Morgunblaðið - 05.02.2008, Side 40

Morgunblaðið - 05.02.2008, Side 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ / KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA DEATH AT A FUNERAL kl. 6 - 8 - 10:10 B.i.7 ára THE GAME PLAN kl. 5:40 LEYFÐ NATIONAL TREASURE 2 kl. 8 B.i.12 ára I AM LEGEND kl. 10:30 B.i.14 ára SWEENEY TODD kl. 5:40D - 8D - 10:30D B.i.16 ára DIGITAL UNTRACEABLE kl. 8:20 - 10:30 B.i.16 ára CLOVERFIELD kl. 8:30 - 10:30 B.i.14 ára MICHAEL CLAYTON kl. 6:10 B.i.7 ára TÖFRAPRINSESSAN m/ísl tali kl. 6:10 LEYFÐ SWEENEY TODD kl. 5:30D - 8D - 10:30D B.i.16 ára DIGITAL SWEENEY TODD kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.16 ára LÚXUS VIP UNTRACEABLE kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i.16 ára CHARLIE WILSON'S WAR kl. 5:50 - 8 - 10:30 B.i.12 ára SIGURVEGARI JOHNNY DEPP BESTI LEIKARI GOLDEN GLOBE® SÖNGLEIKUR/ GAMANMYND BESTA MYND SÝND Í ÁLFABAKKA DWAYNE „THE ROCK“ JOHNSON  - S.V, MBL O S C A R ® T I L N E F N I N G A R ÞAR Á MEÐAL3BESTI LEIKARI - JOHNNY DEPP VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA DIANE LANE Í ÓVÆNTASTA SÁLFRÆÐITRYLLI ÁRSINS. HVERNIG FINNURÐU RAÐMORÐINGJA SEM SKILUR EKKI EFTIR SIG NEINA SLÓÐ? SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG KEFLAVÍKSÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í KEFLAVÍK OG SELFOSSI VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á  „Sweeney Todd er sterkasta mynd þessa ágæta leikstjóra í háa herrans tíð...“ H.J. MBL  „Hressandi hryllingur“ „... besta mynd Tims Burton í áraraðir.“ R.E.V. – FBL. Myndasögum á Íslandihefur vaxið fiskur umhrygg undanfarin ár oghægt er að nálgast þær bæði í sérverslun, bókasöfnum og bókabúðum. Í dag er það ekki frá- gangssök í kúltíveruðu samsæti að segjast hafa gaman af myndasögum eins og það gat verið áður. Jafnvel að þyki svolítið hipp og kúl að láta glitta í nördinn í sér endrum og sinn- um. Þetta er allavega reynsla und- irritaðs en þegar ég var í mennta- skóla fyrir rúmlega áratug hefði ég frekar komið nakinn fram en að tjá mig um aðdáun mína á Batman. Búðin Eftir nokkrar tilraunir til að koma myndasögum á markað hér í Reykjavík, meðal annars í kjall- aranum á Eymundson við Hlemm og hinum megin við hornið á Rauð- arárstíg í verslununum Goðsögn og Fáfni, fann forvígismaður mynda- sögubyltingarinnar á Íslandi, Gísli Einarsson loks endanlegan stað fyr- ir verslunina sína, Nexus. Það var árið 1995 og hefur Nexus verið á sín- um stað ofarlega við Hverfisgötuna allar götur síðan og veitt þeim sem hafa áhuga á myndasögum, hlut- verkaspilum, leikföngum og mynd- böndum athvarf frá hinum harða heimi raunveruleikans. Myndasögu- deild þeirrar verslunar er með mikl- um ágætum og hefur danskur myndasöguáhugamaður meðal ann- ars haft við mig á orði að Nexus sé betri myndasöguverslun en bæði Fantask og Faraos Cigarrer sem eru virtustu og elstu mynda- söguverslanir Kaupmannahafnar og eru Danir þó mjög ginnkeyptir fyrir myndasögum almennt. Sá maður sem að sögn Gísla bar þó mesta ábyrgð á því að festa myndasöguna í sessi hér á Íslandi var umsjón- armaður verslunarinnar til margra ára, Pétur Yamagata, enda eldheitur áhugamaður þar á ferð. Hann hefur þó nýlega hætt störfum og við hlut- verki vertsins tók Þórhallur Björg- vinsson sem veldur starfinu vel. Þar sem Nexus er langstærsti söluaðili myndasagna hér á landi er rétt að líta til þeirra til að fá vísbend- ingar um hvaða verk voru vinsælust til kaups á síðasta ári. Listinn yfir söluhæstu verkin er áhugaverður. Í efsta sæti tróna tveir titlar eftir sama höfund; The Life and Times of Scrooge McDuck og The Life and Times of Scrooge McDuck Comp- anion eftir Don Rosa sem oft er kall- aður erfðaprins Andabæjarsagn- anna sem Carl Barks lagði grunninn að. Í fyrri bókinni er safnað saman þeim 12 köflum sem fyrst komu út í blaðaformi og segja fyrstu ,,raun- verulegu“ ævisögu ríkustu andar í heimi, Jóakims Aðalandar. Rosa þessi tók sig til og spann allar minnstu vísanir í Jóakim úr sögum Barks í heillega frásögn sem slær flest út í skemmtun. Í seinni bókinni er svo safnað saman öðrum sögum af Jóakim eftir sama höfund sem dýpka þá mynd sem fæst með fyrri bókinni. Þar glittir jafnvel í róm- antíska hlið nirfilsins svo hörðustu menn komast við. Að sögn Þórhalls verslunarstjóra Nexus byggjast þessar vinsældir líklega á því að fólk sem kemur inn í búðina í öðrum er- indagjörðum en að kaupa mynda- sögur fjárfesti í þessum bókum sök- um gamals kunningsskapar við viðfangsefnið. Í öðru sæti vinsælda- listans er svo hin umdeilda The Boys eftir Garth Ennis og Darick Robert- son. Þar er safnað saman fyrstu tölublöðunum af þessari seríu sem DC útgáfurisinn neitaði útgáfu vegna þess að menn þar á bæ voru ekki á eitt sáttir um umfjöllunar- efnið og efnistökin sem eru víst í efra borð ofbeldisskalans að því við- bættu að ofbeldið snýr aðallega að ofurhetjum. Það kemur kannski ekki á óvart þegar litið er til þess að Enn- is hefur farið mikinn í að úthúða of- urhetju-„konseptinu“ í sínum fyrri verkum og keyrir hér á öllum strokkum samkvæmt því sem ég hef heyrt en vinsældir bókarinnar voru þvílíkar að mér tókst ekki að verða mér úti um eintak fyrir þessi skrif. Þriðja sætið fellur í skaut nýjasta bindisins í Fables flokknum eftir Bill Willingham og nokkra teiknara. Þessi sería hefur hlotið allra handa lof og verðlaun í gegn um tíðina og ánægjulegt að sjá að íslenskir kaup- endur kunna einnig gott að meta. Þessi mikla sala er einnig áhugaverð í því ljósi að út eru komin níu bindi í flokknum og líklegt að þeir sem hafa keypt það nýjasta hafi einnig orðið sér út um hin bindin sem sýnir mikið traust kaupenda á vörunni. Þrátt fyrir góða sölu á þessum fyrrnefndu verkum í Nexus ber myndasöguhöfundurinn Hugleikur Dagsson höfuð og herðar yfir aðra höfunda hvað varðar sölu á lands- vísu og hefur gert síðustu ár. Nýj- asta bókin í ... okkur flokknum, Kaupið okkur, hefur selst í rúmlega 1800 eintökum að sögn útgefanda en aðrar bækur eftir hann á síðasta ári Ókei bæ! og Kisi og leyndarmálið hafa einnig selst mjög vel. Það segir því margt um góða stöðu myndasög- unnar á Íslandi að íslenskur höf- undur á vinsælustu myndasögu árs- ins. Bravó. Safnið Að viðbættu mjög auknu aðgengi kaupenda að myndasögum í gegnum Nexus og góða dreifingu á íslensk- um höfundum í bókabúðum hafa bókasöfn landsins stóraukið úrval sitt á slíku efni undanfarin ár. Úlf- hildur Dagsdóttir hefur átt veg og vanda af því að gera myndasögusafn Borgarbókasafnsins ótrúlega öflugt. Þess má geta að Úlfhildur og Hug- leikur eru systkin og mætti því titla þau Kennedy-fjölskyldu mynda- sagna hér á landi. Nú er svo komið að í aðalsafninu á Tryggvagötu og sex útsöfnum þess um borgina eru nú fáanlegir yfir 7000 mynda- sögutitlar og þá er ekki talið það sem finnst á öðrum bókasöfnum út um landið. Að sögn Úlfhildar ganga útlán á myndasögum gríðarlega vel og eru þær með vinsælasta efni safnsins. Þegar litið er til vinsælustu myndasagna síðasta árs í útlánum verður hins vegar að líta til margra óvissuþátta sem gera slíka upptaln- ingu nokkuð handahófskennda. Í fyrsta lagi er það svo að af aug- ljósum ástæðum er ekki hægt að lána sama eintakið nema einum í einu sem takmarkar mjög tíðni út- lána og getur hamlað aðgengi áhugasamra að tilteknum bókum. Einnig eru til nokkur eintök af sum- um titlum en bara eitt af öðrum sem gerir samanburðinn enn erfiðari, en þar er fyrst og fremst um að ræða bækur eftir íslenska höfunda. En ef við lítum fram hjá þessum vankönt- um í matinu og tökum nokkrar stikkprufur lítur út fyrir að vinsæl- ustu bækur síðasta árs í útlánum hafi verið Vampire Knight eftir jap- anska höfundinn Matsuri Hino. Sú hefur skapað sér mjög gott orð sem mangahöfundur í undirgeiranum shojo sem er kannski best lýst sem sögum um unga fallega menn, skrif- uðum fyrir stúlkur á unglingsaldri en lesnar af áfergju af báðum kynj- um og Jón Ásgeir og afmælisveislan eftir Óttar M. Norðfjörð sem virðist vera jafnvígur á bæði ritmál og myndmál. Hann á það sameiginlegt með Hugleiki að afhelga myndasög- una með hraðunnum teiknistíl og biksvörtum húmor. Aðrar bækur sem fylgja þar á eftir eru margar eftir áðurnefndan Hugleik auk ann- arra mangatitla. Úlfhildur lýsir því svo að sá hópur sem les manga skeri sig nokkuð frá öðrum því hann fari mjög hratt í gegn um bækurnar og því sé tíðni skila og útlána mjög ör sem geri það að verkum að hægt sé að lána sömu bókina oftar. Það er gaman að geta þess að ofarlega á þessum lista er hin áhugaverða Edensgarðurinn eftir listamanninn Kristján Jón Guðnason sem er enn eitt dæmi um síaukinn áhuga á ís- lensku myndasögunni. Myndasögur eiga því í mörg hús að venda og framtíðin er björt. Mest lesnu myndasögur síðasta árs Lestur á myndasögum hefur vaxið mikið und- anfarin ár með tilkomu sérhæfðrar verslunar, aukins framboðs í bókabúðum og gríðarlegs vaxtar myndasögudeilda í bókasöfnum. Heimir Snorrason kynnti sér óformlegan lista yfir vinsælustu myndasögur ársins 2007. Gísli Einarsson Úlfhildur Dagsdóttir heimirsnorrason@yahoo.com

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.