Morgunblaðið - 05.02.2008, Síða 29

Morgunblaðið - 05.02.2008, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 29 ✝ Kristinn Guðna-son fæddist á Torfastöðum í Fljótshlíð 28. ágúst 1913. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut laug- ardaginn 26. janúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Guðni Krist- inn Guðnason bóndi, f. 24.11. 1864, d. 4.2. 1944, og Anna Jóhanns- dóttir húsfreyja, f. 12.10. 1885, d. 7.10. 1947. Albróð- ir hans var Jóhann, f. 23.11. 1916, d. 30.10. 1966. Hálfsystur, sam- feðra, voru Guðný, f. 23.11. 1897, d. 24.1. 1989, og Þóranna, f. 11.9.1905, d. 2.11.1931. Móðir systranna, Jóhanna Jóhanns- 1958. Börn þeirra eru Kristinn Haukur, Hafsteinn Óli, Guðni Dagur og Elísabet Þórunn. 2) Kristján efnaverkfræðingur, f. 8.8. 1955. Kona hans er Birna Guðbjörnsdóttir matvælafræð- ingur, f. 25.8. 1957. Börn þeirra eru Anna Margrét og Daníel. Sonur Birnu og Ólafs Más Matt- híassonar og fóstursonur Krist- jáns er Matthías Már. Kristinn ólst upp á Torfastöð- um og stundaði hefðbundin bú- störf en var 6 vertíðir á sjó frá Vestmannaeyjum. Eftir að hann flutti til Reykjavíkur á 5. áratug síðustu aldar vann hann ýmis verkamannastörf en hóf í árs- byrjun 1954 störf hjá Mjólk- ursamsölunni í Reykjavík og starfaði þar samfleytt sem verka- maður þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir í ársbyrjun 1984. Útför Kristins fer fram frá Há- teigskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13. dóttir, var systir Önnu, móður bræðr- anna, þannig að þau voru bæði hálf- systkin og systra- börn. Kristinn kvæntist hinn 31.5. 1952 Ólínu Kristjánsdóttur frá Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi, f. 14.9. 1916. For- eldrar hennar voru Kristján Magnússon, bóndi í Syðra- Langholti, f. 19.1. 1870, d. 13.1. 1947, og Gróa Jóns- dóttir húsfreyja, f. 18.4. 1877, d. 5.3. 1973. Börn Kristins og Ólínu eru: 1) Guðni, lyfjafræðingur og lyfsali, f. 13.4. 1953. Kona hans er Dagbjört Þyri Þorvarðardóttir hjúkrunarfræðingur, f. 19.3. Látinn er í hárri elli faðir minn, Kristinn Guðnason, eftir stutta banalegu. Þegar gamall maður, sem að eigin sögn hefur átt gott líf, skilur við í sátt við Guð og menn þá syrgir maður ekki heldur gleðst í hjarta sínu yfir því hvað sá sem öllu ræður fór mjúkum höndum um hann. Þeg- ar pabbi dó höfðu hann og mamma verið saman í 60 ár og gift í tæp 56 ár. Þetta er langur tími í ævi tveggja einstaklinga og því er söknuður mömmu mikill við missinn. Pabbi fæddist á Torfastöðum í Fljótshlíð 28.8. 1913 og var því á 95. aldursári þegar hann lést. Fljótshlíðin var hans sveit og hún var fegurst og best allra sveita á landinu. Tvisvar verður gamall maður barn og Fljótshlíðin var ofarlega í huga hans síðustu vik- urnar í lífi hans. Veröldin sem hann fæddist inn í var hins vegar ekkert ólík þeirri sem forfeður hans höfðu lifað enda búskaparhættir í eðli sínu svipaðir og verið hafði um aldir. Líf- ið var enginn dans á rósum hjá al- þýðufólki á fyrri hluta síðustu aldar. Pabbi var vel gefinn og gekk ákaf- lega vel í skóla og hugur hans stóð til frekara náms en slíkt var ekki í boði fyrir alþýðubörn á þeim árum. Að- eins 17 ára gamall þurfti hann að taka við búinu þegar faðir hans lagð- ist inn á spítala og var þar í þrjú ár. Þetta hefur örugglega verið erfitt þar sem hugur pabba stóð aldrei til búskapar auk þess sem hann þjáðist af heymæði. Það var hins vegar ekki spurt að því og þetta var því miður hlutskipti margra alþýðubarna og var þá ekki spurt um vonir eða þrár. Þetta mótaði afstöðu hans og því var það honum mikið kappsmál að synir hans fengju notið þeirra tækifæra sem hann hafði ekki sjálfur. Pabbi var ákaflega bókhneigður og átti gott bókasafn. Fornsögurnar voru í uppáhaldi og Njálssaga var hans bók enda sögusviðið að hluta sveitin hans. Eins og margir sveitapiltar fór pabbi á vertíðir í Eyjum en það var eina leiðin til að vinna sér inn ein- hvern pening á þeim tíma. Hann fet- aði þar í fótspor föður síns og afa sem höfðu farið fótgangandi úr sveitinni á vertíð í Höfnum. Hann var 6 vertíðir í Eyjum og líkaði sjó- mennskan vel. Sjómennskan átti þó ekki eftir að verða hans ævistarf og eftir að hann flutti suður vann hann hin ýmsu verkamannastörf uns hann hóf störf hjá Mjólkursamsölunni en þar starfaði hann í rúm 30 ár. Hann naut virðingar samstarfsmanna sinna og vann sín störf af trú- mennsku og alúð eins og annað sem hann tók sér fyrir hendur í lífinu. Pabbi var einstakt ljúfmenni og svo barnslega heiðarlegur að það var eiginlega broslegt á köflum. Ímynd- um okkur að hlið himnaríkis sé eins og tollhlið. Þar er rautt hlið fyrir þá sem burðast með óuppgerðar syndir sem gera þarf grein fyrir og svo er það grænt hlið fyrir þá syndlausu. Auðvitað reyna einhverjir að smygla sér gegnum græna hliðið eins og gengur en lenda þá í því að vera teknir með óuppgerð mál í fartesk- inu. Ég efa ekki að minn maður gengur brosandi í gegnum græna hliðið. Hann þarf ekki að gera grein fyrir neinu. Blessuð sé minning pabba. Kristján. Þorrinn heilsaði með dimmviðri og éljagangi. Fyrsta laugardag í þorra birti til um stundarsakir og borgin varð björt og hrein, klædd drifhvítum snjó og á þeirri stundu kvaddi tengdafaðir minn, Kristinn Guðnason, 94 ára að aldri. Þessi birta og friður er lýsandi fyrir ævi Kristins því hann var hæglátur og ljúfur maður sem mælti aldrei styggðaryrði til nokkurs manns. Hann var tillitssamur og virti skoð- anir annarra og var lítið gefinn fyrir dægurþras. Kristinn og Ólína tengdamóðir mín bjuggu lengst af sinn búskap í Bólstaðarhlíð 33 og þangað fór ég að venja komur mínar eftir að ég kynntist Guðna, eldri syni þeirra. Heimili tengdaforeldra minna var fallegt og myndarlegt og þangað var notalegt að koma. Kristinn var hæg- látur maður, hávaxinn og hnarreist- ur með ljúfmannlega framkomu. Hann var af þeirri kynslóð þegar efnalítið fólk til sveita hafði ekki kost á því að senda börn sín til mennta heldur urðu allir að vinna sem vett- lingi gátu valdið. Þó svo að Kristinn hafi ekki notið mikillar menntunar hafði hann yndi af bókum og kveð- skap. Hann átti mikið safn bóka, kunni allar Íslendingasögurnar og hafði gaman af sögum af landi og þjóð. Kristinn var greiðvikinn og vann verk sín af einstakri trú- mennsku og vandvirkni. Hann var lítt gefinn fyrir slór eða hangs, ef verk þurfti að vinna skyldi ganga í það strax. Það var mikil gleði í fjölskyldunni þegar við Guðni eignuðumst fyrsta barnið okkar. Þar var komið fyrsta barnabarnið, drengur sem var gefið nafn afa síns og var skírður í Ból- staðarhlíðinni hjá afa og ömmu. Ekki lágu afi og amma á liði sínu við að hjálpa unga fólkinu og fékk Krist- inn Haukur að vera hjá þeim löngum stundum. Vel fór á með þeim nöfn- unum og æ síðan hefur Kristinn Haukur búið að þessum samveru- stundum með afa sínum. Síðan bætt- ust við fleiri barnabörn og alltaf var vel tekið á móti þeim í Bólstaðarhlíð- inni. Kristinn las með þeim, sagði sögur og kenndi þeim kvæði og það var svo ljúft að sjá hversu vel þeim leið hjá honum. Gamla sveitin hans, Fljótshlíðin, var Kristni kær og þangað sótti hann margar góðar minningar. Mér er minnisstæð ferðin sem við hjónin fórum með Kristni í Fljótshlíðina í sumar sem leið. Þessi dagur var yndislegur, bjartur og fagur og Hlíð- in skartaði sinni miklu fegurð. Krist- inn lék á als oddi, sagði sögur og sýndi okkur staði þar sem hann hafði leikið sem barn og starfað sem ung- ur maður. Hann þekki hverja þúfu og hvern stein. Hann sagði frá því þegar fé var rekið til slátrunar til Reykjavíkur og tók það ferðalag marga daga og gist var á ýmsum bæjum á leiðinni. Þegar loks var komið til Reykjavíkur var féð rekið niður sjálfan Laugaveginn að slát- urhúsinu. Yngra fólk í dag getur vart ímyndað sér þá breytingatíma sem þessi kynslóð hefur lifað. Kristinn hefur nú fengið hvíldina eftir langa og farsæla ævi. Hann hlaut virðingu og vináttu samferða- manna sinna. Ég trúi því að Kristni verði vel tekið á nýjum slóðum. Ég kveð tengdaföður minn með þakklæti og bið Guð að blessa minn- ingu hans. Dagbjört Þyri Þorvarðardóttir. Elsku afi, Sterkasta minning okkar um þig ert þú syngjandi. Alltaf varstu léttur í skapi og eilíflega var stutt í brosið. Jafnvel fram á hinstu stund hlóstu dátt. Þú varst lífsglaðasti maður sem við þekktum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem.) Með þessum sálmi viljum við kveðja afa okkar. Megi ást okkar fylgja þér til himna. Takk fyrir allt sem þú varst okkur og gafst. Matthías Már, Anna Margrét og Daníel. Kristinn Guðnason Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT G. ALBERTSDÓTTIR, Krosshömrum 1a, 112 Reykjavík, lést á Landspítalanum föstudaginn 25. janúar. Jarðsett verður frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 6. febrúar kl. 13.00. Birgir Þór Ólafsson, Helga Sólveig Jóhannesdóttir, Guðmundur P. Jónsson, Þuríður Guðjónsdóttir, Þórhallur Vigfússon og barnabörn. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýnt hafa okkur samúð og hlýhug við andlát ERLENDS GUÐMUNDSSONAR, Gullsmára 8. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heimahlynningar, Guð blessi starf þeirra. F.h. fjölskyldunnar, Inga H. Jónsdóttir. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug vegna fráfalls og útfarar ástkærrar móður okkar, tengda- móður, ömmu, langömmu og langalangömmu, KRISTJÖNU E. VIGFÚSDÓTTUR. Hvammi, Húsavík. Sérstakar þakkir til Soffíu Steinarsdóttur og starfsfólks Dvalarheimilisins Hvamms, fyrir ástríka ummönnun. Guðbjartur V. Þormóðsson, Auður Guðjónsdóttir, Leifur Kr. Þormóðsson, María Aðalsteinsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls og útfarar ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, systur okkar og ömmu, GUNNÞÓRUNNAR JÓNASDÓTTUR, Gundu, Gnoðarvogi 56, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Landspítala - Háskólasjúkrahúss. Einar S. Ingólfsson, Ásta Einarsdóttir, Dagur Freyr Ingason, Pétur J. Jónasson, Örn Jónasson, Gunnar Jónasson og barnabörn. ✝ KRISTJÁN ÁRNASON frá Kistufelli, síðar á Skálá í Sléttuhlíð, lést mánudaginn 4. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Systkinin. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, GEIR PÉTURSSON, lést á heimili sínu laugardaginn 2. febrúar. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 8. febrúar kl. 11:00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á minningar- kort blóðlækningadeildar 11 G, LSH. Jóhanna Hjörleifsdóttir, Ella Kristín Geirsdóttir, Davíð Áskelsson, Guðrún Björk Geirsdóttir, Hallgrímur Óli Björgvinsson, Hjörleifur Víðir Geirsson, Jenny Örnberg og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.