Morgunblaðið - 20.01.2008, Page 16

Morgunblaðið - 20.01.2008, Page 16
16 SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Lambhúshettur Innblástur fyrir skegghúfuna V íkurprjón, sem framleiðir vörur Víkur Prjónsdóttur á að baki nokkra sögu. „Miðað við prjónafyrirtæki er hún hreinlega löng, við byrjuðum 1980, er- um elsta starfandi prjónastofa á Íslandi nú,“ segir Þórir Kjartansson framkvæmdastjóri. En hvernig leist honum á þessa hugmynd Víkur Prjónsdóttur í upphafi? „Mér leist vel á þetta einfaldlega vegna þess að það þarf að gæta sín á því að staðna ekki, nauðsynlegt er að prófa eitthvað nýtt og helst sem ólíkast því sem hefur verið viðfangsefnið í gegnum árin. Við höfum framleitt sokka og peysur næstum eins lengi og „elstu menn“ muna, harðfullorðið fólk hér man ekki einu sinni þegar Víkurprjón var stofnað.“ Hvernig líst þér á sölumöguleika á þessari framleiðslu Víkur Prjónsdóttur? „Það hefur sýnt sig að við höfum selt tölu- vert af þessu, sérstaklega til Bandaríkjanna og eitthvað til Englands og Danmerkur. Það er merkilegt í ljósi hinnar sterku stöðu krón- unnar, allur annar útflutningur sem ég hef verið með hefur orðið undan að láta við slíkar kringumstæður. En þetta sýnir að um sér- hönnun gegna svolítið önnur lögmál en um það sem er að keppa við Asíu-framleiðsluna.“ Fjórtán starfsmenn Hvað selst best af framleiðslu Víkur Prjóns- dóttur? „Skegghúfurnar hafa verið gríðarlega vin- sælar. Við erum 14 sem vinnum hér og erum í öðrum verkefnum líka en höfum enn sem kom- ið er náð að sinna þeim pöntunum sem hafa borist.“ Svona framleiðsla getur verið dýrari af því að hún er seld í verslunum þar sem kaupandi er ekki eins mikið að horfa í verðið og í hinum sem selja ódýrari vörur. Ég hef ekki á reiðum höndum upphæðirnar sem komið hafa inn fyr- ir framleiðslu Víkur Prjónsdóttur, en þær eru umtalsverðar og við seljum jafnt fyrirtækjum sem einstaklingum og erum að drukkna í tölvupósti þar sem spurt er um og keyptar eru vörur Víkur Prjónsdóttur.“ SKEGGHÚFURNAR VINSÆLAR Samveruteppið Fyrr á öldum í ís- lensku torfbæjunum var þar siður að deila rúmi til að halda á sér hita, jafn- vel gestum var boðið til fóta. Þessi fallegi siður byggir á trausti og út- sjónarsemi sem forfeður okkar bjuggu yfir. Samveruteppið færir okkur nær hvert öðru og hitar upp öll sambönd. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Í vinnslusal Þórir Kjartansson fram- kvæmdarstjóri Víkurprjóns í Vík í Mýrdal. Vík Prjónsdóttir mun taka þátt í Paris Fashion Week, Menswear – Tískuviku Par- ísar. Vík Prjónsdóttir er komin í nokkuð náinn kunn- ingsskap við Henrik Vibs- kov, sem er einn virtasti fatahönnuður Dana í sam- tímanum. Hann hefur beðið um nýj- ar útfærslur á nokkrum vörum frá Vík Prjónsdóttur í sýningarlínu sína, en hluta þeirra hefur hann þegar til sölu í verslun sinni í Kaup- mannahöfn. Í samvinnu bjuggu hann og Vík til nýtt útlit á sels- hamnum. Einnig verður á sýning- unni skegghúfan þénanlega, sú er eldrauð en hingað til hefur hún verið í sauðalit- unum – en París er jú alltaf París! Þessar vörur eru hluti af sýningu Henriks Vibs- kovs, en hann kynnir þarna sína eigin línu fyrir 2008- 2009. Vörurnar frá Vík Prjónsdóttur fara svo á sölu- sýningu sem verður haldin eftir tískusýninguna sjálfa. TÍSKUVIKA Í PARÍS Morgunblaðið/Árni Sæberg Tískuvikan í París Selurinn sem sýndur var á tískusýningu Henrik Vibskov í gær í París, selurinn er afrakstur samstarfs Vibskov og Vík Prjónsdóttir. Rauð Skegghúfan í nýjum lit sem var sérstaklega gerð fyrir sýningu Vibskov. Lokafrágangur Pálmi hjá Víkurprjóni að pressa selshaminn. Hugmyndavinna Innblásur úr sveitinni var not- aður við þróunina á vörum Vík Prjónsdóttur. Mátun Sniðið mátað til. Marglitt Litasamsetningar valdar. Frumgerð Unnið á sníðaborðinu í Víkurprjóni, fyrsti selurinn að fæðast. VÍK PRJÓNSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.