Morgunblaðið - 05.02.2008, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 05.02.2008, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is „ÞAÐ sem hefur bjargað mér í lífinu er að ég hef tekið öllu með ískaldri ró. Ég gerði það besta sem ég gat. Ef það dugði ekki þá varð bara Guð að taka við. Annað var ekki hægt að gera,“ segir Jóhannes Sólbjartur Sigur- björnsson, fyrrverandi skipstjóri og stýri- maður, sem fagnar 100 ára afmæli í dag með afmælisveislu fyrir vini og ættingja. Jóhannes hefur fótaferð á hverjum degi og fer allra sinna ferða um Dvalar- og hjúkr- unarheimilið Grund með stuðningi göngu- grindar. Jóhannes þakkar æðruleysinu háan aldur sinn en hefur ekki verið með sérstakar tiktúrur í mataræðinu. „Ég hef bara borðað sjómannamat og borða mikið af fiski.“ Jóhannes kvaðst hafa reykt og fengið sér stundum neðan í því á yngri árum, en hætt því. „Ég komst að þeirri niðurstöðu, krakk- anna vegna, að ég gæti ekki gert þetta. Ég átti þá fjögur börn og varð að hugsa um krakkana mína.“ Jóhannes var kvæntur Ágústu Skúladóttur en hún dó árið 1983. Þau eignuðust fjögur börn, Ingibjörgu Ólöfu og Guðrúnu Jóhönnu, sem báðar eru látnar, og þau Skúla og Ágústu. Í Heimilispóstinum, sem gefinn er út á Grund, er saga af því hvernig Jóhannes fékk millinafnið Sólbjartur. Þegar fyrstu sólar- geislarnir náðu að brjótast niður í Önundar- fjörðinn eftir að Jóhannes fæddist veturinn 1908 féllu fyrstu geislarnir á vögguna hans. Mamma hans ákvað þá að gefa drengnum sín- um þetta nafn. Jóhannes kvaðst hafa byrjað sjómennsku sína fimmtán ára gamall og þá verið hjálp- arkokkur hjá pabba sínum sem var mat- sveinn. Sjómennskan varð hans ævistarf. Hann fór í Stýrimannaskólann og útskrifaðist 1941. Eftir það var hann stýrimaður og skip- stjóri, aðallega á togurum, en lauk sjómanns- ferlinum sem skipstjóri á vs. Hafþóri 1976. Fundust í hafi Jóhannes var lengi fyrsti stýrimaður á togaranum Úranusi og þegar togarans var saknað í janúar 1960. Úranus hafði verið við veiðar á Nýfundnalandsmiðum og var á heim- leið. Þegar ekkert samband náðist við Úranus gegnum loftskeytastöð var farið að óttast um skipið og 27 manna áhöfn þess. Leitarflugvél frá Varnarliðinu, þar sem þeir Guðmundur Kjærnested og Guðjón Jónsson frá Landhelg- isgæslunni voru um borð, fann togarann síð- degis 13. janúar 1960 þar sem skipið var á siglingu um 490 sjómílur frá Reykjanesi. Jó- hannes minnist þess þegar flugvélin kom og þeir gátu gefið merki um að allt væri í lagi um borð, nema loftskeytastöðin. Fréttin af fundi skipsins barst fljótt út og vakti mikinn fögnuð. „Fagnaðarbylgja fór um Reykjavík, er gleðitíðindin bárust,“ segir m.a. á forsíðu Morgunblaðsins sem birti stóra mynd sem tekin var af Úranusi. Þegar togarinn kom til hafnar var áhöfninni tekið með gleðitárum. „Ég gerði það besta sem ég gat“ Landsmönnum var létt þegar ljóst var að tog- arinn Úranus var ofansjávar og á heimleið. Árvakur/RAX Aldarafmæli Jóhannes Sólbjartur Sigurbjörnsson fagnar 100 ára afmæli í dag. Þakkar æðruleysi og sjómannamat að hafa náð 100 ára aldri KRISTJÁN Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að samningamál hafi tekið nýja stefnu í gær og ef allir komist í sama gírinn ættu málin að skýrast fyrir vikulok. Samninganefndir Starfsgreina- sambandsins og Flóabandalagsins funduðu með fulltrúum Samtaka at- vinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í gær. Kristján Gunnarsson segir að SA hafi ákveðið að tala við önnur landssamtök og því hafi hann frest- að fyrirhuguðum fundi með við- ræðunefndum Starfsgreina- sambandsins til fimmtudags, en hann átti að vera í dag. Aðferða- fræðin í launamálunum sé háð því að samhljómur ríki meðal lands- sambanda og mikilvægt sé að allir gangi í takt. SA hafi þurft tíma til að fara yfir þessi mál með öðrum lands- samböndum og því hafi hann frestað sínum fundi. Kristján segir að nái menn sam- komulagi um aðferðafræðina gangi hlutirnir hratt fyrir sig í kjölfarið. Hann segir að útspil SA hafi breyst og þróast og því hafi þokast í rétta átt. Starfsgreinasambandið geri áfram kröfu um 20 þúsund króna hækkun á taxta, kröfu um almenna 4% hækkun og hækkun lágmarks- launa. Í stað samnings til tveggja ára sé talað um samning í eitt ár með möguleika á framlengingu í tvö ár ef ákveðin skilyrði séu fyrir hendi, það er að kaupmáttur hafi ekki farið minnkandi og að verðlags- forsendur séu innan tilskilinna marka. „Við erum farnir að ræða um inni- hald samningsins núna í stað þess að ræða um forsendur,“ segir Kristján. Ný stefna í kjaramálum Rætt um innihald frekar en forsendur ÓLAFUR F. Magnússon, borgar- stjóri í Reykjavík, og nokkrir nem- endur í Norðlingaskóla tóku í gær fyrstu skóflustunguna að nýrri leik- og grunnskólabyggingu við Árvað 3 í Norðlingaholti. Nýi skólinn verður bæði leik- og grunnskóli og sá fyrsti í Reykjavík þar sem börn á tveimur fyrstu skólastigunum verða undir sama þaki. Einnig verður tónlistarskóli starfræktur á sama stað. Skóla- húsið kemur til með að rúma 450 nemendur í 1.-10. bekk og 110 leik- skólabörn, en um 200 nemendur eru nú í bráðabirgðahúsnæði. Áætl- aður kostnaður við byggingar, lóð og bílastæði er um tveir milljarðar króna og er miðað við að skólinn verði tekinn í notkun 2010. Samhentir verkmenn Árvakur/Árni Sæberg MÁLVERK eftir Jóhannes Kjarval seldist á 2,8 milljónir króna og verk eftir Þorvald Skúlason á ríflega 1,5 milljónir á listmunauppboði hjá Galleríi Fold á sunnudag. Síðan í desember hef- ur, að sögn Jóhanns Ágústs Hansen listmuna- sala, hægst um á listaverkamarkaði, eftir að mikil uppsveifla varð á honum á síðasta ári. Ekki sé ólíklegt að markaðsverð dýrustu mál- verkanna hafi almennt lækkað um nálægt 20% síðan síðasta vor. Jóhann segir hins vegar að lækkanir séu minni síðan í desember en búist hafi verið við og markaðurinn sé að ná jafnvægi ef eitthvað er. Nú seldust verk metin á nálægt þremur milljónum króna, sem seldust ekki í desember. Einnig hélst söluverð verka með meðalhátt matsverð (um eina milljón króna) stöðugt. Spútniksölur hækka markaðsverð Jóhann skýrir uppsveifluna að miklu leyti með fréttum af gríðarlega háu söluverði verka eftir Kjarval og Ásgrím Jónsson snemma á síð- asta ári, þegar verð fór að hlaupa á tugum milljóna. Við það hafi framboð góðra verka auk- ist mjög og upphæðir því hækkað í samræmi við það. Lágt hlutfall innkeyptra verka, þ.e. verka sem eigendur fá ekki uppsett lágmarksverð fyrir, einkenndi uppboðið á sunnudag, eða um 3%. Eftirspurn er því ágæt að mati Jóhanns, en jafnframt gera eigendur listaverka nú hóflegri kröfur um lágmarksverð. Þegar verð var sem hæst í fyrra var þetta hlutfall 7-8%, en erlendis þekkist að þetta hlutfall sé 15-25%. Verð þeirra dýrustu 20% lægra Dýrmæt Verk eftir Ásgrím Jónsson seldust á háu verði á síðasta ári, í hinni miklu uppsveiflu. Listmunamarkaður að ná jafnvægi á ný

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.