Morgunblaðið - 20.01.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.01.2008, Blaðsíða 24
|sunnudagur|20. 1. 2008| mbl.is daglegtlíf É g fæddist í Ólafsfirði fyr- ir 63 árum, elztur þriggja bræðra. For- eldrar mínir eru Magn- ea Júlíusdóttir og Kristinn Pálsson. Fjögurra ára gamall flutti ég með foreldrum mínum í Skjaldarvík, þar sem faðir minn starf- aði við elli- og hjúkrunarheimili.“ – Varstu farinn að stíga á skíði í Ólafsfirði? „Já, aðeins var það. Menn byrja svo snemma að skíða í Ólafsfirði.“ – Og skíðar enn? „Ekki síðustu árin, en ég stunda fjallgöngur. Ég hef oft gengið á Esj- una, Úlfarsfell og fleiri fjöll. Í vor gekk ég á Hvannadalshnjúk og í sumar á Kilimanjaro. Það var mikið ævintýri, það voru 37 burðarmenn og kokkar með og við gistum í 4 fjalla- búðum. Haraldur Örn Ólafsson var leiðsögumaður.“ – Hvað er svona heillandi við að ganga á fjöll? „Það er náttúran og fallegt útsýni, þegar upp er komið. Svo eru það auð- vitað hreyfingin og útivistin. Í Kenía hitti ég tvo bræður sem voru með myndir af Hemingway og föður sínum upp um alla veggi. Þeir sögðu mér að faðir þeirra hefði verið leiðsögumaður skáldsins; hann væri 103 ára, enn á lífi og það þökkuðu þeir því, að hann drykki mikla mjólk og hreyfði sig daglega! Þetta eru Masaiar, sem eru hirðingjar. Mér þótti talsvert til tenging- arinnar við Hemingway koma. Ég hef komið til Kúbu og skoðað heimili Hemingway þar og líka komið í sjáv- arþorpið Cojímar þaðan sem Hem- ingway fór oft á sjóstangaveiðar. Þar hélt Gregorío Fuentes sig oft við sjávarmálið, en á honum byggði Hemingway persónu sína í Gamla manninum og hafinu. Nú á ég bara eftir að fara til Flórída. Í Kenía skoðaði ég líka búgarð Karenar Blixen, sem er eft- irminnilegt safn.“ Heimastrengurinn ómar – Hefurðu komið nýlega til Ólafs- fjarðar? „Það atvikaðist nú þannig að ég kom ekki til Ólafsfjarðar í áratugi, en bæði 2006 og 2007 átti ég erindi þangað. Þá fann ég að það er eitthvað sem tengir mann við upprunann. Það er einhver strengur í brjóstinu sem óm- ar, þegar maður kemur „heim“. Auð- vitað hafði margt breytzt, en þarna hitti ég ættingja og fólk, sem voru kunningjar foreldra minna og allir tóku mér opnum örmum.“ Þegar Sverrir var 16 ára fluttist fjölskyldan til Akureyrar, þar sem faðir hans varð verzlunarstjóri hjá KEA, og að loknu menntaskólanámi, 1965, flutti Sverrir suður. Hann seg- ist bara eiga ánægjulegar minningar úr MA; margir úrvals góðir kennarar og skemmtilegir félagar. Hefðir skól- ans voru nokkuð formfastar, en skólapilturinn róttækur framanaf og tók allmikinn þátt í félagslífinu. Á námsárunum vann Sverrir við síldarbræðslu og byggingavinnu. Hann segist hafa unnið í bræðslum á Krossanesi og Eskifirði og einu sinni safnaði hann liði til þess að leigja bíl í skoðunarferð um Austfirði. Sverrir hefur alltaf verið áhugasamur um náttúrufræði, einkum fugla og steina og safnaði fuglum og eggjum. Hann segist fylgjast vel með fuglunum, þegar hann er úti í náttúrunni og skannar umhverfið þegar hann ekur um landið. Eitt sinn var hann á leið úr Ófeigsfirði og þegar hann kom að Gjögri sá hann eitthvað grátt og stórt uppi í hlíðinni. Í fyrstu hélt hann að þetta væri trippi en við nánari skoð- un komst hann að því að þetta var fugl; reyndist vera grátrana og telst eflaust sjaldgæfasti fugl sem hann hefur séð á Íslandi. Sverrir segist búa enn að reynslunni í bræðslunum og byggingavinnunni og sérstaklega situr byggingavinnan í honum og er ómetanlegt fyrir fasteignasala að þekkja þá hluti frá a til ö. Enginn Nordal engin íslenzka Suðurkominn innritaðist Sverrir í háskólann, fyrst í lögfræði og ís- lenzku, því hann vildi komast í tíma hjá Sigurði Nordal, en þegar í ljós kom að hann var ekki með kennslu- skyldu, einbeitti Sverrir sér að lög- fræðinni. Hann segir áhugann ein- hvern veginn hafa beinzt að lögfræðinni, sem hann las í eitt ár og lauk síðar forprófum í almennri lög- fræði og þjóðhagfræði, en þá höfðu fasteignaviðskiptin kveikt í honum og hann varð síðar löggiltur fast- eignasali og löggiltur verðbréfamiðl- ari. Hann byrjaði í fasteignasölu 1968 og tveimur árum síðar festi hann kaup á rekstri Eignamiðlunar, sem var stofnuð 1957 og er því orðin 50 ára. Stofnendur Eignamiðlunar voru Sigurður Ólason og Þorvaldur Lúð- víksson, hæstaréttarlögmenn. Hann segist hafa verið heppinn með starfsfólk. „Hjá mér hefur starf- að fjöldi góðra manna. Margir fyrr- verandi starfsmenn Eignamiðlunar hafa átt góð samskipti við okkur, sumir í mörg ár, aðrir í áratugi. Það er ánægjulegt að fylgjast með því að þessu fólki hefur vegnað vel í ýmsum störfum. Meðeigendur mínir að Eignamiðl- un eru Þorleifur St. Guðmundsson, Guðmundur Sigurjónsson og Kjartan Hallgeirsson, allir löggiltir fast- eignasalar. Þorleifur er ennfremur líffræðingur og Guðmundur lögfræð- ingur og hann varð stórmeistari í skák 1975. Þorleifur hefur starfað hjá Eignamiðlun í 27 ár, Guðmundur í 20 ár og Kjartan í 10 ár. Þá er Jóhanna Valdimarsdóttir, skrifstofustjóri, meðeigandi, en hún hefur starfað hjá Eignamiðlun í 20 ár.“ Sjálfur hefur Sverrir starfað við fasteignasölu í 40 ár. Hann segir að fasteignasalan sé líf- legt starf og margt hafi borið við á 40 árum. Hann nefnir fyrst þá tryggð sem margir viðskiptavinir hafa sýnt Eignamiðlun. „Sömu fjölskyldurnar koma aftur og aftur. Þess eru dæmi að ég þekki orðið fjóra ættliði. Og svo er það þverskurður þjóðfélagsins sem hingað kemur.“ – Veiztu hvað margar eignir hafa selzt hjá ykkur? „Nei. Satt að segja hef ég aldrei velt því fyrir mér. En ég gæti trúað að þær eignir sem við höfum skoðað skipti tugum þúsunda. Og í þessu starfi hef ég átt sam- skipti við þúsundir manna og þá hef ég einnig átt góð samskipti og sam- vinnu við starfsbræður mína; bæði í stjórn Félags fasteignasala, svo og í ýmsum samstarfsverkefnum.“ – Hvað á helzt að prýða góðan fast- eignasala? „Menn eru aldrei of nákvæmir í þessu starfi; hvorki í skoðunum né skjalagerð. Þegar ég var að byrja var þetta til- tölulega einfalt í sniðum, en nú eru gerðar miklu meiri kröfur til okkar en var. Umhverfið er líka alltaf að taka einhverjum breytingum; einu sinni var til húsbréfakerfi, sem var lagt af, svo komu bankarnir til sög- unnar. Það hefur eiginlega aldrei myndast mikill stöðugleiki í þessari grein frekar en í nokkru öðru í okkar góða þjóðfélagi.“ Nokkur festa og millibilsástand – Hvernig er ástandið á fast- eignamarkaðnum núna? „Nú ríkir nokkur festa og ákveðið millibilsástand. Eftirspurn eftir íbúðum í grónum hverfum er meiri en eftirspurn eftir íbúðum í nýjum hverfum. Þess vegna er íbúðaverð í grónu hverfunum stöð- ugra.“ – Þú talar um millibilsástand. Hvað áttu við? „Síðustu tvö árin hefur verið meiri velta á fasteignamarkaðnum en nokkurn tíman áður. Nú hefur þetta róazt, vextir hafa hækkað mikið og þróunin hefur skapað meiri festu en minni umsvif. Árið 2006 fjölgaði landsmönnum um 2,6%. Það þarf margar íbúðir til að standa undir fjölguninni. Fjöl- skyldurnar eru minni og þá þarf líka fleiri íbúðir. Eitthvað af eldri húsum er rifið og það þarf íbúðir í þeirra stað. Þannig að fasteignamarkaður- inn heldur áfram, hann leggst ekki í dvala.“ – Var innkoma bankanna til góðs? „Íbúðalánasjóður hefur starfað í hálfa öld og verið litið á hann sem hluta af samfélaginu, líkt og mennta- kerfið og heilbrigðiskerfið, til þess að aðstoða landsmenn við að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Þegar bank- arnir komu til skjalanna 2004 voru þeir fljótt komnir í 300 milljarða lán- veitingar, en hluti þeirra fór í að greiða skuldir, í ferðalög, til að kaupa sumarbústaði og sumarbústaðalönd. Þetta fé fór því að hluta til í neyzlu en ekki allt í húsnæðiskaup. Menn deila um hlut Íbúðalánasjóðs og hlut bankanna í þróuninni. Stað- reyndin er hins vegar sú að þeir komu inn á markaðinn. Á hitt ber líka að líta, að þegar bankarnir buðu upp á lán til húsnæð- iskaupa, reiknuðu menn með því að vextir færu lækkandi. Nú hafa þeir hækkað um 50% og það eru auðvitað mikil vonbrigði.“ – En þið fasteignasalarnir hafið fengið ykkar skerf af kökunni. „Já,já, mikil ósköp. Þetta hafði gíf- urleg áhrif til hækkunar á fast- eignaverði. Menn voru þyrstir í lán- tökur. Það hafði auðvitað áhrif á okkar umsvif.“ – Hvað myndir þú ráðleggja mér að gera núna, kaupa eða bíða? „Slíkt verður ávallt að skoða með tilliti til aðstæðna hvers og eins. Sé valið hins vegar milli þess að leigja eða kaupa ráðlegg ég hiklaust kaup Bitið fyrsta bókamerkið Árvakur/RAX Bókamaðurinn Sverrir Kristinsson er einn fremsti bókasafnari landsins og honum líður vel í návist bókanna sinna. Hann fer fram með fág- aðri festu, hvort heldur hann höndlar fasteignir, bækur eða málverk. Sverrir Kristinsson hefur safnað bókum frá ferm- ingu og selt fasteignir í 40 ár. Freysteinn Jóhanns- son talaði við hann. Hann man líka þegar hann strákpatti fór með hjólbör- urnar sínar fram á bryggju og fékk kóð hjá sjómönn- unum, sem hann baks- aðist með heim og hengdi upp. Svo seldi hann ná- grönnunum í soðið!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.