Morgunblaðið - 20.01.2008, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
ÞAÐ getur verið þung byrði fyrir
barn að hljóta einhverja þá náð-
argáfu sem kallar á þau viðbrögð að
það sé kallað „undrabarn“. Mozart
réð ekki við það. Eftir samfelldan
frægðarferil frá barnsaldri, þar sem
hann lék fyrir keisara, heillaði keis-
araynjur með ótrúlegri spila-
mennsku; hljóp í fangið á þeim og
knúsaði þær í þokkabót, urðu full-
orðinsárin honum afar erfið allt þar
til hann lést, enn ungur maður, í
sárri fátækt og eymd. Faðir hans,
tónlistarkennarinn frábæri Leopold
Mozart, bar hann á höndum sér, og
það gerðu allir aðrir. Hann var
skemmtilegt krútt, sem bjó yfir
snilligáfu – hvernig var annað hægt
en að dekra svoleiðis krakka?
Kannski að það eina sem gleymdist
í uppeldi hans hafi verið að kenna
honum að standa á eigin fótum –
kenna honum að þrátt fyrir allt ger-
ast hlutirnir ekki fyrirhafnarlaust í
lífinu. Hvernig hefði farið hefði
Mozart haft í sér meiri döngun, elju,
forsjálni, drift, og betri heilsu, og
lifað fram á elliár? Það er gaman að
velta því fyrir sér, þótt til einskis sé.
Hversu mörg þessara svokölluðu
undrabarna hafa ekki einmitt verið
þannig, lifað sína stærstu daga sem
börn, en átt í erfiðleikum með að
finna velgengninni farsælan farveg
á fullorðinsárum?
Mér datt þetta í hug þegar spurð-
ist að einleikari með Sinfón-
íuhljómsveit Íslands í lok mánaðar-
ins yrði Natasha Korsakova
fiðluleikari; rússnesk í föðurætt,
grísk-rússnesk í móðurætt. Hún er
afkomandi tónskáldsins fræga
Nikolaís Rimskí-Korsakovs, og þótt
hann sé jafnan talinn séníið í þeirri
fjölskyldu þá er það kannski ekki á
allra vitorði að eiginkona hans var
líka gott tónskáld og afkomendurnir
eru margir meðal fremstu lista-
manna Rússa enn í dag, þar á meðal
eru faðir Korsakovu; Andrej Korsa-
kov, einn fremsti fiðluleikari Rússa
þar til hann lést 1991, og afi hennar,
Boris Korsakov, sem líka var frá-
bær fiðluleikari og fyrsti kennari
Natöshu. Móðir hennar er píanó-
leikarinn Yolanta Miroshnikova,
sem einnig er þekktur tónlist-
armaður.
Bað ekki um að fá að spila
Natasha Korsakova var aldrei
undrabarn í hefðbundnustu merk-
ingu þess orðs. Hún var undrabarn í
fjölskyldu mikilla tónlistarhæfileika,
á allt annan hátt en oftast er. Í við-
tali við þýska tímaritið Top Magazin
fyrir tæpu ári upplýsti Korsakova
um fyrstu kynni sín af fiðlunni og
þau voru ekki sérlega undrabarns-
leg. „Ég tilheyrði aldrei hópi þeirra
dásamlegu barna sem heyra í fiðlu
fyrir fjögurra ára aldurinn og segja:
„Mamma, ég vil líka gera svona.“ Í
mínu tilfelli var þetta allt öðruvísi.
Foreldrar mínir ákváðu einfaldlega
að ég ætti að læra á fiðlu. Mér
fannst þetta nú samt bara fínt, mér
fannst fiðlan heillandi, en hvaða
fimm ára krakka langar að æfa sig á
fiðlu á hverjum degi?“
Korsakova segir í sama viðtali að
hún hafi alla tíð verið uppreisn-
argjörn. Hún var aðeins sjö ára þeg-
ar hún kom fyrst fram á tónleikum í
litla salnum í Konservatoríinu í
Moskvu, en tólf ára ákvað hún að nú
væri komið nóg af fiðluleik, því hún
vildi miklu frekar verða kappakst-
ursmaður. „París-Dakar-rallið var
stóri draumurinn,“ segir Korsakova
og gerir grín að því um leið að enn
sé hún ekki búin að læra á bíl.
Fiðluleikurinn lá einfaldlega svo vel
fyrir henni – rétt eins og hann væri
henni eðlislægur. Hún þurfti ekki
mikið að hafa fyrir náminu – til að
byrja með í það minnsta, og fiðlan
lék í höndum hennar í orðsins
fyllstu merkingu. Faðir hennar tók
við kennslunni af afa Boris, en við
andlát föður hennar var hún send til
Ulfs Klausenitzers í Nürnberg og
síðar til Saschkos Gawriloffs í Köln.
Hún lítur á kennara sína sem mikla
lærimeistara.
Skáld, tískudrós og málaséní
Það sem Natasha Korsakova hef-
ur, en oft hefur þótt skorta hjá fólki
sem talið er búa yfir einhvers konar
snilligáfu, er áhugi á mörgu öðru í
lífinu en því sem sú gáfa getur af
sér. Með öðrum orðum: Hún hefur
áhuga á ýmsu öðru en fiðluleik og
tónlist. Hún er enn bráðung, en hef-
ur þegar gefið út tvær bækur, smá-
sögu og skáldsögu, og er nú að
skrifa þriðju bók sína sem er
krimmi. Hún segir sænska rithöf-
undinn Henning Mankell vera í
miklu uppáhaldi.
Þá hefur Korsakova lýst frati á þá
staðalmynd að snillingar séu upp til
hópa lúðalegir nördar. Hún hefur
brennandi áhuga á tísku og fata-
hönnun, og hefur gert samning við
tískuhús Lauru Biagiotti á Ítalíu um
að opinberlega klæðist hún einungis
fatnaði þess tískuhúss. Hún hefur
komið fram á tískusýningu í Mílanó
– ekki til að spila á fiðlu, heldur til
að sýna föt.
Þá er Korsakova heimskona að
mörgu öðru leyti einnig. Hún er
gríðarmikil tungumálamanneskja,
er alfær í rússnesku, þýsku, ensku,
dönsku og ítölsku, og les norsku og
hollensku að auki. Það er sérstakt
að hugsa til þess að rússnesk mann-
eskja geti tjáð sig við Íslendinga á
dönsku, en dönskukunnáttan á von-
andi eftir að koma henni vel því
draumaland hennar að heimsækja
er Grænland.
Músíkgáfa og persónutöfrar
En hvað er sérstakt við Natöshu
Korsakovu í tónlistinni í dag?
Syndsamlega fögur upplifun
Natasha Korsakova sem leikur einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands í lok mánaðarins tilheyrir
nýrri kynslóð yfirburðafólks í tónlistinni Hún er afkomandi Nikolajs Rimskys-Korsakovs
Ljósmynd/Marco Borggreve
Natasha Korsakova „Foreldrar mínir ákváðu einfaldlega að ég ætti að læra á fiðlu. Mér fannst það bara fínt, mér fannst fiðlan heillandi, en hvaða fimm
ára krakka langar að æfa sig á fiðlu á hverjum degi?“ segir Korsakova í viðtali við þýskt tímarit um tildrög þess að hún fór að læra á fiðluna.
Glæsikona Natasha Korsakova í myndatöku fyrir tískuhús Lauru Biagiotti
á Ítalíu. Ljósmyndari tískuhússins, Holger Biernacki, tók myndina.
FIÐLUKONSERT Brahms í D-dúr
ópus 77, sem Natasha Korsakova
spilar með Sinfóníuhljómsveitinni
31. janúar, er einn vinsælasti og
mest spilaði einleikskonsert allra
tíma. Brahms samdi konsertinn
1878 fyrir vinn sinn, fiðluvirtúós-
ann Joseph Joachim, og tileinkaði
hann honum. Joachim var einn
mesti fiðluleikari síns tíma. Það
gerir konsertinn sérstakan að
Brahms bað Joachim um aðstoð
við einleikspartinn. Joachim
samdi kadensuna sem oftast er
leikin í konsertinum, en kadensa
er löng einleiksstrófa undir lok
fyrsta þáttarins, og stundum þess
þriðja líka, þar sem einleikarinn
getur að vild, innan ramma
verksins, sýnt það sem í honum
býr. Sumir einleikarar semja sín-
ar eigin kadensur og meðal
þeirra sem hafa samið kadensu í
Brahms-konsertinn eru Fritz
Kreisler, Max Reger, Jascha
Heifetz, Nigel Kennedy og Rachel
Barton Pine, sem kom hingað til
lands fyrir fáum árum og frum-
flutti hér fiðlukonsert eftir
Joachim. Það var Joachim sem
frumflutti konsertinn í Leipzig á
nýársdag 1879.
Einn virtasti gagnrýnandi á
þeim árum, Hans von Bülow,
sagði að verkið væri ekki fyrir
fiðlu heldur „gegn“ fiðlu, virtúós-
inn Henryk Wieniawski sagði að
fiðluparturinn væri óspilandi og
kollegi hans, Pablo de Sarasate,
neitaði að spila verkið – kvaðst
ekki nenna að hanga á sviðinu
með fiðluna meðan óbóið í hljóm-
sveitinni fengi einu flottu línuna í
verkinu.
En konsertinn lifði – og lifir
enn góðu lífi.
Konsert gegn fiðlu