guðs þig blessi. Þakka þér alla vin-
áttu þína og alla hlýjuna sem þú gafst
mér. Geymum minningu Berþóru í
brjóstum okkar.
Þinn vinur,
Stefán Víglundur Ólafsson.
Bergþóra
Stefánsdóttir
Vönduð og persónuleg þjónusta
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Sími 551 7080
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
Ólafur Örn
útfararstjóri,
s. 896 6544
Inger Rós
útfararþj.,
s. 691 0919
✝
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
RAGNHEIÐUR I. BLÖNDAL,
lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ sunnudaginn
13. janúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Skógarbæjar fyrir
góða umönnun, vinsemd og virðingu.
Kristín Blöndal, Pétur Björn Pétursson,
Hjálmar Blöndal Guðjónsson,
Elías Blöndal Guðjónsson,
Pétur Björn Pétursson, Auðbjörg Sigurðardóttir,
Ólafur Pétursson,
Ólafur Orri Pétursson.
✝
GUÐFINNA HANNESDÓTTIR
frá Hólum,
Stokkseyrarhreppi,
andaðist þann 15. janúar á Hjúkrunarheimilinu
Ási, Hverargerði.
Útförin auglýst síðar.
Helgi Ívarsson,
Sigurður Dagsson.
✝
Móðir okkar og tengdamóðir,
GUÐBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR,
Árskógum 6,
Reykjavík,
lést að hjúkrunarheimilinu Skógarbæ þann 10. jan.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Kristrún Kristófersdóttir, Logi Guðbrandsson,
Oddrún Kristófersdóttir, Guðmundur Magnússon,
Smári Kristófersson, Carole Thorsteinsson,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
HAFLIÐI JÓNSSON,
fyrrum garðyrkjustjóri,
lést miðvikudaginn 19. desember.
Jarðarförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Þökkum auðsýnda samúð og hluttekningu.
Hafsteinn Hafliðason, Iðunn Óskarsdóttir,
Hallgrímur Valur Hafliðason, Sigurbjörg Þórðardóttir,
Jón Gunnar Hafliðason, Erna Hannesdóttir,
Atli Geir Hafliðason, Halla Jónasdóttir,
Stefán Daði Hafliðason,
Ranveig Johansen,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar elskulegi eiginmaður, faðir, tengdafaðir og
afi,
RICHARD SVENDSEN
(RIKKI),
Suðurhólum 24,
Reykjavík,
lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi
fimmtudaginn 17. janúar.
Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík
fimmtudaginn 24. janúar kl. 15.00.
Úlfheiður Kaðlín Ingvarsdóttir,
Ingvar Hinrik Svendsen, Iðunn Vaka Reynisdóttir,
Hermann Markús Svendsen,
Elísabet Alma Svendsen
og barnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ERLA SIGURJÓNSDÓTTIR,
Hrísateigi 25,
Reykjavík,
sem lést á Gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi
10. janúar, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju
þriðjudaginn 22. janúar kl. 13.00.
Egill Valgeirsson,
Ásdís Egilsdóttir, Erlendur Sveinsson,
Hrefna Egilsdóttir, Sigurður Pálsson Beck,
Dagný Egilsdóttir, Magnús Kristinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.