Morgunblaðið - 02.02.2008, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Eftir Atli Vigfússon
Aðaldalur | Fjölbreytt danssýning
var haldin í félagsheimilinu Ýdölum
á dögunum, en það voru grunn- og
leikskólanemendur úr Aðaldal, Kinn,
Tjörnesi og Reykjahverfi sem sýndu
ásamt kennara sínum árangur af
danskennslu vikunnar.
Það var Dansskóli Jóns Péturs og
Köru sem sá um að segja krökk-
unum til í dansmenntinni og á síð-
asta degi námskeiðsins var for-
eldrum og aðstandendum boðið að
koma og sjá útkomuna.
Notað á diskótekunum
„Þetta er að jafnaði ein vika á
hverju ári og það er alltaf mjög gam-
an að vinna með þessum hópi,“ segir
Jón Pétur Úlfljótsson danskennari.
„Við kennum aðallega dansa sem
hafa skemmtanagildi og krakkarnir
nota þessa kunnáttu í félagslífinu, til
dæmis á diskótekum. Dansinn er
góður að því leyti að hann byggir
upp hreyfifærni einstaklingsins og
tekur á feimni fólks og stuðlar þann-
ig að betri líðan. Flestum líður vel í
dansi, en auðvitað fellur þetta ekki
að öllum og þess vegna má ekki gera
þetta of flókið, til dæmis með því að
hafa þetta of mikið efni og keyra
þannig of þungan pakka.“
Jón Pétur segir að besta greiðslan
til sín sé að börnin dansi og það sé
svo gaman þegar eitthvað sitji eftir
hjá krökkunum sem hafi notagildi.
Hann segist kenna mikið leikdansa
fyrir yngri nemendur og einnig skip-
tidansa sem séu mjög vinsælir.
Á sýningunni var létt yfir dans-
nemendunum og fannst fólki mjög
gaman að sjá hve mikla færni margir
höfðu öðlast á gólfinu. Jón Pétur var
hæstánægður með árangurinn og
hvatti krakkana til að dansa mikið á
þorrablóti skólans sem haldið verður
á næstunni.
Dansinn stuðlar að betri líðan
Gaman Helgi Maríus Sigurðsson og Jana Valborg Bjarnadóttir, nemendur
í Hafralækjarskóla, höfðu gaman af dansinum, eins og félagar þeirra.
Í HNOTSKURN
»Þetta er 11. árið í röð semdanskennsla á vegum Jóns
Péturs og Köru fer fram í Hafra-
lækjarskóla.
»Mikið er að gera hjá dans-kennurum og ef allir skólar
væru með danskennslu væri
skortur á fólki í þessari starfs-
grein.
Eftir Ingimund Óðin Sverrisson
Vesturbyggð | Davíð Rúnar Gunnarsson hefur
verið ráðinn slökkviliðsstjóri Brunavarna Vest-
urbyggðar og Slökkviliðs Tálknafjarðar.
Tálknafjarðarhreppur og Vesturbyggð reka sitt
hvort slökkviliðið, eins og þau hafa gert, en
slökkviliðsstjórinn og aðstoðarslökkviliðsstjóri
eru sameiginlega yfir báðum liðunum.
Davíð segir að með ráðningu starfsmanns í
fullt starf sé stórt skref stigið í brunavarnarmál-
um. Þetta sýnir framsýni hjá sveitarstjórnum
Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps þar
sem öryggi og velferð íbúa sé sett í forgang.
Þrjátíu slökkviliðsmenn starfa hjá slökkvilið-
unum báðum og mun þessi samvinna styrkja
bæði liðin umtalsvert. ,,Við erum með vel þjálfað
lið, flestir eru búnir með grunnnám fyrir hluta-
starfandi slökkviliðsmenn. Aðalvandamálið
varðandi mönnun liðsins er almennt byggðar-
vandamál því allt of oft flytja menn í burtu og
þar með tapast því miður mikil þekking og
reynsla,“ segir Davíð.
Ríflega 1.200 íbúar eru á svæðinu og er
skemmst frá því að segja að mikil áhersla hefur
verið lögð á að fjölga æfingum og bæta útbúnað
slökkviliðanna tveggja undanfarin ár. Stefnt er
að því að auka eldvarnaeftirlit enn frekar í sam-
vinnu við fyrirtæki og stofnanir á svæðinu.
Verið er að leggja lokahönd á brunavarnar-
áætlun fyrir sunnanverða Vestfirði og kemur
hún til með að greina hversu vel slökkviliðin eru
búin til að fást við þær áhættur sem eru á svæð-
inu, og hvað þurfi að bæta til þess að uppfylla
þær kröfur og skyldur sem gerðar eru til
slökkviliða.
Morgunblaðið/Ingimundur Óðinn Sverrisson
Slökkviliðsstjóri Davíð Rúnar Gunnarsson er hæstráðandi í slökkvistöðvunum.
Einn stjóri ráðinn til að
stjórna tveimur liðum
Volkswagen – kolefnisjafnaður útblástur
Passat 4x4
F
í
t
o
n
/
S
Í
A