Morgunblaðið - 05.02.2008, Síða 18
Ósofnir menntskælingar eru kannski eng-in nýlunda en hins vegar er óvenjulegraað svefnleysið sé hluti af námsefniþeirra. Sú var hins vegar raunin þegar
45 MK-ingar sóttu valfagið HUB 102 á dögunum
eftir að hafa verið vaknir og sofnir yfir ungabarns-
dúkku, sem er raunverulegri en þær flestar.
Þegar blaðamaður gengur inn í skólastofuna er
kennari námskeiðsins, Ólafur Grétar Gunnarsson,
að máta vesti með áfastri bumbu og barmi á einn
strákinn í bekknum við mikla kátínu samnemenda
hans. Bæði strákar og stelpur fá þannig nasasjón
af því aukaálagi sem meðgangan hefur í för með
sér.
HUB stendur fyrir „Hugsað um barn“ en
áfanginn felst í því að krakkarnir fá heim með sér
yfir helgi brúðu sem lítur út eins og ungabarn og
er að mörgu leyti gædd sömu eiginleikum. Nem-
endurnir þurfa að sinna „barninu“ og bregðast við
gráti þess með því að gefa því pela, skipta um
bleyju, hugga það og annast á annan máta nótt
sem nýtan dag. Í framhaldinu fá þeir fræðslu um
meðgönguna, foreldrahlutverkið, ótímabært kyn-
líf og fleira.
Allt það versta í börnum
„Þetta var bæði gaman og erfitt,“ segir einn
Anna Margrét Gunnarsdóttir, í tímanum á mánu-
deginum eftir að hafa skilað barninu. „Það koma
kaflar þar sem barnið grenjar og grenjar. Þá þarf
maður virkilega að reyna að finna út hvað sé að,
fara í gegn um alla rútínuna, skipta á bleyju, gefa
pela og allt þetta. En svo er þetta rosalega gaman
inn á milli þegar barnið hlær og hjalar.“
Undir þetta tekur Sindri Jónsson sem fann þó
ekki jafn marga ljósa punkta við ungbarnastússið
og skólasystir hans. „Mér finnst þetta aðallega
sýna fram á allt það versta í börnum því það var
aldrei neitt skemmtilegt eða ánægja í þessu held-
ur bara vinna, meiri en ég bjóst við. Ef barnið
byrjaði að gráta grét það kannski fimm sinnum í
röð en þagði svo í einn, tvo eða jafnvel þrjá tíma
áður en það tók aðra rispu.“
Þau eru sammála um að barnið hafi verið ákaf-
lega bindandi. „Og það var ekkert hægt að svindla
– maður þurfti alltaf að vera á staðnum út af arm-
bandinu sem við fengum,“ segir Anna.
Vildi vinna veðmál
Armbandið sem Anna nefnir er hluti af tölvu-
búnaði dúkkunnar sem skráir alla umönnun.
Þannig þurfa unglingarnir að bera armbandið upp
að dúkkunni um leið og þeir sinna henni því annars
kemur fram við skráningu að barninu hafi ekki
verið sinnt. Einkunn krakkanna í áfanganum er
svo byggð á niðurstöðum skráningarinnar.
Og það er sú niðurstaða sem hvatti Sindra til
þess að skrá sig í áfangann. „Ég fór í keppni við
vinkonu mína sem heldur því fram að ég verði ekki
góður faðir. Ég held hins vegar að ég sé sá besti og
ætla að sýna fram á það með því að vinna hana í
þessu,“ segir hann og glottir. Aðrar ástæður lágu
að baki því að Anna ákvað að fara í þetta fag. „Ég
vissi ekkert um börn og var svo stressuð yfir þeim
að ég hafði eiginlega sagt við sjálfa mig að ég ætl-
aði aldrei að verða mamma. Mig langaði því að
prófa þetta og fannst það geðveikt gaman. Núna
er ég alveg búin að skipta um skoðun og er bara
spennt fyrir því að verða ólétt,“ segir hún. „Ann-
ars þarf enginn að hafa áhyggjur,“ bætir hún hlæj-
andi við þegar hún sér svipinn á blaðamanni. „Ég
ætla mér ekkert að verða ólétt á næstunni!“
Sindri segir þessa reynslu þó varla verða til þess
að hann þori ekki að leggja út í barneignir síðar
meir. „Gerist það ekki bara ef það gerist?“ spyr
hann æðrulaus. „En það er svosem ekkert á plan-
inu í bráð.“
ben@mbl.is
Barneignir ekki
á planinu í bráð
Árvakur/Árni Sæberg
Reynslunni ríkari „Þetta var bæði gaman og erfitt,“ sögðu þau Sindri Jónsson og Anna Margrét Gunnarsdóttir.
Ósofin Þreytan sagði til
sín hjá nemendunum að
lokinni helgi með „raun-
veruleikabarninu“.
Fróð Sigríður Pálmadóttir hjúkrunarforstjóri
fræddi krakkana um meðgöngu og börn.
Þungun Kennarinn, Ólafur Grétar Ólafur Gunnarsson, aðstoðar kynbróður
sinn við að finna fyrir þyngdinni sem óléttubumba hefur í för með sér.
|þriðjudagur|5. 2. 2008| mbl.is
daglegtlíf
Það þarf íturvaxna tösku undir
allra nauðsynlegustu græjurnar
fyrir sundsprettinn ef marka
má það sem í boði er. » 20
sund
Hrós er mun betra stjórn- og
agatæki en refsing ef marka má
dr. Laura Riffel sem hefur ára-
tugareynslu af kennslu. » 20
menntun
„ÞETTA er sá aldur sem er í
áhættu varðandi ótímabærar
þunganir svo mér fannst tilvalið
að bjóða upp á þetta sem valfag,“
segir Margrét Friðriksdóttir,
skólameistari MK. „Þetta er í
fyrsta skipti sem boðið er upp á
þetta í framhaldsskólum þannig
að við vissum ekki alveg hvernig
þetta myndi falla í kramið hjá
krökkunum. Við áttum von á
kannski 15 en fagið sló í gegn því
45 nemendur skráðu sig.“
Námskeiðið fólst í þremur tvö-
földum kennslustundum þar sem
unglingarnir voru fræddir um
kynlíf, getnað, umönnun barna og
foreldrahlutverk, getnaðarvarnir,
kynsjúkdóma „og fleira sem á er-
indi við aldurshópinn,“ útskýrir
Margrét. Að auki þurftu þau að
annast „raunveruleikabarnið“ í
tvo og hálfan sólarhring, eða frá
kl. 20 á föstudagskvöldi til kl. 8 á
mánudagsmorgni. „Það var mjög
mikil lukka með þetta og við er-
um ákveðin í að bjóða okkar
nemendum upp á þetta áfram,“
bætir hún við.
Hún segir námskeiðið af-
sprengi samvinnu skólans og
Heilsugæslunnar í Kópavogi en í
skólanum er starfandi hjúkr-
unarfræðingur á hennar vegum
sem styrktur er af sor-
optomistaklúbbnum og rot-
aryklúbbnum í bænum. „Við
fréttum af þessum námskeiðum
sem ÓB ráðgjöf er með í gegn um
hjúkrunarforstjóra heilsugæsl-
unnar, Sigríði Pálmadóttur, og
fannst þau strax spennandi. Og
þar sem þetta styrkir svo vel for-
varnastarf hjúkrunarfræðingsins,
hennar Elínar Birnu Hjörleifs-
dóttur, ákváðum við að slá til.“
Í fyrsta
sinn í
fram-
haldsskóla
Þeir voru dálítið þreytulegir krakkarnir sem
mættu í HUB 102 í MK mánudaginn fyrir rúmri
viku. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir sat í tíma
með þeim og 45 raunveruleikabörnum sem höfðu
haldið fyrir þeim vöku.