Morgunblaðið - 02.02.2008, Page 32

Morgunblaðið - 02.02.2008, Page 32
32 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í LANGAN tíma hefur leik- völlur barna við Vesturgötu verið í skelfilegu ástandi. Ekki er nóg með að svæðið sé beinlínis ógeðs- legt á að líta fyrir íbúana og aðra sem þarna eiga leið um heldur er það líka orðin hrein dauðgildra fyr- ir þau börn sem verða fyrir því óláni að þvælast þarna inn. Brotn- ar áfengisflöskur og endalaust rusl liggur um allt eins og hráviði, spýtnabrak úr grindverkinu um- hverfis svæðið liggur á víð og dreif, kattaskítur er milli glerbrot- anna í sandkassanum og víragrind- ur standa upp úr jörðu og eins og kalla á eitthvert barnið að koma og slasa sig eða meiða í besta falli. Áramótasubbuskapur Tæpra tveggja ára sonur minn og ég höfum undanfarna mánuði gert reglulega heiðarlegar tilraunir til þess að fara þarna niður eftir. Síðan síðla sl. sumars var nokkurn veginn mögulegt um tíma fyrir okkur mæðginin að eiga skemmti- legar stundir á þessum stað eftir að vaskir vinnumenn borgarinnar höfðu komið – loksins – og tekið til hendinni. Ekki höfðu þeir þó döng- un í sér til að lagfæra grindverkið né eyðilögð leiktækin heldur létu sér einungis nægja að hreinsa mesta draslið sem á vegi þeirra varð á svæðinu og kattaskítinn létu þeir alveg eiga sig. Þessi síðsum- arstiltekt dugði ekki lengi því fyrr en varði var allt komið í sama farið og fleiri sprek sem brotin höfðu verið úr hinu vesæla grindverki lágu á víð og dreif og liggja enn. En nú hefur algerlega kastað tólf- unum og mér er gersamlega ofboð- ið: Eftir áramótagleðina liggja nú sprengdir og ósprengdir flugeldar um allt svæðið og enn fleiri brotn- ar flöskur, vírar, dósir og hvers konar annað rusl og sóðaskapurinn er yfirgengilegur. Hafi þessi leik- völlur ekki áður verið dauðagildra fyrir lítil börn þá er hann það svo sannarlega núna. Það þarf varla að nefna að við vorum fljót að hunsk- ast í burtu og gera aðra tilraun við Bláa róló, næsta róló við. Þar var ástandið heldur skárra. Útivstarsvæðum útrýmt fyrir kassa- blokkir Ég opna svo Morg- unblaðið daginn eftir, 11. janúar og þar blasir við á fyrstu síðu: – Andstaða við tillögu um að reisa hús á leikvelli í Vest- urbænum. Þarna er átt við fyrrnefndan Bláa róló að Blómst- urvöllum. Sá er eini leikvöllurinn sem hægt er að heimsækja í nágrenn- inu. Og nú er þessi leikvöllur í út- rýmingarhættu þrátt fyrir gefin kosningaloforð stjórnmálaflokka við síðustu borgarstjórnarkosninga um verndun þessa reits. Það skal þétta byggðina þar sem hún er hvað þéttust í Reykjavík og leik- svæði barna okkar skal víkja fyrir gróðaæði einhverra verktaka sem virðast ráða byggingarstefnu borg- arinnar. Úræðaleysi heimavinnandi foreldra Það er okkur hjónunum erfitt að fá hlutavistun fyrir son okkar. Flestar dagmæður taka einungis við börnum í 100% pössun og pláss losnar ekki á leikskóla fyrr en í haust. Þá mun sonur minn hafa verið á bið- lista í heilt ár. Hann mun verða langt geng- inn inn í þriðja árið sitt þegar hann loksins kemst inn. Var ekki annað kosningarloforð Samfylkingar fyrir síðustu borgarstjórn- arkosningar að eyða biðlistum leikskóla Reykjavíkurborgar? En við hjónin erum þannig sett bless- unarlega að undirrituð getur verið heima með syni okkar að degi til þrátt fyrir engan stuðn- ing frá ríki og borg. Kannski telst þetta bara sérviska í okkur og ólíkt því sem tíðkast í grannlönd- unum er ekkert verið að styrkja svona sérvisku hér. Fyrir börn í sams konar aðstæðum og mitt er ekki margt í boði: Flest önnur börn eru hjá sínum dagmæðrum eða inni á sínum leikskólum lang- mestan part af deginum. Þau eru svo sótt síðla dags og þá venjulega svo útkeyrð að lítið er gert annað þegar heim er komið en að snæða kvöldverð og fara svo í háttinn. Eitt af því fáa sem syni mínum stendur til boða af hálfu opinberra aðila er skemmtistund á róló. Ég bið því þess eins að geta haft að- gang að vel búnum, sæmilega hirt- um og hættulausum leikvöllum í mínu hverfi sem ætti að vera sjálf- sagður réttur allra barna á þessu landi. Fyrirmyndarleikvellir í Englandi Í sumar vissi sonur minn vart hvernig hann ætti að hegða sér af kæti er við heimsóttum nokkra leikvelli Englands. Þeir voru stút- fullir af börnum, algerlega afgirtir svo engin flóttasjúk börn gætu tekið á rás, jörðin var þakin korki svo litlir hausar yrðu ekki fyrir of miklu hnjaski, leiktækin voru öll í heilu lagi og best af öllu – þar voru engir sandkassar! Þá ætti frekar að kalla „kattarsalerni". Við meg- um taka Englendinga okkur til fyr- irmyndar í þessum málum. Meira til, við mættum taka stóran hluta Vestur-Evrópu okkur til fyr- irmyndar í bygginga- og skipulags- málum. Þar ræður hugsjón og heildræn stefna oftast ríkjum. Ætli Lúxemborg sé ekki gott dæmi um slíkt?. Maður spyr sig því: Eigum við ekki bara að stíga skrefið til fulls og fara að kjósa verktaka líkt og stjórnmálamenn fyrst þeir ráða svona miklu í byggðarmálum landsins? Dauðagildrur á leikvöllum Vesturbæjar Sigurlaug Knudsen Stef- ánsdóttir fjallar um útivist- arsvæði Vesturbæjar Sigurlaug Knudsen Stefánsdóttir »Ekki höfðu þeir þó döngun í sér til að lagfæra grindverkið né eyðilögð leiktækin held- ur létu sér einungis nægja að hreinsa mesta draslið. Höfundur er tónlistarmaður. ALLIR eru einstakir, hver og einn er auðþekkjanlegur og að- greinanlegur frá öllum öðrum. Þá er hver og einn á einhvern veg eins og sumir aðrir en aðgreinanlegur frá hinum öðrum. Að lok- um eru allir eins, til- heyra tegundinni mað- ur, eru mannlegir. Með öðrum orðum erum við allt í senn; einstök – eins og sumir aðrir – og eins og allir aðrir. Áherslur í upp- eldis- og skólastarfi skipta hér miklu – er unnið með persónu- þætti, flokkunarþætti eða mannlega þætti. Mér virðist sem grunn- skólinn hafi lokast af í aðgreiningar- og flokk- unarverkum í annarra þágu en nemenda. Slík aðför verður þá bæði á kostnað mannlegrar samkenndar og já- kvæðs sjálfsmats. Skólastarfið leit- ast við að móta alla að stöðluðum kröfum að beiðni næstu viðtakenda og verður þá gjarnan minna úr mannrækt og sjálfsstyrkingu. Nemendur eru síðan vegnir og mældir og niðurstöður prófa lagðar að jöfnu andlegu atgervi. Þeir, sem auðveldast eiga með að læra á bók, eru fundnir og þeirra er atgervið og þeir munu landið erfa. Ég tel slíka aðför ekki vænlega. Að mínu mati á grunnskólinn að mæta nemandanum á mannlegu nótunum og leggja sitt af mörkum til þess að uppeldi og mótun ungvið- isins megi skila lífsglöðum, áræðn- um og sjálfsöruggum fulltrúa teg- undarinnar – fulltrúa sem ófeiminn sýnir eðli sitt eins og honum einum er lagið og velur sér vettvang og vini eftir ástæðum og að eigin frumkvæði. Eða – viðfangsefnið er manneðlið eins og það birtist í hverjum og einum í þeirri um- gjörð sem menning, staður og stund marka hverju sinni. Ég nefndi áðan bók- nám og atgervi. Oft er það talin birting góðr- ar greindar að vera góður á bókina. Má jafnvel halda því fram að leit, þjálfun eða ræktun greindar sé dulið meginviðfangs- efni skólans. Helsta leitar-, þjálfunar- og ræktunartækið er síð- an lestrarnám og bók- lestur. En hvað er greind? Er sátt um skilgreiningu greindar? Ef svo er hver er þá skilgreiningin? Ef svo er ekki hvernig er þá hægt að efla og styrkja það sem ekki hefur verið skilgreinanlegt? Gjarnan er gerður greinarmunur á greind annars vegar og gáfum hins vegar; greind þá tengd vís- indum, þekkingu og öflun þekkingar en gáfur fremur listum og sköpun. Greindin er þá jafnan fremur sem áunnin en gáfurnar nær því að vera guðs gjafir. Greindur maður er raunsær og skynsamur en sá gáfaði er skapandi eldhugi. Norskur sálfræðingur, Kjell Raa- heim, telur greind hæfileikann til þess að leysa vandamál og að gera þá hið óþekkta þekkt. Með aðstoð frá Raaheim sé ég greindina sem hæfileikann til þess að gera hið óþekkta þekkt og gera síðan hið þekkta óþekkjanlegt. Þessi skilgreining rúmar bæði vísindamanninn, rannsakandann, könnuðinn sem finnur, uppgötvar og skilgreinir eitthvað áður óþekkt sem hefur verið til og einnig upp- finningamanninn, listamanninn, hönnuðinn, sem nýtir nýja þekkingu til nytja- og listsköpunar. Greind er raunar hæfni til þess að greina, aðgreina og er þannig mjög tengd þekkingu. Þekking kemur ekki innan frá heldur er þekking háð reynslu – svo mjög að án reynslu er engin þekking. Reynslu af umheiminum öðlumst við með því að beita skynfærum okkar. Móttaka áreitis umhverfisins, skynjunin, er reynslu- og þekkingaröflun og með skipulegri úrvinnslu uppbygging og forsenda greiningarhæfni. Skynjun er því það að lesa og nema upplýs- ingar frá umhverfinu, óttalaus mót- taka og skipuleg geymd skynjana byggir upp greiningarhæfni; greind eða skynsemi. Öll skynvinnsla er ákaflega við- kvæm og forsenda sem bestrar nýt- ingar þessara mannlegu eiginleika er tilfinningalegt jafnvægi. Van- sæld, ótti, kvíði eða hvert tilfinn- ingalegt ójafnvægi sem er kreppir að og hindrar þroskandi reynslu og andlega landvinninga. Tilfinningar og greind eru því ekki andstæður á neinn veg, þvert á móti má segja að tilfinningarnar séu hinar mjúku forsendur eða hið mjúka upphaf greindar sem þá á hinn bóginn er hin ákveðna, mark- vissa, hagnýta hlið fullunninna skynjana og reynslu. Samkvæmt þessu er afar mik- ilvægt að ungviði búi alltaf og alls staðar við öryggi, ástúð og hlýju. Ennfremur að viðfangsefni þeirra utan skóla sem innan örvi ávallt til frjálsrar og óþvingaðrar framköll- unar mannlegra möguleika svo þau megi upplifa gleði uppgötvana og sköpunar og með þeim vaxi og dafni áræði og sjálfstraust. Þá má einnig benda á mikilvægi móðurmálsins er lýtur að nýtanlegri greind. Greiningarfærni eða greind öðlast fyrst og fremst gildi í ein- hvers konar samskiptum, sam- skiptum sem eru þá oftast í formi tungumáls. Í samskiptum slíkum eru því mörk greindar hvar orða er vant. Geymd reynslu er einnig gjarnan tengd orðum eða hugtökum og má því segja að tengsl málþroska og greindar séu slík að erfitt sé um að segja hvort greindin sé forsenda málþroskans eða öfugt. Hinu vil ég halda fram að svo mikilvægur sé málþroskinn að alla áherslu skuli leggja á móðurmál í grunnskóla og raunar mætti það vera eina náms- greinin, hvar síðan væri farið víða. Mannlegt eðli og atgervi Sturla Kristjánsson skrifar um skólasýn » Greindur maður er raunsær og skynsamur en sá gáfaði er skapandi eld- hugi. Sturla Kristjánsson Höfundur er sálar-og uppeldisfræðing- ur og Davis-ráðgjafi. Sjá www.les.is. AÐ undanförnu höf- um við séð í Morg- unblaðinu athygl- isverðar greinar um raforkumál eftir Hall Hallsson og Svanbjörn Einarsson, sem samið hafa skýrslu um spennujöfnun og jarðbindingu mannvirkja. Skýrslan er unnin fyrir fyrirtæki sem gefur sig út fyrir óhefðbundnar lausnir á þessu sviði og er sú þjónusta umrædds fyrirtækis lofsömuð í skrifum þeirra félaga á síðum Morg- unblaðsins. Það er ágætt framtak hjá þeim félögum að fjalla um þessa mikilvægu grunnþjónustu. Greinar þeirra eru afar litríkar en þar er hins vegar, því miður, að finna æði mörg atriði sem betur hefði mátt fara með. Engin tök eru á að fjalla faglega um öll þau atriði á þessum vettvangi öðru vísi en í flokki langra greina, sem Samorka hyggst ekki gera, ekki að sinni að minnsta kosti. Hér skal þó tekið fram að ís- lensk raforkufyrirtæki fylgjast grannt með þeim rannsóknum sem gerðar eru á þessum sviðum í þeim löndum sem næst okkur liggja. Raforkukerfi hér á landi eru byggð upp með hliðsjón af reglum og stöðlum sem í gildi eru hérlendis og í okkar heimshluta. Áhersla er þar lögð á að varn- arkerfið veiti það fullkomnasta ör- yggi sem völ er á við eðlilegar að- stæður. Það er sannfæring íslenskra rafveitna að íslenska raf- orkukerfið standist vel samanburð við það sem best er gert annars staðar. Án efa má hins vegar finna dæmi um einstök verk sem hefði mátt vinna betur en hafa engu að síður komist í gegnum nálarauga eftirlitskerfis rafverktaka. Sama má væntanlega segja um flestar atvinnugreinar. Í slíkum tilfellum er auðvitað rétt að umræddir neytendur beri málið upp við um- ræddan rafverktaka eða annan slíkan, eða við sína rafveitu ef vandinn er rakinn þangað. Ábyrgðarhluti að hrella grun- lausa raforkunotendur Svo dæmi sé tekið af fullyrðingu um að í heftinu Tæknilegir teng- iskilmálar raforkudreifingar – sem Samorka gefur út – séu villur um sverleika jarðtauga, þá er þar um misskilning eða lestrarónákvæmni að ræða, sem Samorka er að sjálf- sögðu reiðubúin til að ræða við greinahöfunda. Raunar hefði verið velkomið að eiga slíka fundi áður en greinar þessar voru settar á síður Morgunblaðsins, þar sem þær geta hrellt grunlausa raf- orkunotendur. Það er ábyrgð- arhluti að setja fram niðurstöður um meinta vá á umdeilanlegan máta. Gústaf Adolf Skúla- son og Sigurður Ágústsson fjalla um greinar sem ný- lega birtust í Morg- unblaðinu um um raforkumál » Það er sannfæring íslenskra rafveitna að íslenska raforkukerf- ið standist vel sam- anburð við það sem best er gert annars staðar. Sigurður Ágústsson Gústaf Adolf Skúlason er aðstoðar- framkvæmdastjóri og Sigurður Ágústs- son deildarstjóri raforkusviðs Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja. Gústaf Adolf Skúlason Af litríkum skrifum um raforkumál

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.