Morgunblaðið - 05.02.2008, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 25
www.heimili.is
Óskar Örn
Garðarsson
sölustjóri
atvinnuhúsnæðis
Gsm 863 5855Síðumúla 13
Sími 530 6500 heimili@heimili.is
Bogi
Pétursson
lögg. fasteignasali
Finnbogi
Hilmarsson
lögg. fasteignasali
Einar
Guðmundsson
lögg. fasteignasali
Til afhendingar strax. Rúmlega
800 fm verslunar/þjónusturými á
jarðhæð. Innangengt beint úr
nýjum bílastæðakjallara. Hús-
næðið er tilbúið til innréttinga
og er tilvalið til að hólfa niður
fyrir verslanir eða heilbrigðis-
þjónustu. Miklir möguleikar.
Hverskonar skipti möguleg á
eignum. Ásett verð 170 milljónir.
VERSLUNARMIÐSTÖÐIN Í GLÆSIBÆ
Eitt af þekktari verslunarhúsnæðum í
Kópavogi til sölu eða leigu. Húsnæðið er
um 1450 fm og hefur sérlega mikið
auglýsingagildi og frábæra staðsetningu
sem ekki þarf að markaðsetja. Nánari
upplýsingar veitir Óskar Garðarsson.
VERSLUNARHÚSNÆÐI
Í KÓPAVOGI
Neðst á Laugavegi. Frábært tækifæri fyrir
fjárfesta/verktaka á besta stað við Lauga-
veg. Samþykktur byggingarréttur fyrir
rúmlega 1400 fm byggingu. Frábær stað-
setning við Laugaveg. Nánari upplýsinga
veitir Óskar Garðarsson
LAUGAVEGUR
BYGGINGARRÉTTUR
Til sölu um 530 fm iðnaðar/þjón-
ustu húsnæði á besta stað við
Smiðjuveg. Húsnæðið hefur
mikið auglýsingagildi og er
hentugt fyrir hverskonar verslun-
ar/heildsölu rekstur.
Ásett verð 120 milljónir.
SMIÐJUVEGUR
atvinnuhúsnæði
Höfum fjölda kaupanda á skrá sem leita að eignum af öllum stærðum og gerðum,
jafnt atvinnuhúsnæðum sem og fyrirtækjum. Við óskum eftir eignum á söluskrá okkar.
Skoðum og verðmetum samdægurs seljendum að kostnaðarlausu.
NEI, við Íslendingar erum ekki
formlegir aðilar að Evrópusam-
bandinu.
Hins vegar tökum við mjög
verulegan þátt í evrópska sam-
starfinu af því við erum hluti af
innri markaði Evrópu.
Innri markaðurinn er
veigamesti hlutinn af
samstarfi ríkja innan
ESB og gegnum
EES-samninginn höf-
um við verið hluti af
honum frá því 1994.
Samningurinn er okk-
ar stærsta viðskipta-
hagsmunamál og hef-
ur meðal annars gert
íslenskum fyr-
irtækjum kleift að
hefja stórfellda útrás
sem skilar okkur svo
miklu. Þar að auki eigum við víð-
tækt samstarf á ýmsum öðrum
sviðum í gegnum EES, svo sem á
sviði mennta-, umhverfis- og neyt-
endamála.
Alvöru Evrópuumræða
Utanríkisráðherra hefur nú
kynnt fyrir Alþingi fyrstu reglu-
legu Evrópuskýrsluna, sem eft-
irleiðis verður gert árlega. Með
skýrslunni er tekið frumkvæði að
löngu tímabærri umræðu á Alþingi
– umræðu sem gengur út frá
þeirri staðreynd að við erum að
miklu leyti hluti af ESB nú þegar,
frekar en yfirborðslegum skot-
grafahernaði um hvort við eigum
að ganga alla leið eða ekki. Meg-
intilgangurinn er að gefa yfirlit yf-
ir þau svið sem líklegt er að muni
hafa áhrif á löggjöfina okkar hérna
heima á næstunni. Lokamarkmiðið
er svo í raun það að opna fyrir lýð-
ræðislega umræðu um hvert stefn-
ir í Evrópusamvinnunni og hvernig
við eigum að beita okkur í henni.
Meðal athyglisverðra og mik-
ilvægra mála í skýrslunni má
nefna umhverfismál á borð við los-
unarkvóta fyrir gróðurhúsaloftteg-
undir, neytendamál og lyfjamál.
Persónulega fannst mér líka at-
hyglisvert það mál sem fjallað er
stuttlega um og snertir reglugerð
sem tók hér gildi um áramót, en
hún setur skorður óhóflegri gjald-
töku símafyrirtækja vegna símtala
á ferðum erlendis. Þetta er síðan
talið til marks um að EES-
samningurinn hafi sannað gildi sitt
fyrir neytendur.
Fullnýtum tækifærin
Reynslan sýnir að við höfum
beitt okkur með góðum árangri
innan Evrópu. Þannig er rakið í
Evrópuskýrslunni að virk þátttaka
Íslands í stefnumótun um málefni
siglinga og sjávar heppnaðist vel
og var tekið með
þökkum. Það má segja
með réttu að við höf-
um þó nokkur tæki-
færi á að beita okkur
innan ESB gegnum
EES-samninginn,
þannig að á okkur sé
hlustað. Það á sér-
staklega við um þau
svið þar sem hags-
munir okkar eru mikl-
ir, enda helst góð
þekking í hendur við
hagsmunina. Eftir
þeirri þekkingu er af rökréttum
ástæðum sóst innan Evrópusam-
bandsins.
Það er hins vegar nær óumdeilt
að við höfum ekki nýtt okkur
nægilega vel öll þau tækifæri sem
við höfum í gegnum EES til að
hafa áhrif á stefnumótun og lög-
gjöf á vegum Evrópusambandsins.
Án þess að hér verði farið ná-
kvæmlega út í það í hverju okkar
tækifæri felast blasir við að við
ættum að nýta þau betur, vegna
þess hve mikill hluti okkar lög-
gjafar á uppruna sinn í Evrópu-
samrunanum.
Annað mál er svo það að með
nýjasta endurskoðunarsáttmála
ESB minnka möguleikarnir sem
EES gefur okkur að nokkru leyti.
Okkar tækifæri til áhrifa eru eink-
um á fyrstu stigum stefnumótunar-
innar, sem hefur getað fleytt okk-
ur nokkuð langt sé vel og
tímanlega að verki staðið. Þróunin
er hins vegar sú að færa völdin
meira til þjóðþinga aðildarríkj-
anna, Evrópuþingsins og ráðherra-
ráðsins en þar er hlutur Íslands
enginn. Þetta þýðir að lýðræð-
ishallinn eykst varðandi löggjöfina
sem við tökum upp samkvæmt
EES. Samningurinn hefur ekki
verið endurskoðaður með tilliti til
breytinga á ESB og óvíst hvernig
til tækist ef farið yrði út í flókna
endurskoðun.
Eins og fyrr segir liggur fyrir
að við getum beitt okkur betur
gegnum EES-samninginn og höf-
um náð ágætum árangri þegar það
hefur verið gert. Með það í huga
er gott að spyrja sig hvort einfald-
asta leiðin til að fullnýta okkar
tækifæri sé ekki bara sú að efna til
þjóðaratkvæðagreiðslu og ganga í
Evrópusambandið.
Beitum okkur bet-
ur innan Evrópu
Anna Pála Sverrisdóttir
vill að við nýtum okkur öll
þau tækifæri sem við höfum
í gegnum EES
» Það má segja með
réttu að við höfum
þó nokkur tækifæri á að
beita okkur innan ESB
gegnum EES-samning-
inn, þannig að á okkur
sé hlustað.
Anna Pála Sverrisdóttir
Höfundur er formaður
Ungra jafnaðarmanna.
HANN er án efa einn af okkar
áhrifamestu guðum. Því án hans
væri ekki allt þetta líf í kringum
okkur. Allur gróður er af hans völd-
um, hann hefur þann kraft að geta
stýrt gangi sólar og regns, og ef
ekki væri fyrir þá tvo hluti væri
ekkert líf á þessari jörð. Því allur
gróður þarf á þeim að halda og
innifalið í þeim gróðri
eru tré, og tré eru
einn helsti súrefn-
isgjafi á jörðini og án
súrefnis getum við,
mannkynið, ekki verið.
Svo að ef ekki væri
fyrir þetta goð, þá
værum við ekki til.
Þetta staðfestist að
flestu leyti allt saman
í Gylfaginningu en þar
segir: „Freyr er hinn
ágætasti af ásum.
Hann ræður fyrir
regni og skini sólar,
og þar með ávexti jarðar, og á hann
er gott að heita til árs og friðar.
Hann ræður og fésælu manna.“
Í Uppsölum í Svíþjóð var honum
reist hof sem Adam frá Brimum
lýsir svo: „Að innan var allt þakið
gulli og inni í hofinu miðju var stórt
og mikið Þórslíkneski, og hafði það
á hvorri hlið sér önnur líkneski og
voru það þeir Óðinn og Freyr.“ Í
Gesta Danorum frá 12. öld er talað
um árleg Freysblót sem haldin
voru honum til heiðurs í Uppsölum
og voru honum jafnvel færðar
mannfórnir sem undirstrikar
hversu mikils hann var metinn.
Einnig er hann nefndur í eið-
stafnum: „Svo hjálpi mér Freyr og
Njörður og hinn almáttki ás.“ Eins
er hann kallaður „fólkvaldi, það er
höfðingi, goða“ í Skírnismálum. Og
í Lokasennu er svo til orða tekið:
„Mey hann né grætir né manns
konu og leysir úr höftum hvern“
sem bendir til þess að hann hafi
verið álitinn heillaguð kvenna og
hinna kúguðu.
Hann Freyr, okkar ágætasta goð,
er kjarni lífsins, ekki bara okkar
heldur alls lífs í kringum okkur.
Hann er sköpun, hann
er frjósemi, hann er
sáðmaður, hann er
uppspretta, hann er
næring, hann er gró-
andi, hann er svalandi
og umfram allt er
hann gefandi.
En margir af hans
eiginleikum ganga
ekki upp nema með
stuðningi frá gyðju
einni, systur hans,
henni Freyju. Hún er
löngun, hún er losti,
hún er kærleikur, hún
er ást, hún er fullnæging, hún er
tæling, hún er verndari, hún er
getnaður og hún er móðir.
Þessi tvö goð eru svo saman
tvinnuð að ógjörningur væri að slíta
þau í sundur. Og ef ekki væri fyrir
þessi systkini þá væri nú sennilega
ekki mikið um það kyn er kallast
mannkyn. Því ef við hefðum ekki
tilfinningar eins og losta, löngun og
ást þá væri nú lítið sem drægi okk-
ur hvort að öðru, og ef við hefðum
ekki samneyti hvort við annað þá
væri lítið um getnað og án getnaðar
yrði engin sköpun, ekkert líf.
Ég hef gert margar tilraunir til
að tengjast þessum systkinum lífs-
ins. Og ein sú áhrifaríkasta er sú að
tengjast upprunanum, þá er ég ekki
að tala um átthagana eða að blaða í
gömlum ættarbókum, heldur að
tengjast rótunum, að vera úti í
náttúruni, að anda henni að mér og
að virkilega verða samtengdur
henni, að draga inn alla þessa orku
sem hún hefur upp á að bjóða, því
að á þeirri stundu þá finn ég Frey!
Freyju hef ég ekki náð að tengj-
ast eins vel og Frey. Það væri
einna helst þegar konan mín var
þunguð af börnunum okkar að ég
fann fyrir sterkri tengingu við
Freyju. Og eins er ég var við-
staddur fæðingu þeirra, þá upplifði
ég mínar stærstu stundir. Því að fá
að upplifa þennan sköpunarkraft,
frjósemina frá Frey og getnaðinn
frá Freyju er eitthvað sem ég verð
ævinlega þakklátur fyrir, því sköp-
un lífsins er ómetanleg tilfinning.
Ég stend í þeirri meiningu að
goðin séu öll samtengd okkur, líkt
og við erum tengd þeim í gegnum
náttúruna og umhverfi okkar, að
þau séu partur af okkar daglega
lífi, stödd innra með okkur. Og þau
eru þar í formi mismunandi tilfinn-
inga og eiginleika. Það er svo okkar
að ákveða hversu sterkt við viljum
tengjast þeim.
Uppruni og rætur
Árni Einarsson skrifar
um ásatrú »Ég stend í þeirri
meiningu að goðin
séu öll samtengd okkur,
líkt og við erum tengd
þeim í gegnum náttúr-
una og umhverfi
okkar …
Árni Einarsson
Höfundur er hofgoði.
MORGUNBLAÐIÐ er með í
notkun móttökukerfi fyrir aðsend-
ar greinar. Formið er að finna við
opnun forsíðu fréttavefjarins
mbl.is vinstra megin á skjánum
undir Morgunblaðshausnum þar
sem stendur Senda inn efni eða
neðarlega á forsíðu fréttavefjarins
mbl.is undir liðnum Sendu inn
efni. Ekki er lengur tekið við
greinum sem sendar eru í tölvu-
pósti.
Í fyrsta skipti sem formið er
notað þarf notandinn að skrá sig
inn í kerfið með kennitölu, nafni
og netfangi, sem fyllt er út í þar
til gerða reiti. Næst þegar kerfið
er notað er nóg að slá inn netfang
og lykilorð og er þá notandasvæð-
ið virkt.
Ekki er hægt að senda inn
lengri grein en sem nemur þeirri
hámarkslengd sem gefin er upp
fyrir hvern efnisþátt.
Þeir, sem hafa hug á að senda
blaðinu greinar í umræðuna eða
minningargreinar, eru vinsamleg-
ast beðnir að nota þetta kerfi.
Nánari upplýsingar gefur starfs-
fólk greinadeildar.
Móttökukerfi
aðsendra greina