Morgunblaðið - 02.02.2008, Qupperneq 34
34 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Andrés Jónssonfæddist í Deild-
artungu í Reyk-
holtsdal í Borg-
arfirði 11. maí
1919. Hann ólst
upp í Deildartungu
og þar lést hann
24. janúar síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Sig-
urbjörg Björns-
dóttir, f. 18. nóv-
ember 1886, d. 14.
janúar 1984, og
Jón Hannesson, f.
15. desember 1885, d. 12. júlí
1953. Systkini Andrésar eru
Hannes, f. 5. janúar 1914, d. 15.
september 2005, Björn, f. 28. júlí
1915, d. 13. mars. 1978, Vigdís,
f. 6. mars 1917, Sveinn Magnús,
f. 11. ágúst 1922, d. 1. október
1939, Soffía Guðbjörg, f. 24. des-
ember 1925, d. 14. júní 1998,
Ragnheiður, f. 21. desember
1928 og Guðrún, f. 1. mars 1931.
Sambýliskona Andrésar frá
árinu 1966 er Kolbrún Árnadótt-
ir, f. 16. febrúar 1935. Foreldrar
hennar voru Guðrún Jónasdóttir,
f. 18. janúar 1894, d. 13. júní
1961, og Árni Sigurðsson, f. 19.
ágúst 1886, d. 5. júlí 1958. Synir
Andrésar og Kolbrúnar eru; 1)
Sveinn garðyrkjubóndi, f. 17.
febrúar 1967, maki Jóna Ester
Kristjánsdóttir, þau eiga einn
son, Kristján Sigurbjörn, f. 6.
nóvember 2003. Fyrir á Jóna
október 1962, börn Einars eru
Guðlaug Elísa, f. 4. ágúst 1982,
og Lovísa Sjöfn, f. 26. júlí 1986.
Andrés tók ungur að árum
fullan þátt í heimilis- og bústörf-
um eins og þá tíðkaðist. Hann
gekk í Reykholtsskóla frá ár-
unum 1935 til 1937 og fór svo í
Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykj-
um í Ölfusi árið 1939 og útskrif-
aðist þaðan garðyrkjufræðingur
árið 1941. Andrés stundaði svo
nám við leiklistarskóla Lárusar
Pálssonar því leiklist var honum
kært áhugamál alla tíð. Andrés
tók við búi föður síns árið 1953,
stofnaði nýbýlið Deildartungu II
og stundaði þar sauðfjárbúskap
og síðar garðyrkju allt til ársins
1998. Hann var starfsmaður
Hitaveitu Akraness og Borg-
arfjarðar frá árinu 1981 og var í
fjölda ára í byggingarnefnd hér-
aðsins. Andrés hafði mikinn
áhuga á hrossum, lagði mikla
rækt við þau og hafði gott auga
fyrir gæðingum. Eftir að ald-
urinn færðist yfir sneri hann sér
þó meira að skógrækt sem hann
hafði stundað í æsku ásamt
Sveini bróður sínum. Andrés var
áhugasamur um félagsstörf og
naut Ungmennafélag Reykdæla
þar mest krafta hans. Þar var
hann formaður um árabil og lék
í og leikstýrði fjölda leikrita.
Andrés var félagi í Kaupfélagi
Borgfirðinga og var fulltrúi þess
á þingum Sambandsins. Síðustu
árin tók hann virkan þátt í Fé-
lagi eldri borgara í Borgarfirði.
Útför Andrésar fer fram frá
Reykholtskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
eina dóttur, Evu
Margréti, f. 1. maí
1992. 2) Dagur garð-
yrkjubóndi, f. 21.
júlí 1971, maki Bára
Einarsdóttir, synir
þeirra eru; Andri
Freyr, f. 28. desem-
ber 1999, Arnar
Ingi, f. 7. maí 2002,
og Alexander Ernir,
f. 13. júlí 2005. Fyrir
á Bára fjögur börn;
Einar Örn, f. 1.
ágúst 1984, Sunnu
Rós, f. 26. júní 1987,
Helga Axel, f. 6. mars 1992, og
Söru Dögg, f. 6. mars 1992. Fyr-
ir átti Kolbrún fjögur börn, þau
eru: 1) Björk Emilsdóttir skrif-
stofumaður, f. 2. september
1954, börn Bjarkar eru María, f.
12. desember 1974, Adda Magný,
f. 26. júlí 1979 og Jóhannes Birn-
ir, f. 21. október 1992. 2) Sigríð-
ur Sigmundsdóttir skrif-
stofustjóri, f. 21. janúar 1957,
börn Sigríðar eru Hulda Ósk, f.
13. apríl 1980, Sigmundur, f. 28.
nóvember 1989, Kolbrún Sjöfn, f.
19. janúar 1993, og Aðalbjörn
Gottskálk, f. 25. ágúst 1996. 3)
Árni Sigmundsson lögreglumað-
ur, f. 30. nóvember 1958, börn
Árna eru Hjalti Brynjar, f. 25.
júní 1983, Ásgeir Viðar, f. 21.
september 1984, Ásta Björk, f.
30. júní 1989, og Arna Hrönn, f.
21. apríl 1994. 4) Einar Sig-
mundsson vörubílstjóri, f. 19.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Valdimar Briem.)
Nú er komið að kveðjustund og
það eru forréttindi að hafa átt þig
sem stjúpa. Hafðu þökk fyrir sam-
fylgdina í öll þessi ár, minningarnar
geymi ég í hjarta mínu.
Björk.
Fyrsta minningin mín um Andrés
er þegar ég var smástelpa í jeppan-
um hans á leið niður í stöð að sinna
eftirlitinu. Mér þótti skemmtilegast
þegar Andrés leyfði hundinum Rósa
að koma með, þá gátum við Rósi farið
í eltingarleik inni í stöð og skapað
óskaplegan hávaða. Ekki fékk nú
Rósi alltaf að koma með inn enda
held ég að Andrési hafi ekki verið allt
of vel við hávaðann í okkur, þótt hafi
hann haft lúmskt gaman af. Hin síð-
ari ár lækkaði hávaðinn í manni eitt-
hvað en Eyrún, síðasti hundurinn
hans Andrésar, lét aldeilis í sér heyra
þegar maður keyrði í hlaðið.
Við Andrés vorum aldrei uppi-
skroppa með samræður, hvort sem
það var um pólitík, Svíaríki, bækur
eða ættfræði.
Það lyftist aldeilis á honum brúnin
þegar ég kom í heimsókn eftir að hafa
ráðið mig í ráðuneyti framsóknar-
manna, alltaf var eitthvað um að vera
í pólitíkinni þannig að við höfðum úr
nægu að moða.
Andrés hafði gaman af að fræða
mig um hinar og þessar bækur og
hann tjáði skýrt skoðun sína á jóla-
bókunum hvert ár. Oft fannst mér
hann nú ansi dómharður þótt við
værum oft sammála. Ein jólin höfð-
um við fengið sömu ónefndu bókina í
jólagjöf og án nokkurs samráðs okk-
ar á milli höfðum við bæði skilað bók-
inni, okkur leist hvorugu á hana eða
dómana sem hún hafði fengið. Þetta
fannst okkur sniðugt.
Ég botna ekki ennþá í minninu
sem Andrés bjó yfir. Hann gat mun-
að ættartölur fólks sem hann hafði
jafnvel bara hitt einu sinni eða aldrei.
Oft mundi hann betur hverjir voru
skyldir mér og hvernig heldur en ég
sjálf. Hin síðustu ár var minnið að-
eins orðið götótt en það átti nú bara
við það sem gerðist deginum áður,
það sem gerðist fyrir óralöngu mundi
hann í þaula.
Stundum kom Andrés niður í garð
og var þá oftar en ekki að kíkja á
handbragðið þar sem maður skar af
gulrótunum, auðvitað sagði hann
manni til ef hann fékk tækifæri til
þess. Þá var Andrés liðtækur heima
fyrir og það er mér ofarlega í huga
þegar hann sagði mér eitt sinn til
með uppvaskið, þá hristi amma haus-
inn og ég tautaði ofan í bringuna.
Ekki átti ég von á tilsögn þar.
Það er ekki hægt annað en að
minnast á áhuga Andrésar á
plöntum, þó hafði hann sérstakt dá-
læti á lúpínum. Best þótti honum ef
þær náðu fótfestu á þúfu þannig að
þær sæjust betur. Fáir stóðu honum
snúning í bláberjatínslu, en hann var
stundum grunaður um að stinga nið-
ur lúpínufræjum þegar hann var bú-
inn að tína bláberin, við lítinn fögnuð
sumra.
Þótt Andrés hafi verið kominn á
efri ár var mér mjög brugðið þegar
ég fékk fréttir af fráfalli hans. Við
áttum meðal annars alveg eftir að
gagnrýna jólabækurnar, fara ræki-
lega í gegnum pólitík líðandi stundar
og spá í hversu skýrmæltar nýju þul-
urnar hjá Ríkissjónvarpinu eru.
Koma tímar koma ráð.
Það er með söknuði sem ég kveð
þennan mæta mann og með kæru
þakklæti fyrir góð kynni.
Elsku amma mín, þú og þínir eigið
samúð mína alla.
María.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Sú frétt barst mér við komu frá út-
löndum að Andrés Jónsson frændi
minn í Deildartungu væri látinn.
Hann er hinn síðasti af sonum Jóns
Hannessonar og Sigurbjargar
Björnsdóttur sem fellur frá. Hinir
voru Sveinn, Björn og Hannes.
Andrés var vandaður maður eins
og reyndar öll systkinin frá Deildar-
tungu. Maður sem ekki mátti vamm
sitt vita og kom hvarvetna fram til
góðs.
Sveinn Sæmundsson.
Margar mínar dýrmætustu
bernskuminningar tengjast Andrési
móðurbróður mínum, bónda í Deild-
artungu, þegar hann leiddi mig við
hönd sér niður að húsum, við riðum á
köldu vori vestur á Tungu að huga að
lambfé eða hann teymdi undir mér á
folatitti, sem hann var að temja, yfir
blauta mýri. Ég ólst upp í Deildar-
tungu hjá Adda til átta ára aldurs, fór
eftir það upp eftir á sumrin og í
skólafríum fram undir tvítugt.
Addi ólst upp á fjölmennu sveita-
heimili þar sem margt var um mann-
inn, stór fjölskylda, ótal vinnuhjú og
ættingjar ungir sem aldnir, kynslóð-
ir, sem ólu hver aðra upp. Nokkuð
sem nú heyrir sögunni til. Addi erfði
frásagnargleðina og söguminnið frá
móður sinni og móðurömmu og gat
endalaust sagt gamladagasögur.
Margar þeirra bentu til að hann hafi
verið uppátektarsamur eða alla vega
mjög fjörugur krakki eins og einn af
uppalendunum í gamla húsinu,
Lauga móðursystir hans, orðaði það.
Í heimatúninu rétt neðan við bæinn í
Deildartungu var kletturinn Blundur
sem hentaði vel, að sögn Adda, til að
renna sér á og losa sig við óþægilegar
vaðmálsbuxur. Í klettinum hlýtur að
hafa verið huldufólk því einhverju
sinni hélt Addi því fram við Laugu að
hann hefði villst svo illa hjá klettinum
að hann rataði ekki heim fyrr en að
loknum fjósverkum.
Addi las allt sem hann náði í, var
ótrúlega minnugur og skildi ekki
þegar við krakkarnir kunnum ekki
kjaftafögin upp á okkar tíu fingur.
Hann var mikill grínisti, afskaplega
stríðinn og lagði gjarnan út af því
sem hann las eftir sínu eigin höfði eða
skáldaði einhverjar endaleysur.
Hestarnir, hundarnir og jafnvel túnin
hétu í höfuðið á þekktum söguper-
sónum, sveitungum hans eða kannski
kaupakonunum. Fyrsti hundurinn
sem ég man glöggt eftir í gamla hús-
inu hét Pílon í höfuðið á söguhetjunni
í Kátir voru karlar eftir Steinbeck,
þýfðasta túnið í Hamarsgeiranum
hét Halldóran og hesturinn minn
hlaut hið óvirðulega nafn Músin af því
að hann var svo músarlegur í framan.
Jafnvel fötunum mínum var gefið
nafn og um tíma átti ég rauðan kjól
með mörgum vösum, sem hann kall-
aði fátækramannaflíkina.
Eins og amma var Addi haldinn
ástríðufullum ættfræðiáhuga. Þegar
ég á menntaskólaárum mínum smit-
aðist um stundarsakir reyndi ég að fá
lánaða hjá honum Ættir Skagfirðinga
eftir Pétur Zophóníasson, en það var
ekki við það komandi, hún varð að
vera á náttborðinu því hann las í henni
á hverju kvöldi.
Addi hafði yndi af hestum, var alltaf
vel ríðandi, átti góðgenga og fantavilj-
uga gæðinga, gjarnan bleik- og móá-
lótta, sem snérust í kringum rollurnar
eins og hugur manns. Í sumar fór ég í
hestaferð í Skagafirði og datt í hug að
ég myndi harla lítið af sögunum sem
amma og Addi höfðu sagt mér af þess-
um slóðum. Ég fór því í smiðju til
Andrésar þegar ég kom heim og
ræddi við hann um Soffíu ömmu hans
sem endaði ævina í Deildartungu.
Hann hafði frásagnir hennar ennþá á
takteinunum en hvort næsta kynslóð
kemur þeim áfram er allsendis óvíst.
Elsku Kolla, Svenni, Dagur og aðr-
ir aðstandendur, ég sendi ykkur mín-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Sigurbjörg Þorsteinsdóttir.
Við minnumst Andrésar sem okkar
besta nágranna og vinar.
Andrés Magnús Jónsson var fædd-
ur í Deildartungu 11. maí 1919 og var
Deildartunga hans heimili þar til
hann lést hinn 24. janúar síðastliðinn.
Í byrjun 7. áratugarins flutti Andrés í
nýbyggt hús sitt í Deildartungu II
sem stendur steinsnar frá Víðigerði
og urðu því öll samskipti við okkur á
þeim bæ mun nánari. Þá stundaði
Andrés sauðfjárbúskap auk þess sem
hann átti margt góðra hesta og seint
gleymist hve stolt Stína systir var
þegar hann setti hana á annan þann
mósótta í einhverja smalamennskuna
með sér.
Síðar hætti Andrés sauðfjárbúskap
og stundaði eftir það grænmetisrækt-
un í heitum garðlöndum í næsta ná-
grenni við hverinn í Deildartungu.
Auk þess að vera mikill náttúruunn-
andi og bera gott skynbragð á hvers
kyns gróður hafði hann stundað garð-
yrkjunám og var í 1. árgangi sem út-
skrifaðist frá Garðyrkjuskólanum á
Reykjum í Ölfusi, enda lék ræktunin í
höndum hans og frá honum kom af-
burðagott grænmeti.
Andrés í Deildartungu tók mikinn
þátt í ýmsum félagsmálum og eru
störf hans á vegum Umf. Reykdæla
öllum sem til þekkja minnisstæðust.
Þegar á þetta er minnst koma leik-
störfin strax upp í hugann, ekki síst er
unnið var að uppsetningu Skugga-
Sveins seinni hluta vetrar 1966. Auk
þess að stjórna, ásamt Jónasi heitnum
Árnasyni, sem lék Skugga, þá lék
Andrés Sigurð í Dal. Hlutverk Sig-
urðar var stórt og textinn vandlærð-
ur, enda er þess minnst er Stína systir
sat inni hjá Andrési á vetrardögum
eftir gegningar og hlýddi honum yfir.
Þeir Jónas og Andrés liðu ekki öðrum
að kunna ekki textann, svo hér dugði
ekki annað en eljusemin. Það var
heldur ekki að spyrja að árangrinum,
meðferð Andrésar á hlutverki Sigurð-
ar í Dal var afburðagóð og í hvert sinn
er ég hugsa til Andrésar koma mér
setningar úr textanum í hug. Síðar
hefur mér oft orðið hugsað til þeirrar
bjartsýni sem í því var fólgin að fá þá
Andrés og Jónas til að fara með leik-
stjórnina saman, þessa tvo skapmiklu
menn, en ekki minnist ég að þeim hafi
orðið sundurorða eitt einasta skipti á
æfingatímanum, hafa líklega borið
virðingu hvor fyrir öðrum og borið
gæfu til að nýta þá þekkingu sem þeir
höfðu hvor fyrir sig. Andrés hafði
stundað leiklistarnám á yngri árum
og ekki þarf að fjölyrða um þekkingu
Jónasar á hlut tónlistarinnar í verk-
inu.
Andrés var hafsjór af fróðleik og
hafði gaman af að segja frá, hann las
gríðarmikið og var minnugur og er
margra stunda að minnast þegar
hann sagði okkur sögur um hvaðeina
bæði meðan við vorum unglingar og
eins á síðari árum. Síðast er við sett-
umst saman við kringlótta stofuborð-
ið hjá þeim Andrési og Kolbrúnu var
síðastliðið vor og var eitt og annað
rifjað upp eins og svo ótal sinnum áð-
ur.
Andrés var okkur í Víðigerði alltaf
sérlega hjálpsamur, oft var staðið í
byggingarframkvæmdum og var
hann þá alltaf reiðubúinn að rétta
hjálparhönd, en ekki síður á dimmum
vetrardögum og allt í rúst eftir stór-
viðri, þegar mikið lá við að bjarga
plöntum undan eyðileggingu, þá kom
Andrés, fámáll, og gekk í það sem
gera þurfti með okkur hinum og var
svo farinn, vissi að óþarfa mas bætti
ekki tjón á gróðurhúsum og plöntum.
Kolbrún, Sveinn og Dagur, við vott-
um ykkur samúð, Andrés gaf okkur
mikið, það lýsir á minningu hans.
Kristján Benediktsson.
Andrés Jónsson, bóndi í Deildar-
tungu, var einhver skarpgáfaðasti
maður sem ég hef kynnst. Hann hafði
yndi af rökræðum og þekking hans
var ótrúlega víðtæk. Hann nam leik-
list hjá Lárusi Pálssyni og var í fyrsta
árgangi sem útskrifaðist úr Garð-
yrkjuskóla Íslands í Hveragerði og
dvaldist á yngri árum nokkuð erlend-
is, aðallega í Svíþjóð.
Móðir mín setti inn auglýsingu hjá
Ráðningarskrifstofu landbúnaðarins
um vikapilt, sem vildi kostast í sveit.
Þannig var það tilviljun að ég réðst til
Andrésar. Hann vissi strax hvernig
átti að tala við mig. Annan daginn í
Deildartungu bað hann mig að stinga
út úr fjárhússtíu. Þegar hann kom aft-
ur seinna um daginn hafði ég lokið
verkinu og spurði ég hvort ekki væri
vel unnið. „Strax á öðrum degi ertu
farinn að sníkja hól,“ sagði hann. Mér
brá mjög við þetta svar, en seinna
skildi ég að þarna fékk ég fyrstu lexí-
una hjá Andrési, hann talaði ekki við
mig væmið mélkisumál eins og fólki
hættir til að tala við börn. Hann talaði
við mig eins og fulltíða mann, en ein-
mitt það gerir mann fulltíða um síðir.
Einn daginn rétti hann mér bók og
sagði að mér mundi líka, en þetta var
Gerpla. Á daginn við vinnuna, spurði
hann mig út úr hvar ég væri staddur í
lestrinum. Svo rak hver bókin aðra,
hjá honum las ég mikið af Kiljan,
Steinbeck og fleiri höfunda. Hann
kenndi mér einnig að lesa ljóð, en
Magnús Ásgeirsson hefur æ síðan
fylgt mér í gegnum lífið. Ef eitthvað
bjátaði á skilninginn hjá mér, var ekki
komið að tómum kofunum hjá Andr-
ési. Smátt og smátt öðlaðist hinn ráð-
villti unglingur nýja sýn á lífið.
Einhverju sinni síðsumars ræddum
við hvar ég ætti að taka landspróf. Ég
spurði hann hvort álitlegt væri að fara
í Reykholt. Hann sagði mér að fara
þangað og ræða við Þóri Steinþórsson
skólastjóra, en Andrés vildi að ég
hefði sjálfur fyrir mínum málum. Úr
varð að ég gekk á fund Þóris, en hann
tók mér afar vel og samdist okkur um
að ég fengi skólavist um veturinn.
Seinna heyrði ég haft eftir Þóri að
sennilega hefði það ekki gerst síðan á
nítjándu öld að skólapiltur gengi lang-
an veg á fund skólameistara og hefði
ekki verið unnt að hafna minni bón.
Þannig atvikaðist það að fyrstu skref
mín á menntabrautinni að loknu
skyldunámi voru stigin undir öruggri
forsjá Andrésar og Þóris.
Þegar Andrés fór á bæi hafði hann
mig oft með. Hann fór með mig á ráð-
stefnur, til dæmis upp á Bifröst þar
sem ég kenni nú í háskóla. Stöðugt
vorum við að ræða menn og málefni
og oft var gestkvæmt í Deildartungu,
þangað komu stórbrotnir einstakling-
ar. Halldór Pálsson búnaðarmála-
stjóri kom stundum og var tvo daga,
talaði stanslaust og alltaf af viti. Allt
þetta mannlíf, allar sögurnar, drakk
unglingurinn í sig eins og svampur.
Um síðir breyttist hinn ráðvilltu
unglingur í fulltíða mann. Það kom
sem sé á daginn að garðyrkjumeist-
arinn Andrés Jónsson hafði ræktað
fleira en jurtir. Þakkarskuld mín við
hann verður seint goldin. Á kveðju-
stund sendi ég Kolbrúnu og öðrum
venslamönnum samúðarkveðjur. Ég
mun sitja áfram í dalnum okkar.
Blessuð sé minningin um góðan
mann.
Guðmundur Ólafsson.
Kynni mín af Andrési Jónssyni hóf-
ust stuttu eftir að við hjónin fluttum í
Reykholtsdalinn. Ég sé fasið fyrir
Andrés Jónsson