Morgunblaðið - 05.02.2008, Síða 36

Morgunblaðið - 05.02.2008, Síða 36
Það vantar íslenskan Collings til að hleypa smávegis fjöri í listumræð- una … 38 » reykjavíkreykjavík  Mikið verður um dýrðir í Höll- inni föstudaginn 14. mars þegar Sálin hans Jóns míns heldur af- mælistónleika sína. Sálinni til fulltingis verður blásara- og strengjasveit, Gosp- elkór Reykjavíkur og fleiri aðstoð- armenn, auk þess sem von er á leynigestum. Bróðurpartur gólfsins í Höllinni verður sætalaus, sviðið frambyggt, rampur lagður fram gólfið og hyggjast Sálverjar nálg- ast málið með þeim óformlega hætti sem áhangendur þeirra eiga helst að venjast. Hins vegar var ásóknin svo mikil í stúkusæti þegar opnað var fyrir miðasölu á föstudag að öll sætin seldust upp á innan við sólarhring. Hvort þetta gefi til kynna ástand og aldur aðdáenda Sálarinnar skal ósagt látið en ákveðið hefur verið, í ljósi þessa, að bæta 250 sætum fyrir neðan stúk- una. Sala í þau sæti hefst í dag kl. 10. Miðasala fer fram á miði.is Uppselt í stúku á Sálar- tónleika í Höllinni  Vefsamfélagið MySpace hefur á undanförnum misserum verið einkar vinsælt hjá hljómsveitum og tónlistarmönnum til að kynna list sína og þar hafa nær allir net- tengdir tónlistarmenn sett upp prófíl með tóndæmum og mynd- um. En það eru fleiri en listamenn sem notast við síðuna því á meðal þeirra sem hafa komið upp eins- konar heimasíðu/kynningarsíðu er handknattleiksmaðurinn Logi Geirsson. Á síðu Loga er margt forvitnilegt að finna, svo sem klippur úr landsleikjum, myndir, blogg, vini (sem flestir eru kven- kyns) og síðast en ekki síst ein- kennisorð Loga sem eru einfald- lega þessi: „Þeir sem þora, þeir skora!“ Svona tala bara sigurvegarar. Logi þorir á MySpace Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÍSLENSKA plötuútgáfufyrirtækið Bedroom Community hóf starfsemi fyrir rúmu ári. Í fyrsta kasti komu út tvær plötur með erlendum tón- listarmönnum, Bandaríkjamann- inum Nico Muhly og Ástralanum Ben Frost sem hefur verið búsettur hér á landi um allnokkra hríð. Í haust kom svo út sólóplata Valgeirs Sigurðssonar, sem stofnsetti útgáf- una á sínum tíma. Valgeir ber sig vel að liðinni jólageðveiki þegar blaðamaður slær á þráðinn til hans og er afar sáttur með gengi útgáf- unnar til þessa. Hann og félagar hans í hljóðverinu Gróðurhúsinu eru nú farnir að hugsa sér til hreyf- ings á nýju ári og tvær nýjar plötur eru í farvatninu, en sú fyrsta kemur út núna eftir helgina. Appalasía Nýjasta útgáfa Bedroom Comm- unity kallast All Is Well og er með Bandaríkjamanninum Sam Amidon, en hann vinnur með þjóðlagatónlist Appalasíufjalla. Þeir gestir síðustu Airwaves-hátíðar sem römbuðu inn á dagskrá Norræna hússins áttu færi á að sjá Amidon spila, en einn og óstuddur með banjóið að vopni flutti hann fallegar og brothættar stemmur, og m.a. ansi mergjaða út- gáfu af slagara eitís sveitarinnar Tears for Fears, „Head Over Heels“. „Ég og Nico Muhly unnum svo með tónlistina, útsettum og settum strengi og blástur við þetta,“ út- skýrir Valgeir. „Þetta er klárlega aðgengilegasta Bedroom Comm- unity-platan til þessa ef svo mætti segja.“ Aðrir sem að plötunni koma eru m.a. Ben Frost og Eyvind Kang. Önnur plata Nico Muhly er þá vænt- anleg í vor. Á henni vinnur hann með raddir í þremur verkum og not- ast við nefndan Sam Amidon, Helga Hrafn Jónsson og bandarísku söng- konuna Addy Fischer. Yfirþyrmandi gott Valgeir segir að gott „suð“ sé í kringum þessar útgáfur og tilfinn- anleg spenna hafi verið að hlaðast upp á undanförnum vikum. „Annars hafa viðtökur við útgáfu- fyrirtækinu verið framar öllum von- um,“ segir Valgeir. „Umfjöllun blaða hefur verið yfirþyrmandi góð verð ég að segja, og þrátt fyrir að einstakar plötur frá okkur hafi verið ólíkar virð- ast þær hafa fundið sinn far- veg.“ Nú um stundir eru Bedroom- liðar að vinna í því að styrkja dreifingarmálin úti í heimi en dreifingaraðilinn í Þýskalandi gekk t.d. úr skaftinu fyrir stuttu. „Þar úti ætlum við að taka þetta skrefi ofar hvað dreifingu varðar. Við erum með dreifingu í öllum þeim löndum sem eru undir þessum vestræna tónlistarhatti, og Ástralía var síðasta landið til að koma inn. En við erum ekkert á mörkuðum eins og í Asíu eða Afríku, en erum að vísu með góða dreifingu í Japan.“ Valgeir segir að nú sé verið að skoða vandlega dreifingarmál þess- ara nýjustu platna. „Hingað til höfum við verið harð- ir á því að halda því sem við höfum verið að gefa út saman en það er skiljanlegt að fólk hafi meiri áhuga á einni plötu umfram aðra þannig að það er verið að skoða þessi mál í því ljósi.“ Heimsþorpið Valgeir samþykkir þá staðhæf- ingu blaðamanns að það sem lagt hafi verið upp með í byrjun sé að hafast. „Þróunin hefur verið góð. Við byrjuðum ekki á auðveldustu plötunum, það er ekki hægt að segja að þær hafi verið einhverjar kjörplötur til að markaðssetja. En það hefur sýnt sig að svona tónlist á upp á pallborðið og það víða og um- fjöllun og grein- ar hafa verið að rata í marga miðla sem sér- hæfa sig í þess- um jaðargeira. Það hefur t.d. hlaupið ágæt- lega á snærið hjá Ben og Nico eftir að plötur þeirra komu út.“ Bedroom Community er á marg- an hátt prýðisgott dæmi um útgáfu sem starfar samkvæmt líkani heims- þorpsins. Plöturnar seljast út um allan heim, bæði í gegnum netið og út úr búðum, þó að gert sé út frá Ís- landi. Samstarfsaðilar eru þá stað- settir hér og hvar í heiminum en samskipti og samvinna gengur þó tiltölulega snurðulaust fyrir sig. „Það sem er erfitt er að halda ut- an um þetta og vera viss um að allir séu að skila sínu. Þetta veltur fyrst og fremst á góðu samstarfsfólki. En gott gengi útgáfunnar hefur valdið því að fyrirspurnum er sífellt að fjölga, fólk vill fá að vera með og „demóin“ streyma inn. Þannig að við göngum vonbjartir inn í þetta nýja ár.“ Framar öllum vonum Tvær nýjar plötur væntanlegar frá plötufyrirtækinu Bedroom Community Morgunblaðið/Jim Smart Sam Amidon Sá kúreki sem Bedroom Community veðjar á næst. Tekur víst mergjaða útgáfu af Tears for Fears slagaranum Head over Heals. Næsta plata Amidon verður klárlega aðgengilegasta plata Bedroom Community. Aðalsprautan Valgeir Sigurðsson í hljóðveri sínu Gróðurhúsinu. www.bedroomcommunity.net  Óhætt er að segja að keppnin í síðustu Laug- ardagslögum hafi verið hníf- jöfn þó ekki hafi það komið á óvart hvaða tvö lög komust áfram. Lag Magga Eiríks, Leigu- bílar, var og er fínasta lag en lík- lega er hljómurinn um 20 árum of gamall fyrir Evróvisjón- keppnina – eins og hún hefur þróast á undanförnum árum. Lagið hefði hins vegar komist áfram í öllum öðrum lagakeppn- um og í öllum öðrum lagakeppn- um hefði Dr. Gunni ekki komist í gegnum fyrstu síu. Næsta kvöld verður þó ekki jafnspennandi. Barði hefur svo gott sem unnið kvöldið fyrirfram. Ekki alltaf besta lagið sem kemst áfram ■ Fim. 7. febrúar kl. 19.30 Myrkir músíkdagar Einstakur viðburður, frumflutningur tveggja íslenskra sinfónía, eftir Atla Heimi Sveinsson og John Speight. Tónleikar sem enginn áhugamaður um spennandi nýja tónlist má missa af. Stjórnandi: Roland Kluttig. Einsöngvarar: Ágúst Ólafsson og Gunnar Guðbjörnsson. Bakraddir: Hulda Björk Garðarsdóttir, Sesselja Kristjánsdóttir og Hrólfur Sæmundsson. ■ Lau. 16. febrúar kl. 17 Kristallinn – kammertónleikaröð Þjóðmenningarhúsinu Fransk-rússneskur kammersirkus. Verk fyrir fjölbreytta hljóðfæra- skipan eftir Debussy, Ravel og Prokofiev. ■ Fim. 21. febrúar kl. 19.30 – Nokkur sæti laus Sellósnillingur í toppformi Daniel Müller-Schott, ein skærasta stjarna sellóheimsins í dag, leikur einleik í byltingarkenndum konsert Haydns. Einnig eru á dagskrá forleikur eftir Mozart og Sveitasinfónía Beethovens.Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.