Morgunblaðið - 20.01.2008, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 20.01.2008, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2008 45 Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 30 ár OPIN HÚS Í EFTIRTÖLDUM EIGNUM Vorum að fá í einkasölu vandað og glæsilegt 183 fm einbýlishús á einni hæð með innb. bílskúr (íbúðin er 149 fm og bílskúr 34 fm) á fallegum stað í Salahverfi í Kópavogi. Fjögur rúmgóð svefnherbergi. Stór og björt stofa, upptekin loft með innfelldri halogen lýsingu með fjarstýringu. Fallegar innréttingar. Flísar og parket á gólfum. Hiti í gólfum Timburverönd með heitum potti. Bílaplan hellulagt. Jeppabílskúr. Verð 64,7 millj. Eignin verður til sýnis í dag sunnudag frá kl. 13 - 15 MIÐSALIR 3 - GLÆSILEG EIGN Á EINNI HÆÐ Glæsilegt og mjög mikið endurnýjað 183,5 fm einbýlishús með bílskúr og stórum útipalli á rólegum, skjólgóðum útsýnisstað í vesturbæ Kópavogs. Ákvílandi hagstætt lán á 4.15% vx. að fjárhæð 33 millj. kr. Fjögur stór svefnherbergi. Björt stofa með arni. Tvö nýuppgerð baðherbergi. Parket og náttúrusteinn á gólfum. Fallegt útsýni til sjávar. Bílskúr fullbúinn. Hér er um að ræða stórglæsilega eign á eftirsóttum stað í vesturbæ Kópavogs. Verð 78 millj. Eignin verður til sýnis í dag sunnudag frá kl. 13 - 15 Vorum að fá í einkasölu 140 fm neðri sérhæð í fjórbýli á þessum eftirsótta stað. Tvö stór herbergi og tvær stórar og bjartar stofur. Góðar innréttingar. Parket og flísar á gólfum. Samkvæmt srá FMR er 30 fm bílskúr á lóðinni en hann er óbyggður. Eign sem hefur fengið gott viðhald. Verð 35,9 millj. SKIPTI MÖGULEG Á MINNI EIGN. Eignin verður til sýnis í dag sunnudag frá kl. 14 – 16 Sjarmerandi einbýli ásamt bílskúr og sólstofu, samtals 203 fm. Stór timbur verönd er í sérlega fallegum garði. Húsið er á tveimhæðum. Anddyri, rúmgott hol. eldhús, tvær stofur og sólstofa, tvö svefnherbergi og baðherbergi. Á efrihæð eru, tvö - þrjú herbergi. Gólfefni er parket, gólfborð og flísar. Frábær staðsetning. Lóðin er sérlega vel úr garði gerð. Stutt í skóla og alla alm. Þjónustu. Verð 49,4 millj. Verið velkominn í dag milli 14-16. Bergþóra tekur á móti gestum. Falleg, björt og vel skipulögð 4ra herb. íbuð á 3.hæð (efstu) í góðu fjölbýli. Björt og rúmgóð stofa/borðstofa með útg.á svalir með miklu útsýni. Þrjú góð herbergi öll með skápum. Fallegt baðherbergi flísar í hólf og gólf. Eldhús m/ nýl.fallegum innr. Þvottaherb. Innaf eldhúsi. Gólfefni er parket og flísar. Einstaklega barnvænt umhverfi, stutt í alla þjónustu. Íbúðin er laus fljótlega Verð 21,6 millj. Verið velkominn í dag milli 14-16. Kristján tekur á móti gestum.. Vorum að fá í einkasölu 140 fm neðri sérhæð í fjórbýli á þessum eftirsótta stað. Tvö stór herbergi og tvær stórar og bjartar stofur. Góðar innréttingar. Parket og flísar á gólfum. Samkvæmt srá FMR er 30 fm bílskúr á lóðinni en hann er óbyggður. Eign sem hefur fengið gott viðhald. Verð 35,9 millj. SKIPTI MÖGULEG Á MINNI EIGN. Eignin verður til sýnis í dag sunnudag frá kl. 14 – 16 ÞINGHÓLSBRAUT 76 - GLÆSILEGT EINBÝLI LAUGALIND 3 - MEÐ BÍLSKÚR - ÍBÚÐ 0202 VALLARGERÐI 10 - MEÐ BÍLSKÚR JÖRFABAKKI 18 - ÍBÚÐ 0301 - LAUS FLJÓTLEGA LAUGATEIGUR 3 - NEÐRI SÉRHÆÐ Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Ægir Breiðfjörð, löggiltur fasteignasali SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG TRÖLLATEIGUR 12 – MOSFELLSBÆR OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 15 OG 16 Sérlega fallegt og vel innréttað 6 herbergja, 2ja hæða raðhús með innbyggðum bílskúr, við Tröllateig í Mosfellsbæ. Fallegt parket úr hlyn á gólfum aðalrýma, hvít háglans eldhúsinnrétting með svartri granít borðplötu. Sjón er sögu ríkari. Eign fyrir vandláta! V. 51,3 m. 8043 Á LIÐNU ári voru umdeildar virkjanir í Þjórsá á dagskrá í þjóð- félaginu, einnig á hinu háa Alþingi. 10. des. sl. snerist um- ræðan í þinginu um niðurstöðu á athugun Ríkisendurskoðunar á samningi um afhend- ingu ríkisins á vatns- réttinum í Þjórsá til Landsvirkjunar, en það gerðist þremur dögum fyrir kosningarnar í maí. Kjartan Ólafsson 4. þingmaður Suður- kjördæmis sté í pontu af þessu tilefni og ræddi um virkjanir á Suðurlandi sem þegar hafa verið reistar og að um þær hefði ekki ver- ið deilt. Síðan segir hann: „Hér er rætt um það, herra forseti, að verið sé að koma á óeiningu meðal fólks á Suðurlandi. Það er fjarri lagi. Það eru hópar vinstri grænna sem koma í uppsveitir Árnessýslu til að skapa þá andstöðu sem er um þessi mál“. Undir þessum orðum Kjartans get ég ekki setið þegjandi. Hann fer með slík ósannindi að ekki er sæm- andi alþingismanni. Hann hlýtur að vita betur. Kjartan veit að það eru til samtök sem nefna sig Sól á Suður- landi, hann hefur verið á fundum hjá þessum samtökum og heyrt mál- flutning manna, eða var hann ekki að hlusta. Les hann ekki sunnlensku blöðin? Sól á Suðurlandi var stofnað til að koma í veg fyrir fyrirhugaðar virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Að halda því fram að Vinstri grænir fari um sveitir Suðurlands til að æsa fólk upp er ótrúlegur og móðgandi þvættingur. Sól á Suðurlandi sam- anstendur af fólki sem getur ekki hugsað sér að láta eyðileggja nátt- úruperlur við bæjardyrnar hjá sér. Þar er fólk úr öllum stjórn- málaflokkum og margir eru flokks- bundnir sjálfstæðismenn, þar á með- al ég. Ég er ekki vinstri sinnuð og hef aldrei kosið Vinstri græna. Hins vegar verð ég að meðganga að hafa stutt Kjartan Ólafsson í prófkjöri. Það er engin sátt í héraði um þessar virkjanir. Við sem berjumst gegn þeim höfum sjálfstæðar skoðanir og látum ekki segja okkur fyrir verk- um. Við gerum okkur ljóst hversu náttúran er dýrmæt og við viljum ekki láta eyðileggja fögur svæði fyr- ir stundargróða og græðgi auð- hringa Ég lít á svæðið ofan Minna- Núps sem anddyri Þjórsárdals og þar með anddyrið að hálendi Ís- lands. Hagalón myndi tortíma þess- um undurfagra bletti. Það má ekki gerast. Á síðasta ári fóru hins vegar sendiboðar Landsvirkjunar um sveitir Suðurlands, á milli landeigenda við Þjórsá og héldu fram að Landsvirkjun ætti 93% vatnsréttindanna í ánni. Á fundi í Árnesi í ágúst sl. var spurt hve- nær Landsvirkjun hefði fengið vatnsrétt- indin í sínar hendur. Þá fyrst kom í ljós að það hefði verið í byrjun maí. Það var engin heimild í fjárlögum fyr- ir afhendingunni og málið hafði ekki verið rætt á Alþingi. Sam- komulagið hafði aldrei verið kynnt almenningi. Ráðherrarnir (Árni Mathiesen, Guðni Ágústsson og Jón Sig- urðsson), sem undir plaggið skrifuðu, bentu svo hver á annan þegar spurt var hvers vegna almenningur hefði ekki verið upplýstur um málið. Þegar álit Ríkisendurskoðunar birtist í desemberbyrjun, við- urkenndu ráðherrarnir, fyrrverandi og núverandi, sem skrifuðu undir samkomulag ríkisins og Landsvirkj- unar að þeir hefðu alltaf vitað að samkomulagið væri ekki bindandi. Hvers vegna gerðu þeir aldrei at- hugasemdir við málflutning Lands- virkjunarmanna um eignarréttinn? Það hefði verið heiðarlegt. Í hvers konar þjóðfélagi búum við? Hverjum er hægt að treysta? Eru stjórn- málamenn að reyna að plata almenn- ing vísvitandi? Ég er alin upp á pólitísku heimili þar sem Sjálfstæðisflokkurinn var í hávegum hafður og foreldrar mínir flokksbundnir. Sjálf gekk ég í flokk- inn fyrir tæpum 30 árum. Mér finnst sárt að geta ekki treyst einum ein- asta sjálfstæðismanni á Alþingi fyrir náttúru Íslands. Enginn þeirra hef- ur varið náttúrufegurðina við Þjórsá. Þessi mikla elfur hefur skil- að sínu til þjóðfélagsins og mun halda því áfram fái hún að renna sína leið. Það er hart að þurfa að treysta á Vinstri græna og Samfylkinguna í þessu máli. Ráðherrum Samfylking- arinnar sem hafa tekið málstað okk- ar vil ég þakka fyrir stuðninginn. Vonandi láta þeir ekki deigan síga. Þingmenn og Þjórsá Árdís Jónsdóttir skrifar um málflutning vegna fyrirhugaðra virkjana- framkvæmda í Þjórsá Árdís Jónsdóttir »Mér finnstsárt að geta ekki treyst ein- um einasta sjálf- stæðismanni á Alþingi fyrir náttúru Íslands. Höfundur er grunnskólakennari með meiru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.