Morgunblaðið - 12.02.2008, Page 2

Morgunblaðið - 12.02.2008, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Í HNOTSKURN »Áætlað er að um 1.800 ársverk þurfi viðbyggingu álversins í Helguvík á 6-8 ára framkvæmdatíma. »Stefnt er að því að ná 250 þúsunda tonnaframleiðslu árið 2015 og að 300-400 ný störf verði þar til og 600-700 afleidd störf. Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is UNDIRBÚNINGUR að byggingu álvers Norður- áls í Helguvík er á áætlun. Ákvörðunar um það hvenær bygging álversins verður hafin er að vænta innan skamms, að sögn Ágústs Hafberg, fram- kvæmdastjóra viðskiptaþróunar og samskipta hjá Norðuráli. „Við höfum alltaf áformað að hefja framkvæmdir á þessu ári og við höfum unnið eftir þeim áætlunum og þær standast,“ sagði Ágúst. Tilboð í byggingu kerskálans voru opnuð í síð- ustu viku. Ágúst sagði Norðurál alltaf hafa lagt áherslu á að vinna með íslenskum verktökum og því var leitað til Íslenskra aðalverktaka, Ístaks og ÞG-verktaka um að gera tilboð. „Við byggjum þetta í áföngum og þess vegna getum við notað íslenska verktaka. Við höfum frá- bæra reynslu af því,“ sagði Ágúst. Nú er verið að fara yfir tilboðin en þau eru flókin og tekur sú vinna nokkrar vikur. Ágúst sagði tilboðin hafa ver- ið áþekk hvert öðru og að verkið væri af stærð- argráðunni 5-7 milljarðar króna. Öflun tilboðanna er liður í lokaundirbúningi þess að hefja framkvæmdir við álverið. Enn er eftir að ljúka nokkrum þáttum áður en framkvæmdir geta hafist. Ágúst sagði sveitar- félögin vera nú að leggja lokahönd á deiliskipulag verksmiðjusvæðisins. Mati á umhverfisáhrifum er lokið og þegar þetta hvort tveggja liggur fyrir verður hægt að sækja um framkvæmdaleyfi hjá sveitarfélögunum. Þá hefur umsókn um starfsleyfi fyrir álverið legið inni í Umhverfisstofnun í tvo mánuði. Ágúst sagði að nú væri mikið til búið að velja búnað í álverið og að verið væri að ganga frá pönt- unum. Hann sagði að langur afhendingartími væri á ýmsum tækjabúnaði eins og afriðlum, spennum og slíku. Miðað er við að í fyrsta áfanga álversins verði hægt að framleiða nálægt 150 þúsund tonn af áli á ári. Ágúst sagði menn gæla við að geta fram- leitt fyrsta álið í Helguvík haustið 2010. Tilboð í kerskála álvers Norðuráls í Helguvík opnuð Árvakur/Árni Sæberg Ál Framleiðsla í Helguvík á að hefjast 2010. Ákvörðunar um byrjun framkvæmda má vænta fljótlega SEINNI partinn í gær varð dragnótabáturinn Svein- björn Jakobsson SH 10 fyrir því óhappi að fá dragnóta- belginn í skrúfuna. „Við vorum að kasta á Skarðsvíkinni en þá kom stór alda og myndaðist sog og svo fór belgurinn í skrúfuna,“ sagði Egill Þráinsson, skipstjóri á Sveinbirni, í samtali við Morgunblaðið og bætti við að leiðindaveður hefði verið er óhappið varð. „Það var suðvestan 14 metrar og mikill sjór.“ Egill segir að þeir hafi kallað á Rifsara SH til aðstoðar, „en hann var á veiðum á sama stað og við og tók okkur í tog til Ólafsvíkur og gekk ferðin vel þrátt fyrir leiðindaveður“. Morgunblaðið/Alfons Belgurinn fór í skrúfuna KNATTSPYRNUSAMBAND Ís- lands hefur samþykkt jafnrétt- isstefnu og með henni er gefinn tónn fyrir íslenska knattspyrnu í jafnrétt- ismálum. Markmið stefnunnar er að tryggja jafna möguleika allra til knattspyrnuiðkunar á Íslandi og hún byggist á gildandi lögum og mann- réttindasáttmálum sem Ísland er að- ili að. KSÍ og aðildarfélög þess munu huga sérstaklega að jafnréttismálum í starfsemi sinni. Í tilkynningu á vef KSÍ segir m.a. að markmiðið með jafnréttisstefn- unni sé að sjónarmið jafnréttis verði samofið allri knattspyrnuiðkun á Ís- landi. Knattspyrnusambandið lítur svo á að jafnréttismál séu liður í gæðastarfi knattspyrnuhreyfing- arinnar þannig að allir iðkendur eigi jafna möguleika til að sinna íþrótt- inni. Jafnréttisstefnan nær til allra þeirra sem leika og starfa innan Knattspyrnusambands Íslands. Markmiðið er að allt jafnréttisstarf innan knattspyrnuhreyfingarinnar verði markvisst og skipulagt ferli sem fléttast inn í alla þætti knattspyrn- unnar. Öllum knattspyrnuiðkendum verði „gert kleift að stunda íþróttina óháð kynferði, trúarbrögðum, skoð- unum, þjóðernisuppruna, kynþætti, litarhætti, kynhneigð, efnahag, bú- setu, ætterni og stöðu að öðru leyti“. Til að stuðla að jafnrétti leggur KSÍ áherslu á eftirfarandi þætti m.a.:  Að jafnréttissjónarmiða sé gætt í hvívetna í starfi KSÍ og allir hafi sömu tækifæri.  Að í starfi KSÍ verði gætt jafn- réttis við skipun í stjórnir, ráð og nefndir á vegum þess og við ráðningu starfsfólks.  Að veita þeim einstaklingum sem valdir eru til verkefna á vegum KSÍ jöfn tækifæri og gera engan grein- armun á drengja- og stúlknaliðum við útdeilingu æfingatíma.  Að hafa vel menntaða og hæfa þjálfara í öllum liðum. Gerðar eru sömu ráðningarkröfur til þjálfara drengja- og stúlknaliða. Að iðkendur, starfsmenn, stjórnarmenn og aðrir þeir sem hafa hlutverki að gegna inn- an KSÍ hafi ekki uppi orð eða athafnir sem líta má á sem kynja- eða kyn- þáttamisrétti gagnvart öðrum, hvort sem um ræðir einstaklinga eða hópa innan eða utan Íslands. Athugasemd- ir við litarhátt, talsmáta eða annað í fari iðkenda, ættingja þeirra eða keppinauta sem skilja má sem meið- andi og særandi athugasemd um upp- runa þeirra eiga ekki heima innan hreyfingarinnar.  Markmiðið að allt jafnréttisstarf innan knattspyrnuhreyfingarinnar verði markvisst og skipulagt ferli sem fléttast inn í alla þætti knattspyrnunnar  Snýr m.a. að kynferði, kynþætti og kynhneigð KSÍ samþykkir jafnréttisáætlun Árvakur/Golli Jafnrétti Áætlun KSÍ gengur út á að allir hafi jöfn tækifæri. HALLI á rekstri Landspítalans nam 488 milljónum króna á síðasta ári eða 1,4%, samkvæmt bráðabirgðaupp- gjöri að teknu tilliti til fjáraukalaga. Framlag til LSH á fjáraukalögum nam 1.737 m.kr. og þar af var 777 m.kr. framlag vegna uppsafnaðs halla fyrri ára. Launagjöld hafa auk- ist um rúm 10% frá fyrra ári, rekstr- argjöld um rúm 7% og kostnaður vegna S-merktra lyfja um rúm 13%. Sértekjur hafa aukist um rúm 15% og er aukin starfsemi á göngudeild- um og rannsóknardeildum helsta ástæða þess. Þetta kemur fram í nýj- asta hefti Starfsemisupplýsinga LSH. Rekstur flestra sviða spítalans var innan við 2% frávik frá fjárheimild- um. Þrjú svið skera sig úr, endur- hæfingarsvið með 6,8% rekstrar- halla, slysa- og bráðasvið með 4,6% halla á rekstri og lyflækningasvið I með 4,2%. Þessi svið hafa öll farið í gegnum sérstaka greiningu á sínum rekstri og er unnið að ýmsum breyt- ingum og umbótum á þeim. Á árinu 2007 leituðu tæplega 103.000 einstaklingar eftir þjónustu á Landspítala og margir oftar en einu sinni. Er þetta tæplega 3% fjölgun frá árinu áður. 1,4% rekstr- arhalli á Landspítala HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness dæmdi í gær tvítuga stúlku í sex mánaða fangelsi fyrir smygl á rúm- lega 100 grömmum af sterku kóka- íni frá Spáni í apríl 2006. Fram kemur í málinu að hún var í óreglu þegar hún framdi brotið en hefur nú snúið við blaðinu, hætt neyslu fíkniefna og verið til sjós í heilt ár. Þessi nýja stefna sem líf hennar hefur tekið varð til þess að refsingin var að stærstum hluta skilorðs- bundin. Í dómnum segir að hún hafi ótil- neydd farið til Spánar í því skyni að flytja hingað um eitt kíló af kókaíni og hagnast á því um eina milljón króna. Aðstæður sem ekki snertu stúlkuna urðu hins vegar til þess að hún flutti aðeins lítinn hluta af fíkni- efnunum með sér, eða 113 grömm sem hún faldi innvortis. Samkvæmt sakaskrá stúlkunnar frá árinu 2004 hefur henni þrívegis verið gert að greiða sektir fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að stúlkan var ung þegar brot- ið var framið, eða 19 ára, langt er liðið frá brotinu og hún var sam- vinnufús við rannsókn. Refsing þótti hæfileg sex mánaða fangelsi en sök- um þess að stúlkan hafði snúið við blaðinu ákvað dómari að skilorðs- binda fjóra mánuði af refsingunni. Guðmundur L. Jóhannesson kvað upp dóminn, Alda Hrönn Jóhanns- dóttir fulltrúi lögreglustjórans á Suðurnesjum, sótti en Guðmundur B. Ólafsson hrl. var til varnar. Sneri af hættulegri braut Mestur hluti refs- ingar skilorðsbundinn TVEIR menn á bíl óku inn í nýfallið snjóflóð sem féll á veginn um Óshlíð í gærkvöldi. Þá sakaði ekki. Í kjölfar atviksins var veginum lokað vegna snjóflóðahættu kl. 21.20 að sögn lög- reglunnar á Ísafirði. Björgunarsveitarmenn frá Bol- ungarvík voru kallaðir út til að sækja bílinn en nokkru fyrr hafði lögreglan komið mönnunum tveimur til aðstoð- ar en skilið bílinn eftir. Undanfarna daga hefur verið snjóflóðahætta á Vestfjörðum og er þetta í annað skipti á stuttum tíma sem bíll lendir í miklu návígi við snjóflóð. Óku inn í snjóflóð ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.