Morgunblaðið - 02.02.2008, Side 37

Morgunblaðið - 02.02.2008, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2008 37 prjóna, sauma, þæfa eða mála og hélt hún nokkrar myndlistarsýningar hér á Patreksfirði og einnig í Reykjavík. Ninna frænka var líka mjög hagmælt og fannst mjög gaman að setja saman vísu og hún var mikil söngkona og hafði yndi af söng, hún starfaði með kirkjukór Patreksfjarðarkirkju í fjöldamörg ár. Oft enduðu ferðirnar í Skápadalinn, sem er sumarhús for- eldra minna, á því að Ninna setti saman vísu og setti í gestabókina á meðan móðir mín gekk frá og oftar en ekki var það á léttu nótunum því yf- irleitt var stutt í léttleikann hjá frænku minni. Ninna var mjög dugleg að taka myndir og ég minnist þeirra stunda þegar hún sýndi mér myndir af börn- um sínum, barnabörnum og lang- ömmubörnum og ljómaði öll, hún var svo stolt af fjölskyldunni sinni. Hún sagði stundum að hún væri alþjóðleg amma, því hún á barnabörn í Ástr- alíu, Danmörku og Noregi og á tíma- bili bjuggu þrír synir hennar einnig í þessum löndum. Ég veit að ég á eftir að sakna Ninnu frænku minnar mikið. Ég á eftir að sakna þess að heyra hana og systur hennar þrátta um að þetta hafi ekki verið svona heldur hinsegin í uppvextinum í Kollsvík. Ég veit að ég á eftir að sakna umræðnanna um hina og þessa handavinnuna og margs annars. Ég veit að ég á eftir að minnast hennar þegar ég sé fjólubláa liti, því fjólublátt var hennar litur og við köllum hann stundum „Ninnulit“. Um leið þakka ég fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Ég votta börnum hennar, barnabörnum og barnabörnum samúð mína. Bless- uð sé minning hennar. Arnheiður. Það er erfitt að segja bless við Ninnu frænku. Mér finnst eins og við höfum átt inni svo mörg samtöl, það var svo margt sem mig langaði að heyra hana segja frá. Hún upplifði svo margt um ævina og gerði svo marga hluti sem mér fannst svo ótrú- legir fyrir konu á hennar aldri. Ég uppgötvaði svo seinna meir að Ninna varð aldrei gömul. Þó við höfum séð þessi 82 ár sem hún lifði ná tökum á líkamanum þá sá ég þau aldrei ná tökum á huga hennar eða hjarta. Þó hún væri 58 árum eldri en ég, óskaði ég þess oft að ég gæti verið eins ung og Ninna frænka. Þess vegna fannst mér líka svo gott að koma til hennar, Ninna var mér alltaf mikill innblást- ur. Það var alveg sama hvenær mig bar að garði hún hafði alltaf eitthvað nýtt að sýna eða segja frá, einhverja handavinnu sem hún var að vinna í, ný málverk eða einhverja hugmynd sem hún hugðist hrinda í framkvæmd og aldrei fór maður tómhentur af Túngötunni. Jólasveinninn með epla- hausinn hefur alltaf átt heiðursstað í stofunni minni því ég er svo montin að geta sagt öllum hver gerði hann, Ninna frænka mín. Ég á mörg listaverkin eftir Ninnu en enn fleiri dásamlegar minningar. Sem lítilli stelpu fannst mér allt í kringum hana svo spennandi og öðru- vísi. Enginn annar átti forstofu frammi á stigapalli eða kistil í fata- henginu. Hvar annars staðar en hjá Ninnu gat maður setið í fjólublárri stofu og borðað eitthvað jafn skemmtilegt og ástarpunga og fræðst um það hvernig steinar verða að fólki, ljósmyndir að málverkum eða epli að jólasveina- hausum. Ég dáðist alltaf að handa- vinnuhæfileikum Ninnu og hún reyndi í mörg ár að miðla þeim til okkar sem handavinnukennari í skól- anum. Hún söng líka með kirkjukórn- um og skar sig alltaf úr hópnum eins og henni einni var lagið. Ég hef alltaf dáðst að Ninnu, fjólubláu frænku minni, fyrir að vera hún sjálf og láta ekkert stoppa sig og ég er viss um að þar sem hún er núna eru engir fjötrar sem halda aftur af henni. Bergdís. Það eru ekki nema þrjár vikur síð- an við sátum saman og dáðumst að útsýninu úr sjúkrahúsinu á Húsavík. Ninna klæddi sig upp til að taka á móti mér og mínum og við áttum saman dýrmæta kvöldstund, sem átti eftir að verða okkar hinsta kveðju- stund. Ég á Ninnu frænku svo margt að þakka. Hún fóstraði mig sem ungling á sumrin og tók mig inn á heimili sitt eins og einn stráka sinna. Ninna var líka ein með móður minni þegar hún kvaddi þennan heim. Þetta var mér ætlað, sagði hún af óbilandi trú. Ninna var að mörgu leyti á undan sinni kynslóð. Hún leitaði lengra í huganum en flestir hennar jafningjar og tók að stunda myndlist af miklu hugmyndaflugi á meðan aðrir stund- uðu búskap og sóttu sjó. Landslags- verk af heimaslóðum og fantasíuverk sem sprottin eru úr sögum eða beint úr hugarskoti hennar prýða heimili margra. Fjölbreytileiki efnisins ber vott um hæfileika hennar, en hún var jafnvíg á olíu, vatnsliti, gler og litaða ull. Ninna leitaði líka út yfir landsteinana eftir lífsreynslu og þurfti á endanum að ferðast í kringum hnöttinn til þess að vitja afkomenda sinna. Þannig lifði Ninna ríku lífi og það virðist stutt síðan hún stóð á þúfu úti í Kollsvík, á síðasta fjölskyldumóti okkar. Umkringd æskuminningum brýndi hún fyrir okkur sem eftir stöndum; að við megum aldrei gleyma hvaðan við komum, til þess að skilja hver við erum. Ninna hafði sterkar rætur og því hafa frá henni vaxið svo sterkar greinar svo víða. Nóttina sem móðir mín lést sagðist Ninna hafa heyrt skvaldur og manna- mál og taldi þá að nágrannarnir hefðu haft samkvæmi. Daginn eftir leiðrétti hún sig og sagðist viss að þarna hefði verið komið okkar fólk að ná í móður mína. Nú er Ninnu stund upp runnin. Þau hafa þau komið og sótt hana öll- sömul. Ég sé þau fyrir mér rölta heim túnið á milli grænna heysátnanna. Sólin situr á sjónarröndinni, eldrauð framan við gulan og skæran bak- grunninn. Blakknesið virðist sterk- ara í lit og tign en með berum augum. Hvítur sandurinn teygir sig langt upp í hlíðar og brekkan er blá, þakin fjólu. Guð veri með ykkur, frændsystkini öll og fjölskyldur á ykkar sorgar- stund. Fyrir mér er treginn blendinn þakklæti, að hafa átt slíka sál fyrir frænku. Freyr. ✝ Lilja Hall-dórsdóttir fæddist að Ytri- Tungu í Stað- arsveit 14. mars 1926. Hún lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 13. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akra- neskirkju 18. jan- úar. Ragnhildur Steinunn Hall- dórsdóttir fædd- ist að Ytri-Tungu í Staðarsveit á Snæfellsnesi 27. júní 1935. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 19. janúar síðastliðinn og fór út- för hennar fram frá Graf- arvogskirkju 25. janúar. Á kertinu mínu ég kveiki í dag við krossmarkið helgi og friðar því tíminn mér virðist nú standa í stað en stöðugt þó fram honum miðar. Ég finn það og veit að við erum ei ein að almættið vakir oss yfir, því ljósið á kertinu lifir. Við flöktandi logana falla nú tár, það flýr enginn sorgina lengi. Hún braut allar vonir, hún braut allar þrár, hún brýtur þá viðkvæmu strengi, er blunda í hjarta og í brjósti hvers manns. Nú birtir, og friður er yfir, því ljósið á kertinu lifir. (Kristján Stefánsson frá Gilhaga.) Síðustu daga hefur skammdeg- ismyrkrið verið óvenju svart, ekki bara úti, heldur í huga okkar. Stutt er stórra högga á milli, systurnar Lilja og Stella kvöddu okkur með 6 daga millibili. Það er alltaf sárt að missa, liðin atvik skjóta upp koll- inum og þannig er þegar ég kveð frænkur mínar. Öll mín bernskuár eru svo ljúf í minningunni og svo samofin ykkur. Stundirnar á æsku- heimili mínu vekja upp ljúfar minn- ingar. Ég var heppin að alast upp í fjöl- mennri móðurfjölskyldu. Samheldni okkar var mikil og okkar skemmti- legustu stundir þegar við vorum sem flest saman. Farið var í berja- ferðir, eggjaleit, verið í heyskap, farið í veiðiferðir, setið og spilað á spil, sungið og spjallað. Þið voruð stoltar af æskustöðvum ykkar og það smitaðist út í okkur krakkana að heyra ykkur tala um Snæfellsjökulinn, Ytri-Tungu, fjör- una og fallega hvíta sandinn. Marg- ar ferðir voru farnar vestur á nes og þá voru nefnd nöfn bæjanna þeg- ar ekið var fram hjá þeim. Betri fararstjóra var ekki hægt að fá, þetta var sveitin ykkar. Þið voruð stórkostlegar, duglegar og viljafastar, hláturinn hefur ef- laust hjálpað ykkur. Þrátt fyrir áföll og með einstöku æðruleysi tókust þið á við sjúkdóminn og voruð ákveðnar að berjast saman. Þið óluð upp börnin ykkar í því að takast á við lífið af dugnaði og heiðarleika. Ykkur tókst það vel og hópurinn er orðinn stór, hópur sem mun minnast ykkar með hlýju og ástúð og kallar fram minningar um hlýjan faðm og opið hjarta. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna, þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa, og eykur þeirra afl og trú, en það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum eins og þú. (Davíð Stefánsson.) Elsku Óli, Halldór, Jói, Diddi, Þráinn, Lalli og Steinunn, Sonny, Sæmundur Steinar, Halldóra Lára og Jökull, tengdabörn, ömmu- og langömmubörn, Fjóla, Ragna og Gúddý, það eru engin orð sem sefa þann söknuð og sársauka sem þið finnið fyrir þessa dagana. Guð styrki ykkur öll, en svo rík að góð- um minningum getið þið horft til baka og glaðst yfir þeim tíma sem ykkur var gefinn. Með tárin í aug- unum minnist ég ykkar, ég mun alltaf vera stolt af því að þær voru móðursystur mínar. Kæra frændfólk, missir okkar allra er mikill. Við skulum styrkja og geyma hvert annað alveg eins og við geymum allar góðu minningarn- ar. Fjölskyldunni allri votta ég mína innilegustu samúð. Guð blessi minn- ingu systranna og gæti ástvina þeirra . Guð geymi ykkur. Ykkar frænka, Sigríður H. Guðjónsdóttir (Lílý). Lilja og Ragnhildur Steinunn Halldórsdætur ✝ Hjartfólginn sonur minn, ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir, ÓLAFUR MOGENSEN, Flagggatan 8b, 41316 Gautaborg, Svíþjóð, verður jarðsunginn frá Hagakyrkan í Gautaborg þriðjudaginn 5. febrúar klukkan 11.00. Minningarathöfn um Ólaf verður haldin í Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 15. febrúar klukkan 15.00 og eru allir sem þekktu Óla og þótti vænt um hann hjartanlega velkomnir. Marsibil Mogensen, Maud Rämsell, Pétur Viðar Ólafsson, Birta Þrastardóttir, Þórhallur Magnússon, Mirra Þórhallsdóttir, Peter Lassen Mogensen, Matthías Mogensen, Kristina Marianna Wärd, Ingeborg Linda Mogensen, Erik Júlíus Mogensen, Aðalheiður Elva Jónsdóttir, Inga Kolbrún Mogensen, Sveinbjörn Gunnarsson, Birgir Mogensen, Ásta Ragnheiður Júlíusdóttir. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður minnar, tengdamömmu og ömmu, SIGURBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Útibæ í Flatey, Skjálfanda. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki hjúkrunar- heimilis Sunnuhlíðar fyrir ástríka umönnun og hjartahlýju. Hjördís Ásberg, Hjörleifur Jakobsson, Guðmundur Gauti Sveinsson, Elísa Björg Sveinsdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ERLU SIGURJÓNSDÓTTUR, Hrísateigi 25, Reykjavík, sem lést 10. janúar síðastliðinn. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki gjörgæsludeildar Landspítalans við Fossvog. Egill Valgeirsson, Ásdís Egilsdóttir, Erlendur Sveinsson, Hrefna Egilsdóttir, Sigurður Pálsson Beck, Dagný Egilsdóttir, Magnús Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ég vil minnast manns, er var kynnt- ur fyrir mér, óséður, sem gutti. Ég hafði áður hitt Buddu, gjaldkerann í bankanum. Þetta var á Bíldudal á aðventu árið 1986 og ég nývígður til stað- arins. Prestsfrúin, Ragnhildur Jón- asdóttir, hafði áður verið spurð af drengjum staðarins hvort hún væri nýi presturinn og við hjónin haft gaman, en þetta var aðeins upphaf mikils ævintýris og margra nafna, er lifa í huga liðinna stunda. Nú er öldin önnur og Gutti fallinn Jón Ástvaldur Hall Jónsson ✝ Jón ÁstvaldurHall Jónsson fæddist í Otradal í Arnarfirði 8. des- ember 1943. Hann lést á heimili sínu í Bíldudal 21. desem- ber síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bíldudalskirkju 5. janúar. frá, skömmu á eftir Gæja. Kirkjukórinn er studdur af körfun- um og skelinni mokað upp dauðri. Annað er fátt tíðinda en að presturinn situr og lífið hefir sinn vana- gang. Ég kveð góðan dreng, er skildi ekki að ég hafði áskapaða 12 þumalfingur, í huga mér. Handverk hans er víða á staðn- um og m.a. á körfu- boltagrind prófastsdóttur og borð- stofuborði biskupsveislu. Valin dægurlög vóru eitt sinn messustef og það var á stundum hægt að baka jólaköku að hætti ömmu minnar frá Eysteinseyri. Þetta vóru stundir og verða frekari minningarefni. Góður Ástvaldur hefir kvatt og ég kveð og þakka. Far heill. Séra Flosi Magnússon, prófastur emeritus.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.