Morgunblaðið - 02.02.2008, Side 25

Morgunblaðið - 02.02.2008, Side 25
|laugardagur|2. 2. 2008| mbl.is Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Nú þegar tími árshátíða, þorrablóta,góuhófa og annarra skemmtanaer framundan, draga margir framúr skápum sínum flíkurnar allra fínustu sem þeir annars ekki klæðast. Það er gaman að fá tækifæri til að skarta síðkjólum og gullskóm, kokteilkjólum eða Abbasamfest- ingum. Raða saman ólíklegustu fötum, vera í stíl eða algjörlega úr stíl. Opna skart- gripaskrínin og hengja á sig perlufestar, eyrnalokka, armbönd og annað glingur. Skreyta sig duglega og velja veski sem hæfa skvísum. Jafnvel fara til mömmu eða ömmu og fá gamlan flottan kjól að láni. Gramsa í gömlum kistum og uppgötva kannski ótrú- lega flottar fornar flíkur með sögur frá sokkabandsárum foreldranna. Skemmtilegt að klæðast einhverju sem mamma eða amma eiga rómantískar minningar um. En það er líka gaman að kaupa sér nýja flík fyrir fínu tilefnin. Fara með vinkonunum í búðarráp og máta saman og spá og spek- úlera. Það þarf alls ekki að kosta mikið, enn eru útsölur í verslunum og á síðustu dög- unum núna um helgina er götumarkaður bæði í Kringlunni og Smáralindinni þar sem hægt er að gera reifarakaup. Í Spútnik stendur nú yfir hinn árlegi kílóamarkaður, þar sem eitt kíló af fötum kostar aðeins 3.500 krónur og heilmargt getur rúmast í kílói. Og nýju vörurnar eru líka freistandi. Hver hefur sinn háttinn á og eigin smekk, sem betur fer. Ekki væri gaman að koma á árshátíð eða þorrablót þar sem allir væru eins klæddir eða í sama lit. Verum óhrædd að vera við sjálf! Litir, gull og silfur Græni kjóllinn er á út- sölu í Karen Mill- en á 5.000 kr., og líka gullveskið sem kostar 14.990 kr. og gullskórnir 22.990 kr. Rauði kokteil- kjóllinn fæst á kílóa- markaði í Spútnik en silfurskórnir kosta 1.900 kr. Glerfínar Allt nýjar vörur frá Karen Millen: Rauður kjóll 18.990 kr., sebraveski 12.990 kr., sebraskór 18.990 kr. Svart- ur síður kjóll 25.990 kr. Sprell Það er hægt að versla flotta kjóla í Spútnik fyrir lítinn pen- ing á kílóamarkaðnum. Parið af skónum kostar 1.900 kr. Tjúttum á blótum og árshátíðum Á rv ak ur /K ri st in n In gv ar ss on Kristján Bersi Ólafsson setti fram hugmynd sína um góða limru fyrir nokkrum árum: Limra er best sé hún bull af blaðri og rökleysum full. En einstöku sinnum það undur vér finnum að bullið breytist í gull. Og hann bætir við: Löng er bið eftir ljóðum – og lengri sé búist við góðum ljóðum sem mætti með hefðbundnum hætti hrósa sem dálítið góðum. Svo yrkir hann bull-limru í sam- ræmi við sannfæringu sína: Það er víst heilnæmt að hugsa og hætta að drabba og slugsa, faŕí megrunarkúr. En ef maður á búr verður þyngdin eins og hjá uxa. Þegar þögnin var orðin ærandi á bragaþingi kvaddi Hreiðar Karls- son sér hljóðs og róaði mannskap- inn: Um það hef ég heldur fátt að segja, hugsun mín er fremur vanmáttug. Yfirleitt er ósköp gott að þegja, ef að manni dettur fátt í hug. Egill Þórðarson sendi frá sér bókina Gamalt vín á nýjum belgjum með skírnarvísu á kápunni: Blessuð sértu barnið mitt, bið ég lífsins herra, láti hann aldrei lánið þitt, né lífshamingju þverra. Hafsteinn Stefánsson var snjall og hraðkvæður hagyrðingur. Hann þakkaði fyrir góðan hádegisverð: Sæt er soðin ýsa satt er það. Er þetta ekki vísa eða hvað? pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af gulli og limrubulli daglegtlíf AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 frábær verð um veröldina - bókaðu í dag! Kairó Dubai Bankok Manila                      !"     #!$ %   á www.klmiceland.is    "    " &&'   " &       #  $ (  &      !  $ klmiceland.is frá ISK 68.900 frá ISK 85.400 frá ISK 101.500 frá ISK 110.700

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.