Morgunblaðið - 02.02.2008, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2008 35
✝ Ingimar Þórð-arson fæddist á
Úlfsstöðum í Valla-
hreppi í Suður-
Múlasýslu, 25. apríl
1924. Hann lést 23.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru hjónin Guð-
ríður Albertsdóttir,
f. á Akranesi 14.10.
1887, d. 9.7. 1926,
og Þórður Eiríks-
son, f. í Vallanes-
sókn í Suður-
Múlasýslu, 7.10.
1869, d. 28.10. 1950. Bróðir
Ingimars var
Magnús, f. 4.5.
1922, d. 25.12.
1991. Einnig eign-
uðust foreldrar
þeirra tvö börn,
stúlku og dreng,
sem dóu í bernsku.
Ingimar rak
lengi vöruflutn-
ingafyrirtæki á
Egilsstöðum.
Útför Ingimars
fer fram frá Egils-
staðakirkju í dag
og hefst athöfnin
klukkan 14.
Mér brá óneitanlega þegar Helgi
bróðursonur minn hringdi og sagði
mér að Ingimar vinur minn og frændi
væri látinn. Ég vissi að hann var bú-
inn að vera veikur undanfarna mánuði
en í okkar síðasta samtali fyrir stuttu
sagðist hann vera við góða heilsu.
Okkar samferð er orðin löng og mikið
spjallað í gegnum árin.
Sem ungur maður keypti Ingimar
sér vörubíl og smíðaði sjálfur hús á
hann til vöruflutninga og var fyrstur
manna til að flytja vörur landleiðina
milli Austfjarða og Reykjavíkur. Það
var ekki auðvelt í þá daga, vegir slæm-
ir og ár flestar óbrúaðar, enda lenti
hann oft í miklum hrakningum og það
kom fyrir að ferðin aðra leiðina tók
upp undir viku. Hann hélt mikið upp á
þennan fyrsta bíl sinn og veit ég ekki
annað en hann sé til enn í geymslu fyr-
ir austan. Hann sýndi mér hann fyrir
nokkrum árum og fór hann í gang við
fyrsta start, þessi bíll ætti að vera á
safni. Ingimar vann við vöruflutninga
alla tíð og að sjálfsögðu endurnýjaði
hann bílana sína eftir þörfum, þar til
hann hætti vegna aldurs. Hann seldi
bílana og vöruskemmu sem hann átti
og nú var kominn tími til að sinna öðr-
um áhugamálum sem voru ferðalög og
skoðunarferðir. Hann keypti sér
jeppa og ferðaðist vítt og breitt um
landið, og var ég oft með í förum.
Margar ferðir eru eftirminnilegar, til
dæmis Vopnafjarðarferðin þar sem
Ingimar horfði víst einum of mikið í
kringum sig og við vorum stoppaðir af
lögreglu sökum undarlegs ökulags.
Þeir héldu að ökumaðurinn væri undir
áhrifum og hafði Ingimar gaman af
þar sem hann hafði aldrei bragðað
áfengi. Við fórum einnig í Loðmund-
arfjörð og líka var fylgst reglulega
með byggingu Kárahnjúkavirkjunar
og það síðast í sumar sem leið.
Ingimar átti bát sem hann skrapp
með niður á firði og veiddi í soðið. Eitt
sinn sem við fórum saman út frá
Seyðisfirði lentum við í miklum fiski
en hættum þegar okkur fannst nóg
komið. Okkar nánustu voru ekki alltaf
í rónni þegar við vinirnir á áttræðis-
og níræðisaldri lögðum upp í þessi
ævintýri.
Ingimar endurnýjaði jeppana sína
á tveggja ára fresti og þegar honum
fannst hann vera búinn að ferðast nóg
um Ísland í bili fékk hann sér hjólhýsi
og fór að kanna önnur lönd. Hann
sigldi með Norrænu til Noregs og
keyrði alla leið til Norður-Noregs og
fannst honum vegirnir nokkuð hrika-
legir á köflum.
Ég og konan mín, sem nú er látin,
fórum tvívegis til Evrópu með Ingi-
mar í ferðir sem voru fimm landa sýn.
Þetta voru ólýsanlegar ferðir. Í Fen-
eyjum fórum við á gondól eftir síkj-
unum og Ingimar fékk sér eftirlík-
ingu sem hann tók með heim. Eitt
sinn fór hann með okkur til Kanarí en
honum fannst ekkert almennilegt að
skoða þar og ekki lá hann í sólbaði
eins og flestir. Síðasta utanlandsferð-
in hans var 2005, þá fór hann með
Stefáni syni mínum, með bíl og hjól-
hýsi og keyrðu þeir um mestalla Vest-
ur-Evrópu.
Nú hefur góður samferðamaður
lagt upp í sína hinstu ferð og kem ég
til með að sakna samverustundanna,
þegar hann kom suður og gisti hjá
mér á Dalbrautinni eða ég skrapp
austur til hans.
Börnin mín og fjölskyldur þeirra
missa einnig góðan vin því góð tengsl
höfðu myndast í gegnum árin, þar
sem dvalið hefur verið á Seyðisfirði í
orlofshúsi hvert ár til margra ára.
Hvíl í friði, góði vinur.
Þorvarður Guðmundsson.
Ingimar Þórðarson
✝ Páll Óskar Haf-liðason fæddist
í Búð í Þykkvabæ í
Rangárvallasýslu
29. nóvember 1921.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnun Suð-
urlands á Selfossi
15. janúar síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Hafliði Guð-
mundsson, f. 30.9.
1886, og Guðrún
Daníelsdóttir, f.
10.2. 1890. Þau
eignuðust sex börn,
systkini Páls eru: Kristjón bóndi
á Tjörn í Þykkvabæ, f. 6.3. 1919,
látinn, Guðrún handavinnukenn-
ari, húsmóðir í Reykjavík, f.
1.12. 1923, látin, Hákon bíla- og
vélaviðgerðarmaður, f. 11.6.
1925, bjó lengst af í Háteig í
Þykkvabæ, látinn, Ólafía Guðný
skrifstofum. í Reykjavík, f. 28.3.
1927, látin, og Daníel Sig-
ursteinn bóndi í
Búð II, f. 29.7.
1935.
Páll kvæntist ár-
ið 1970 Steinunni
Adolfsdóttur, f. 8.1.
1938. Sonur þeirra
er Hafliði, f. 1971.
Steinunn, sem var
ekkja, átti fyrir
þau Harald, Georg,
Adolf og Aðalheiði.
Þau byggðu nýtt
hús í Búð og
bjuggu þar æ síðan
en hugðust flytja
til Hveragerðis nú á næstunni,
þar sem búskapnum var hætt og
heilsan brostin.
Páll varð búfræðingur frá
Hólaskóla 1941. Bjó í Búð ásamt
foreldrum og bróður, félagsbúi
meðan þau lifðu. Páll vann við
vatnamælingar með Sigurjóni
Rist á yngri árum.
Útför Páls var gerð í kyrrþey.
Búðar-heimilið var ætíð mann-
margt og fjölgaði talsvert yfir sum-
arið meðan störfin voru unnin mest
með handafli. Haustin voru einnig
annasöm því kartöflurækt var mik-
il. Gestagangur var og mikill og
þótti ekki tiltökumál þó fólk dveldi
um tíma.
Ekki munaði um að bæta við
einu barni því sú sem þetta skrifar
bættist í systkinahópinn nýfædd
um miðja síðasta öld og ólst upp í
Búð, hjá ömmu, afa og móður-
systkinum. Kynntist lífi tveggja
kynslóða sem höfðu upplifað tím-
ana tvenna og ótrúlegar breytingar
í þjóðfélaginu. Þroskaðist af
reynslu þessa fólks og lærði að
meta fólk að verðleikum, umvafin
hlýju, ekki síst frá þér, Palli minn,
þú varst mér sem faðir. Þú last
fyrir mig söguna um Mjallhvít lík-
lega nokkur hundruð sinnum,
stríddir mér góðlátlega, gafst mér
stærstu páskaeggin sem fengust,
passaðir að afi legði ekki of hart að
mér við lærdóminn áður en ég
byrjaði í barnaskóla, tókst úr mér
flísar með vasahnífnum þínum.
Gafst mér kött og lömb.
Þegar ég svo vildi fara í Skógar-
skóla var ég svo vitlaus að ég gerði
mér ekki grein fyrir að það kostaði
peninga. Það var ekki haft á orði
heldur, og ég vissi ekki fyrr en eft-
ir þrjá vetur þar að þú hefðir borg-
að það fyrir mig. Mér hefur fundist
ég standa í þakkarskuld við þig og
ég veit að þú ætlaðist ekki til að
hún yrði goldin.
Þú varst orðinn þrotinn að kröft-
um, líkaminn slitinn af erfiðisvinnu,
hafði gjörsamlega gefið sig, en allt-
af varstu andlega hress og kvart-
aðir aldrei. Æðruleysið og ljúf-
mennskan var þér í blóð borin. Lán
þitt var að eiga góða konu sem
barðist með þér í blíðu og stríðu,
annaðist þig af einstakri fórnfýsi
og dugnaði. Þannig eru hvunndags-
hetjur. Þó að þú hafir ekki náð að
flytja í húsið ykkar í Hveragerði
veit ég að nú ert þú á góðum stað,
kaunin verða eftir og við hittumst
heil þegar þar að kemur.
Hafdís Björnsdóttir.
Páll Óskar Hafliðason mér þegar hann gekk rakleitt heim aðhúsinu, stilltur og fumlaus. Hann var
ekkert að tvínóna við erindið, það
vantaði manneskju til að annast bóka-
safnið í Logalandi. Þannig leiddi hann
mig að hjartfólgnum þætti ung-
mennafélagsstarfsins, sem hann hafði
sjálfur átt mikinn þátt í að rækta. Það
var þó ekki fyrr en löngu síðar að mér
varð ljóst, hve löng sú saga var. Hann
var ekkert að stæra sig af fortíðinni.
Það var ekki fyrr en ég fór að rýna í
sögu ungmennafélagsins og fletta
gömlum gerðabókum þess, að ég
skynjaði þetta. Nafn Andrésar í
Tungu sést snemma þar á blaði, lík-
legast hefur hann ekki verið nema
rétt fermdur þegar hann fór að láta til
sín taka í nánast öllum málum. Lestur
slíkra bókmennta leiðir nútímamann-
eskju að óþekktri vídd elju og bjart-
sýni, sem lá að baki stofnun og við-
haldi samtakanna, sem höfðu ræktun
lýðs og lands að meginviðfangsefni.
Af sjónarhóli nútímans gæti svo virst
að fólk hafi ekki haft annað að gera en
starfa fyrir félagið, svo mikið var á sig
lagt til að allt gengi þar sem best.
Andrés lá þar hvergi á liði sínu. Hann
var í framvarðarsveit þeirra, sem
stækkuðu og breyttu húsi félagsins,
tók þátt í leiksýningum og stýrði þeim
um árabil og var í fjölda ára bókavörð-
ur eða aðstoðarbókavörður, fyrst 17
ára, og seinna tvo tugi ára í stjórn
safnsins.
Það voru sannkölluð forréttindi að
fá að kynnast Andrési betur.
Skemmtilegar stundir í bókasafninu,
hispurslausar umræður um allt á milli
himins og jarðar. Skopskynið svo tært
og græskulaust og hugurinn albúinn
þess að kynna sér nýjungar og óvænt
litbrigði lífsins. Hann var með fyrstu
nemendum á Garðyrkjuskóla ríkisins
í Hveragerði og einstök ræktun og
hugvit á svæðinu í kringum Deildar-
tunguhver hlaut að vekja aðdáun. Þar
uxu dýrlegir ávextir jarðarinnar við
atlæti, sem hver aldingarður væri
fullsæmdur af. Samstillt vinna Kollu
og Andrésar við þá ræktun er verðugt
rannsóknarefni og til eftirbreytni.
Það starf var ekki í hámælum haft, en
þegar haustaði jafnaðist ekkert á við
að koma heim úr Deildartungu með
girnilega grænmetið þeirra, stinga
því í pottana eða stýfa það úr hnefa.
Við fjölskyldan eigum margar minn-
ingar úr húsi Andrésar og Kollu.
Gestrisni og höfðingsskapur ein-
kenndi samskiptin við þau. Hestavið-
skipti áttum við skemmtileg, okkar
stórbrotnasti hestur var ættaður frá
þeim. Að sitja að spjalli þar heima var
á við heimsreisu. Andrés naut þess að
fræða og spjalla, bæði við yngri og
eldri. Ógleymanleg var stund, sem við
áttum einu sinni saman með 8 ára
krökkum í skólanum. Hann kom
þangað í heimsókn og svaraði spurn-
ingum um sögu staðarins. Mynd, sem
lifir og skilur eftir sig þekkingu á liðn-
um tíma, sem á undan okkur fór.
Þakkir og virðing fylgja Andrési
Jónssyni við ferðalok. Ástvinum og
fjölskyldu vottum við samúð.
Jónína Eiríksdóttir
og fjölskylda
á Kleppjárnsreykjum.
Fífilbrekka, gróin grund,
grösug hlíð með berjalautum,
flóatetur, fífusund,
fífilbrekka, smáragrund,
yður hjá ég alla stund
uni best í sæld og þrautum,
fífilbrekka, gróin grund,
grösug hlíð með berjalautum.
Sæludalur, sveitin best,
sólin á þig geislum helli,
snemma risin, seint er sest,
sæludalur, prýðin best.
Þín er grundin gæðaflest,
gleðin æsku, hvíldin elli.
Sæludalur, sveitin best,
sólin á þig geislum helli.
(Jónas Hallgrímsson)
Fyrir 10 árum síðan kynntumst við
tengdaföður okkar Andrési Jónssyni
frá Deildartungu. Við viljum þakka
honum góðan vinskap og alla þá natni
og einlægni sem hann sýndi sonum
okkar. Strákarnir sakna þín mikið, en
vita að þú hefur það gott með Eyrúnu
og Kýru.
Elsku tengdapabbi og afi, Guð
geymi þig og varðveiti.
Bára, Jóna Ester og synir.
✝
Hjartans þakkir færum við þeim sem sýndu okkur
samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts og útfarar
ástkærar móður minnar og tengdamóður,
AÐALHEIÐAR ÁSTU ERLENDSDÓTTUR,
Skjóli, Kleppsvegi 64,
áður Rjúpnasölum 12,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á Skjóli.
Útförin hefur farið fram að ósk hinnar látnu.
Guð veri með ykkur öllum.
Edda G. Ármannsdóttir, Indriði P. Ólafsson.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
frænka og amma,
AÐALHEIÐUR HELGADÓTTIR,
Langagerði 78,
Reykjavík,
lést þriðjudaginn 22. janúar.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn
4. febrúar kl. 15.00.
Hilmar Magnús Ólafsson,
Helgi Hilmarsson, Hrafnhildur Ragnarsdóttir,
Bryndís Hilmarsdóttir, Jón Stefánsson,
Ólafur Hilmarsson, Hjördís Gunnlaugsdóttir,
Jónína Auður Hilmarsdóttir, Ragnar Bjartur Guðmundsson,
Kristján Bergsson, Nína Sólveig Jónsdóttir
og barnabörn.
✝
Faðir okkar og tengdafaðir,
HAUKUR HAFSTAÐ,
lést á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki þriðju-
daginn 29. janúar.
Þórólfur H. Hafstað, Þuríður Jóhannsdóttir,
Ingibjörg H. Hafstað, Sigurður Sigfússon,
Ásdís H. Hafstað, Sveinn Klausen,
Steinunn H. Hafstað, Eiríkur Brynjólfsson.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
GUÐRÍÐUR BRYNJÓLFSDÓTTIR,
áður Hæðarbyggð 9,
Garðabæ,
lést fimmtudaginn 31. janúar á hjúkrunar- og
dvalarheimilinu Holtsbúð í Garðabæ.
Útförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
börn hinnar látnu.
✝
Elskuleg móðir mín og tengdamamma, amma og
langamma,
BRYNDÍS JÓNSDÓTTIR
frá Siglufirði,
lést á Heilbrigðisstofnuninni á Siglufirði miðviku-
daginn 30. janúar.
Útförin auglýst síðar.
Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Halldóra Jónasdóttir,
Edda Rósa Gunnarsdóttir, David Jarron,
Bettý Gunnarsdóttir, Óðinn Gústavsson,
Adam Jarron, Andri Jarron,
Arna Mjöll Óðinsdóttir, Freyja Óðinsdóttir,
Embla Óðinsdóttir.