Morgunblaðið - 20.01.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.01.2008, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Vík Prjónsdóttir Egill Kalevi Karlsson, Brynhildur Pálsdóttir, Hrafnkell Birgisson og Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir. Einnig stendur Þuríður Rós Sigurþórsdóttir að verkefninu. Morgunblaðið/Árni Sæberg V ík Prjónsdóttir er margræð persóna, ef svo má segja. Hún er samansett úr fimm manns- hugum sem sameinað hafa hugarflug sitt. Á Seljavegi 2 eru fjórir persónuleikar Víkur samankomnir en sá fimmti er í New York. En hvernig byrjaði þetta allt saman? „Ég þekkti til Víkurprjóns og Þóris fram- kvæmdastjóra þeirrar prjónastofu. Eftir nám erlendis fékk ég þá hugmynd að kalla saman nokkra hönnuði og þróa nýjar vörur fyrir Vík- urprjón,“ segir Hrafnkell Birgisson. „Við 5 saman myndum hina „hugmyndaríku“ Vík Prjónsdóttur sem vissi þó hreint ekki hvað hún væri að fara út í þegar þetta byrjaði. Með Vík- urprjóni fékk Vík Prjónsdóttir styrk frá Impru – nýsköpunarmiðstöð eða Iðntæknistofnun sem þá hét, annars hefði ekki verið farið út í þetta.“ Vík Prjónsdóttir hóf svo að grúska og leita uppi hugmyndir. Þjóðsögurnar urðu hinn hug- myndafræðilegi vettvangur, Vík langaði til að vinna á grundvelli upprunans. Vík fór að skoða þjóðsögur sem tengdust svæðinu og myndir af umhverfinu. Selshamurinn á t.d. rætur í sög- unni um konuna sem týndi selsham sínum, gift- ist manninum sem fann hann og eignaðist með honum 7 börn. En svo fór hann að heiman og læsti ekki haminn inni – hún fór í hann og hvarf í sjóinn, þar átti hún víst líka 7 börn – hún hefur ekki sést síðan en sagt er að afkomendur henn- ar hafi verið sérlega fisknir. Í eigin persónum Vík Prjónsdóttir fór í eigin fimm persónum til Víkur í Mýrdal og drakk í sig áhrifin þar, barð- ist gegn stórhríðinni og starði á ólgandi hafið og varð mjög uppnumin. Staðsetning framleiðsl- unnar og hráefni, ullin, kallaði á hið þjóðlega. Vík Prjónsdóttir vildi þróa vörur sem byggjast á sérstöðu og vísa í uppruna sinn. Óskin var að gera eitthvað mjög íslenskt – en nýtt. Vík hugs- aði sig um og ákvað að gera ekki peysur eða slíkt heldur leggja höfuðáherslu á teppi. Sels- hamurinn er einskonar værðarvoð en líka nokk- urs konar svefnpoki. Vík fannst að hægt væri að skapa nýja ímynd fyrir aðalhráefni landsins, ull- ina. Teppi er ekki fatnaður, ekki húsgagn, en mitt á milli. Með þessu kemst Vík bæði inn í hönnunarheiminn en líka inn í tískuheiminn. Samveruteppið sem hefur tvö höfuð er t.d. byggt á hinni gömlu og rómuðu íslensku gest- risni. Áður var fólki boðið í torfbæinn, oft köldu og hröktu og því vísað upp í hlýtt rúm. Þetta tveggja höfða teppi á að endurspegla þann hlý- lega hugsunarhátt forfeðranna. Hugsanlega mætti búa til teppi með fleiri hausa. Með þessu lætur Vík Prjónsdóttir gamlar sögur og viðhorf ganga á milli kynslóðanna – bara í nýjum bún- ingi. Í framleiðsluna er notað iðnaðarband frá Ístex. Öll framleiðslan er vélprjónuð og það þurfti því að miða við það. En Vík er opin fyrir nýjum efnum og jafnvel aðferðum. Vík Prjóns- dóttir leikur sér að því að búa til fallegar vörur sem er viðeigandi að framleiða í verksmiðju. Ævintýralegar vörur Allar vörurnar eru hugsaðar með fram- leiðslugetu Víkurprjóns í huga og vélarnar sem þar eru fyrir hendi. Allt er þetta ævintýralegt, vörur fyrir nútímann sem byggjast á gömlum og skemmtilegum grunni sögunnar. Vörurnar eru hlýjar. Skegghúfan er mjög vinsæl og byggist á gömlu lambhúshettunni. Landslagsteppið Víkurprjón sem framleiðir Vík Prjónsdóttur er staðsett í Vík í Mýrdal í faðmi stórbrotinnar náttúru. Undir Mýrdalsjökli sefur Katla vært en hefur ósjaldan skvett úr sér eldi, vikri og vatni yfir byggðirnar. Eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur MARGRÆÐ PERSÓNA! Vík Prjónsdóttir varð til og samanstendur af Hrafnkeli Birgissyni, Brynhildi Pálsdóttur, Agli Kalevi Karlssyni, Guðfinnu Mjöll Magnúsdóttur, sem öll eru vöruhönnuðir og svo er fimmti hluti Víkur Prjónsdóttur Þuríður Rós Sig- urþórsdóttir sem er fatahönnuður. Framleiðsluvörum Víkur Prjónsdóttur hefur verið vel tekið, ekki síst erlendis. Hún hefur átt í samstarfi við Henrik Vibskov sem virðist ætla að bera góðan árangur og nú eru uppi hug- myndir um að Vík taki upp kunningsskap við brasilískan aðila. Það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því – nægur ætti hitinn að vera, ullin hlý og veðráttan líka. Vík Prjónsdóttir hefur fengið heilmikla um- fjöllun í erlendum blöðum með vörur sínar, hún er greinilega á mikilli siglingu og lætur sig litlu skipta þótt hinar fimm einingar hennar hafi ýmislegt annað að gera en bara að sinna henni. Þrír kenna t.d. í Listaháskólanum, Iðnskóla og á fleiri stöðum og tveir eru búsettir í New York og eru þar í framhaldsnámi. En einingarnar fimm sem mynda Vík Prjónsdóttur eru vel samhæfðar og kasta hug- myndum á milli sín af sömu list og tröllkon- urnar í þjóðsögunni köstuðu fjöregginu á milli sín – kannski er Vík Prjónsdóttir með eitt af þeim fjöreggjum í höndunum sem skapar ís- lensku atvinnulífi aukna fjölbreytni og sér- stöðu. VÍK PRJÓNSDÓTTIR 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.