Morgunblaðið - 05.02.2008, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 27
Þá hefur Alla amma
kvatt. Það er sérstök
tilfinning að amman
sem alltaf hefur verið
til staðar sé skyndilega farin. Ýmsar
minningar skjóta upp kollinum á
tímamótum sem þessum, en mér er
einna minnistæðust vikulöng ferð
sem ég fór með ömmu sem krakki
norður á Melrakkasléttu að tína
fjallagrös. Ferðin hefði, miðað við
allt og allt, ekki átt að hugnast tíu
ára krakka. Það er ekki draumur
hvers barns að hírast dögum saman í
tjaldvagni með fólki sem allt er sex
sinnum eldra en það, þegar leikja-
tölvan bíður heima í hlýjunni. En
mér leið vel, mér fannst ég öruggur
og leiddist aldrei svo neinu næmi, og
það var fyrst og fremst ömmu að
þakka. Hún hafði ofan af fyrir mér
og leiddi mig í allan sannleik um
Aðalheiður
Helgadóttir
✝ AðalheiðurHelgadóttir fædd-
ist á Krossi á Beru-
fjarðarströnd 6. nóv-
ember 1939. Hún
andaðist á líknardeild
Landspítala hinn 22.
janúar síðastliðinn og
fór útför hennar fram
frá Bústaðakirkju 4.
febrúar.
leyndardóma íslenskr-
ar náttúru. Og hún
hafði fullan skilning á
því að mér þætti
ábrystir vondur.
Amma var ekki mik-
ið að troða skoðunum
sínum upp á annað
fólk. Satt að segja man
ég varla eftir einu ein-
asta skipti sem það
gerðist. En það var
ekki þar með sagt að
hún hefði þær ekki.
Það var til dæmis lýð-
um ljóst af breytni
hennar í lífi og starfi að henni var
annt um þá sem minna mega sín og
mátti fátt aumt sjá. Þessar skoðanir
umhverfðust hins vegar sjaldan í
orð, hvað þá rifrildi, enda hafði
amma öllum stundum – bókstaflega
– nóg annað að sýsla. Eljan var slík
að maður gat ekki annað en dáðst að
henni og þrátt fyrir dugnaðinn sáust
varla þreytumerki á glaðværu and-
litinu fyrr en undir það allra síðasta.
Það gafst ekki tími til að vera þreytt-
ur. Einhver varð að galdra fram all-
an veislumatinn og prjóna utan um
tuttugu manna fjölskyldu. Og maðk-
arnir tíndu sig ekki sjálfir.
Amma sigraðist tvisvar á illvígum
sjúkdómi áður en hann veitti henni
loks náðarhöggið. Ég skildi það ekki
þá, en betur nú, hversu erfitt það
hefur verið fyrir jafndugmikla konu
og ömmu að þurfa að gera einskonar
hlé á lífinu á meðan þau veikindi riðu
yfir. En amma lét ekki segja sér að
eitthvað væri of erfitt – hún var ekki
týpan í það – heldur yfirsteig erf-
iðleikana, ekki einu sinni heldur
tvisvar. En allt er þá þrennt er. Eins
og í ævintýrunum.
Eftir á að hyggja vorum við amma
líklega ekki ýkja náin, þótt við hefð-
um ferðast saman og ég dvalist lang-
dvölum heima hjá henni sem barn.
Ég veit ekki hvers vegna það var,
hvort ég ræktaði samband mitt við
hana ekki nægilega eða hvort ódrep-
andi þjónustulundin og vinnufýsn
gerði það að verkum að hún mátti
ekki vera að því að hleypa fólki nær
sér en svo.
Hver var Alla amma þegar ætt-
móðurhlutverkinu sleppti? Ég fæ
svörin víst ekki úr þessu. Það er mið-
ur, því þau hefðu örugglega verið
forvitnileg.
Stígur Helgason.
Elsku Alla.
Komið er að kveðjustund.
Löngu og ströngu veikindastríði
er lokið, baráttu sem þú háðir af
miklu æðruleysi.
Við vorum að vona að við fengjum
að hafa þig lengur með okkur en ör-
lögin taka oft í taumana.
Það var gott að eiga ykkur Hilmar
að sem góða vini og nágranna.
Þær voru æði margar ferðirnar
sem þú komst yfir til okkar Daníels
með fínar nýbakaðar kökur eða
brauð. Alla hefur í gegnum tíðina
undirbúið og bakað í margar stór-
veislur. Einnig var hún hannyrða-
kona mikil og var alltaf með eitthvað
á milli handanna, sama hvort hún
fékkst við fínasta útsaum, prjónaði
eða stóð í matargerð, allt var þetta
listavel unnið.
Hún var afar gjafmild og vildi allt-
af vera að gleðja aðra.
Þetta hefur verið erfiður tími fyrir
fjölskylduna. Hún þráði að vera
heima sem lengst og það er aðdáun-
arvert hversu Hilmar og fjölskylda
önnuðust hana vel.
Ég kveð þig, kæra vinkona, með
söknuði, takk fyrir allt og allt. Guð
blessi þig elsku Alla.
Sárt er vinar að sakna.
Sorgin er djúp og hljóð.
Minningar mætar vakna.
Margar úr gleymsku rakna.
Svo var samfylgd þín góð.
Daprast hugur og hjarta.
Húmskuggi féll á brá.
Lifir þó ljósið bjarta,
lýsir upp myrkrið svarta.
Vinur þó félli frá.
Góða minning að geyma.
Gefur syrgjendum fró.
Til þín munu þakkir streyma.
Þér munum við ei gleyma.
Sofðu í sælli ró.
(Ók.höf.)
Hilmar og fjölskylda, ég sendi
ykkur mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Kristbjörg.
Elsku Alla.
Fáein kveðju- og þakkarorð fyrir
frábærar samverustundir á liðnum
árum. Allt frá fyrstu kynnum geisl-
aði frá þér hlýja, góðvild, ró og
festa.
Hilmar og Alla voru glæsileg
hjón. Þau hófu mjög ung lífshlaupið
saman og það entist vel. Alla var
mikil hagleikskona á ótrúlega mörg-
um sviðum, svo sem hönnun hennar
á íslensku ullinni, smíðar, útskurður
margskonar, saumaskapur, garð-
rækt blóma, nytjajurtir og fleira ber
glöggt vitni um. Einnig var hún frá-
bær kokkur, bakari og konfektgerð-
arkona.
Lax- og silungsveiðar stunduðu
Alla og Hilmar sér til mikillar
ánægju og ferðuðust um fjöll og
firnindi sem og til útlanda.
Góð móðir, amma og eiginkona
var Alla og hlúði af alúð að tengda-
foreldrum sínum meðan þeir lifðu.
Mér eru í fersku minni öll skemmti-
legu fjölskylduferðalögin og mótin
þegar við sungum öll saman og hlóg-
um og dönsuðum við gítar- og harm-
onikkuspil í kvöldkyrrðinni, t.d. í
Þjórsárdalnum.
Alla og Hilmar unnu alltaf fallega
saman. Bæði voru þau hörkudugleg
og lifðu lífinu lifandi meðan fært
var.
Þau voru sannir höfðingjar heim
að sækja og af ljúfmennsku leystu
þau hvers manns vanda er til þeirra
leitaði. Þúsund þakkir fyrir liðin ár.
Elsku Hilmar og fjölskylda, inni-
legar samúðarkveðjur.
Kristín Magnúsdóttir.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
GUÐRÍÐUR BRYNJÓLFSDÓTTIR,
áður Hæðarbyggð 9,
Garðabæ,
verður jarðsungin frá Garðakirkju á Álftanesi
föstudaginn 8. febrúar kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim
sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir.
Skúli Brynjólfur Steinþórsson, Ólöf Sigurðardóttir,
Helgi Hólmsteinn Steinþórsson,
Hrafnkell Sigurbjörn Steinþórsson, Bryndís Tryggvadóttir.
✝
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ELSA A. VESTMANN,
Skarðshlíð 36f,
Akureyri,
lést á Sjúkrahúsi Akureyrar fimmtudaginn
31. janúar.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju
föstudaginn 8. febrúar kl. 13.30.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir,
en þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Krabbameinsfélag Akureyrar.
Hallur Sveinsson,
Margrét Hallsdóttir, Reynir Hjartarson,
Sigursveinn Hallsson, Ingibjörg Guðjónsdóttir,
Þorvaldur Hallsson, Kristrún Þórhallsdóttir,
Unnur Elva Hallsdóttir, Heiðar Ólafsson,
Sævar Örn Hallsson, Bryndís Valtýsdóttir,
Auður Hallsdóttir, Birgir Árnason,
ömmu- og langömmubörn.
✝
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls og útfarar
elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
KRISTÍNAR JÓHANNSDÓTTUR,
Árskógum 6,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks
Hjúkrunarþjónustunnar Karítas og starfsfólks
Líknardeildar LSH í Kópavogi.
Jóhann Sævar Erlendsson, Þuríður E. Baldursdóttir,
Anna Rósa Erlendsdóttir, Guðni Ágústsson,
Kristín Erla Guðnadóttir, Brynjar Víðisson,
Arnar Páll Jóhannsson,
Jóhann Baldur Jóhannsson,
Magnea Mjöll Ingimarsdóttir.
Elsku amma Didda.
Það er í rauninni
enginn staður til að
byrja á til að koma
reiðu á allar þær
minningar sem þotið hafa gegnum
huga minn síðustu daga. Þú hefur allt-
af verið stór hluti af lífi mínu. Þegar ég
var krakki bjuggum við fjölskyldan í
sömu götu og ekkert var jafn sjálfsagt
og að fara í Hamarstíginn til þín og
afa. Þú varðst svo glöð í hvert skipti
sem ég kom, þó ég kæmi marga daga í
röð.
Þú varst með gælunöfn á okkur öll-
um og ég var Brúsaskeggur, ótrúlega
furðulegt nafn en stórkostlegt. „Nei,
ert þetta þú Brúsaskeggur minn“ var
það sem tók á móti mér þegar ég kom.
Ég var ekki mjög gamall þegar ég
gerði mér grein fyrir því að þú varst
engin venjuleg amma. Þú varst alltaf
ung í anda og varðst þess vegna enn
merkilegri fyrir mér þegar ég varð
unglingur. Opin fyrir tækninýjungum,
fylgdist vel með tískustraumum og
samfélaginu. Reglulega sagðiru að föt-
in sem ég væri í væru flott, þá reyndar
notaðirðu orðið smart. Það voru sko
ekki margir fullorðnir sem höfðu fyrir
því að spá í hvaðan hin og þessi flík
kom sem ég klæddist.
Þú sagðir ótrúlega skemmtilega frá,
varst orðheppin og hafðir frá svo
mörgu að segja. Þú varst alltaf byrjuð
að segja frá einhverju áður en maður
hafði náð að heilsa og oft eins og við
hefðum verið í miðjum samræðum
meðan ég var enn að fara úr skónum.
Oftar en ekki byrjaðirðu á innsoginu,
það var góð vísbending um að eitt-
hvert hneyksli væri komið af stað í
samfélaginu eða að afi hefði verið að
ögra þér með skoðunum sínum.
Þú varst með ákveðnar skoðanir og
fullkomlega óhagganleg þegar þú
varst búin að mynda þér þær. En það
var alveg jafn gaman að vera sammála
þér og ósammála.
Þú varst svo mikill karakter og ég
er svo stoltur að hafa átt ömmu eins og
þig. Ég hef alltaf sagt sögur af þér og
mun gera það alla mína tíð. Ég mun
alltaf heyra röddina þína og sakna þín.
Soffía Þorvaldsdóttir
✝ Soffía Þor-valdsdóttir
fæddist á Akureyri
6. maí 1924. Hún
lést á Sjúkrahúsinu
á Akureyri 26. jan-
úar síðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Akureyr-
arkirkju 4. febrúar.
Ég elska þig amma,
takk fyrir allt.
Gunnlaugur
V. Guðmundsson.
Elsku Soffía mín! Vin-
ir berast burt með tím-
ans straumi. Þessi orð
komu upp í huga minn
er ég heyrði að þú værir
horfin á braut. Þegar ég
vaknaði laugardaginn
26. janúar sl. var ég að
hugsa um að hringja til
þín, þar sem þú lást á
Sjúkrahúsi Akureyrar,
og athuga um líðan þína. Ég lét það
eiga sig því ég vissi að ég myndi heyra í
þér að venju hinn 29. janúar. Seinna
þennan dag var mér tilkynnt um and-
lát þitt.
Elsku Fía, mig langar til að skrifa
þér nokkrar línur og rifja örstutt upp
kynni okkar. Ég vann á Prjónastof-
unni Heklu á Akureyri er þú byrjaðir
að vinna í mötuneytinu. Þar vann fyrir
kona er hét Sigríður Pálmadóttir og
inni í sal vann Sigríður Jónsdóttir.
Með okkur fjórum tókst mjög góður
vinskapur, við brölluðum margt; fór-
um í sumarbústað í aftakaveðri og hitt-
umst hver hjá annarri með jöfnu milli-
bili og áttum saman yndislegar stundir
enda tiltölulegar ungar á þessum ár-
um. Fía mín, þín nærvera var einstök,
þú hafðir dillandi hlátur, fallegan mál-
róm og skemmtilega frásagnargáfu.
Ég á margar yndislegar minningar frá
fallegu heimili ykkar Steina í Hamars-
tíg og voruð þið hjónin samstiga í því
að taka vel á móti gestum. Eftir að ég
flutti til Reykjavíkur hittumst við að
sjálfsögðu sjaldnar en alltaf var
skemmtilegt að tala við þig í símann og
enn skemmtilegra að fá þig í heim-
sókn. Í gegnum árin höfum við rætt
margt um lífið og tilveruna og alltaf
var jafngaman að ræða við þig.
Þér var svo margt gefið, jákvæðni,
glaðlyndi og áhugi á listum. Nú sé ég
þig fyrir mér þar sem þú dansar stjör-
nudansinn. Elsku vinkona, nú ríkir
þögn og söknuður í mínu gamla hjarta
en ég segi ástarþakkir fyrir að hafa
fengið að eiga þig fyrir vinkonu.
Elsku Steini og fjölskylda. Megi
góður Guð halda sinni verndarhendi
yfir ykkur öllum.
Ekkert líf er án dauða, enginn dauði
án lífs, sofðu rótt.
Þín vinkona
Soffía.
Mér var brugðið þegar ég fékk þær
fréttir að Didda systir mömmu væri
látin. Didda hefur alltaf verið hluti af
heildarmynd minni, fastur punktur í
tilverunni sem ætíð tók á móti mér og
mínum af mikilli gestrisni, væntum-
þykju og gleði. Kynni mín af Diddu
sýna að hún var ákaflega þrautseig,
gestrisin, mannblendin, listhneigð og
ekki má gleyma fjölskrúðugum orða-
forða hennar um menn og málefni.
Í æsku minni voru sólarlandaferðir
fjölskyldunnar að fara til Akureyrar.
Þá var gist hjá Diddu og Steina, alltaf
var opið hús hjá þeim hjónum og mað-
ur kynntist hinu skemmtilega mann-
lífi á Akureyri. Ég og Þorvaldur sonur
Diddu fórum í ævintýraferðir um Ak-
ureyri kynntumst m.a. Ljóni norðurs-
ins sem bjó í tjaldi, skreyttu ljónum, á
tjaldstæðinu á Akureyri, fórum í
Lystigarðinn og skemmtiferðir yfir í
Vaglaskóg. Systurnar sóluðu sig,
spjölluðu, hlógu og fóru í Amaró, þar
sem þær gerðu merkilega góð kaup á
alskyns dýrindis varningi. Það var
einhver ævintýraljómi yfir þessum
ferðum og nafninu, Amaró. Sem ung-
lingur fór ég í sumarvinnu norður að
Grund í Eyjafirði. Helgarfríunum
mínum eyddi ég á Akureyri þar sem
Didda tók alltaf vel á móti mér. Þegar
ég mörgum árum seinna flutti í
Skagafjörð fjölgaði ferðum mínum til
Akureyrar og alltaf var nóg húsrúm
og hjartarúm hjá Diddu og Steina fyr-
ir mig og börnin mín enda eiga þau
góðar minningar frá þessum heim-
sóknum.
Þegar Didda kom í heimsókn til
mín í Skagfjörð, lét hún það ekki á sig
fá þó fannfergi væri mikið á leið henn-
ar yfir ,,fjöllin sjö“,eins og sagt var í
gríni, enda þurfti að komast á
skemmtanir í Skagafirði; ball í Mið-
garði eða þorrablót, alltaf var Didda
hress og brött.
Hún keyrði ein suður í áttræðisaf-
mælið sitt og fannst henni það ekki
mikið, ,,hálf leiðilegt því það var engin
hálka eða snjór“. Þetta lýsir Diddu vel
og hversu ern hún var. Didda var hér
síðast fyrir sunnan fyrir um hálfum
mánuði og auðvitað hittust þær syst-
ur.
Það sem er sterkast í minningunni
er dillandi hlátur þeirra þegar þær
komu saman. Sagðar voru sögur og
gerðu þær óspart grín að hvor ann-
arri, skemmtu sér og öðrum og alltaf
var hlátur í kringum þær. Þær þreytt-
ust ekki á að vera með alkyns uppá-
komur og eitthvað skemmtilegt sprell
og tóku sig aldrei hátíðlega. Þær voru
samheldnar og mikil væntumþykja
ríkti á milli þeirra. Ég þakka Diddu
frænku minni allar góðu minningarn-
ar. Það verður hálf tómlegt að koma
til Akureyrar og hafa ekki Diddu
frænku að heimsækja.
Sigríður Snjólaug Vernharðsdóttir.