Morgunblaðið - 05.02.2008, Side 33

Morgunblaðið - 05.02.2008, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 33 dagbók Í dag er þriðjudagur 5. febrúar, 36. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Hann stendur mér við hlið til þess að veita mér lið og vernd. (Daníel 11, 1.) Fjármálaráðuneytið heldur op-inn morgunverðarfund áGrand hóteli á morgun, ísamstarfi við Stofnun stjórn- sýslufræða og stjórnmála og Félag for- stöðumanna ríkisstofnana. Yfirskrift fundarins er Stjórnun og starfsmannamál hjá ríkisstofnunum –Niðurstöður könnunar, hvernig má nýta þær í komandi kjarasamningum og aðgerðir í mannauðsmálum ríkisins. „Á fundinum kynnum við nið- urstöður annars hluta af þremur í viða- mikilli könnun sem unnin var meðal forstöðumanna ríkisstofnana um starfsumhverfi ríkisstofnana og stjórn- un þeirra,“ segir Gunnar Björnsson, skrifstofustjóri hjá starfsmannaskrif- stofu fjármálaráðuneytisins, en auk hans flytja erindi á morgunverðarfund- inum þeir Guðmundur H. Guðmunds- son, sérfræðingur á starfsmannaskrif- stofu ráðuneytisins, og Ómar H. Kristmundsson, dósent við HÍ. „Í fyrsta hluta rannsóknarinnar var sjónum beint að fyrirkomulagi launa- ákvarðana og afstöðu til laga og reglna, en í öðrum hluta var einkum litið til stjórnunar og starfsmanna- mála. Í lokahluta rannsóknarinnar verða svo skoðuð viðhorf forstöðu- manna til eigin starfs,“ útskýrir Gunn- ar. Rannsóknin hefur skilað ýmsum áhugaverðum niðurstöðum: „Svar- endur voru m.a. mjög jákvæðir í garð þeirra breytinga sem átt hafa sér stað innan stjórnsýslunnar, s.s. varðandi breytta uppbyggingu og framsetningu á launatöflum. Er þetta til marks um að farið hafi verið á rétta braut á sín- um tíma með því að leitast við að gera kjarasamninga þannig úr garði að þeir væru sem hlutlausastir gagnvart upp- byggingu og útfærslu verkefna hverr- ar stofnunar fyrir sig,“ segir Gunnar. „Einnig kom í ljós að um tveir þriðju hlutar stofnana eru með skriflega starfsmannastefnu, en hins vegar merkti aðeins fjórðungur forstöðu- manna við að þeir væru „mjög sam- mála“ þeirri fullyrðingu að starfs- mannastefnunni væri fylgt, og rúmur helmingur var „frekar sammála“. Þetta gefur vísbendingar um að þörf sé á átaki til að stofnanir marki sér starfsmannastefnu með skýrum hætti, og nýti hana betur.“ Skráning á morgunverðarfundinn er á slóðinni stjornsyslustofnun.hi.is/ page/stjornunogstarfsmannamal. Stjórnsýsla | Morgunverðarfundur á Grand hóteli kl. 8 til 10 á morgun Starfsmannamál ríkisins  Gunnar Björns- son fæddist í Reykjavík 1954. Hann lauk stúd- entsprófi frá MT 1974 og útskrif- aðist úr lagadeild Háskóla Íslands 1982. Hann starf- aði hjá Skattstof- unni í Reykjavík, Ríkisskattstjóra og síðar Orkustofnun, en hefur frá 1988 starfað hjá fjármálaráðuneytinu. Eig- inkona Gunnars er Þóra Gísladóttir kennari og eiga þau þrjá syni og eitt barnabarn. Tónlist Norræna húsið | Á háskólatónleikum í Norræna húsinu 6. feb. kl.12.30 leikur djass-rokksveitin BonSom verk, flest ný, eftir þá félagana Andrés Þór Gunn- laugsson, Eyjólf Þorleifsson, Scott McLemore og Þorgrím Jónsson. Að- gangseyrir er kr. 1000, kr. 500 fyrir eldri borgara og öryrkja en ókeypis fyrir nemendur HÍ. Norræna húsið | Margrét Bóasdóttir sópran og Daníel Þorsteinsson píanó- leikari halda tónleika á Myrkum mús- íkdögum kl. 12.15 í Norræna húsinu. Tónlist eftir Jón Hlöðver Áskelsson. Fyrirlestrar og fundir Háskóli Íslands, Árnagarður stofa 201 | Geir Westgaard, sérlegur ráð- gjafi og yfirmaður „High North“ verk- efnisins í utanríkisráðuneyti Noregs, mun halda fyrirlestur um ógnanir og tækifæri í hánorðri í stofu 201 í Árna- garði. Fyrirlesturinn mun fara fram á ensku og er opinn öllum. Aðgangur ókeypis. Sjá einnig á http://www.hi.is/ ams. Kvenfélag Seljakirkju | Fundur verður haldinn kl. 19.30 5 feb. Gestur kvölds- ins er Sigríður Arnardóttir (Sirrý sjón- varpskona). Mætum vel og stuðlum að öflugu kvenfélagi. Stjórnin. Litlakot | Á morgun kl. 15, munu Bryn- dís Víglundsdóttir frá FEB og Ingi- björg H. Harðardóttir, lektor við Kenn- araháskóla Íslands, kynna í Litlakoti niðurstöður rannsókna á framlagi eldri borgara til samfélagsins. Kaffi- veitingar að hætti Gróu. DRENGUR gengur fram á dautt sæljón á Cobquecura-ströndinni í Chile í gær. Sæljónum fer fækkandi og er aðallega um að kenna búsetu manna sem hefur færst nær heimkynnum þeirra. Skoðar dautt sæljón Reuters mennt kl. 10, leikfimi kl.11.30, gler- skurður – frjálst kl.13, bridge kl. 13, myndmennt kl. 13. Hvassaleiti 56-58 | Búta- og brúðusaumur kl. 9-13, jóga hjá Björg F., böðun fyrir hádegi, hádeg- isverður, myndlist kl. 13.30, helgi- stund kl. 14 hjá séra Ólafi Jóhanns- syni, söngstund á eftir. Hæðargarður 31 | Fastir liðir eins og venjulega, dagskrá í allan vetur, morgunkaffi, Revían 5. februar. Þegar amma var ung? Hvaða sprell skyldi það nú vera? Uppl. í síma 568-3132 Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun, miðvikudag, er gaman saman á Korpúlfsstöðum kl. 13.30. Kvenfélag Garðabæjar | 55. aðalfundur Kvenfélags Garðabæjar verður haldinn 5. febrúar nk. og hefst stundvíslega kl. 20, venjuleg aðalfundarstörf. Miðar á galakvöld félagsins, í tilefni af 55 ára afmæl- inu, verða seldir á fundinum. Kaffi- nefnd, hverfi: 5, 6, 19 og 21 sem mætir kl. 19. Stjórnin.www.kvengb.is is Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Morgunkaffi – vísnaklúbbur kl. 9, boccia kvennaflokkur kl. 10-15, handverks- og bókastofa kl. 13, spil- að á spil kl. 13, kaffi kl. 14.30. Laugarból, Íþr.hús Ármann/ Þróttur Laugardal | Leikfimi fyrir eldri borgara mánud. kl. 12. Þriðjud. kl. 11. Fimmtud. kl. 11. Leshópur FEBK Gullsmára | Vigdís Grímsdóttir höfundur bókanna Bíbí, Kaldaljóss, Grandavegur 7, Ég heiti Ísbjörg o.fl. vinsælla skáldsagna verður gestur Leshóps FEBK í fé- lagsheimilinu Gullsmára 13 þriðju- daginn 5. febr. kl. 20. Enginn að- gangseyrir. Leshópur FEBK Gullsmára. Norðurbrún 1 | Smíðastofan opin kl. 9-16 m/ leiðb. kl. 9-13. Hand- menntastofa opin kl. 9-16 m/ leiðb. kl. 13-16. Myndlist kl. 9-12, postulín kl. 13-16, leikfimi kl. 13. Hárgreiðsla 588-1288. Fótaaðgerðarstofa 568- 3838. Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höf- uðborgarsvæðinu | Bingó kl. 19.30, í félagsheimili Sjálfsbjargar á höfuð- borgarsvæðinu, Hátúni 12. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fóta- aðgerðir kl. 9-16. Myndmennt, enska, hádegisverður, leshópur, spurt og spjallað /myndbandasýn- ing, bútasaumur, frjáls spil og kaffi- veitingar. Upplýsingar í síma 535- 2740. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.30, handavinnustofan opin með leiðbeinanda, morgunstund kl. 9.30, leikfimi kl. 10, upplestur fram- .haldssaga kl. 12.30, Félagsvist kl. 14, félagsmiðstöðin opin fyrir alla aldurshópa. uppl. í síma 4119450 Þórðarsveigur 3 | Hjúkrunarfræð- ingur kl. 9 (fyrsta þriðjud í mánuði) Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa frá kl. 9-16.30 , jóga kl. 10, postulínsmáln- ing og útskurður kl. 13, lestrarhópur kl. 13.30, bíóferð á Brúðgumann fimmtudaginn 7. febrúar kl. 16, rúta frá Aflagranda kl. 15.30. Árskógar 4 | Bað, handavinna, smíði/útskurður, leikfimi, boccia. Upplýsingar í síma 535-2700. Bólstaðarhlíð 43 | Leikhúsferð á Revíu í Iðnó kl. 14. Rútuferð frá Ból- staðarhlíð kl. 13.10, rútugjald 500 kr. Hárgreiðsla, böðun, handavinna, vefnaður, morgunkaffi/dagblöð, fótaaðgerð, hádegisverður, línudans, kaffi. Dalbraut 18-20 | Vinnustofa í handmennt opin 9-16 m/ leiðb. til kl. 12. Framsögn og félagsvist kl. 14. Félag eldri borgara, Reykjavík | Skák kl. 13, félagsvist kl. 20, fé- lagsfundur verður haldinn í Stang- arhyl 4 laugardaginn 9. febr. kl.14, kynntar verða tillögur um breyt- ingar á lögum Félags eldri borgara í Reykjavík. Félag kennara á eftirlaunum | Tölvustarf í Ármúlaskóla hefst kl. 15.15. Opið öllum félagsmönnum. Hægt er að byrja hvenær sem þú vilt og ekki þarf að mæta alltaf. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinnustofan opin, leiðbeinandi verð- ur til kl. 17, þrír leikfimitímar hjá Margréti, jóga kl. 9.50, tréskurður kl. 13 og alkort kl. 13.15. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefn- aður, jóga, myndlistahópur, ganga, leikfimi og hádegisverður. kl. 13, bútasaumur, Íslendingasögur og jóga. kl. 20 leshópur. Uppl. í sími 564-5260. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Línudans kl. 12, kyrrðarstund í kirkjunni, spilað þar kl. 13, málun kl. 13, trésmíði/tréskurður kl. 13.30, vatnsleikfimi kl. 14. Félagsstarf Gerðubergs | Vinnu- stofur opnar kl. 9-16.30, létt ganga um nágrennið kl. 10.30, postulíns- námskeið kl. 13, á morgun hefst Menningar- og listahátíð eldri borg- ara í Breiðholti, m.a pottapólitík og vatnsleikfimi í Breiðholtslaug, stafa- ganga, og íþróttahátíð FÁÍA í íþróttahúsi v/ Austurberg. Garðaholt samkomuhús | 55. fund- ur verður haldinn 5. feb. nk. og hefst stundvíslega kl. 20, venjuleg aðalfundastörf. Miðar á galakvöld félagsins, í tilefni 55 ára afmælisins, verða seldir á fundinum, kaffinefnd hverfi: 5, 6, 19 og 21 sem mætir kl. 19, stjórnin.www.kvengb.is Hraunbær 105 | Kaffi, spjall, blöðin, kl. 9, glerskurður kl. 9, líkamsrækt í Árbæjarþreki kl. 10, boccia kl.11, leik- fimi kl. 12, hádegismatur kl. 12:15, bónusbílinn.13:30, stafganga kl.15, kaffi. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, mynd- kl. 10, bænastund kl. 12, bónusbíll- inn, kl. 16.45, bókabíllinn. Kirkjustarf Árbæjarkirkja | Aðalfundur Kven- félags Árbæjarkirkju verður 4. febr- úar kl. 19, í safnaðarheimili Árbæj- arkirkju. Venjuleg aðalfundarstörf og veitingar. Áskirkja | Opið hús milli kl. 10-14 í dag, föndur og spjall. Bænastund kl. 12, í umsjá sóknarprests. Léttur hádegisverður eftir bænastundina. Breiðholtskirkja | Bænaguðsþjón- usta kl. 17:30. Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl. 11, kirkjustarf aldraðra kl. 12, léttur málsverður, helgistund, Valgerður Gísladóttir framkvæmdastjóri elli- málaráðs Reykjavíkurprófastsdæma verður með hugvekju og bingó, 10- 12 ára starf kl. 17-18.15, æskulýðs- starf Meme fyrir 9-10 bekk kl. 19.30. Fella- og Hólakirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, íhugun og bæn, súpa og brauð eftir, kirkjustarf eldri borgara kl. 13, Björn Bjartmarz frá hverfislögreglunni kemur í heim- sókn, kaffi. Fríkirkjan í Hafnarfirði | Aðal- fundur Kvenfélags Fríkirkjunnar verður þriðjud. 5. febrúar í Félags- heimilinu, Linnetstíg 6, kl. 20.30. Fríkirkjan Kefas | Bænastund kl. 20:30. Grafarvogskirkja | Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13.30-16, helgi- stund, handavinna, spil og spjall, kaffi og eitthvað með. TTT fyrir börn 10-12 ára í Engjaskóla kl. 16- 17. TTT fyrir börn 10-12 ára í Borga- skóla kl. 17-18. Grensáskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Stutt helgistund með altarisgöngu og bæn fyrir bænarefnum. Að helgistund lokinni gefst kostur á léttum málsverði á vægu verði. Hallgrímskirkja | Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk- um. Hallgrímskirkja | Starf fyrir eldri borgara kl. 11-14. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Hjallakirkja | Bæna- og kyrrð- arstund kl. 18. Hjallakirkja | Prédikunarklúbbur presta kl. 9.15-11, í umsjá sr. Sig- urjóns Árna Eyjólfssonar héraðs- prests. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | For- eldramorgunn kl. 10-12, opið fyrir alla að mæta með börn og njóta veitinga, kl. 19-22, Alfa 1 og 2, hjónaalfa hefst í vor og næsta námskeið hefst í september. Nánari upplýsingar á www.filadelfia.is KFUM og KFUK | Fundur kl. 20, á Holtavegi 28. Lifandi vatn á Holta- veginum, Guðrún Sæmundsdóttir, Jóhann Helgason, Bryndís Böðv- arsdóttir og Haukur Barkarson koma á fundinn og kynna verkefnið og annast hugleiðingu, kaffi eftir fundinn. Langholtskirkja | Alla þriðjudags- morgna kl. 10-12 er opið hús í safn- aðarheimili Langholtskirkju fyrir foreldra ungra barna og verðandi mæður. Spjall, hressing og góðir gestir koma af og til í heimsókn. Umsjón hefur Lóa Maja Stef- ánsdóttir, móðir og sjúkraliði. Laugarneskirkja | T.T.T.hópurinn (5 - 6. bekkur) kl. 16, kvöldsöngur með Þorvaldi Halldórssyni kl. 20, trú- fræðsla sr. Bjarna: Það kostar þig lífið að eignast lífið, kl. 20:30, á sama tíma er síðasti opni 12 spora fundurinn hjá Vinum í bata, sjá laugarneskirkja.is. Selfosskirkja | Í kvöld kl. 19.30, verður kynningarfundur vegna ALFA-námskeiðs í Selfosskirkju, Sr. Gunnar Björnsson. Vídalínskirkja Garðasókn | Opið hús frá kl 13-16, spilað er vist, bridge og lomber og púttgræjur á staðnum. Njótum þess að eiga sam- félag hvert við annað, kaffi og með- læti, akstur fyrir þá sem vilja, upp- lýsingasími: 895-0169. Kyrrðastund kl. 12, tónlist leikin og ritning- artextar lesnir frá kl. 12.10, súpa og brauð kl 12.30. Þorlákskirkja | Foreldramorgunn í bókasafni, þriðjudagsmorgun milli kl. 10 og 12. M bl 9 67 77 1 501957 - 2007Elsta starfandi fasteignasala landsinns fagnar 50 ára afmæli. Samanlagður starfsaldur starfsmanna við fasteignaviðskipti eru nú 200 árSverrir Kristinsson löggiltur fasteignasaliSíðumúla 21 - www.eignamidlun.is - eignamidlun@eignamidlun.is - Fax: 588 9095Sími: 588 9090 Um er að ræða hluta jarð- hæðar sem er mjög gott verslunarrými á jarðhæð og 8. hæð hússins. Á 8. hæð er stór matsalur, vinnusalir, fundarsalur, o.fl. Hæðin gæti einnig hentað fyrir skrifstofur. Mjög stórar svalir eru á 8. hæðinni en á öðrum hæðum eru einnig góðar svalir. Á jarðhæð er gott verslunar- rými. Fjöldi bílastæða er við húsið, m.a. í bílageymslu. Húsnæðið er laust. Nánari upplýsingar veitir Hákon Jónsson fasteignasali. 7020 Holtasmári 1 – Leiga – 1. og 8. hæð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.