Morgunblaðið - 05.02.2008, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 05.02.2008, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT KJÖTKVEÐJUHÁTÍÐIR eru nú haldnar víða um heim, en lang- stærsta og viðamesta hátíðin er í Rio de Janeiro í Brasilíu. Rio hef- ur verið kölluð höfuðborg kjöt- kveðjuhátíðanna og um hálf millj- ón gesta heimsækir hana á ári hverju. Hátíðin stendur í fjóra daga en lokadagurinn er í dag og við tekur páskafastan. Litskrúðugir dansarar helstu samba-dansskóla Rio sýndu hæfni sína á kjötkveðjuhátíðinni í gær, en skrúðgöngur dansskólanna eru hápunktur kjötkveðjuhátíð- arinnar. Göngurnar eru jafn- framt keppni milli skólanna, m.a. um hvernig þeim tekst að koma boðskap sínum á framfæri með búningum og skreytingum. Stór úrslitaþáttur er hvernig til tekst að koma 5.000 manna hópunum á áfangastað á skemmri tíma en 80 mínútum. Reuters Sambasveiflur í Ríó Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is MITT Romney, fyrrverandi ríkis- stjóri Massachusetts, reyndi í gær að koma í veg fyrir að öldungadeild- arþingmaðurinn John McCain ynni nánast fullnaðarsigur í forkosning- um repúblikana í dag þegar kosið verður í yfir 20 sambandsríkjum Bandaríkjanna. Nýjustu skoðana- kannanir benda hins vegar til þess að öldungadeildarþingmaðurinn Barack Obama hafi unnið upp for- skot Hillary Clinton og líklegt er að baráttu þeirra í forkosningum demó- krata ljúki ekki fyrr en í fyrsta lagi í næsta mánuði. CNN-sjónvarpið birti í gær könn- un sem bendir til þess að McCain njóti stuðnings 44% líklegra kjós- enda repúblikana í öllu landinu en 29% styðji Romney. Kosið verður í 21 ríki í forkosningum repúblikana og McCain er með forystu í flestum þeirra en ný skoðanakönnun bendir þó til þess að Romney geti komið á óvart með sigri í Kaliforníu. Barist verður um alls 1.023 kjör- menn í forkosningum repúblikana í dag og til að verða tilnefndur for- setaefni repúblikana þarf McCain að fá alls 1.191 kjörmann. Hann hefur nú þegar fengið 93 kjörmenn. Í níu ríkjum af 21 fær sigurvegarinn alla kjörmennina þannig að McCain von- ast til þess að komast mjög nálægt því að gulltryggja sér sigur í for- kosningunum. Öðru máli gegnir um baráttu Obama og Clinton sem keppa um 1.681 kjörmann í dag en þurfa alls 2.025 til að sigra í forkosningum demókrata. Kjörmönnunum er út- hlutað í hlutfalli við atkvæðafjölda frambjóðenda þannig að líklegt er að ekki dragi til úrslita í baráttu Clin- ton og Obama fyrr en í fyrsta lagi í mars. Tvær nýjar kannanir benda til þess að Clinton og Obama séu hníf- jöfn en ef marka má þriðju könn- unina er forsetafrúin fyrrverandi með nauma forystu. Barátta þeirra er mjög tvísýn í Kaliforníu sem er með flesta kjör- menn, eða 370. Samkvæmt nýrri könnun CNN og Los Angeles Times ætla 36% líklegra kjósenda demó- krata í Kaliforníu að kjósa Clinton og 34% Obama, en 18% voru enn óákveðin. Skekkjumörkin voru 4,5 prósentustig. Sigri Obama í Kaliforníu yrði það mikið áfall fyrir Clinton sem var með 17 prósentustiga forskot í ríkinu fyr- ir tæpri viku samkvæmt samskonar könnun. John McCain vonast eftir fullnaðarsigri Stefnir í hnífjafna baráttu milli Clinton og Obama Reuters Þungavigtarmenn Barack Obama með Robert De Niro (t.v.) og Edw- ard Kennedy á fundi í New Jersey. ÍSRAELSK kona og tveir palest- ínskir árásarmenn létu lífið og ellefu manns særðust í sjálfsmorðsárás í Ísrael í gær. Árásin var gerð af tveimur mönn- um í verslunar- miðstöð í borg- inni Dimona í sunnanverðu Ísr- ael. Annar mann- anna sprengdi sig í loft upp, en lög- regla skaut hinn manninn áður en sprengjubelti hans sprakk. Al-Aqsa-herdeildin er tengist Fatah-samtökum Mahmud Abbas, forseta Palestínumanna, og aðrir tengdir hópar, hafa lýst árásinni á hendur sér. Þetta er fyrsta sjálfsmorðsárásin sem gerð er í Ísrael í rúmt ár. Ísraelar svöruðu árásinni nokkr- um tímum síðar með loftárás á bæ- inn Beit Lahiye á norðanverðu Gaza- svæðinu. Í loftárásinni lést eftirlýst- ur leiðtogi andspyrnuhreyfingar er tengist armi Hamas-samtakanna á Gaza. Tveir óbreyttir borgarar særðust í loftárásinni. Ísraelar svara sjálfs- morðsárás Abwaini Annar árásarmannanna ÞÚSUNDIR manna flúðu í gær frá höfuðborg Tsjad, N’Djamena, eftir tveggja daga átök í borg- inni milli stjórnarhersins og uppreisnarmanna. Stjórnarherinn kvaðst hafa hrakið uppreisn- armennina á flótta en þeir sögðust aðeins hafa far- ið út fyrir borgina til að gefa íbúunum færi á að flýja. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hvatti aðild- arríki samtakanna til að aðstoða stjórnina í Tsjad í baráttunni við uppreisnarmennina. Frakkar eru með herstöð í landinu en stjórnvöld í París sögðu í gær ólíklegt að frönskum hermönnum yrði skipað að berjast með stjórnarhernum. Uppreisnarmenn- irnir höfðu áður hótað árásum á friðargæslulið Evrópusambandsins í landinu vegna stuðnings Frakka við stjórnina. Stjórn Tsjad hefur sakað stjórnvöld í grannríkinu Súdan um að hafa staðið fyrir uppreisninni en þau neituðu því í gær. Þúsundir manna flýja hörð átök í höfuðborg Tsjad Frakkar flýja N’Djamena. London. AFP. | Bretar virðast fá- kunnandi í eigin sögu og bók- menntum samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar í Bret- landi. Nærri því fjórðungur svar- enda heldur því fram að Winston Churchill sé goðsögn, og enn fleiri halda að Sherlock Holmes hafi ver- ið til í raun og veru. Fram kom í könnuninni að 47% svarenda héldu því fram að Rík- harður ljónshjarta, sem var kon- ungur í Englandi á 12. öld, væri uppspuni. 23% héldu að Winston Churchill, sem var forsætisráðherra Bret- lands í seinni heimsstyrjöldinni, væri einnig uppspuni. Jafnstór hluti hélt því fram að hjúkr- unarkonan Flor- ence Nightingale hefði aldrei verið til í raun og veru. Um 3% héldu að Charles Dick- ens, einn fræg- asti rithöfundur Breta, hefði aldr- ei verið til. Indverski leiðtoginn Mahatma Gandhi og Duke Wellington voru meðal þeirra tíu sem oftast voru nefndir sem uppspuni. 58% svar- enda héldu því hins vegar fram að Sherlock Holmes hefði verið til. Fjórðungur taldi Churchill og Nightingale uppspuna Gandhi Veruleiki eða uppspuni? Innheimtukröfur í Netbanka Kaupþings eru tilvalin leið til að halda utan um kröfur allt frá því að þær eru stofnaðar þar til þær eru greiddar. Kerfið hentar fyrirtækjum, stofnunum, sveitarfélögum o.fl. Innheimtukröfur bæta greiðsluflæði, veita yfirsýn yfir útistandandi skuldir og auðvelda bókhaldsvinnu. Með því móti spara innheimtukröfur bæði fé, tíma og fyrirhöfn. Kynntu þér málið á kaupthing.is, í síma 444 7000 eða sendu fyrirspurn á innheimtuthjonusta@kaupthing.com Innheimtukerfi Nýtt innheimtukerfi Kaupþings Kynntu þér innheimtuKröfur í netbanKa Kaupþings Stórbætt yfirSýn og upplýSingagjöf Tókýó. AFP. | Japanska fyrirtækið Suntory hefur ræktað bláar rósir með erfðatækni og tilkynnti í gær að það hygðist setja þær á markað í Japan á næsta ári. Fyrirtækið vonast til þess að selja hundruð þúsunda blárra rósa í Jap- an á ári hverju. Það hefur einnig ræktað slík blóm í Ástralíu og Bandaríkjunum og vonast til þess að fá leyfi til að selja þau þar. Fyrirtækið tilkynnti árið 2004 að því hefði tekist að rækta fyrstu erfðabreyttu bláu rósina í heiminum eftir rannsókn sem stóð í 14 ár. Bláar rósir á markað ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.