Morgunblaðið - 20.01.2008, Blaðsíða 35
hugsað upphátt
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2008 35
Janúarmorgunn. Út umdyrnar sem vísa út á sval-irnar á svefnherberginuokkar horfi ég á sólarupp-
rásina dag hvern og finn til með
Íslendingum að vera að vekja
börnin sín í svartasta skammdeg-
inu. Það er eitthvað ómann-
eskjulegt við það að rífa börn upp
að því er virðist um hánótt. Svo
maður tali ekki um hvað það er
erfitt að vakna sjálfur í öskrandi
myrkri svo ég tali nú af reynslu.
Ég hef lengst af verið með af-
brigðum morgunfúl manneskja,
svo mjög að fjölskyldumeðlimir og
vandamenn hafa átt fótum fjör að
launa að verjast fúkyrðum og ein-
beittum morgunfjandskap. Hroða-
leg örlög að vera þessum ágöllum
sett og fötlun að hafa ekki þá
sjálfsstjórn til að bera til að bæta
úr þessu.
Eftir að ég fluttist til hinnar
sólríku Kaliforníu hefur lífs-
mynstrið gjörbreyst, nú finnast
mér morgnarnir mínar bestu
stundir og að vakna því fyrr, því
betra.
Það er af sem áður var þegar ég
var nýflutt hingað og af gömlum
vana setti alltaf í brúnirnar og
herðarnar áður en ég gekk út úr
húsi. Það tók mig reyndar svolít-
inn tíma að venja mig af þessu og
ég er ekki frá því að ég hafi
hækkað eitthvað fyrir vikið.
Ég á ekkert í vandræðum leng-
ur með að vakna á morgnana og
finnst það raunar tilhlökkunarefni.
Nú hittist öll fjölskyldan í hjóna-
herberginu í morgunbirtunni.
Eldri dæturnar troðast til fóta
meðan yngsta daman trónir í
miðjunni eins og borðskraut. Hún
vaknar auðvitað fyrst allra, hávær
eins og skipsflauta og þá er eng-
um til setunnar boðið. Hún heimt-
ar sinn morgunsnafs og það strax.
Við hjónin skiptumst á að fara
niður, blanda pela, búa til kaffi og
síðan situr öll fjölskyldan saman í
rúminu og spjallar þar til tíma-
bært er að fara á fætur og í skóla.
Þetta eru skemmtilegar stundir og
afar gagnlegar til að ræða eitt og
annað sem liggur okkur á hjarta.
Ekkert bölvað stress, enginn
eftirrekstur og allir geta lagt af
stað út í daginn án þess að finnast
þeir hafa tapað fyrir einhverju
ósýnilegu yfirvaldi sem hrekkir þá
til verka, í skítakulda um miðja
nótt.
Þetta er nú bara mín reynsla af
því að fara á fætur yfir vetrar-
mánuðina á Íslandi og ekki ætla
ég öllum að vera ofurseldir þess-
um hremmingum þó ég þekki
nokkra sem hafa sömu sögu að
segja. Ekki sakna ég skammdeg-
isins það eitt er víst og þeirra
hrellinga sem það leggur á marga
sem búa á norðurhjara veraldar.
Raunar finnst mér að janúar og
febrúar ættu að vera lögboðnir frí-
mánuðir á Íslandi. Á fullum laun-
um auðvitað. Mánuðir þar sem
fjölskyldan leggst saman í dvala.
Sefur þar til birtir af degi og
liggur svo og flatmagar við hverja
þá iðju sem þeim þóknast. Fönd-
ur, lestur, handavinnu,
módelsmíði, eldamennsku,
tungumálanám, skák, hlusta á
skemmtilega tónlist og horfa á
góðar bíómyndir eða hvað það sem
hugur manna stendur til. Hafa
kveikt á kertum öllum stundum,
ganga í þægilegum fatnaði og vera
bara góður við sjálfan sig og þá
sem standa manni næstir.
Það er nefnilega útbreiddur
misskilningur á Íslandi að það að
sinna sjálfum sér sé leti. Og að
sinna hugðarefnum sínum sé síður
en svo mannbætandi.
Íslendingar eru alltof duglegir
við að beita sig hörðu og láta ekki
bilbug á sér finna sbr. ,,Eigi skal
bogna kvað karl og skeit stand-
andi“.
Orðatiltæki eins og ,,Aumur er
iðjulaus maður“, og ,,Á morgun
segir sá lati“ lýsa vel þeirri vinnu-
áþján sem Íslendingum hefur ver-
ið uppálögð allar götur.
Og hvað barnauppeldi snertir
tekur ekki betra við því yngri
kynslóðin skal ekki síður fá að
kenna á því ,,Á misjöfnu þrífast
börnin best“ og sá viðbjóðslegi
málsháttur ,,Brennt barn forðast
eldinn“ segja allt sem segja þarf.
Vitur er verklaus maður
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
stenunnolina.blog.is
steinunnolina@mbl.is
AUGLÝSINGASÍMI 569 1100
frábær verð um veröldina
- bókaðu í dag!
Kairó
Dubai
Bankok
Manila
!"
#!$ % á www.klmiceland.is
"
" &&'
" &
#
$
(
&
!
$
klmiceland.is
frá ISK 68.900
frá ISK 85.400
frá ISK 101.500
frá ISK 110.700
Auglýsing um fasteignagjöld
Álagningarseðlar fasteignagjalda í Reykjavík 2008 verða sendir út næstu daga sem
og greiðsluseðlar fyrir fyrstu greiðslu. Reykjavíkurborg sér um innheimtu gjaldanna.
Fasteignagjöldin skiptast í fasteignaskatt, lóðarleigu, holræsagjald, vatnsgjald og
sorphirðugjald.
Fjármálaskrifstofa Reykjavíkurborgar framkvæmir breytingar á fasteignaskatti og
holræsagjaldi elli- og örorkulífeyrisþega eftir yfirferð skattframtala, þarf því ekki að
sækja sérstaklega um lækkun eða niðurfellingu þessara gjalda.
Við álagningu fasteignagjalda nú í janúar verður afsláttur elli- og örorkulífeyris-
þega til bráðabirgða miðaður við tekjur ársins 2006.
Þeir sem fengu lækkun á fasteignaskatti og holræsagjaldi á liðnu ári, fá einnig
lækkun á árinu 2008, að teknu tilliti til tekju- og eignaviðmiðunar.
Þegar álagning vegna tekna ársins 2007 liggur fyrir á þessu ári, verður afslátturinn
endanlega ákvarðaður og verða þá allar breytingar tilkynntar bréflega.
Skilyrði lækkunar eru að viðkomandi elli- eða örorkulífeyrisþegi eigi lögheimili í
Reykjavík og sé þinglýstur eigandi viðkomandi fasteignar og/eða geti átt rétt á
vaxtabótum vegna hennar skv. B-lið 68. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt og
eignaskatt. Einungis er veitt lækkun vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota.
Borgarráð hefur ákveðið að tekjumörk elli- og örorkulífeyrisþega vegna lækkunar
fasteignaskatts og holræsagjalds á árinu 2008 hækki um 11,4% á milli ára og verði
eftirfarandi miðað við tekjur liðins árs:
100% lækkun:
Einstaklingar með tekjur allt að kr. 2.080.000.
Hjón með tekjur allt að kr. 2.920.000.
80% lækkun:
Einstaklingar með tekjur á bilinu kr. 2.080.000 til kr. 2.400.000.
Hjón með tekjur á bilinu kr. 2.920.000 til kr. 3.260.000.
50% lækkun:
Einstaklingar með tekjur á bilinu kr. 2.400.000 til kr. 2.790.000.
Hjón með tekjur á bilinu kr. 3.260.000 til kr. 3.890.000.
Umhverfissvið Reykjavíkurborgar, Skúlagötu 19, veitir allar upplýsingar varðandi
álagningu og breytingar á sorphirðugjaldi í síma 411 8500.
Einnig má leita upplýsinga með tölvupósti á netfangið sorphirda@reykjavik.is.
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, veitir upplýsingar varðandi álagningu og
breytingar á vatnsgjaldi í síma 516 6000.
Einnig má leita upplýsinga með tölvupósti á netfangið or@or.is.
Fjármálaskrifstofa Reykjavíkurborgar, Ráðhúsi Reykjavíkur, veitir upplýsingar
varðandi álagningu annarra fasteignagjalda og breytingar á þeim í síma 411 3636.
Einnig má leita upplýsinga með tölvupósti á netfangið fasteignagjold@reykjavik.is.
Gjalddagar ofangreindra gjalda umfram kr. 25.000 fyrir árið 2008 eru:
1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní og 1. ágúst.
Gjalddagi gjalda undir kr. 25.000 og gjalda þeirra gjaldenda er völdu eingreiðslu
fasteignagjaldanna er 1. maí.
Hægt er að leita upplýsinga um ofangreind atriði á heimasíðu Reykjavíkurborgar.
www.reykjavik.is
Reykjavík, 20. janúar 2008.
Borgarstjórinn í Reykjavík