Morgunblaðið - 20.01.2008, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 20.01.2008, Blaðsíða 76
SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 20. DAGUR ÁRSINS 2008 Heitast 0 °C | Kaldast -10 °C  NV 10-15 m/s og él eða dálítil snjókoma norðaustanlands, ann- ars hægara og létt- skýjað. » 8 ÞETTA HELST» Mannekla í Bláfjöllum  Illa hefur gengið að fá fólk til starfa á skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Enn vantar fast starfsfólk og svæðið er mjög háð aukafólki. Þar til staðan batnar verður lokað í Skálafelli. Stefnt er að því að hefja snjófram- leiðslu í Bláfjöllum á næstunni. Lok- að var í Bláfjöllum í gær vegna veð- urs en útlit er fyrir að opið verði í dag, sunnudag. »2 Menntun fanga lítil  Nefnd sem skoðað hefur mennt- unarmál fanga segir mikilvægt að auka töluvert menntunarmöguleika í fangelsum. Það sé sláandi hve marga fanga skorti alla grundvall- armenntun. Meðal tillagna nefnd- arinnar er að veita föngum meiri að- gang að netinu og starfsnámi utan fangelsa. Einnig er lagt til að ís- lenskukennsla til útlendinga sem sitja lengi inni í íslenskum fang- elsum verði efld til muna. »6 Vill safn á Laugaveg 6  Stjórnarmaður í Leikminjasafni Íslands hefur komið fram með þá hugmynd að safnið fái inni á Lauga- vegi 6 en margir frægir leikarar leiklistarsögunnar tengist húsinu. Mögulegt sé að koma upp lifandi safnastarfsemi í húsinu líkt og þekk- ist víða í nágrannalöndunum. »2 Orðrómur um fatakaup  Guðjón Ólafur Jónsson, fyrrver- andi þingmaður Framsóknarflokks- ins, hefur sent bréf til allra fram- sóknarmanna í Reykjavík þar sem hann gerir fatakaup forystumanna flokksins í borgarmálunum fyrir fé flokksins að umtalsefni. Fram- kvæmdastjóri flokksins segir ekkert til í orðróminum. »6 SKOÐANIR» Staksteinar: Danskur blaðamarkaður Forystugreinar: Hverfum frá búta- saumshugsuninni | Reykjavíkurbréf Ljósvaki: Morgunleikfimi og veðrið UMRÆÐAN» Samningar til langs tíma Varað við fölskum gylliboðum Um skipulag þróunarsamvinnu Léleg þjónusta í ísl. verslunum Ber er hver að baki nema … Þingmenn og Þjórsá ATVINNA» LEIKLIST» Vesturport slær í gegn í Bretlandi. »66 Kári Sturluson, um- boðsmaður Benny Crespo’s Gang, er ósáttur við að lag sveitarinnar sé not- að í leyfisleysi. »70 TÓNLIST» Deilt um stefgjöld FÓLK» Af hverju talar Britney bresku? »75 KVIKMYNDIR» Kaldar sturtur fá hálft hús stiga. »68 Haldin var sam- keppni um bestu manga-teiknimynd- irnar á vegum Borg- arbókasafns Reykja- víkur. »69 Manga á Íslandi MYNDASÖGUR» reykjavíkreykjavík 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT Í LAUSASÖLU 300 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 VEÐUR» » VEÐUR mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Svandís S.: „Allt í lagi með mig“ 2. Hillary tjáir sig um Lewinsky-mál 3. Fær að halda lottóvinningnum 4. Gagnrýnir fatapeninga … KRISTÍN Einarsdóttir hefur frá árinu 1994 haft umsjón með útilegum og útivistarferðum nem- enda í Smáraskóla í Kópavogi. Reynslan hefur kennt henni að það mikilvægasta við útivistina er félagslegi þátturinn. „Ég er alveg hætt að svekkja þau á einhverjum örnefnum, þau njóta þess bara að vera á staðnum,“ segir hún. Aðfara- nótt föstudags fór hún með sex ára bekk í úti- legu í skólann og þá var myndin tekin. | 4 Það mikilvægasta við útivistarkennsluna er félagslegi þátturinn Hætt að svekkja nemendur á örnefnum Árvakur/Frikki NATASHA Korsakova verð- ur einleikari með Sinfóníu- hljómsveit Ís- lands á tón- leikum í Háskólabíói 31. janúar og leikur Fiðlukonsert eft- ir Brahms. Korsakova til- heyrir nýrri kynslóð afburðalista- manna. Hún er úr stórri fjölskyldu afburðatónlistarfólks og er afkom- andi eins mesta tónskálds Rússa á síðari hluta 19. aldar, Nikolajs Rimskí-Korsakovs. Hún var „undrabarn“ á fiðlu, eins og það hefur verið kallað, en vildi allt eins verða kappakstursmaður. Vel- gengni hennar á fullorðinsárum er mikil og vaxandi. Engu að síður sinnir hún öðrum áhugamálum af ákefð. Hún hefur mikinn áhuga á tísku og hönnun og er á samningi við tískuhús Lauru Biagiotti um að klæðast fötum þaðan þegar hún kemur fram opinberlega. Hún er nú að skrifa sakamálasögu en hef- ur áður gefið út tvö skáldverk. Þá er hún fullvíg á fimm tungumál og læs á tvö til viðbótar. | 36 Korsakova kemur Natasha Korsakova Eftir Hallgrím Helga Helgason ARI Kristinsson kvikmyndagerðar- maður segir það skipta miklu máli að íslensk börn sjái sinn eigin veruleika á tjaldinu, ekki bara þann banda- ríska. Slíkt gefi þeim sterkari sjálfs- mynd og bæði sé mikilvægt fyrir þau að sjá að umhverfi þeirra er jafn- merkilegt og annað umhverfi og partur af merkilegri sögu. Ef þau sjái ekkert annað en bandarískar myndir þar sem allir séu fallegir og orðheppnir geti börn farið að halda að þau séu hér fyrir einhverja óheppni en ætli sér fyrr eða síðar að komast í alvöruheiminn þar sem allir eru fallegir og sniðugir, veðrið gott og allt fínt. Ari hefur setið í dómnefndum á al- þjóðlegum barnamyndahátíðum og kveðst jafnan finna sterkt að barna- myndir eigi að vera litlar og sætar. Það sé öruggasta leiðin til að einhver þori að sýna þær. Í viðtali í Morgunblaðinu í dag segir Ari að kveikja nýjustu myndar hans, Duggholufólkið, sem er barna- mynd, hafi verið að skoða hvernig ímyndaður tölvuheimur barna og raunverulegur heimur sköruðust. Þegar handritið var þróað erlendis með handritsráðgjöfum og álitsgjöf- um segir hann að endalaus tog- streita hafi orðið um hvernig sá veruleiki mætti vera. Þeir hafi rætt fram og til baka um hvað væri gott fyrir börn og hvað ekki og sitt hafi hverjum sýnst. Ari kveðst til að mynda hafa setið í marga klukkutíma og rætt um dauða lambs í myndinni, en honum var sagt að ef hann kynnti einhverja til sög- unnar í svona mynd þá mætti hann alls ekki drepa þá. „Mín vörn var sú að einhver yrði að deyja í myndinni til að fara með umfjöllunina alla leið,“ segir Ari og bendir á að öðru máli gegni í tölvuleik því þá byrji maður bara á nýjum leik ef maður sé drepinn. Í veruleikanum sé dauðinn aftur á móti endanlegur. | 32 Endalaus togstreita um veruleika barna Mikilvægt að þau sjái eigið umhverfi í kvikmyndunum Í HNOTSKURN »Ari teflir iðulega samanbörnum og dýrum í myndum sínum, ísbjörnum í þetta sinn. »Hann telur mikilvægt að ís-lensk börn sjái eigin veru- leika á hvíta tjaldinu, ekki þann bandaríska. »Það gefi íslenskum börnumsterkari sjálfsmynd.Árvakur/EggertLeikstjórinn Ari Kristinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.