Morgunblaðið - 05.02.2008, Blaðsíða 6
!"
#
FRAMKVÆMDASVIÐ Reykja-
víkurborgar kynnti í gær tillögur
um breytingar á núverandi sjóvörn-
um við Ánanaust og hugmyndir um
landfyllingar á svæðinu. Íbúar í ná-
grenninu og aðrir hagsmunaaðilar
voru ekki sáttir við gang mála.
Fyrir liggur leyfi fyrir allt að
þriggja hektara landfyllingu við
Ánanaust þar sem gert er ráð fyrir
um 35 hektara landfyllingu sam-
kvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur
2001-2024.
Kærunni vísað frá
Til stóð að hefja landfyllingu fyrr
en samþykkt skipulagsráðs
Reykjavíkur um framkvæmdaleyfi
var kærð til úrskurðarnefndar
skipulags- og byggingarmála í sept-
ember á nýliðnu ári. Borgin frestaði
þá útgáfu framkvæmdaleyfis en í
desember komst úrskurðarnefndin
að þeirri niðurstöðu að vísa bæri
kærunni frá og var greint frá úr-
skurðinum á fundinum í gær. Þar
segir meðal annars að ,,með hlið-
sjón af aðstæðum og eins og atvik-
um er háttað þykir umdeild fram-
kvæmd ekki þess eðlis að hún
snerti grenndarhagsmuni eða aðra
einstaklega lögvarða hagsmuni
kæranda með þeim hætti að hann
teljist eiga kæruaðild í máli þessu.
Verður kærumáli þessu af þeim
sökum vísað frá úrskurðarnefnd-
inni“.
Einar Arnarsson, íbúi við Vest-
urgötu, segir að fólk sé mjög ósátt
við ákvörðunina. Framkvæmdin
eigi að fara í umhverfismat og
næsta skref sé að biðja um fund
með borgarstjóra. Hann útilokar
ekki málaferli.
Íbúar í nágrenninu mjög ósáttir við gang mála og vilja umhverfismat
Landfylling við Ánanaust
og endurbættar sjóvarnir
6 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
ENN UM sinn verður ekki hægt að
biðja um endurnýjun á lyfseðli raf-
rænt um netið en í mars nk. verður
þeim áfanga náð að allar heilsu-
gæslustöðvar á landinu geta sent
lyfseðla með rafrænum hætti í
lyfjaverslanir. Sjúklingar þurfa þó
áfram að fara á heilsugæslustöð til
að fá lyfseðla eða hringja á síma-
tíma til að fá þá endurnýjaða. Hins
vegar stendur til hjá heilbrigðis-
ráðuneytinu að koma á því kerfi að
fólk geti sótt um endurnýjun fjöl-
nota lyfseðla rafrænt í gegnum net-
ið. Það verður þó ekki að veruleika
fyrr en rafræn auðkenni, eða raf-
ræn skilríki svokölluð, verða komin
í gagnið en þau eru forsenda op-
inberrar þjónustu sem þessarar á
netinu. Þau eru nokkurs konar
vegabréf í netheimum og leið til raf-
rænnar undirskriftar. Þróun þeirra
er á könnu fjármálaráðuneytisins.
Hægt að ná í lyfseðil í
hvaða apótek sem er
Breytingin með rafrænu lyfseðl-
unum felur í sér að í stað þess að
prenta út lyfseðil eða hringja í apó-
tek sendir læknir lyfseðilinn ann-
aðhvort beint í svokallaða lyfseðla-
gátt, sem heitir Hekla, eða í valið
apótek samkvæmt ósk sjúklings.
Ef lyfseðillinn er sendur beint í lyf-
seðlagáttina getur hvaða apótek
sem er, sem er tengt lyfseðlagátt-
inni, sótt rafrænt viðkomandi lyf-
seðil. Ef lyfseðill er sendur beint á
ákveðið apótek kemur hann fram
þar.
„Verklag við að ávísa lyfseðlum
breytist ekki, eftir sem áður eru
það eingöngu læknar sem gefa út
lyfseðla eftir að hafa séð sjúkling á
stofu eða eftir símtal ef til dæmis
um endurnýjun á lyfseðli er að
ræða,“ segir Gunnar Alexander
Ólafsson, sérfræðingur í heilbrigð-
isráðuneytinu. Hann bendir á að
sumar heilsugæslustöðvar bjóði
upp á endurnýjun með tölvupósti.
Sjúklingur getur þá sent tölvupóst
um hvaða lyf hann þarf að endur-
nýja og læknir sendir lyfseðilinn
rafrænt í apótekið.
Í framtíðinni er hins vegar ætl-
unin að fólk geti sótt um endurnýj-
un á lyfseðli í gegnum netið og
sparað þannig sporin út á heilsu-
gæslustöð eða tíma við símann.
„Það er ekki spurning um hvort
heldur hvenær þetta gerist,“ segir
Gunnar. Erfitt sé að segja ná-
kvæmlega hvenær slík vinnubrögð
gætu orðið að veruleika en vonandi
innan 2-3 ára. „Það er mikill vilji
innan heilbrigðisráðuneytisins til
að setja þetta mál á dagskrá og
breyta í betra horf.“
Lyfjaávísanir enn í gegn-
um síma eða á staðnum
LOKA þurfti Rafstöðvarvegi í Elliðaárdal um
tíma í gærmorgun vegna krapaflóða í Elliða-
ám. Töluvert af vatni flæddi yfir veginn og
tók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ákvörð-
un um lokun af þeim sökum. Kallaðir voru til
starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur og tók
um eina og hálfa klukkustund að opna veg-
stöðin var ræst í [gærmorgun] var
farvegurinn mjög grunnur og flæddi undir
brúnni. Málið var hins vegar leyst með því
að fá gröfu til þess að hræra í krapanum. Þá
komst vatnið í eðlilegan farveg að nýju,“
sagði Eiríkur í samtali við fréttavef Morg-
unblaðsins, mbl.is.
inn að nýju. Umferðartafir voru óverulegar.
Að sögn Eiríks Hjálmarssonar, upplýsinga-
fulltrúa Orkuveitunnar, gerist þetta nokkr-
um sinnum á veturna í Elliðaám og fleiri ám
á landinu. „Það myndast svonefndur botn-
stingull sem er krapi sem sest á botninn í án-
um og grynnkar farveginn. Þegar Elliðaár-
Árvakur/RAX
Loka þurfti Rafstöðvarvegi vegna krapaflóða
NOKKUÐ hefur borið á því í kuldanum að
undanförnu að neysluvatnslagnir, hvort
heldur fyrir heitt eða kalt, hafi frosið.
Þetta segir Guðbjörn Ævarsson pípulagn-
ingameistari. Segir hann yfirleitt um að
kenna lélegri einangrun húsanna sem og
lökum frágangi og slík vandkvæði komi
jafnt upp í eldri húsum sem og nýjum.
„Það má segja að við píparar óskum
ekki eftir frosti því að það verður allt vit-
laust, bæði í ofnlokum og í neysluvatns-
kerfinu,“ segir Guðbjörn og tekur fram að
ekki sé eðlilegt að vatn hverfi af heilu hús-
unum þegar smákuldakast gangi yfir.
Að sögn Andrésar Hinrikssonar pípu-
lagningameistara gera menn ráð fyrir að
álag aukist á pípulagningameistara þegar
frostið fer að lina. „Þegar fer að þiðna aft-
ur geta bílskúrar orðið hættulegir ef fólk
veit ekki af því að skúrarnir eru frosnir,“
segir Andrés og bendir á að ofnkranar og
-lokur geti gefið sig með þeim afleiðingum
að ofnar í bílskúrum frostspringi.
Skemmdir koma
í ljós þegar
hlýna tekur á ný
MÓTMÆLUM gegn reykingabanni á
skemmtistöðum verður hætt og horfið frá
reykingum innandyra að nýju. Þetta var
ákveðið á fundi Félags kráareigenda í
gær. Þar var að sögn Kormáks Geirharðs-
sonar veitingamanns farið vel yfir reyk-
ingamálið auk þess sem ný stjórn var kjör-
in. Telja veitingamenn sig hafa vakið
yfirvöld til umhugsunar og nóg sé að gert.
Hann kveður spurningu í tengslum við
sérstök reykherbergi einnig hafa vaknað
á fundinum. „Siv Friðleifsdóttir hefur
mikið talað um að vernda hagsmuni þeirra
sem eigi að þrífa reykherbergi á skemmti-
stöðum, verði þau leyfð. Því spyrja menn
sig hver þrífur reykherbergið á Alþingi?“
segir Kormákur. Vinnueftirlitið hefur
veitt fimm áminningar vegna mótmælaað-
gerðanna, en engin kæra barst lögreglu.
Mótmæli kráar-
eigenda búin
FRÁ því Flugfélagið Ernir tók við flugi til
Hafnar í Hornafirði hefur farþegastraumur
aukist mikið. Vegna þessarar aukningar
hefur verið ákveðið að bæta við flugferðum
á þriðjudögum, en ekki hefur verið flogið
áður þá daga. Um er að ræða hádegisflug á
þriðjudögum yfir veturinn og síðan verður
flogið að morgni og á kvöldin yfir sumarið.
Þessar breytingar taka í gildi 19. febrúar
og verður þá flogið hvern einasta virka dag
og á sunnudögum til Hafnar í Hornafirði.
Ernir fjölga ferð-
um til Hafnar
Árvakur/Árni Sæberg
Hætta af
grýlukertum og
snjóhengjum
SJÖ ára stúlka í Breiðholtinu skarst á vör í
gær þegar hún ætlaði að ná í grýlukerti en
varð fyrir því og varð að sauma fyrir. Önn-
ur lítil stúlka, fimm ára gömul, varð fyrir
því í fyrrakvöld að snjóhengja féll á hana
ofan af þaki þriggja hæða húss á Akureyri.
Slapp hún þó ómeidd að því er fram kom í
fréttum Ríkisútvarpsins í gærkvöld.
Stúlkan var að leika sér við húsið ásamt
stöllu sinni er hengjan féll en það vildi
henni til happs að móðir hennar heyrði
skruðningana. Fór hún út til að gá að telp-
unum og þá var dóttir hennar að mestu á
kafi í snjónum. Losaði hún hana úr skafl-
inum og eins og fyrr segir varð stúlkunni
ekki meint af.
Lögreglan vekur athygli á mikilvægi
þess að húseigendur skoði þakkanta sína,
því mikil hætta geti stafað af snjóhengjum
og grýlukertum.