Morgunblaðið - 05.02.2008, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
ÞRÍR karlmenn á þrítugsaldri eru í
haldi lögreglunnar á höfuðborgar-
svæðinu eftir vopnað rán í útibúi
Glitnis við Lækjargötu í gærmorg-
un. Mennirnir hafa allir komið við
sögu lögreglunnar áður og sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
var einn þeirra handtekinn fyrir
vopnað rán í maí á síðasta ári. Lög-
regla leitaði enn eins karlmanns
þegar Morgunblaðið fór í prentun í
gærkvöldi.
Mennirnir þrír voru yfirheyrðir í
gærdag og að sögn Ómars Smára
Ármannssonar, yfirmanns auðgun-
arbrotadeildar lögreglu höfuðborg-
arsvæðisins, var síðdegis komin
nokkuð góð mynd af broti þeirra.
Hann sagði ekki mikla áherslu
lagða á að ná fjórða manninum,
enda hans þáttur ekki veigamikill.
„Við teljum að þetta sé strákur sem
geti skýrt ferðir eftir ránið, en við
höfum fyrst og fremst beint athygli
okkar að yfirheyrslum yfir hinum
þremur og púslað saman heildar-
myndinni.“
Ómar Smári sagði í gærkvöldi að
mennirnir yrðu að minnsta kosti í
haldi í nótt, en tekin verður ákvörð-
un um það í dag hvort farið verður
fram á gæsluvarðhald yfir þeim.
Góð samvinna allra aðila
Athygli vekur hversu stuttur tími
leið frá ráninu þar til það var svo
gott sem upplýst. Ómar Smári segir
það m.a. helgast af góðum upp-
tökum úr eftirlitsmyndavél í bank-
anum og svo að þeir aðilar sem
leita þurfti til hafi verið afar hjálp-
samir í upplýsingamiðlun. „Það
gerði það að verkum að mjög auð-
velt var að reikna út ferðir þeirra
og upplýsa málið. Annars hefur
gengið mjög vel að leysa vopnuð
rán. Þetta eru alvarleg afbrot sem
við leggjum mikla áherslu á að
leysa fljótt og örugglega.“
Rúmri klukkustund eftir ránið
var karlmaður handtekinn í Aðal-
stræti og laust fyrir hádegi voru
tveir til viðbótar handteknir við
Garðatorg í Garðabæ. Reyndust
þeir vera með þýfið á sér, og höfðu
aðeins eytt litlum hluta þess.
Spurður út í hvort ránið tengdist
fíkniefnaheiminum segir Ómar
Smári að ekki verði greint frá því
sem komið hafi fram við skýrslu-
tökur. „En mörg rán sem við höfum
upplýst tengjast að einu eða öðru
leyti fólki í neyslu, og þá er fólk oft
að ná í fjármuni til að fjármagna
fíkniefnaneyslu.“ Ómar sagði jafn-
framt ekki ljóst hvort ránið hefði
verið framið í annarlegu ástandi.
Öryggi starfsfólks í fyrirrúmi
Einn mannanna fjögurra framdi
ránið, skömmu eftir að útibú Glitnis
var opnað í gærmorgun, og hitti fé-
laga sína að því loknu á gistiheimili
Hjálpræðishersins. Ógnaði hann
starfsfólki með múröxi og fékk pen-
ingana afhenta – tæplega eina millj-
ón króna, samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins.
Ekki fékkst leyfi til að ræða við
starfsfólk sem varð vitni að ráninu
en Már Másson, upplýsingafulltrúi
Glitnis, segir starfsfólk bankans vel
þjálfað til að takast á við slíkar að-
stæður og það hafi skilað sér í
þessu tilviki. Ýttu gjaldkerarnir á
neyðarhnapp, sem setti í gang við-
vörunarkerfi með hljóðum og af-
hentu manninum síðan peninga án
þess að eiga nokkur frekari sam-
skipti við hann.
Már segir megináherslu lagða á
að tryggja öryggi og vellíðan starfs-
manna og því standi öllum starfs-
mönnum útibúsins áfallahjálp til
boða næstu daga.
Afar fáir viðskiptavinir voru í
bankanum þegar ránið var framið,
Lögregla komin með góða
heildarmynd af bankaráninu
Karlmaður á þrítugsaldri ógnaði starfsfólki Glitnis við Lækjargötu með múröxi og krafðist peninga
Maðurinn komst á brott með töluverða fjármuni en var fljótlega handtekinn ásamt vitorðsmönnum
Árvakur/Frikki
Í bankanum Loka þurfti útibúinu fyrir hádegi í gær vegna ránsins, á meðan lögregla tók skýrslur af starfsfólki.
Árvakur/Júlíus
Vopnið Ræninginn ógnaði starfs-
fólki bankans með múröxi.
ÓHÆTT er að hrósa lögreglunni á
höfuðborgarsvæðinu fyrir vel unn-
in störf við rannsókn bankaránsins
í Glitni í gærmorgun. Í grófum
dráttum var atburðarásin á þennan
veg:
8.00-9.00 – Tveir menn kaupa
múröxi í BYKO við Hringbraut
á þessum tíma.
9.00 – Útibú Glitnis í Lækjargötu
er opnað fyrir viðskiptavinum.
9.05 – Karlmaður klæddur svört-
um jakka, grárri hettupeysu og
með svört sólgleraugu gengur
inn í útibúið og rakleiðis í átt að
gjaldkerum. Maðurinn ógnar
gjaldkerum með öxinni og
heimtar fjármuni. Gjaldkerar
afhenda peningana og þrýsta á
neyðarhnapp.
9.15 – Lögreglan á höfuðborgar-
svæðinu mætir á vettvang, lokar
útibúinu og tekur til við að yfir-
heyra starfsfólk og viðskiptavini
sem urðu vitni að ráninu.
9.20 – Þrír menn taka leigubifreið
frá gistiheimili Hjálpræðishers-
ins.
10.30-10.50 – Lögregla handtekur
karlmann í Aðalstræti. Sá reyn-
ist búa yfir upplýsingum um
ránið. Leitað er í herbergi á
gistiheimili Hjálpræðishersins,
þar sem öxin finnst.
11.20-11.40 – Tveir karlmenn eru
handteknir nálægt Garðatorgi í
Garðabæ. Annar þeirra reynist
vera með ránsfenginn í fórum
sínum. Talið er að upphæðin sé
nálægt einni milljón króna.
16.00 – Lögregla sendir frá sér
fréttatilkynningu þar sem fram
kemur að fjórða mannsins sé
leitað og fyrir liggi hver hann
er.
Bankaránið
upplýst
fyrir hádegi
ATHUGASEMDIR hafa borist frá eftirlits-
dýralæknum sem taka á móti íslenskum hestum
á flugvellinum í Billund í Danmörku um aðstöðu
og ástand hrossanna og hafa íslenskir dýralækn-
ar óskað eftir breytingu á reglugerð um útflutn-
ing á hrossum. Vilja þeir að hross yngri en
tveggja vetra séu bandvön áður en þau eru flutt
úr landi. Er reglugerðin nú til endurskoðunar
hjá landbúnaðarráðuneytinu.
Dönsku dýralæknarnir hafa greint frá því að
oft sé mjög erfitt að skoða hross við komuna til
landsins og engar aðstæður séu til þess á flug-
vellinum. Um 1.300-1.500 hross voru flutt út í
fyrra.
Starfsmaður flugvallarins í Billund, Carsten
Lissau, gerir í bréfi sem birt er á vefsíðunni ur-
valshestar.is, athugasemdir við ástand íslenskra
hesta sem fluttir eru í gegnum flugvöllinn. Í
bréfinu, segir Carsten unga hesta illa undir
ferðalagið búna og starfsmenn flugvallarins eiga
í erfiðleikum með að ráða við þá. Hann segir
hestana oft ferðast dögum saman til nýrra heim-
kynna í Evrópu og þola það misvel, sumir séu í
slæmu ástandi, styggir, þreyttir og uppþornaðir.
Ráðleggur hann útflutningsaðilum hér á landi að
undirbúa hrossin betur.
Í athugasemd við bréf Carstens á heimasíðu
Úrvalshesta bendir Sigríður Björnsdóttir, dýra-
læknir hrossasjúkdóma, á að breytingar á reglu-
gerð um útflutning hrossa sem hvatt hefur verið
til, eigi m.a. að draga úr hræðslu og stressi hjá
hestunum.
Betri aðstaða í Svíþjóð
Gunnar Örn Guðmundsson, héraðsdýralæknir
í Reykjavík, segir rétt sem komið hafi fram í
gagnrýni dýralækna ytra að aðstaðan í Billund
sé ekki góð. Hins vegar séu nú flestir hestar
fluttir í gegnum flugvöllinn í Norköping í Sví-
þjóð. Þar sé aðstaðan mun betri. Almennt sé að-
búnaður hesta sem fluttir eru út í góðu lagi.
Áður en lagt sé af stað með dýrin skoði dýra-
læknir þau og segir Gunnar Örn að fyrir komi að
hætt sé við útflutning sé heilsufari þeirra ábóta-
vant.
Með því að bandvenja hest er átt við að hægt
sé að teyma hann og hann sé nokkuð vanur um-
gengni við fólk. Í núgildandi reglugerð um út-
flutning eru engin ákvæði um tamningu hrossa,
en flest þeirra fara tamin úr landi. Gunnar Örn
segir sérstöðu íslenskra hesta m.a. felast í því að
þeir alast upp frjálsir úti í haga fyrstu misserin
og eru því oft óvanir umgengni við menn. Hann
segir útflytjendur hvatta til að bandvenja hross
fyrir útflutning en að dýralæknar vilji ganga
lengra og að slík ákvæði séu sett inn í reglugerð.
„Þá höfum við möguleika á að hafna útflutningi
séu dýrin ekki bandvön,“ segir Gunnar Örn.
Hrossin eru flutt út fimm saman í gámi. Þau
eru ekki bundin og fyrir kemur að þau slasi hvert
annað og sjálf sig á ferðalaginu. „Við höfum orðið
varir við að þeir fái sár á fætur og höfum tekið á
því með því að gera ráðstafanir til að snyrta hófa
þeirra sem geta verið beittir.“
Gunnar Örn segir ferðalag milli landa álag fyr-
ir hesta en „það er alveg ótrúlegt hvað þeir eru
rólegir. Ég held að það skýrist af því að íslenski
hesturinn er sterkur andlega“.
Hross séu bandvön áður
en þau eru flutt úr landi
Árvakur/Ómar
Frelsi Íslensk hross alast upp við frelsi í hög-
unum og eru því oft óvön mannfólkinu.
ÞREMUR starfsmönnum í útibúi Glitnis við
Lækjargötu hefur verið sagt upp störfum en
ástæður uppsagnanna eru að sögn Más Más-
sonar, upplýsingafulltrúa bankans, niðurrif
útibúsins. Til stendur að byggja hótel á reitn-
um og segir Már að við það flytjist útibúið í
minna húsnæði í Vonarstræti. Spurður hvort
frekari uppsagnir hafi átt sér stað hjá bank-
anum, segir Már að þar sé alltaf nokkur
starfsmannavelta, líkt og annars staðar. Í
fyrra hafi um 300 manns verið ráðin og bank-
inn sé því vel mannaður. „Það segir sig því
sjálft að menn ráða ekki mikið inn. Þá er ekki
ráðið í þau störf sem losna ef hægt er að kom-
ast hjá því.“ Engar fjöldauppsagnir hafi hins
vegar átt sér stað og ekkert ákveðið um slíkt.
Benedikt Sigurðsson, upplýsingafulltrúi
Kaupþings, segir að þar hafi engar fjölda-
uppsagnir átt sér stað. Um 1.400 manns
starfa hjá Kaupþingi og Benedikt segir að
starfsmannaveltan sé á bilinu 10-15% á ári.
Þetta þýði að um 140-180 manns hætti störf-
um á ári hverju af ýmsum ástæðum. Hann
segir að þrátt fyrir að erfiðari aðstæður hafi
sárafáum verið sagt upp hjá, engar fjölda-
uppsagnir séu fyrirhugaðar og nýjar aðstæð-
ur muni helst endurspeglast í því að ekki
verði ráðið í lausar stöður.
Eins og fram kom í Morgunblaðinu fyrir
helgi hefur viðskiptum fyrir eigin reikning
verið hætt hjá Exista og fjórum starfsmönn-
um sagt upp störfum.
Þremur sagt
upp hjá Glitni