Morgunblaðið - 05.02.2008, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
Í DAG verður einnar mínútu þögn
í hafnarborginni Hull í Englandi til
að minnast þess að fjörutíu ár eru
liðin frá svonefndum „þriggja tog-
ara harmleik“ (Triple Trawler Tra-
gedy), þegar þrír togarar frá Hull
hurfu í Norðurhöfum á aðeins 26
dögum í janúar og byrjun febrúar
1968. Með þessum skipum fórust
58 sjómenn frá Hull og einn frá
Grimsby. Togarinn St. Romanus
var við Noregsstrendur þegar síð-
ast heyrðist til hans 11. janúar
1968. Togarinn Kingston Peridot
fórst einnig fyrir norðan Ísland og
heyrðist síðast til hans 2. febrúar
þegar hann var vestur af Grímsey.
Enginn bjargaðist af þessum skip-
um. Togarinn Ross Cleveland sökk
síðan í ofsaveðri og ísingu út af
Skutulsfirði í Ísafjarðardjúpi þann
5. febrúar. Einn skipverja, Harry
Eddon, bjargaðist við illan leik en
19 skipsfélagar hans fórust.
Kveðjuorð skipstjórans á Ross
Cleveland í talstöðinni; „Við erum
að fara. Skilið ástarkveðju minni
og skipsmanna til eiginkvenna
okkar og fjölskyldna,“ endurómuðu
um England. Í kjölfarið var gripið
til ráðstafana til að auka öryggi
togarasjómanna á Norðurhöfum.
Segja má að Harry Eddon hafi
lifað í skugga sjóslyssins eftir það,
eins og fram kemur í bók Óttars
Sveinssonar, Útkalli í Djúpinu. Þar
er rakin atburðarásin þessa dimmu
febrúardaga þegar vélbáturinn
Heiðrún II frá Bolungarvík hvarf
með allri áhöfn, togarinn Ross Cle-
veland sökk og togarinn Notts
County strandaði á Snæfjalla-
strönd. Áhöfn varðskipsins Óðins
bjargaði áhöfn Notts County við
illan leik en einn skipverja togar-
ans hafði þá þegar drukknað við
skipshlið.
Sex íslenskir sjómenn fórust
Vélbáturinn Heiðrún II, ÍS 12,
153 tonna vélbátur, lá við Brjótinn
í Bolungarvík þegar óveðrið færð-
ist allt í aukana. Sunnudaginn 4.
febrúar var báturinn að slitna frá
og stukku þá sex menn um borð í
Heiðrúnu II og hugðust sigla bátn-
um til Ísafjarðar í var. Þeir náðu
ekki landi eftir það. Sex menn fór-
ust með Heiðrúnu II, Rögnvaldur
Sigurjónsson, 52 ára vélstjóri sem
var skipstjóri í þessari ferð, og
tveir synir hans, Ragnar, 18 ára,
og Sigurjón, 17 ára, sem báðir
voru hásetar, Páll Ísleifur Vil-
hjálmsson, 31 árs vélstjóri á vs.
Guðmundi Péturs, Kjartan Halldór
Kjartansson, 23 ára háseti á vb.
Einari, og Sigurður Sigurðsson há-
seti, 17 ára.
Örlagadagar í Djúpinu
Ljósmynd/Valdimar Jónsson
Hetjudáð Loftskeytamaðurinn á Óðni tók mynd af slöngubátnum og björg-
unarbáti sem notaðir voru við björgun skipverja á Notts County. Glöggt
má sjá hvernig ísingin hafði hlaðist á varðskipið.
Árvakur/Högni Torfason
Bjargaðist Harry Eddon komst í björgunarbát ásamt tveimur félögum sín-
um af Ross Cleveland. Félagarnir dóu úr vosbúð en Eddon bjargaðist.
Í HNOTSKURN
»Fárviðri gekk yfir landið ogekki síst Vestfirði dagana
4.-5. febrúar 1968.
»Flest fiskiskip við landið leit-uðu vars fyrir veðrinu sem
líkt var við Halaveðrið og voru
20-25 togarar í Ísafjarðardjúpi.
»Tveir breskir togarar fórust íDjúpinu. Ross Cleveland
sökk og Notts County strandaði.
»Vélbáturinn Heiðrún II ÍS 12týndist með sex manna
áhöfn, þar af voru þrír skipverj-
ar undir tvítugu. Bátsins varð
vart undir miðnætti 4. febrúar en
hann kom ekki fram eftir það.
Fjörutíu ár eru nú liðin frá
sjóslysunum hræðilegu í
Ísafjarðardjúpi í byrjun
febrúar 1968. Þá fórust 26
sjómenn af tveimur bresk-
um togurum og íslenskum
báti. Átján sjómönnum
var bjargað af skipverjum
á vs. Óðni sem unnu
hetjudáð.
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
BALDUR Sigurðsson, dósent hjá
Kennaraháskóla Íslands, hélt á laug-
ardag fyrirlestur sem hann kallaði
Nöfn og ónefni samkvæmt íslensk-
um mannanafnalögum, en Baldur
situr í mannanafnanefnd. Hann seg-
ir að mörgum þyki sum þeirra nafna
sem samþykkt eru spaugileg á með-
an nöfnum sem virðast gild er hafn-
að. Mannanafnalögin, sem unnið er
eftir, séu þó frjálslynd og leyfi allt
mögulegt hvað innihald varðar. „Er
kemur að útliti og formi nafnanna
eru þau hinsvegar svolítið íhald-
söm.“
„Háðsglósur voru kveikjan að því
að ég fór að skoða hvað nefndin hef-
ur verið að gera síðan ég tók sæti í
henni fyrir þremur árum. Hvað er
það sem fólk getur rekið hornin í?
Ég útskýrði hvernig lögin skila
þessu. En fólk er ekki bara að gera
grín að nöfnum heldur verða aðrir
reiðir. Fyrst og fremst yfir synjun
nafna sem sótt er um að fá á skrána,
en svo eru aðrir sem hafa áhuga á
málinu og hafa skýrar hugmyndir
um hvað séu góð íslensk nöfn. Sumir
þeirra verða reiðir þegar þeir sjá úr-
skurði nefndarinnar.“
Baldur skoðaði einungis eiginnöfn
en ekki millinöfn og segist hafa
dregið fram hvaða nafnategundir
fólki finnist „ónefni“ og eru sam-
þykkt, en einnig hvaða nöfnum
nefndin hafnar.
Kaktus, Vísa og Þoka
„Sumum finnst ósanngjarnt að
nefndin samþykki ekki orðið Maria,
með i í stað í. Þetta er fínasta nafn
en ekki ritað samkvæmt íslenskum
ritreglum. Svo eru samþykkt nöfn
sem fólki finnast asnaleg. Einn
flokkur þeirra eru góð og gild ís-
lensk orð sem fólk er ekki vant að
sjá sem mannanöfn og sumum finn-
ast undarleg.“ Dæmi um þau eru
Andrá, Kaktus, Ljósálfur, Nátt-
mörður, Nóvember, Sigur, Súla,
Vísa og Þoka. Annar flokkur eru
gælunöfn „sem fólk rekur upp stór
augu við að sjá að allt í einu eru orð-
in nöfn, eins og Matti, Betsí, Stína,
Geiri og Bill. En lögin geta ekki
stoppað svona nöfn,“ segir Baldur.
Á síðustu þremur árum hefur ver-
ið sótt um 250 eiginnöfn til manna-
nafnanefndar og af þeim hafa um
60% verið samþykkt. Um 100 úr-
skurðir eru felldir á ári.
Jesús og Múhameð
Baldur segir nokkrar umræður
hafa spunnist að fyrirlestrinum
loknum, í góðu og í formi vanga-
veltna. „Ekki voru nein pólitísk bit-
bein eða deilur. Fólk var að velta
fyrir sér hvort mannanafnanefnd
myndi samþykkja nafnið Jesús. Ég
gat ekki svarað öðru en Jesús hlyti
að vera gott og gilt nafn. Það hefur
verið beygt og notað í bókmenntum,
í öllum föllum, um nokkurra alda
skeið og það væri varla hægt að
leggjast gegn því.“ Baldur segir
mannsnafnið Jesús þekkjast í öðrum
tungumálum. Nafnið Múhameð er
heldur ekki á mannanafnaskrá. „En
þetta er algengt nafn og má búast
við því að það muni knýja dyra áður
en langt um líður.“ Í öðrum tungum
er það þó ekki skrifað upp á íslensk-
an máta. „Það þyrfti að skrifa það á
íslenskan máta og það gæti kostað
einhvern núning.“
Svaraði að Jesús hlyti að
vera gott og gilt nafn
Árvakur/Valdís Thor
Gæluheiti „Lögin geta ekki stopp-
að svona nöfn,“ segir Baldur.
„ÞETTA var erfið ferð hjá Sig-
urjóni Hannessyni og Pálma Hlöð-
verssyni,“ sagði Sigurður Þ. Árna-
son, fyrrverandi
skipherra á varð-
skipinu Óðni.
Fyrrnefndir
stýrimenn hans
fóru á litlum
slöngubáti í for-
áttuveðri að flaki
togarans Notts
County frá
Grimsby við
Snæfjallaströnd
5. febrúar 1968.
Tókst þeim að bjarga áhöfn togar-
ans um borð í varðskipið. Varð-
skipsmenn lögðu sjálfa sig í mikla
hættu þar sem þeir fóru eins ná-
lægt strandstaðnum og mögulegt
var. Varðskipið fór svo grunnt að
dýptarmælirinn var hættur að
mæla og skyggnið var nær ekkert.
„Þetta er eitt versta veður sem
ég lenti í á 45 ára sjómannsferli
mínum,“ sagði Sigurður. Báðar
ratsjár varðskipsins voru óstarf-
hæfar vegna ísingar og 20-25 skip í
vari inni í Djúpinu. Til marks um
veðurhaminn nefndi Sigurður að
stór togari slitnaði frá bryggju í
Ísafjarðarhöfn þessa nótt og eng-
inn vissi fyrst um afdrif hans því
skipið hvarf gjörsamlega út í sort-
ann.
En var það ekki erfið ákvörðun
að senda stýrimennina tvo yfir í
Notts County? „Jú, það var það, en
hvað á að gera þegar 19 mannslíf
eru í hættu,“ spurði Sigurður.
Hann sagði að þegar skip og menn
væru að farast allt um kring væru
allar ákvarðanir erfiðar.
Varðskipsmenn voru heiðraðir
fyrir afrekið af borgaryfirvöldum í
Grimsby og af Bretadrottningu.
Eitt versta
veðrið á 45
ára ferli
Sigurður Þ.
Árnason skipherra