Morgunblaðið - 05.02.2008, Qupperneq 20
Fréttir á SMS
daglegt líf
20 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
fylgjast með þessu er
Víkverja samt fyr-
irmunað að skilja
hvernig menn geta lát-
ið svona. Þeir eru nú
einu sinni bara að
horfa á sjónvarp.
Vissulega er það
ánægjulegt þegar vel
gengur og minna
ánægjulegt þegar illa
gengur en eins og áður
segir, menn eru að
horfa á sjónvarp. Það
er ekki eins og þeir séu
á vellinum. Og það er
ekki eins og himinn og
jörð séu að farast.
Tuttugu og tveir menn
eru að hlaupa á eftir bolta.
Þrátt fyrir að hafa verið eldheitur
stuðningsmaður Liverpool í meira
en aldarfjórðung, og hafa lesið allar
fréttir um liðið á sama tímabili, hef-
ur Víkverji aldrei getað sagt „við“
þegar hann er að tala um Liverpool.
Víkverji er einfaldlega ekki einn af
leikmönnum liðsins.
Að lokum vill Víkverji geta þess
að hann er ekki í Liverpool-
klúbbnum, þótt hann hafi verið
marghvattur til þess og bent á að í
því séu falin ýmis góð kjör á varn-
ingi tengdum liðinu og ferðalögum.
Víkverji hefur hins vegar aldrei séð
ástæðu til þess að borga einhverjum
fyrir að halda með Liverpool.
Víkverji er mikilláhugamaður um
knattspyrnu og á rauði
herinn frá heimaborg
Bítlanna stuðning
hans allan. Sem stuðn-
ingsmaður Liverpool
fer Víkverji gjarnan á
öldurhús eitt í Kópa-
vogi til þess að horfa á
leiki með eftirlætislið-
inu. Á því öldurhúsi á
Liverpool-klúbburinn
griðastað og und-
antekningarlaust hafa
leikir rauða hersins
forgang á fjöldamörg-
um sjónvörpum stað-
arins. Yfirleitt er það
hin mesta skemmtun að fara á Pla-
yers og sötra kók með klaka, stund-
um kækur með klaka, á meðan leik-
irnir líða. Því miður hefur það þó
skyggt aðeins á í vetur að liðinu hef-
ur ekki gengið neitt sérstaklega vel
og eru meira að segja bjartsýnustu
leikmenn farnir að lýsa því yfir að
enski meistaratitillinn sé runninn
þeim úr greipum, enn eitt árið.
Eitt af því skemmtilegasta við
ferðirnar á Players er að sjá hversu
ótrúlega mikið margir stuðnings-
manna Liverpool lifa sig inn í leik-
ina. Gangi vel er sungið og trallað
en gangi illa vilja menn beita munn-
söfnuði sem ekki er til fyrirmyndar.
Eins og það getur verið gaman að
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
Það hafa orðið miklarbreytingar á flestumvestrænum samfélögum,“segir dr. Riffel, innt eftir
því hvers vegna foreldrar virðast
sífellt þurfa að finna nýjar leiðir í
dag til að fá börn sín til að haga
sér rétt.
„Þegar ég var barn þá hafði ég
áhyggjur af því að valda for-
eldrum mínum vonbrigðum en nú
virðist það hafa snúist við. For-
eldrar hafa fremur áhyggjur af
því að valda börnum sínum von-
brigðum. Það hefur, að því er ég
tel, áhrif á það hvernig við ölum
upp börnin okkar. Og ástæðan
fyrir því að við þurfum að finna
nýjar leiðir er að þær sem við höf-
um verið að nota duga ekki.“ Hún
vill þó ekki varpa ábyrgðinni al-
farið á foreldrana heldur segir
ástæðurnar margar og eiga sér
dýpri rætur.
Líf og starf dr. Riffel hefur, frá
því hún byrjaði að kenna fyrir
tæpum fjörutíu árum, beinst að
því að finna leiðir til þess að efla
sjálfstraust nemenda, sjálfsmynd,
hegðun þeirra og námsárangur.
Þetta segir hún allt tengjast. „Við
þurfum að kenna hvað er góð
hegðun, skilgreina hana og vera
góðar fyrirmyndir. Hvað þýðir góð
hegðun í kennslustofu? Hvað þýðir
góð hegðun á skólagöngunum?
Það er ekki nóg að segja bara við
nemendur: Verið þið góð! Þá er
mjög mikilvægt að horfa frekar á
það sem vel er gert og nefna það
sérstaklega, annað hvort við ein-
staka nemendur eða hópinn allan.“
Hún tekur einfalt dæmi úr fata-
klefanum. „Þar mætti til dæmis
segja: „Mér líkaði vel hvernig þú
hengdir úlpuna þína fallega upp
og gekkst vel frá skónum þínum.
Það er einmitt svona sem á að
gera þetta.“ Það er miklu líklegra
að nemandinn haldi þessari hegð-
un, sem hefur vakið athygli kenn-
arans áfram, heldur en ef hann
hefði fengið enga athygli.“
Því er mikilvægt að vekja at-
hygli á því jákvæða fremur en því
neikvæða. „Sumir nemendur gang-
ast upp í að fá athygli og það er
betra að veita athygli fyrir já-
kvæða hegðun heldur en nei-
kvæða. Það að veita neikvæðri
hegðun athygli hefur yfirleitt ekk-
ert upp á sig og ýtir jafnvel undir
erfiða hegðun frekar en hitt. Þetta
bætir líka starfsumhverfið, það
verður jákvæðara. Kennarinn er
hér í aðalhlutverki. Hann hvetur
nemendur til þess að hegða sér
vel á jákvæðan hátt en heldur
jafnframt þrjú hundruð boltum á
lofti til þess að bæta námsárang-
urinn og það má sko hafa gaman
af því að bæta hegðun,“ segir dr.
Riffel og hlær.
Hvatning og hæfileg áskorun
Allir geta lært segir hún. Það
þarf bara að finna réttu leiðirnar.
„Flest erum við þannig að við vilj-
um losna sem fyrst frá leið-
inlegum verkefnum, fullorðna fólk-
ið er ekkert frábrugðið nemendum
að þessu leyti.“ Dr. Riffel hefur
líka fjölmörg ráð til að tendra
áhugann. „Stundum lét ég nem-
endur mína fá verkefni í stærð-
fræði með 40 dæmum en sagði
þeim að þeir mættu bara gera 20.
Þegar þer voru búnir að því sagði
ég þeim að þeir hefðu lokið
vinnunni sinni. Það sem þeir vissu
hins vegar ekki er að ég ætlaðist
aldrei til meira af þeim en þessara
20 dæma en þeim fannst þeir hins
vegar vera að fá mikið val og biðu
yfirleitt ekki boðanna. Og það
brást yfirleitt ekki að það var allt-
af einhver sem rétti upp hönd og
spurði: „En ef ég vil gera öll 40
dæmin?“ Oft gerðu margir nokkur
auka,“ segir hún og brosir.
„Það virkar alltaf hvetjandi að
hafa svolítið val,“ segir hún og
bætir við að kímnin megi heldur
aldrei vera langt undan í sam-
skiptunum. „Það eru engin lög
sem banna að brosa við kennsluna
– það er skemmtilegra fyrir nem-
endur.“
Dr. Riffel segir flest fullorðið
fólk hafa upplifað á eigin skinni að
vera skammað, sakað um getuleysi
eða verið refsað. Það hafi sjaldn-
ast stuðlað að betri hegðun eða
bættri getu. Hrós bæti líðan fólks,
sjálfsmynd og gerir það öruggara
um eigin getu. „Sá sem hefur trú
á sjálfum sér er líklegri til þess að
reyna við erfið verkefni,“ segir
kennarinn reyndi og fræðimað-
urinn sem laumar sérstökum
„Náði þér er þú varst góð/ur“
kortum að krökkum sem verða á
vegi hennar. Dr. Riffel fær iðulega
sælubros að launum.
uhj@mbl.is
Hrós er árangursríkt agatæki
Árvakur/Frikki
Jákvæð Dr. Laura hefur áratuga reynslu í jákvæðri agastjórnun og segir hana virka.
Mörgum kann að þykja
sú fullyrðing að hrós sé
betra stjórn- og aga-
tæki en refsing vera
hæpin. Dr. Laura Riffel
sagði Unni H. Jóhanns-
dóttur hins vegar frá
því hvernig kennarar
geta bætt hegðun
nemenda sinna um 80%
með því einu að beina
athygli þeirra að því
sem þeir gera rétt.
Dr. Laura Riffel heldur fyrirlestur
fyrir grunnskólakennara á Ösku-
dagsráðstefnu á vegum Mennta-
sviðs Reykjavíkurborgar á mið-
vikudag.
menntun
Eftir Björgu Sveinsdóttur
Það þarf ekkert til að byrja að synda, ja jú, auðvitað
sundbol, já og sundgleraugu, og sundhettu og kannski
kork og blöðkur og ...
Það er alveg merkilegt hvað er mikið í sundtöskunni.
Samt, allt sem er í sundtöskunni er bráðnauðsynlegt
við ákveðnar aðstæður en ef maður gleymir einhverju
eða öllu þá skiptir það ekki máli. Sundhetta er t.d. góð
ef það er mjög vindasamt og kalt.
Sundgleraugu eru þarfaþing og fyrir þá sem sjá illa
eru til gleraugu með styrk. Þau er hægt að kaupa víða.
Ég hef keypt sundgleraugu með styrk í gleraugna-
verslun í Kringlunni, í Aqua Sport í Kópavogi og nú
síðast í gleraugnaversluninni í Fríhöfninni. Í Fríhöfn-
inni er hægt að kaupa glerin með sitthvorum styrknum
og þau líta út fyrir að vera af vönduðustu gerð.
Fyrir þá sem eru með viðkvæm eyru eru til sun-
deyrnatappar úr sílikoni. Ég hef gert tvær tilraunir til
að venja mig á kollhníssnúning en gefist upp eftir að
sundlaugavatn fór ítrekað ótilteknar leiðir bak við
augu, til eyrna og heila sem var svo klórleginn í marga
daga eftir. Nýverið rakst ég hinsvegar á að til eru
sundmanna-nefklemmur. Næsta tilraun verður gerð
með eina slíka.
Sundskór eða töfflur eru góð á hálum gólfum og til
varnar fótsvepp. Ég á eitt par sem hægt er að hafa á
fótum niður í laug sem er þarfaþing þegar sprækt
barnabarnið tekur á rás uppúr eftir flughálum bakk-
anum eða til að ganga eftir grýttum botni út í sjó. Eins
á ég flipp floppers eða tátöfflur, mjög góðar sem voru
smart á sínum tíma, keyptar í Brasilíu og hafa marga
fjöruna gengið.
Reyndi að endurnýja þær en lenti á töfflum sem
voru með gljásléttan innansóla úr efni án viðloðunar
þannig að þó ég stæði kyrr þá rann ég út af sólanum
jafnt aftur og til hliðar. Líklegast hannaðir fyrir þurra
fætur? Sá það ekki fyrir.
Með tímann á hreinu
Góð sundtaska er því taska sem opnast vel til að
finna allt dótið. Núverandi taska er reyndar sérhönnuð
... balletttaska. Féll fyrir ballettskógeymslunni undir
töskunni sem er úr neti og kjörin fyrir sundfitin. Var
nýverið að skoða töskur í versluninni Brim á Lauga-
vegi og sá þar bakpoka sem eru með böndum fyrir
bretti framaná. Slíkt hlýtur að ganga fyrir sundfit
einnig? Þar er líka að finna stóra bakpoka sérhannaða
fyrir vatnasport að sögn verslunarmannsins, með
vatnsheldum poka ofaní fyrir blauta dótið.
Já, það er margt hægt að kaupa og sumt ekki alveg
það fyrsta sem maður tengir sundi. Ég var einu sinni í
gufu með fullt af konum og ein kom inn og spurði við-
stadda hvað klukkan væri. Ekki nokkur kona hafði úr á
hendi. Skömmu síðar komu nokkrir karlar inn og hver
einasti þeirra hafði úr á hendi og það var hægt að
svara með allmikilli nákvæmni hvað rétt klukka væri.
Þetta varð mér íhugunarefni og umræðuefni sem leiddi
til þess að minn ektamaki gaf mér, daginn eftir,
Swatch úr sem á stendur „water resistant“ og ég hef
tekið með mér í sjó, sund, gufur, sturtur og heita potta
síðan og það eru líklega um 3 ár. Gott að hafa tímann á
hreinu.
Las nýverið grein eftir mann sem syndir langsund
og hann segist ekki skilja hvernig hann þraukaði æf-
ingar áður en hann fékk sér vatnshelda iPodin sinn.
Það eru til vatnsheldir pokar og hulstur utan um alla
hluti, veskið, myndavélina, símann. Ja, og auðvitað
vatnsheldir símar og myndavélar. Einnig vatnsheldir
púlsmælar og armbönd t.d. fyrir börn eða hjartveika
sem gefa frá sér merki ef sundmaður lendir í vanda.
Ég rakst nýverið á að til sölu er á netinu græja sem
telur ferðir manns og tímamælir; það held ég sé sniðug
græja, allavega, ef ég kaupi stóra bakpokann.
Ekki bara kork og kút
Árvakur/Billi
Sundgræjur Góð sundhetta getur verið bráðnauðsyn-
leg - ekki síst fyrir yngstu kynslóðina.