Morgunblaðið - 02.02.2008, Page 44
44 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
SIGLINGASTOFNUN
Stefnumótun í samgöngum
Samgönguráð efnir til fimmta fundar í fundaröð sinni um
stefnumótun í samgöngum. Fundarefnið að þessu sinni er:
Almenningssamgöngur
• Sporvagnakerfið í Stuttgart - tekist á við áskoranir
21. aldarinnar.
Manfred Bonz fv. yfirmaður almenningsvagna í Stuttgart
í Þýskalandi.
• Samþætt svæðis- og samgönguskipulag með
almenningssamgöngur sem burðarás.
Gunnar Eiterjord yfirmaður samgöngumála hjá
Rogalandsfylki í Noregi
• Drög að skýrslu um almenningssamgöngur sveitarfélaga.
Páll Brynjarsson, formaður nefndar um þetta efni skipaðri af
samgönguráðherra.
• Umræður og fyrirspurnir.
Fundarstjóri er Dagur B. Eggertsson
formaður samgönguráðs.
Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 7. febrúar 2008 kl. 15:00
- 17 á Grand Hótel Reykjavík. Aðgangur er ókeypis og öllum er
heimill aðgangur. Væntanlegir þátttakendur eru vinsamlegast
beðnir að skrá sig á netfangið postur@sam.stjr.is eigi síðar en
klukkan 12:00 þann 7. febrúar 2008.
Samgönguráð
Flugmálastjórn Íslands - Siglingastofnun Íslands - Vegagerðin
Samgönguráðuneytið
Ljósheimar
fyrir huga, líkama og sál
Allir hjartanlega velkomnir!
Brautarholti 8 - sími 551 0148 - www.ljosheimar.is
Ljósheimadagur
Opið hús sunnudaginn 3. febrúar kl. 14-18
Á morgun sunnudag höldum við Ljósheimadag hátíðlegan
og kynnum starfsemi Ljósheima gestum og gangandi.
Boðið verður upp á örtíma í hinum ýmsu meðferðum
gegn vægu gjaldi.
Meðal þess sem verður í gangi yfir daginn:
Heilunarpýramýdinn verður uppi, tarotlestur, gestum gefst
kostur á að æfa sig í spilalögn undir leiðsögn, kristalla-
sýning- og sala, og að sjálfsögðu verður te-hús Ljós-
heima sneisafullt.
Dagskrá í sal:
15:00 Kynning og sýning á barnajóga
15:30 Sýning á nuddi með kristöllum
16:15 Kynning á Reiki
17:00 Hóphugleiðsla í sal
LOKAUMFERÐ Skákþings
Reykjavíkur á dögunum bauð upp á
mikla spennu, ekki síst vegna þess
að efsti maður mótsins, Henrik
Danielssen, gat samkvæmt reglum
mótsins ekki orðið Skákmeistari
Reykjavíkur. Líklegastur sigurveg-
ari var sennilega Guðmundur Kjart-
ansson sem hafði lagt Henrik að velli
fyrr í mótinu og teflt af miklu öryggi
en hann átti að kljást við Daða Óm-
arsson í lokaumferðinni. Davíð
Kjartansson fékk það erfiða verkefni
að tefla við Henrik í síðustu umferð.
Henrik þurfti aðeins jafntefli til að
tryggja sér einn efsta sætið. Aðrir
sem voru inni í myndinni voru Sig-
urbjörn Björnsson og Sverrir
Björnsson.
En margt fer öðruvísi en ætlað er.
Guðmundur Kjartansson lenti í
óvæntum erfiðleikum í skákinni við
Daða Ómarsson og var um tíma með
tapað tafl. Honum tókst með seiglu
að rétta sinn hlut og ná jafntefli. Þeir
Sigurbjörn og Sverrir, sem einnig
voru með sex vinninga fyrir lokaum-
ferðina, sættust einnig á jafntefli.
Athygli manna beindist nú mjög að
viðureign Davíðs og Henriks. Davíð
gat tryggt sér titilinn næði hann að
leggja Henrik að velli. Hann ætlaði
sér greinilega sigur og náði mark-
miði sínu m.a. vegna þess að hann
hélt haus í afar vandasamri stöðu.
Byrjun þessarar skákar kom ekki
á óvart. Henrik leitar stundum í
smiðju til Bents Larsen sem kom
vængtöflum á kortið á alþjóðlegum
mótum sjöunda áratugarins. Í 19.
leik vinnur svartur peð en Davíð
heldur áfram að byggja upp stöðu
sína eins og ekkert hafi í skorist. Það
dregur til tíðinda í 29. leik þegar
hvítur nær miklum þrýstingi eftir h-
línunni og plantar riddara á f6 sem
lamar allt athafnafrelsi svarts. 37.
Leikur hvíts, b4, brýtur niður peða-
stöðu svarts. Framhaldið krefst mik-
illar nákvæmni og í stað þess að létta
á spennu sem oft er tilhneiging held-
ur Davíð öllu mótspili svarts niðri
með rólegum en hnitmiðuðum leikj-
um: 38. Hh4, 40. Kb2, 43. c3 og 45.
Hh1. Án efa ein besta skák mótsins:
Skákþing Reykjavíkur 2008; 9.
umferð:
Davíð Kjartansson –
Henrik Danielssen
Pirc-vörn
1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 g6 4. h3
Bg7 5. Be3 c6 6. f4 Da5 7. Bd3 Rbd7
8. Df3 e5 9. dxe5 dxe5 10. f5 b5 11.
g4 h6 12. Bd2 Dc7 13. Rge2 Bb7 14.
Rg3 Bf8 15. a4 a6 16. Rd1 Bc5 17.
Re3 Dd6 18. 0-0-0 Dd4 19. Kb1 Dxa4
20. h4 0-0-0 21. g5 hxg5 22. hxg5
Rh7 23. Dg4 Kc7 24. fxg6 fxg6 25.
Hdf1 Hdf8 26. Hxf8 Rdxf8 27. Bc3
Bd4 28. b3 Da3 29. Bxd4 exd4 30.
Df4+ Dd6 31. e5 De6 32. Rg4 Hg8
33. Hh6 Hg7 34. Rf6 c5 35. Rge4
Kb6 36. Rd6 Bc6 37. b4 He7 38. Hh4
Kc7 39. bxc5 Kb8 40. Kb2 Ka7 41.
Bd4 Bxe4 42. Dxe4 d3 43. c3 d2 44.
Dd4 Hc7 45. Hh1 Ka8 46. Ha1 Hc6
47. De4
– og svartur gafst upp.
Alþjóðlegt unglingamót Hellis
Taflfélagið Hellir stendur fyrir al-
þjóðlegu unglingamóti dagana 1.-3.
febrúar 2008. Mótið fer fram í húsa-
kynnum Skákskóla Íslands, Faxa-
feni 12. 29 keppendur eru skráðir til
leiks og þar tíu erlendir skákmenn
sem koma frá Danmörku, Svíþjóð,
Skotlandi og Þýskalandi. Mótið hófst
kl. 10 í gærmorgun en þá lék nýskip-
aður formaður Íþrótta- og tóm-
stundaráðs, Bolli Thoroddsen, fyrsta
leikinn í mótinu.
Flestir af bestu íslensku skák-
mönnunum sem eru fæddir 1991 eða
síðar taka þátt í mótinu en stiga-
hæsti keppandinn er Sverrir Þor-
geirsson. Rétt eins og erlendu skák-
mennirnir koma þeir innlendu einnig
víða að auk fjölda Reykvíkinga, frá
Borgarnesi, Vestmannaeyjum, Ak-
ureyri og Kópavogi. Um er að ræða
stærsta og sterkasta alþjóðlega
skákmót sem fram hefur farið hér-
lendis fyrir unglinga. Aðalstyrktar-
aðili mótsins er Reykjavíkurborg en
einnig styðja Kópavogsbær og Skák-
samband Íslands mótshaldið.
Davíð vann úrslitarimmuna
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
SKÁK
Skákþing Reykjavíkur
6.-25. janúar 2008
Skákmeistari Reykjavíkur 2008
Davíð Kjartansson að tafli.
Ljósmynd/Fréttir VM
Íslandsmeistari aftur Kristófer Gautason úr Taflfélagi Vestmannaeyja varð
um síðustu helgi Íslandsmeistari barna annað árið í röð. Piltar úr Eyjum hafa
þar með hlotið þennan titil þrisvar á síðustu fjórum árum. Hér er Kristófer
með verðlaunagripina fyrir sigurinn. Hann verður fulltrúa Íslands í yngsta
aldursflokknum á Norðurlandamóti pilta sem fram fer um miðjan mánuðinn.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Stjörnukeppni á Bridshátíð
Hin vinsæla stjörnukeppni verður
spiluð 13. febrúar kl. 19.
Sextán sveitir taka þátt og er skráð
í pörum en sveitafélagar eru dregnir
saman. Spilað er á Hótel Loftleiðum.
Í fyrra komust færri að en vildu en
nú er laust fyrir nokkur pör.
Skráning og nánari upplýsingar hjá
Bridssambandinu í síma 587 9360.
Frá Hreppamönnum
Nýlokið er tvenndarkeppni sem
spiluð var þrjú kvöld hjá okkur
Hreppamönnum. Keppnin var spenn-
andi og jöfn en spilað var á 6 borðum.
Lokastaðan:
Helga Teitsd. – Karl Gunnlaugss. 376
Anna Ipsen – Pétur Skarphéðinss. 371
Guðrún Hermannsd. – Magnús Gunnlss.364
Guðrún Einarsd. – Hreinn Ragnarss. 354
Elín Kristmundsd. – Guðm. Böðvarss. 333
Næsta þriðjudagskvöld hefst síðan
keppni í aðaltvímenningi vetrarins.
Gullsmárinn
Það var spilað á 11 borðum 31. jan.
sl. og urðu úrslitin þessi í N/S:
Sigtr. Ellertsson – Tómas Sigurðsson 217
Sigurður Björnsson – Ólafur Gunnarss. 192
Eysteinn Einarsson – Jón Stefánsson 191
Karl Gunnarss. – Stefán Friðbjarnars. 189
A/V
Aðalheiður Torfad. – Ragnar Ásmundss.
201
Haukur Guðbjartsson – Jón Jóhannss. 197
Oddur Jónsson – Stefán Ólafsson 189
Einar Markússon – Steindór Árnason 188
Boðið verður upp á bollukaffi næsta
mánudag.
Bridsdeild FEB í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði, Stangarhyl, 31.1.
Spilað var á 9 borðum. Meðalskor
216 stig.
Árangur N-S
Friðrik Jónsson – Tómas Sigurjónss. 257
Júlíus Guðmundss. – Ragnar Björnss. 255
Jón Hallgrímss. – Helgi Hallgrímss. 251
Árangur A-V
Eyjólfur Ólafsson – Óli Gíslason 235
Hólmfríður Árnad. – Stefán Finnbogas. 234
Soffía Theodórsd. – Oddur Halldórss. 233
Barómeter í Kópavogi
Heldur dregur í sundur í toppbar-
áttunni eftir tvö kvöld í barómetern-
um og hjónin eru staðráðin í að gefa
ekki eftir. Af virðingu við „forsetann“
gáfu þau þó eftir tvö stig, þau einu
sem þau hafa tapað í keppninni hingað
til.
Staða efstu para:
Birna Stefnisd. – Aðalsteinn Steinþórss. 80
Bernódus Kristinss. – Birgir Steingr. 62
Inda Hrönn Björnsd. – Svala Pálsd. 53
Ragnar Björnss. – Sigurður Sigurjónss. 30
Eiður M. Júlíuss. – Júlíus Snorrason 22
FRÉTTIR
AÐALFUNDUR
Varðar – Full-
trúaráðs sjálf-
stæðisfélaganna í
Reykjavík var
haldinn laug-
ardaginn 26. jan-
úar síðastliðinn.
Marta Guð-
jónsdóttir var
endurkjörin for-
maður en auk hennar voru kjörin í
stjórnina Andri Óttarsson, Inga
Dóra Sigfúsdóttir, Garðar Ingvars-
son, Halldór Guðmundsson, Júlíus
Sæberg Ólafsson, Kristín Edwald
og Ingunn Guðlaug Guðmunds-
dóttir.
Auk framangreindra sitja í
stjórninni formenn sjálfstæðisfélag-
anna í Reykjavík en þau eru 17 og í
þau eru skráðir um 22.000 félagar.
Ný stjórn
Varðar kjörin
Marta
Guðjónsdóttir
KRANAKLIFUR og kleinur –
kaffispjall Saving Iceland verður
sunnudaginn 3. febrúar kl. 19.30 á
Kaffi Hljómlind, Laugavegi 21.
Í fréttatilkynningu segir m.a. að
Saving Iceland-hreyfingin sé hjúp-
uð dulúð, orðrómi og almennum
annarleika. Sú mynd sem fjöl-
miðlar og bloggarar gefi sé skökk.
Þess vegna sé hreyfingin mán-
aðarlega með gamaldags kaffi-
spjall. Í þetta skiptið verður dag-
skrá kvöldsins opin og mun ráðast
af því hverjir koma og hvað þeir
vilja gera; horfa á kvikmyndir
tengdar beinum aðgerðum, taka
þátt í heimspekilegum umræðum
eða hvað annað sem fólki dettur í
hug. Boðið verður upp á kaffi og
með því.
Kranaklifur
og kleinur
FYRIRLESTUR á vegum Alþjóða-
málastofnunar Háskóla Íslands og
norska sendiráðsins á Íslandi verð-
ur haldinn miðvikudaginn 6. febr-
úar kl. 12-13 í stofu 201 í Árna-
garði.
Geir Westgaard, sérlegur ráð-
gjafi og yfirmaður „High North“
verkefnisins í utanríkisráðuneyti
Noregs, fjallar um ógnanir og tæki-
færi í hánorðri.
Fyrirlesturinn mun fara fram á
ensku og er opinn öllum. Aðgangur
er ókeypis. Sjá einnig á www.hi.is/
ams.
Ógnanir og tæki-
færi í hánorðri
RANGT var farið með nafn Ásu
Richardsdóttur, framkvæmdastjóra
Íslenska dansflokksins, í Morgun-
blaðinu í gær. Beðist er velvirðingar
á þessum mistökum.
LEIÐRÉTT
Rangt nafn
NÝR opnunartími Leiðbein-
ingastöðvar heimilanna er mánu-
daga og þriðjudaga kl. 10-14 og
fimmtudaga og föstudaga kl. 14-17.
Lokað er á miðvikudögum.
Leiðbeiningastöð heimilanna hef-
ur verið starfrækt í rúm 40 ár og er
rekin af Kvenfélagasambandi Ís-
lands, notendum að kostn-
aðarlausu.
Hjá Leiðbeiningastöðinni er
hægt að fá upplýsingar og ráð er
varða matreiðslu, bakstur, heim-
ilisþrif, blettahreinsun og fleira er
snertir heimilishald. Einnig er þar
fylgst með evrópskum gæðakönn-
unum á heimilistækjum, segir í
fréttatilkynningu.
Gjaldfrjálst símanúmer stöðv-
arinnar er 552 1135. Velkomið er
að senda fyrirspurnir á netfangið
leidbeiningar@kvenfelag.is.
Leiðbeininga-
stöð heimilanna