Morgunblaðið - 02.02.2008, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 02.02.2008, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2008 29 Íslendingar eru flestum þjóðumlanglífari og ungbarnadauði erfátíðari hér en víðast hvar. Heil-brigði þjóð- arinnar er meðal þess sem skipar Íslend- ingum í fremstu röð á samanburðarlistum yfir velsæld. Hér hefur byggst upp samfélag sem einkennist af háu menntunarstigi, efna- hagslegri velsæld og góðri almennri heil- brigðisþjónustu. Háskóli Íslands og Landspítali – öflugt samstarf Sjúkrahús eru al- mennt talin skila best- um árangri þegar sterk tengsl eru á milli þjón- ustu við sjúklinga og aðstandendur og menntunar- og vísinda- hlutverks. Á sama hátt eru gæði menntunar heilbrigðisstarfsmanna háð nánum tengslum háskóla við framsækin sjúkrahús. Það hefur skipt máli við uppbygg- ingu heilbrigðisþjón- ustu og heilbrigð- ismenntunar hér á landi að stjórnvöld mennta- mála og heilbrigðismála hafa beitt sér fyrir því að byggja þessa þætti upp samhliða og í náinni samvinnu. Á nýjum matslista U.S. News & World Report yfir bestu sjúkrahús í Bandaríkjunum eru öll sjúkrahús í efstu sætum rekin í nánu samstarfi við mennta- og vísindastofnanir. Sama á við í Evrópu. Landspítalinn og Há- skóli Íslands hafa um árabil átt mjög náið og gjöfult samstarf. Háskóli Ís- lands og Landspítalinn hafa sameig- inlega kappkostað að byggja upp sjúkraþjónustu, menntun og aðstæður til þekkingar- og nýsköpunar í heil- brigðisvísindum. Þessi samvinna hef- ur átt mikilvægan þátt í að skipa ís- lenskri heilbrigðisþjónustu í fremstu röð í alþjóðlegum samanburðarmæl- ingum. Hún hefur stuðlað að færni ís- lenskra lækna, hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna og á hlut í frábærum árangri íslenskra vís- indamanna á þessum sviðum. Þetta fólk er eftirsótt til samstarfs og starfa í alþjóðlegu samkeppnisumhverfi. Vísindasamstarf Háskóla Íslands og Landspítalans hefur leitt til aukins skilnings á orsökum, meðhöndlun og fyrirbyggingu sjúkdóma hjá börnum, fullorðnum og öldruðum. Þetta hefur leitt til betri umönnunar sjúklinga og samskipta við aðstandendur. Í virt- ustu alþjóðlegu vísindatímaritum er mikið vitnað í niðurstöður íslenskra vísindamanna á heilbrigðissviði. Þann- ig leggja þeir af mörkum til alþjóða- samfélagsins auk starfa í þágu ís- lensks samfélags. Starfsfólk og stúdentar í hjúkrunarfræði, lækn- isfræði og tannlæknisfræði hafa farið til vinnu í þróunarlöndum og þannig lagt af mörkum þar sem neyð er mest í heiminum. Starfsmenn Háskóla Ís- lands og Landspítala hafa aflað stórra alþjóðlegra styrkja í gífurlega harðri samkeppni og eru eftirsóttir ritstjórar virtra erlendra vísindatímarita. Allt eru þetta vissulega skýrar vísbend- ingar um árangur af samstarfi spítala og skóla. Starfsmenn, stúdentar, meistara- og doktorsnemar hafa lagt af mörkum til nýsköpunar, í samstarfi við leiðandi innlendar og erlendar stofnanir og fyrirtæki. Afkastamikið samstarf hef- ur til að mynda verið við Íslenska erfðagreiningu, Hjartavernd, Össur hf., Matís ohf., Nimblegen, Actavis og fleiri íslensk fyrirtæki. Stúdentar úr heilbrigðisvís- indagreinum Háskóla Íslands fá jafn- an inngöngu í framhaldsnám við bestu og kröfuhörðustu háskóla heims og hafa náð glæsilegum ár- angri í inntökuprófum og stöðluðum prófum sem notuð eru við bandaríska háskóla. Niðurstöðurnar staðfesta gæði kennslu sem fram fer í náinni samvinnu Há- skóla Íslands og Land- spítalans. Þetta fólk skil- ar sér til starfa hér heima og á mikilvægan þátt í að íslenska heilbrigðiskerfið skilar okkur jafn góðum árangri í alþjóðlegum samanburði og raun ber vitni. Það er ekki sjálfgefið að fámenn þjóð nái jafn framúrskarandi árangri og raun ber vitni. Árang- urinn endurspeglar gíf- urlegan metnað, ósér- hlífni og þrotlausa vinnu. Nýtt háskóla- sjúkrahús Hugmyndir um nýjan spítala í Reykjavík eiga sér alllanga forsögu. Ein meginforsenda samein- ingar spítalanna tveggja í Reykjavík var sú að byggt yrði undir starf- semi þeirra á einum stað til hagræðingar í rekstri og faglegri umönnun. Staðsetningin var valin að vandlega athuguðu máli og réð þar mestu að spít- ali við Hringbraut var tal- inn hagkvæmastur þeirra kosta sem athugaðir voru, m.a. vegna þeirra bygginga sem fyrir eru á lóð- inni. Staðarvalið tók jafnframt mið af nálægðinni við Háskóla Íslands. Með ákvörðun ríkisstjórnar Íslands árið 2005 að verja 18 milljörðum af sölu- andvirði Símans til uppbyggingar nýs háskólasjúkrahúss við Hringbraut var traustum stoðum rennt undir þetta mikilvæga verkefni. Undanfarin tvö ár hefur verið unn- ið að undirbúningi framkvæmda við nýjar byggingar fyrir Landspítalann og heilbrigðisvísindagreinar Háskóla Íslands. Mikill fjöldi starfsmanna hef- ur komið að þessu verkefni til að tryggja að skipulag bygginganna þjóni starfseminni sem best. Þessi vinna hefur leitt vel í ljós hversu samofin starfsemi þessara stofnana er og í ljós hafa komið samlegð- aráhrif og ótvíræður sparnaður þess að hafa starfsemina á einum stað. Um þessar mundir er nefnd heil- brigðisráðherra að störfum sem ætl- að er að gera úttekt á stöðu verkefn- isins og vinna áætlun um áfangaskiptingu og fjármögnun fram- kvæmda. Skipulag nýs spítala tekur fyrst og fremst mið af þörfum sjúklinga og aðstandenda. Háskólasjúkrahús hef- ur jafnframt ríkar skyldur sem kennslu- og rannsóknastofnun. Þær áætlanir, sem nú liggja fyrir, gera kleift að rækta þessar skyldur. Ná- lægð við Háskóla Íslands treystir undirstöður þekkingarsköpunar á sjúkrahúsinu og skapar um leið frjó- an jarðveg til kennslu nemenda í heil- brigðisvísindagreinum. Til þeirra telj- ast læknisfræði, hjúkrunarfræði, lyfjafræði, tannlæknisfræði, sjúkra- þjálfun, næringarfræði, sálfræði, lýð- heilsufræði, ljósmóðurfræði, mat- vælafræði, geislafræði og lífeindafræði. Með samstarfi ná Háskóli Íslands og Landspítalinn að samnýta krafta sína, til mikilla hagsbóta fyrir sam- félagið. Með byggingu nýs spítala er verið að skapa nauðsynlegri þjónustu umgjörð sem tryggir tvennt í senn. Annars vegar að hægt sé að veita bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á í dag og hins vegar að skapaður sé grunnur fyrir stöðugar framfarir í þessari mikilvægu þjónustu. Nýr spítali – miðstöð þjónustu, þekkingar og nýsköpunar Eftir Kristínu Ingólfsdóttur » Vísinda- samstarf Háskóla Íslands og Landspít- alans hefur leitt til aukins skiln- ings á orsökum, meðhöndlun og fyrirbyggingu sjúkdóma hjá börnum, full- orðnum og öldr- uðum. Höfundur er rektor Háskóla Íslands. Kristín Ingólfsdóttir námskeið í heila önn, taka lokapróf sem þau falli kannski á og þurfi því að byrja aftur á byrjunarreit. „Við erum ekki með annarpróf í des- ember heldur fjórar vörður á hverri önn þar sem nemendur fá að vita hvernig þeir standa sig í náminu. Á þennan hátt höfum við lengt skólaárið og nemendur geta tekið stúdentspróf á þremur árum án aukaálags,“ segir Ár- sæll. „Við erum í raun og veru að fram- kvæma hér og nú það sem nýtt frum- varp til framhaldsskólalaga segir að skólar megi gera í framtíðinni,“ segir Ársæll, skólinn hafi leyfi til þess þar sem hann sé í raun tilraunaverkefni. Brautryðjandastarf í Borgarfirði „Ég vonast til að ný frumvörp um skólakerfið komi til afgreiðslu sem fyrst á yfirstandandi þingi. Þau mál eru þýðingarmikil og ekki síst fyrir svona framtaksríkt skólasvæði eins og Borgarfjörðinn, sem er að mörgu leyti til fyrirmyndar hvað starfsemi og stefnumörkun í skólamálum varðar,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra í ræðu sinni við þetta tækifæri. Hún sagði að markmið stjórnenda MB samrýmdust hugmyndum í frum- varpinu um samfellu á milli skólastiga, sveigjanleika og sjálfstæði mennta- stofnana. „Það er ljóst að skólastarfið hér í Borgarnesi er ákveðið tilrauna- starf, en jafnframt brautryðjanda- starf,“ sagði Þorgerður. Menntamálaráðuneytið veitti MB styrk til þróunarverkefnisins Borg- arfjarðarbrúarinnar, sem er samstarf ráðuneytisins, Borgarbyggðar, grunn- skóla svæðisins og MB. „Markmiðið með verkefninu er að skapa samfellu í skólastarfi og það sem við sækjumst eftir er betri menntun, að minnka brottfall nemenda og efla sjálfstæði, frumkvæði og þá skapandi hugsun sem er okkur svo mikilvæg,“ sagði Þorgerð- ur. Í takt við tímann Einn grundvallarþátta skólastarfsins er að vera í fremstu röð hvað varðar upp- lýsingatækni í námi. Við athöfnina í gær skrifaði skólameistari MB undir samstarfssamning við Símann. Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, sagði helstu atriði samstarfs- samningsins felast í að nemendur ættu kost á að nálgast kennslustundir og fyrirlestra með aðstoð sjónvarpstækni. Með því væri tekið skref í að þróa nýja kennsluhætti með aðstoð sjónvarpsins. Miðlægur grunnur stæði nemendum einnig til boða þar sem þeir gætu nálg- ast gögn sín hvar sem þeir væru stadd- ir og í framtíðinni jafnvel í gegnum síma. Enn væri um frumkvöðlastarf að ræða sem væri í stöðugri þróun. „Menntaskóli Borgarfjarðar sýnir mik- ið frumkvæði í að nýta sér þessa nýju tækni, auk þess að ná fram hagræði sem fleiri munu vonandi nýta sér síðar með notkun fjarskipta og upplýs- ingatækni,“ sagði Sævar. Með samstarfssamningum við Apple, Símann og Sparisjóð Mýrasýslu fá allir sem starfa við skólann aðgang að tölv- um og upplýsingatækni og þar með er hægt að skipuleggja námið með það í huga. Nemendur hafa þegar fengið af- hentar fartölvur til afnota sér að kostn- aðarlausu og fá þeir flest sín verkefni send á tölvutæku formi og skila þeim á sama hátt. „Ég held að of lítið hafi verið gert á Íslandi til að laga skólastarfið að breyttum tímum, möguleikum og nýj- um kynslóðum,“ sagði Ársæll Guð- mundsson skólameistari í ræðu sinni. „Við í Menntaskóla Borgarfjarðar telj- um brýnt fyrir íslenskt samfélag að nám og kennsla aðlagi sig í auknum mæli þeim veruleika sem unga kyn- slóðin lifir og hrærist í.“ Ársæll sagði það mikilvægt hlutverk fyrir nýjan menntaskóla að vera í fararbroddi m.a. í notkun upplýsingatækni og að nem- endur hefðu sannarlega reynst trausts- ins verðir í umgengni um lánstölv- urnar. óli í fararbroddi inn var settur í ágúst síðastliðnum og hefur skólastjórnin verið framsækin við a skólastarfið að nútímakröfum og spilar upplýsingatæknin þar stóran þátt. Árvakur/Frikki atrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Páll S. Brynjarsson, sveit- ldsskólann og það frumkvöðlastarf sem þar fer fram. o eru Kennslustund Fyrsti kennsludagurinn í nýju húsnæði var í gær og nemendur rýminu fegnir eftir þröngar setur. ði við arkitektana.“ ólinn er fyrst nú að kom- snæði segir Rakel að hing- rft að leigja húsnæði undir Það hefur þó ekki aftrað m frá því að skemmta sér rum búin að halda tvö böll, fara í bíó, í keilu og á skíði til Akureyr- ar nú í janúar. Svo héldum við líka íþróttahátíð þar sem nemendur rústuðu kennurunum. Svo er árshátíðin í mars og Páll Óskar kemur og spilar,“ segir Rakel, greinilega hæstánægð með nýja framhaldsskólann í Borgarnesi. tuðu kennurunum“ Árvakur/Frikki kel er ánægð með nýja skólann og segir félagslífið fara mjög vel af stað, ríki vegna nýju byggingarinnar sem smám saman taki á sig mynd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.