Morgunblaðið - 20.01.2008, Síða 45

Morgunblaðið - 20.01.2008, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2008 45 Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 30 ár OPIN HÚS Í EFTIRTÖLDUM EIGNUM Vorum að fá í einkasölu vandað og glæsilegt 183 fm einbýlishús á einni hæð með innb. bílskúr (íbúðin er 149 fm og bílskúr 34 fm) á fallegum stað í Salahverfi í Kópavogi. Fjögur rúmgóð svefnherbergi. Stór og björt stofa, upptekin loft með innfelldri halogen lýsingu með fjarstýringu. Fallegar innréttingar. Flísar og parket á gólfum. Hiti í gólfum Timburverönd með heitum potti. Bílaplan hellulagt. Jeppabílskúr. Verð 64,7 millj. Eignin verður til sýnis í dag sunnudag frá kl. 13 - 15 MIÐSALIR 3 - GLÆSILEG EIGN Á EINNI HÆÐ Glæsilegt og mjög mikið endurnýjað 183,5 fm einbýlishús með bílskúr og stórum útipalli á rólegum, skjólgóðum útsýnisstað í vesturbæ Kópavogs. Ákvílandi hagstætt lán á 4.15% vx. að fjárhæð 33 millj. kr. Fjögur stór svefnherbergi. Björt stofa með arni. Tvö nýuppgerð baðherbergi. Parket og náttúrusteinn á gólfum. Fallegt útsýni til sjávar. Bílskúr fullbúinn. Hér er um að ræða stórglæsilega eign á eftirsóttum stað í vesturbæ Kópavogs. Verð 78 millj. Eignin verður til sýnis í dag sunnudag frá kl. 13 - 15 Vorum að fá í einkasölu 140 fm neðri sérhæð í fjórbýli á þessum eftirsótta stað. Tvö stór herbergi og tvær stórar og bjartar stofur. Góðar innréttingar. Parket og flísar á gólfum. Samkvæmt srá FMR er 30 fm bílskúr á lóðinni en hann er óbyggður. Eign sem hefur fengið gott viðhald. Verð 35,9 millj. SKIPTI MÖGULEG Á MINNI EIGN. Eignin verður til sýnis í dag sunnudag frá kl. 14 – 16 Sjarmerandi einbýli ásamt bílskúr og sólstofu, samtals 203 fm. Stór timbur verönd er í sérlega fallegum garði. Húsið er á tveimhæðum. Anddyri, rúmgott hol. eldhús, tvær stofur og sólstofa, tvö svefnherbergi og baðherbergi. Á efrihæð eru, tvö - þrjú herbergi. Gólfefni er parket, gólfborð og flísar. Frábær staðsetning. Lóðin er sérlega vel úr garði gerð. Stutt í skóla og alla alm. Þjónustu. Verð 49,4 millj. Verið velkominn í dag milli 14-16. Bergþóra tekur á móti gestum. Falleg, björt og vel skipulögð 4ra herb. íbuð á 3.hæð (efstu) í góðu fjölbýli. Björt og rúmgóð stofa/borðstofa með útg.á svalir með miklu útsýni. Þrjú góð herbergi öll með skápum. Fallegt baðherbergi flísar í hólf og gólf. Eldhús m/ nýl.fallegum innr. Þvottaherb. Innaf eldhúsi. Gólfefni er parket og flísar. Einstaklega barnvænt umhverfi, stutt í alla þjónustu. Íbúðin er laus fljótlega Verð 21,6 millj. Verið velkominn í dag milli 14-16. Kristján tekur á móti gestum.. Vorum að fá í einkasölu 140 fm neðri sérhæð í fjórbýli á þessum eftirsótta stað. Tvö stór herbergi og tvær stórar og bjartar stofur. Góðar innréttingar. Parket og flísar á gólfum. Samkvæmt srá FMR er 30 fm bílskúr á lóðinni en hann er óbyggður. Eign sem hefur fengið gott viðhald. Verð 35,9 millj. SKIPTI MÖGULEG Á MINNI EIGN. Eignin verður til sýnis í dag sunnudag frá kl. 14 – 16 ÞINGHÓLSBRAUT 76 - GLÆSILEGT EINBÝLI LAUGALIND 3 - MEÐ BÍLSKÚR - ÍBÚÐ 0202 VALLARGERÐI 10 - MEÐ BÍLSKÚR JÖRFABAKKI 18 - ÍBÚÐ 0301 - LAUS FLJÓTLEGA LAUGATEIGUR 3 - NEÐRI SÉRHÆÐ Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Ægir Breiðfjörð, löggiltur fasteignasali SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG TRÖLLATEIGUR 12 – MOSFELLSBÆR OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 15 OG 16 Sérlega fallegt og vel innréttað 6 herbergja, 2ja hæða raðhús með innbyggðum bílskúr, við Tröllateig í Mosfellsbæ. Fallegt parket úr hlyn á gólfum aðalrýma, hvít háglans eldhúsinnrétting með svartri granít borðplötu. Sjón er sögu ríkari. Eign fyrir vandláta! V. 51,3 m. 8043 Á LIÐNU ári voru umdeildar virkjanir í Þjórsá á dagskrá í þjóð- félaginu, einnig á hinu háa Alþingi. 10. des. sl. snerist um- ræðan í þinginu um niðurstöðu á athugun Ríkisendurskoðunar á samningi um afhend- ingu ríkisins á vatns- réttinum í Þjórsá til Landsvirkjunar, en það gerðist þremur dögum fyrir kosningarnar í maí. Kjartan Ólafsson 4. þingmaður Suður- kjördæmis sté í pontu af þessu tilefni og ræddi um virkjanir á Suðurlandi sem þegar hafa verið reistar og að um þær hefði ekki ver- ið deilt. Síðan segir hann: „Hér er rætt um það, herra forseti, að verið sé að koma á óeiningu meðal fólks á Suðurlandi. Það er fjarri lagi. Það eru hópar vinstri grænna sem koma í uppsveitir Árnessýslu til að skapa þá andstöðu sem er um þessi mál“. Undir þessum orðum Kjartans get ég ekki setið þegjandi. Hann fer með slík ósannindi að ekki er sæm- andi alþingismanni. Hann hlýtur að vita betur. Kjartan veit að það eru til samtök sem nefna sig Sól á Suður- landi, hann hefur verið á fundum hjá þessum samtökum og heyrt mál- flutning manna, eða var hann ekki að hlusta. Les hann ekki sunnlensku blöðin? Sól á Suðurlandi var stofnað til að koma í veg fyrir fyrirhugaðar virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Að halda því fram að Vinstri grænir fari um sveitir Suðurlands til að æsa fólk upp er ótrúlegur og móðgandi þvættingur. Sól á Suðurlandi sam- anstendur af fólki sem getur ekki hugsað sér að láta eyðileggja nátt- úruperlur við bæjardyrnar hjá sér. Þar er fólk úr öllum stjórn- málaflokkum og margir eru flokks- bundnir sjálfstæðismenn, þar á með- al ég. Ég er ekki vinstri sinnuð og hef aldrei kosið Vinstri græna. Hins vegar verð ég að meðganga að hafa stutt Kjartan Ólafsson í prófkjöri. Það er engin sátt í héraði um þessar virkjanir. Við sem berjumst gegn þeim höfum sjálfstæðar skoðanir og látum ekki segja okkur fyrir verk- um. Við gerum okkur ljóst hversu náttúran er dýrmæt og við viljum ekki láta eyðileggja fögur svæði fyr- ir stundargróða og græðgi auð- hringa Ég lít á svæðið ofan Minna- Núps sem anddyri Þjórsárdals og þar með anddyrið að hálendi Ís- lands. Hagalón myndi tortíma þess- um undurfagra bletti. Það má ekki gerast. Á síðasta ári fóru hins vegar sendiboðar Landsvirkjunar um sveitir Suðurlands, á milli landeigenda við Þjórsá og héldu fram að Landsvirkjun ætti 93% vatnsréttindanna í ánni. Á fundi í Árnesi í ágúst sl. var spurt hve- nær Landsvirkjun hefði fengið vatnsrétt- indin í sínar hendur. Þá fyrst kom í ljós að það hefði verið í byrjun maí. Það var engin heimild í fjárlögum fyr- ir afhendingunni og málið hafði ekki verið rætt á Alþingi. Sam- komulagið hafði aldrei verið kynnt almenningi. Ráðherrarnir (Árni Mathiesen, Guðni Ágústsson og Jón Sig- urðsson), sem undir plaggið skrifuðu, bentu svo hver á annan þegar spurt var hvers vegna almenningur hefði ekki verið upplýstur um málið. Þegar álit Ríkisendurskoðunar birtist í desemberbyrjun, við- urkenndu ráðherrarnir, fyrrverandi og núverandi, sem skrifuðu undir samkomulag ríkisins og Landsvirkj- unar að þeir hefðu alltaf vitað að samkomulagið væri ekki bindandi. Hvers vegna gerðu þeir aldrei at- hugasemdir við málflutning Lands- virkjunarmanna um eignarréttinn? Það hefði verið heiðarlegt. Í hvers konar þjóðfélagi búum við? Hverjum er hægt að treysta? Eru stjórn- málamenn að reyna að plata almenn- ing vísvitandi? Ég er alin upp á pólitísku heimili þar sem Sjálfstæðisflokkurinn var í hávegum hafður og foreldrar mínir flokksbundnir. Sjálf gekk ég í flokk- inn fyrir tæpum 30 árum. Mér finnst sárt að geta ekki treyst einum ein- asta sjálfstæðismanni á Alþingi fyrir náttúru Íslands. Enginn þeirra hef- ur varið náttúrufegurðina við Þjórsá. Þessi mikla elfur hefur skil- að sínu til þjóðfélagsins og mun halda því áfram fái hún að renna sína leið. Það er hart að þurfa að treysta á Vinstri græna og Samfylkinguna í þessu máli. Ráðherrum Samfylking- arinnar sem hafa tekið málstað okk- ar vil ég þakka fyrir stuðninginn. Vonandi láta þeir ekki deigan síga. Þingmenn og Þjórsá Árdís Jónsdóttir skrifar um málflutning vegna fyrirhugaðra virkjana- framkvæmda í Þjórsá Árdís Jónsdóttir »Mér finnstsárt að geta ekki treyst ein- um einasta sjálf- stæðismanni á Alþingi fyrir náttúru Íslands. Höfundur er grunnskólakennari með meiru.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.