Morgunblaðið - 05.02.2008, Side 44

Morgunblaðið - 05.02.2008, Side 44
Árvakur/Skapti Hallgrímsson Gjöf Árni Valur Viggósson les gjafabréf Góðtemplara á FSA. GÓÐTEMPLARAREGLAN á Ak- ureyri afhenti sjúkrahúsinu þar í bæ, FSA, í gær 50 milljónir króna að gjöf sem varið verður til kaupa á tækjum til greiningar og meðferðar hjartasjúkdóma. Jón Þór Sverr- isson, forstöðulæknir lyflækn- ingadeilda, segir gjöfina duga stofn- uninni í nokkur ár til tækjakaupa vegna hjartasjúkdóma. Fyrirtæki og hús Góðtempl- arareglunnar hafa verið seld og hluti andvirðisins notaður til að gera upp Friðbjarnarhús við Aðalstræti, þar sem Góðtemplarareglan á Íslandi var stofnuð en þar verður safn um starfsemina. Þeir fjármunir sem eft- ir eru renna til FSA. |16 Gáfu FSA 50 milljónir kr. ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 36. DAGUR ÁRSINS 2008 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Mikil eldhætta stafar af tómum húsum  Mikil sambrunahætta er í miðbæ Reykjavíkur vegna þéttrar byggðar, að sögn slökkviliðsstjóra höfuðborg- arsvæðisins. Hann segir að mikil eldhætta fylgi yfirgefnum húsum, sem bíða framkvæmda eða niðurrifs, ekki síst í miðbænum. » Forsíða Undrast agaleysið  Evrópskum kennaranemum, sem eru hér á landi á vegum verkefnisins EUROPROF, kemur agaleysi í kennslustundum í íslenskum fram- haldsskólum spánskt fyrir sjónir. Þeir hafa m.a. orðið vitni að því að nemendur fái sér kríublund og svari í farsíma í miðjum tíma. » Miðopna Ógnaði með öxi í banka  Þrír karlmenn eru í haldi lögreglu höfuðborgarsvæðisins eftir vopnað rán í útibúi Glitnis við Lækjargötu í gærmorgun. Einn mannanna ógnaði starfsfólki með múröxi og krafðist peninga. » 4 Ósáttir við landfyllingar  Framkvæmdasvið Reykjavík- urborgar kynnti í gær tillögur um breytingar á sjóvörnum við Ána- naust og hugmyndir um landfyll- ingar á svæðinu. Íbúar í nágrenninu eru mjög ósáttir við fyrirhugaðar framkvæmdir. » 6 SKOÐANIR» Ljósvakinn: Á mjúku nótunum Staksteinar: Milljón plastpokar á mínútu Forystugreinar: Þjóðareign í stjórn- arskrá | Hvar eru hugmyndirnar? UMRÆÐAN» Beitum okkur betur innan Evrópu Uppruni og rætur Netið og framtíð sjónvarps Vanræksla stjórnvalda  4 4 4& 4 &4 4 & 5 !6'( / "', "! 7"+ ""+''%' / ' 4 4 4& 4& 4 &4 4 4 &4 4 . 8 2 ( 4 4  4& 4& 4 &4 4 &4 9:;;<=> (?@=;>A7(BCA9 8<A<9<9:;;<=> 9DA(8'8=EA< A:=(8'8=EA< (FA(8'8=EA< (3>((A%'G=<A8> H<B<A(8?'H@A (9= @3=< 7@A7>(3,(>?<;< Heitast -0 °C | Kaldast 6 °C Norðvestan og vest- an 8-13 m/s suðvestan og vestanlands. Skýjað víðast og él á stöku stað. Hlánar eystra. » 10 Kvikmyndin Brúð- guminn stóð af sér frumsýningar helg- arinnar og situr sem fastast á toppi Bíó- listans. » 39 KVIKMYNDIR» Brúðguminn á toppnum MYNDASÖGUR» Myndasögur eru mikið lesnar. » 40 Kvikmyndin Veðramót var sýnd á alþjóðlegu kvik- myndahátíðinni í Gautaborg á dög- unum. » 41 KVIKMYNDIR» Fjallað um Gautaborg FÓLK» Craig þarf að hafa fyrir hlutverki Bonds. » 43 TÓNLIST» Nóg að gera hjá Bed- room Community. » 36 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Viktoría „getur ekki meira“ 2. Viðbrögð gjaldkera hárrétt 3. Öxin fannst og þýfi endurheimt 4. Vopnað bankarán í Lækjargötu  Íslenska krónan veiktist um 0,24% RITHÖFUNDURINN og sjón- varpsmaðurinn Sir David Attenbor- ough sækir Ísland heim í haust og heldur hér fyr- irlestur. Attenborough kemur til lands- ins í tilefni af út- gáfu nýjustu bók- ar sinnar á íslensku. En það er bókaútgáfan Opna sem hefur gengið frá út- gáfusamningi við Attenborough um útgáfu á bók hans Life in cold blood sem fjallar um skriðdýr með kalt blóð. Attenborough hélt opinn fyrir- lestur hér á landi árið 2003 í Salnum í Kópavogi sem sprakk undan að- sókninni, en fjöldi manns þurfti þá frá að hverfa. Sigurður Svavarsson, annar eigenda Opnu, segir að það sé alveg ljóst að stærra húsnæði þurfi undir fyrirlestur Attenborough í þetta skipti. Sigurður segir að Attenborough hafi verið mjög ánægður með síð- ustu heimsókn sína hingað, en hann vill fá að ráða ferðalögum sínum sem mest sjálfur. Attenborough er nú 82 ára að aldri og var sæmdur heiðursdokt- orsnafnbót við Háskóla Íslands í júní 2006. | 41 Attenbor- ough kemur David Attenborough Eftir Theódór Kr. Þórðarson FJÓRIR ísbirnir hafa verið felldir í byggð á austur- strönd Grænlands síðan í desember og er það óvana- legt á svo skömmum tíma. „Veturinn hefur verið óvenjuharður hér, mikill snjór og langvinnur kuldi,“ segir Haukur Vernharðsson, vél- stjóri í frystihúsinu í Kummiit á austurströnd Græn- lands, við Morgunblaðið. „Það er ísilagt út allan fjörð og því eiga ísbirnir auðvelt með að fara um. Fjórir ís- birnir hafa verið felldir í byggð síðan í desember, tveir í Kulusuk og tveir í Tasiilaq. Sá síðasti var kominn inn í miðjan bæ í Tasiilaq og búinn að ná lokinu af kari með selkjöti sem búið var að safna fyrir sleðahunda. Hann var ekkert á því að gefa sig þegar lögreglumenn komu þarna að og var björninn því felldur á staðnum. Þetta var stór, fullvaxinn björn sem var skotinn þarna.“ Haukur segir að það komi alltaf öðru hverju fyrir að ísbirnir komi inn í byggð. Á Grænlandi gilda sérstök lög um veiðar á ísbjörn- um. Til dæmis mega aðeins viðurkenndir veiðimenn skjóta ísbirni og veiðimennirnir hafa sinn kvóta. „Það voru allir veiðimenn búnir með sinn kvóta í desember og því var reynt að fæla burt þessa ísbirni sem voru á ferðinni en það gekk ekki. Það endaði þá með því að lögreglan þurfti að skjóta dýrið.“ Óvenjuharður vetur á austurströnd Grænlands Komst í feitt og galt með lífi sínu Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is LEIKARINN danskættaði Viggo Mortensen, sem hlaut heimsfrægð sem Aragorn í kvikmyndunum um Hringadróttinssögu og er nú orðaður við Óskarsverðlaun fyrir kvikmynd- ina Eastern Promises, heldur sýn- ingu á ljósmyndum í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í sumar. Sýningin verð- ur opnuð 31. maí og kallast Skógarbú- ar – eða Skovbo á dönsku. Mortensen er ekki einhamur í list- inni. Auk þess að vera vinsæll kvik- myndaleikari hefur hann gefið út ljóðabækur, samið tónlist og haldið sýningar á málverkum og ljósmynd- um. Þá hefur hann gefið út einar fimm ljósmyndabækur. Mortensen hefur heimsótt Ísland nokkrum sinnum á síðustu árum og gaf fyrir nokkrum misserum út bók um Georg Guðna Hauksson mynd- listarmann. Má búast við örtröð Eftir að hafa séð sýningu með ljósmyndum Mor- tensens í Brandts- safninu í Óðinsvéum árið 2004 ákvað María Karen Sigurðardóttir, for- stöðumaður Ljósmyndasafnsins, að falast eftir sýningu með verkum hans. „Hann útbýr sérsýningu fyrir okk- ur,“ segir María Karen. „Þetta eru myndir af náttúrunni, teknar hér á landi og annars staðar.“ Fyrst var hún í sambandi við um- boðsmann Mortensens en nú hafa þau verið í beinu sambandi. „Hann er mjög notalegur maður. Undirbúning- urinn gengur vel fyrir sig, hann er greinilega mjög vel skipulagður. Mortensen segist vilja selja mynd- irnar á lágu verði en ágóðinn mun renna til Náttúruverndarsamtaka Ís- lands. Hann hefur mikinn áhuga á að efla náttúruvernd.“ María Karen segir að tölvupóstur sé farinn að berast á safnið með fyr- irspurnum um sýninguna og frá fólki sem hefur áhuga á að komast á opn- unina. „Í síðustu viku var ég á fundi með forstöðumönnum ljósmyndasafna á Norðurlöndum og forstöðumaður Brandts spurði hvort ég væri búin að láta lögregluna vita af sýningunni,“ segir María Karen og hlær. „Hann sagði það mikilvægt, því stór hópur fylgdi Mortensen eftir. Það mætti bú- ast við mikilli örtröð.“ Viggo Mortensen Vill að ágóðinn renni til Náttúruverndarsamtaka Íslands Viggo Mortensen sýnir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.