Morgunblaðið - 20.01.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.01.2008, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Lambhúshettur Innblástur fyrir skegghúfuna V íkurprjón, sem framleiðir vörur Víkur Prjónsdóttur á að baki nokkra sögu. „Miðað við prjónafyrirtæki er hún hreinlega löng, við byrjuðum 1980, er- um elsta starfandi prjónastofa á Íslandi nú,“ segir Þórir Kjartansson framkvæmdastjóri. En hvernig leist honum á þessa hugmynd Víkur Prjónsdóttur í upphafi? „Mér leist vel á þetta einfaldlega vegna þess að það þarf að gæta sín á því að staðna ekki, nauðsynlegt er að prófa eitthvað nýtt og helst sem ólíkast því sem hefur verið viðfangsefnið í gegnum árin. Við höfum framleitt sokka og peysur næstum eins lengi og „elstu menn“ muna, harðfullorðið fólk hér man ekki einu sinni þegar Víkurprjón var stofnað.“ Hvernig líst þér á sölumöguleika á þessari framleiðslu Víkur Prjónsdóttur? „Það hefur sýnt sig að við höfum selt tölu- vert af þessu, sérstaklega til Bandaríkjanna og eitthvað til Englands og Danmerkur. Það er merkilegt í ljósi hinnar sterku stöðu krón- unnar, allur annar útflutningur sem ég hef verið með hefur orðið undan að láta við slíkar kringumstæður. En þetta sýnir að um sér- hönnun gegna svolítið önnur lögmál en um það sem er að keppa við Asíu-framleiðsluna.“ Fjórtán starfsmenn Hvað selst best af framleiðslu Víkur Prjóns- dóttur? „Skegghúfurnar hafa verið gríðarlega vin- sælar. Við erum 14 sem vinnum hér og erum í öðrum verkefnum líka en höfum enn sem kom- ið er náð að sinna þeim pöntunum sem hafa borist.“ Svona framleiðsla getur verið dýrari af því að hún er seld í verslunum þar sem kaupandi er ekki eins mikið að horfa í verðið og í hinum sem selja ódýrari vörur. Ég hef ekki á reiðum höndum upphæðirnar sem komið hafa inn fyr- ir framleiðslu Víkur Prjónsdóttur, en þær eru umtalsverðar og við seljum jafnt fyrirtækjum sem einstaklingum og erum að drukkna í tölvupósti þar sem spurt er um og keyptar eru vörur Víkur Prjónsdóttur.“ SKEGGHÚFURNAR VINSÆLAR Samveruteppið Fyrr á öldum í ís- lensku torfbæjunum var þar siður að deila rúmi til að halda á sér hita, jafn- vel gestum var boðið til fóta. Þessi fallegi siður byggir á trausti og út- sjónarsemi sem forfeður okkar bjuggu yfir. Samveruteppið færir okkur nær hvert öðru og hitar upp öll sambönd. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Í vinnslusal Þórir Kjartansson fram- kvæmdarstjóri Víkurprjóns í Vík í Mýrdal. Vík Prjónsdóttir mun taka þátt í Paris Fashion Week, Menswear – Tískuviku Par- ísar. Vík Prjónsdóttir er komin í nokkuð náinn kunn- ingsskap við Henrik Vibs- kov, sem er einn virtasti fatahönnuður Dana í sam- tímanum. Hann hefur beðið um nýj- ar útfærslur á nokkrum vörum frá Vík Prjónsdóttur í sýningarlínu sína, en hluta þeirra hefur hann þegar til sölu í verslun sinni í Kaup- mannahöfn. Í samvinnu bjuggu hann og Vík til nýtt útlit á sels- hamnum. Einnig verður á sýning- unni skegghúfan þénanlega, sú er eldrauð en hingað til hefur hún verið í sauðalit- unum – en París er jú alltaf París! Þessar vörur eru hluti af sýningu Henriks Vibs- kovs, en hann kynnir þarna sína eigin línu fyrir 2008- 2009. Vörurnar frá Vík Prjónsdóttur fara svo á sölu- sýningu sem verður haldin eftir tískusýninguna sjálfa. TÍSKUVIKA Í PARÍS Morgunblaðið/Árni Sæberg Tískuvikan í París Selurinn sem sýndur var á tískusýningu Henrik Vibskov í gær í París, selurinn er afrakstur samstarfs Vibskov og Vík Prjónsdóttir. Rauð Skegghúfan í nýjum lit sem var sérstaklega gerð fyrir sýningu Vibskov. Lokafrágangur Pálmi hjá Víkurprjóni að pressa selshaminn. Hugmyndavinna Innblásur úr sveitinni var not- aður við þróunina á vörum Vík Prjónsdóttur. Mátun Sniðið mátað til. Marglitt Litasamsetningar valdar. Frumgerð Unnið á sníðaborðinu í Víkurprjóni, fyrsti selurinn að fæðast. VÍK PRJÓNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.