Morgunblaðið - 02.02.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.02.2008, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is UMTALSVERÐAR hækkanir urðu á evrópskum hlutabréfamörkuðum í gær og munu fréttir af hugsanlegum yfirtökum í námavinnslu- og fjár- málageirunum hafa haft áhrif þar á. Kaup kínverska álfyrirtækisins Chinalco, ásamt bandaríska álfyrir- tækinu Alcoa, á 12% hlut í námafyr- irtækinu Rio Tinto leiddu til hækk- ana á námafyrirtækjum eins og hinu franska Eramet, sem hækkaði um 4,9%, og þýska stálfyrirtækinu Salz- gitter, sem hækkaði um 14,6%. Þá hækkuðu bréf Norsk Hydro um 11,7% og bréf sænska stálfyrirtæk- isins SSAB um 9,3%. Veik staða franska bankans Soc- iété Générale, sem eins og kunnugt er tapaði nýlega milljörðum evra á svikum starfsmanns, ýtti undir orð- róm um að yfirtaka á bankanum væri yfirvofandi og hækkaði gengi bréfa bankans um 18,9%. Breska FTSE-vísitalan hækkaði um 2,54%, þýska DAX um 1,71% og franska CAC um 2,22%. Á Norðurlöndum hækkuðu helstu vísitölur, samnor- ræna vísitalan um 2,75%, sú sænska um 2,89% og sú norska um 2,70%. Í Bandaríkjunum hækkuðu hluta- bréfavísitölur sömuleiðis, þótt hækk- anirnar væru ekki eins miklar og í Evrópu. Yfirtökutilboð Microsoft í Yahoo átti þar stóran þátt, en á móti kemur að neikvæðar fréttir af atvinnumál- um unnu á móti hækkununum. Fækkaði störfum í bandaríska hag- kerfinu um 17.000 og er það í fyrsta sinn síðan í ágúst 2003 sem störfum fækkar þar í landi. Dow Jones-vísitalan hækkaði um 0,73% og Nasdaq um 0,98%. Hlutabréfamarkaðir taka stökk upp á við Fréttir af yfirtökum höfðu örvandi áhrif á erlenda markaði Reuters Niður Nikkei-vísitalan japanska lækkaði í gær, ein helstu vísitalna heims. ÞETTA HELST ... ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar OMX á Íslandi lækkaði um 0,32% í gær og er 5.463 stig. Bréf Century Al- uminium hækkuðu um 6,13%, bréf Exista um 4,41% og SPRON um 1,63%. Bréf Flögu lækkuðu um 3,2% og Kaupþings um 1,15%. Krónan styrktist aftur á móti í gær um 0,40%, en velta á milli- bankamarkaði nam 22,3 milljörðum. Gengi Bandaríkjadollars er 64,68 krónur og evru 96,03 krónur. Úrvalsvísitalan lækk- ar annan daginn í röð ● CHINALCO og Alcoa hafa keypt 14 milljarða dala hlut í Rio Tinto, þriðja stærsta námafyrirtæki heims. Áður hafði stærsta námafyr- irtæki heims, BHP Billington gert yfirtöku- tilboð, en sam- einuð hefðu Rio og BHP ráðið yfir yf- irgnæfandi hluta álgrýtisnáma og þriðjungi járngrýtis á heimsmarkaði. Tilboði BHP í nóvember var hafnað. Álfyrirtækin tvö munu ekki gera frekara tilboð í Rio Tinto. Chinalco lagði fram drjúgan meirihluta kaup- fjár, en Alcoa 1,2 milljarða dala. Rio Tinto hækkaði um 16% í kjöl- far kaupanna og varð gengið 11% hærra en tilboð hins ástralska BHP. Kaup álrisa á 12% Rio Tinto útiloka yfirtöku Járngrýtisnámur Rio Tinto. ● VELTA viðskipta með skuldabréf í Kauphöll OMX á Íslandi í janúar nam 683 milljörðum króna og hefur hún aldrei verið meiri í einum mánuði. Fyrra met var sett í nóvember í fyrra þegar velta á skuldabréfamark- aði nam 361 milljarði og er aukn- ingin því 322 milljarðar eða 89,2%. Mest voru viðskiptin með íbúða- bréf, eða fyrir 357 milljarða króna og þar af námu viðskipti með HFF150644 bréfin 140 milljörðum. Velta með hlutabréf nam 201 millj- arði króna, sem er 37% minni velta en á sama tíma í fyrra. Velta með kauphallarsjóði nam 4,7 milljörðum. Nýtt met sett á skuldabréfamarkaði ● STORMUR á fjármálamörk- uðum krefst hærri varn- argarða, segir danska fjármála- eftirlitið, sem mun auka eftirlit með dönskum bönkum. Nú þeg- ar hafa nokkrir bankar fengið „gula spjaldið“ frá eftirlitinu vegna him- inhárra útlánavaxta, segir í Politi- ken. Lektor við viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn óttast að fleiri smærri bankar muni fylgja í kjölfar Bank Trelleborg sem varð gjald- þrota. Lausafjárkreppan og lækk- andi fasteignaverð sé aðeins byrj- unin á vandræðunum. Aukið eftirlit með dönskum bönkum HEFÐI verið fáránlega lágt fyrir hálfu ári,“ segja greinendur um 44,6 milljarða dala kauptilboð hug- búnaðarfyrirtækisins Microsoft í vefgáttina Yahoo. Tilboðið hljóðar upp á 31 dal, rúmar 2.000 krónur, á hlut, 62% hærra er lokaverð Yahoo á fimmtudag. Bréf Yahoo ruku strax upp um 50% á eftirmarkaði fimmtudags en Microsoft lækkaði hins vegar um 5%. Microsoft gaf til kynna að sam- einuð myndu fyrirtækin styrkjast í samkeppninni við Google, sem heldur úti stærstu leitarvélinni á netinu, en Yahoo og Microsoft eru í öðru og þriðja sæti. Líklega mun sameining vekja athygli samkeppn- isyfirvalda bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Þá eru samlegðaráhrif áætluð verða um einn milljarður dala og stærðarhagkvæmni aukin umtalsvert, ekki síst á auglýs- ingamarkaði. Í yfirlýsingu frá Yahoo sagði að stjórnin myndi meta tilboðið vand- lega út frá langtímaáætlunum. Yahoo er spáð 32% samdrætti á árinu 2008, en þegar frá ársbyrjun hefur markaðsverð þess lækkað um 18%. Í ljósi veikrar stöðu þykir Yahoo líklegt til að samþykkja til- boðið. Tímasetning Microsoft er því heppileg, en orðrómur um þetta yf- irtökutilboð hefur verið á kreiki síðan snemma á síðasta ári. Þá gæti 11% lækkun Standard & Poor’s vísi- tölunnar frá hátindi sínum í októ- ber kveikt á fleiri fyrirtækjum í leit að góðum kaupum. Yahoo fyrir 45 ma. KAUPRÉTTARSAMNINGAR starfsmanna fyrirtækja verða að fela í sér kröfu um árangur og hluthafar verða að geta treyst því að stjórn og stjórnendur hafi hag allra hluthafa að leiðarljósi. Þetta kom fram í er- indi Vilhjálms Bjarnasonar á aðal- fundi Samtaka fjárfesta í gær. Vilhjálmur tók kaupréttarsamn- inga hjá Glitni og Spron sem dæmi um að starfsmönnum séu réttar allar hækkanir frá samningstíma burtséð frá því hvernig þeir hafi staðið sig. Hann segir hagsmuna hluthafa í engu gætt með þeim samningum. „Það er lágmarkskrafa að kaup- réttarsamningar verði aðeins að kaupauka ef skilgreindum lágmarks- árangri er náð,“ segir Vilhjálmur. „Stjórn fyrirtækis á að setja ásætt- anleg markmið um arðsemi, og ef markmiðum er náð, þá aðeins verði kaupréttur einhvers virði.“ American Express var tekið sem dæmi um fyrirtæki þar sem stjórnin setti forstjóranum sérstök skilyrði um árangur til langs tíma til að fullur kaupréttur hans fengist innleystur. Meðal þeirra voru skilyrði um að vöxtur fyrirtækisins yrði minnst 15% á ári að meðaltali, vöxtur tekna yrði minnst 10% á ári og arðsemi eig- in fjár yrði minnst 36% á ári. Vilhjálmur telur að hér á landi sé ekki gert ráð fyrir að menn nái neinu fram eða geri betur en aðrir. Þarna sé beinlínis gengið á rétt hluthafa. Kaupréttarsamningar ganga á rétt hluthafa Árvakur/Brynjar Gauti Árangur, takk! Vilhjálmur Bjarnason, framkvæmdastjóri Samtaka fjár- festa, segir samninga Spron og Glitnis ekki þjóna hagsmunum hluthafa. LÍKURNAR á því að lánardrottnar hollenska bankans NIBC fái allt það er þeim ber eru ekki miklar ef marka má frétt Bloomberg- fréttastofunnar. Þar segir að mark- aðurinn meti það svo að 70% áhætta sé á því að bankinn muni lenda í vanskilum á næstu fimm árum í kjölfar þess að Kaupþing hætti við kaupin á honum. Þessi tala er fengin með hjálp verðmatslíkans bandaríska fjár- festingarbankans JPMorgan Chase, og byggist á því að til þess að tryggja 10 milljóna evra skuldabréf bankans til fimm ára þurfi að greiða 2,6 milljónir evra fyrirfram og hálfa milljón evra á ári. Að sögn Bloomberg er krafan um fyrirfram- greiðslu til marks um að fjárfestar sjái hættu á vanskilum. Í útreikningunum er gert ráð fyr- ir því að félagið muni geta staðið skil á 40% af skuldbindingum sínum við hvern lánardrottin. Miklar líkur á vanskilum hjá NIBC & &     & '&      () ( !"  " *       +, &        & &                 !"#$% &'( ( )       $(  . (/01# '  23 . (/01# ,4 "$ 1# 5. (/01# . $ 6  1# 7#, " 0 8 9:" " ;<! . (/01# = /0> 9' 1# 5 "6  :" "1#  ! 1# ?@ $ // A'/  "  #6#1# +!B 1# C""/ 1#      D-1#  !"< 1# $ $ < ) B" $ $ <?!$ ( !/?E , '  9 . (/01# F (B '  ;<! <. (/01# G1! 1# + B99 9  "$3 1# H " /"$3 1#   ! "# $ I! $/ B / /I(# 7'. 1# 7 0  1# % &'( )                                                                                    H " 0$ 9" " + 6(J ( 9"K = /0 #- %## #-%## -## #D--#- #-#D --#-# #DD##-- #-# #%# DD#-# ##D #D# ##% A #%-#-   A --#% # #%# A A A -#%-# A A L   L DLD %LD- %%-L D L DL -L%  L L- -D-L -L D-L DLD% DL A A D--L A A -   LD- D %L %% DL L- LD DL -L% -L% L% --L DL A A A D-  L- 3 2 " 0$   DD  -D -  D   D  - A D A A A -   A A A A A  9"!$ 9 2 "#2! " D D D D # #  -#  ● EFTIR að hafa hækkað á fimmtu- dag lækkaði skuldatryggingarálag á skuldbréfum bankanna í gær. Um miðjan dag í gær var álagið á bréf Kaupþings um 4,65 prósentu- stig og hafði þá lækkað um 0,20 prósentustig frá fyrri degi. Álag á bréf Glitnis lækkaði sömuleiðis um 0,20 prósentustig og var um 4,25 pró- sentustig og álag á bréf Landsbanka var um 2,40 prósentustig eftir 0,15 prósentustiga lækkun. Álagið lækkar á ný EIGINFJÁRSTAÐA Exista er of- metin í ársreikningum fyrirtækisins að mati greiningardeildar Finn- landsdeildar fjárfestingarbankans Carnegie. Í áliti bankans á uppgjöri Exista er einnig fundið að reiknings- skilaaðferðum Exista, einkum áhrifa hlutdeildarfélaganna Kaupþings og Sampo á ársreikning Exista. Í stað þess að reikna gengishagnað, eða -tap, af þessum eignum reiknar Ex- ista sér hlut í hagnaði fyrirtækjanna. Í áliti Carnegie er bent á að í árs- reikningnum kemur fram að mark- aðsvirði Kaupþings og Sampo í árs- lok 2007 hafi verið 992 milljónum evra lægra en bókfært virði þeirra hjá Exista. Exista lét framkvæma virðisrýrnunarpróf á eignunum og var ekki talin ástæða til að endur- meta félögin þar sem lækkunin á markaðsvirði sé talin tímabundin. Segir í áliti Carnegie að illskiljan- legt sé hvernig virði félaganna í reikningum Exista geti verið hærra en markaðsvirði þeirra. Vegna þessa, sem og lækkana á markaðsvirði Bakkavarar og Store- brand, þar sem Exista er stór hlut- hafi, telst Carnegie svo til að eigið fé Exista sé nær 900 milljónum evra í stað þeirra 2,4 milljarða sem greint sé frá í ársreikningnum. Hins vegar segir að ekki sé víst að Exista neyð- ist til að selja eignir á árinu. Carnegie gagnrýnir Exista
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.