Morgunblaðið - 02.02.2008, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2008 21
- kemur þér við
Hvað ætlar þú
að lesa í dag?
Ingibjörg Kristjáns-
dóttir og Afríkuveikin
Ný tækni, gamalt
velferðarkerfi
Bergur Ebbi á
heimskan flatskjá
Baldur Trausti
Hreinsson opnar
myndaalbúmið
Fiskvinnslan ekki
svipur hjá sjón
Illugi Jökulsson
skrifar um siðferði
í pólitík
KULDABOLI bölvaði árangurs-
laust vestur á Melum á fimmtudags-
kvöld því aðsóknin virtist hátt yfir
meðallag. Það var að líkindum mest
að þakka einleikara kvöldsins, Nat-
ösju Korsakovu, enda langreynt að
ung alþjóðleg stórtalent trekkja bet-
ur en flest annað. Varla spillti held-
ur að rússneska fiðlustjarnan ku af-
komandi Rimskíjs Korsakovs og
rithöfundur í þokkabót; vitanlega
fyrir utan óhaggaðar vinsældir
Fiðlukonserts Brahms er telja má
meðal fimm ástsælustu slíkra verka.
Enda stóð ekki á funheitum und-
irtektum að leik loknum. Þeim linnti
sízt þegar Korsakova galdraði krefj-
andi aukalagið, 1. þátt úr einleiks-
sónötu Ysafes nr. 5, fram úr erminni
með gjörsamlega óþvinguðum
þokka.
Aðalviðmiðunin var samt hið al-
þekkta snilldarverk Brahms, og þar
varð ég fyrir svolitlum vonbrigðum.
Þrátt fyrir frekar hæg og viðráð-
anleg tempó í útþáttum var hljóm-
sveitin heldur loðin, jafnvægið mis-
gott (einkum gagnvart sólistanum)
og allt að ísmeygilega hlédræg nálg-
un Korsakovu í fíngerðasta lagi fyrir
rustaheyrð Háskólabíós þótt hefði
sjálfsagt komið betur út í viðunandi
ómvist. Þá saknaði maður víða hins
„demónískt“ blóðheita sígauna undir
náttúrusælu yfirborði meist-
araverksins. En mikil ósköp – sóló-
röddin var dáfallega leikin, og
kadenzan mikla í I. þætti var svo til
örðulaus.
Konsertforleikur brazílska tón-
skáldsins Camargos Guarneris
(1909–93) þar á undan var saminn
1942. Hressileg og auðtekin tónlist
með nýklassísku yfirbragði, þótt
bæri að mínu viti sterkari keim af
bandarískri samtímatónlist (þ. á m.
úr kvikmyndum og frá Broadway)
en heimalandi höfundar. Hljóm-
sveitin hefði þar að ósekju mátt vera
hrynskarpari en heyrn bar stundum
vitni. Þess gætti hins vegar minna í
e-moll lokaatriði kvöldsins frá 1907.
2. og kunnasta af þrem sinfóníum
Sergeis Rakhmaninoffs var í heild
glæsilega leikin, jafnt í strengjum
og tréi sem í glampandi pjátrinu.
M.t.t. tíðra styttinga fyrri tíma
hljómsveitarstjóra mátti að vísu
segja að misvel hafi gengið að halda
fullri athygli allar óskertu 57 mín-
úturnar, og gæti ég helzt ímyndað
mér sem aðalsökudólg að hér vant-
aði fyrst og fremst botninn á
styrksviðinu; ómissandi andstæðu
sem t.a.m. aðalstjórnandi SÍ hefur
reynzt einkar laginn við að laða
fram, með 5. sinfóníu Vaughan–
Williams í fersku minni. Þegar nán-
ast ekkert fer niður fyrir með-
alstyrk í jafnlöngu verki, kemst það
varla hjá því að verka þreytandi á
köflum. Engu að síður tóku hlust-
endur vösku framlagi Johns Nesch-
lings og hljómsveitarinnar með
kostum og kynjum.
Ísmeygilegur þokki
TÓNLIST
Háskólabíó
Guarnieri: Abertura concertante.
Brahms: Fiðlukonsert. Rakhmaninoff:
Sinfónía nr. 2. Natasja Korsakova fiðla;
Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi:
John Neschling. Fimmtudaginn 21. jan-
úar kl. 19:30.
Sinfóníutónleikarbbbnn
Ríkarður Ö. Pálsson
ÞESSI aðlögun á Óþelló eftir Shake-
speare er sambland af dansi, lát-
bragðsleik og tali (bæði á íslensku og
táknmáli) og það fyrsta af þessu tagi
sem sýnt er á Íslandi.
Hilmir Snær túlkar Jagó af miklu
öryggi eins og við mátti búast og
Brad Sykes, í hlutverki Óþellós, sýnir
að hann er frábær dansari þó að hann
vinni í furðulega takmörkuðu rými.
Það er ekki síður gaman að fylgjast
með Elsu Guðbjörgu Björnsdóttur
leika Desdemónu á táknmáli á móti
Hilmi Snæ og Brad þar sem hún
geislar af sakleysi og gleði. Samt sem
áður var þessi sýning meira „athygl-
isverð“ en skemmtileg og fyrir ýmsar
sakir.
Í kynningarefni Borgarleikhússins
á verkinu stendur að „þessi ólíku
tjáningarform [dans, táknmál og tal-
mál] munu á einhverjum tímapunkti
renna saman með ófyrirséðum afleið-
ingum“. Ekki veit ég hvernig afleið-
ingar geta verið ófyrirséðar í svona
frægum harmleik nema það að í þess-
ari útgáfu stingur Óþelló ekki Jagó
né fremur hann sjálfsmorð. Því miður
kom mér lítið á óvart nema það að
þessi aðlögun náði alls ekki þeim
dramatísku hápunktum sem eru í
frumverkinu. Þó að hver leikandi skili
sínu hlutverki vel í sólósenum gengur
samspilið á milli þeirra ekki nægilega
vel upp nema aðeins á örfáum stöð-
um. Það er til dæmis ágætis kafli þar
sem Elsa Guðbjörg og Hilmir Snær
ná að sýna kómíska hlið á atriði teknu
úr þætti 2, senu 1, og aftur á milli
Elsu Guðbjargar og Brads á þeim
tíma sem allt leikur í lyndi milli Óþell-
ós og Desdemónu. Hins vegar er
samspil Jagós og Óþellós tæknilega
gott en alls ekki sannfærandi. Við vit-
um að Jagó er að ljúga og tortíma
Óþelló en danshreyfingar Óþellós
endurspegla ekki sálarangist hans.
Búningar Óþellós og Jagós eru
flottir en kjóll Desdemónu var of
sviplaus. Þessi athugasemd kann að
virka sem smámunasemi en hinn
rauði búningur Jagós og svarti bún-
ingur Óþellós voru það sláandi að í
samanburði gerði búningur Desdem-
ónu lítið fyrir leikpersónu hennar.
Það var einnig skrítið að sjá að öll
þrjú voru með rendur og bletti í
kringum annað augað (svart hjá Brad
og Hilmi Snæ og hvítt hjá Elsu Guð-
björgu) sem var kannski „smart“ en
lítið annað.
Afbrýðisemi Jagós í garð Óþellós
er útskýrð hér sem grunsemdir hans
um að konan hans hafi haldið framhjá
honum með Máranum og sem valda-
barátta Jagós og Óþellós, en í verki
Shakespeares snýst málið meira um
kynþáttahatur. Hér kemur ekki einu
sinni fram að Óþelló er svartur! Ým-
islegt annað í sýningunni var tilgerð-
arlegt og þjónaði engum drama-
tískum tilgangi. Það var til dæmis
erfitt að sjá af hverju Jagó bleytir sig
nokkrum sinnum með vatni á meðan
hann heldur ræðu yfir Óþelló enda
gerði blautt sviðið það erfiðara fyrir
leikendur að fóta sig. Leikmyndin
truflaði ekki nema í lokasenunni þar
sem er sannað að allt sem fer upp
þarf ekki endilega að koma niður aft-
ur, eða alla vega ekki eins og til var
ætlast.
Þó að Óþelló, Desdemóna og Jagó
séu óneitanlega aðalpersónurnar í
frumverkinu snýst sagan ekki aðeins
um þremenningana. Ef til vill hefði
verið hægt að gera meira úr þessu
efni með því að hafa Cassió, Emílíu
og Roderigó með. Sýningin er stutt
(um það bil klukkustund) og hug-
myndin fín, en úrvinnslan því miður
ekki nægilega góð til að skapa þá
spennu sem við er búist af verkinu
Óþelló.
Athyglisverð „Sýningin er stutt (um það bil klukkustund) og hugmyndin fín, en úrvinnslan því miður ekki nægi-
lega góð til að skapa þá spennu sem við er búist af verkinu Óþelló,“ segir Martin m.a. í dómnum.
Góð hugmynd en
erfið í framkvæmd
LEIKLIST
Borgarleikhúsið
Leikstjóri og höfundur leikgerðar: Gunnar
I. Gunnsteinsson. Þýðing texta: Helgi
Hálfdanarson. Þýðing á táknmál: Elsa G.
Björnsdóttir og Hjördís Anna Haralds-
dóttir. Danshöfundur: Ástrós Gunn-
arsdóttir. Leikarar: Hilmir Snær Guðna-
son og Elsa Guðbjörg Björnsdóttir.
Dansari: Brad Sykes. Búningar: María
Ólafsdóttir. Leikmynd: Vignir Jóhanns-
son. Tónlist: Rúnar Þórisson. Hár-
greiðsla: Hanna Lára. Förðun: Kristín
Thors. Lýsing: Magnús Arnar Sigurðsson.
Óþelló, Desdemóna og Jagó
Martin Regal